Merkilegt!

Þetta finnst mér afar merkilegt ef að satt reynist!

Mikið langar mig annars mikið að komast til Jerúsalem og skoða svona uppgrefti. Það vildi ég óska að ástandið fyrir botni Miðjarðahafs væri öruggara til að hægt væri að ferðast með hóp til hinnar helgu borgar. Ég held að það sé draumur allra sem að leggja stund á Guðfræðina að komast til þessa svæðis. Bara að sjá svona uppgröft og allar þessar menjar væri náttúrulega ólýsanlegt!

Ég er kannski bara svona ferðahrædd, það má vel vera að það sé allt í lagi að fara til Jerúsalemborgar, kannski les maður stundum aðeins of mikið í fréttirnar daglega af þessum svæðum.

Við sem vorum í stjórn félags guðfræðinema í fyrra skipulögðum ferð til Rómar sem að var farin fyrir ári síðan. Alveg ógleymanleg ferð. Nú þurfum við að skipuleggja að nýju ferð til Jerúsalem..........hvenær sem að hún verður svo farin Cool. Alla vega langar mig óendanlega til að fara slíka ferð og svona forleifafundur spillir ekki fyrir! Það kostar alla vega ekkert að láta sig dreyma og skipuleggja í huganum......Whistling


mbl.is Gröf Heródesar fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varla sannar þessi fundur eitt né neitt um Krist.  Heródes þessi varð, skv fréttinni, kóngur í Ísrael 74 árum fyrir Krists burð og hefur því verið löngu dauður þegar Jesús fæddist.  Þetta er því hvorki sá Heródes sem sveinbörnin drap né sá sem varð vinur Pílatusar.  Við höfum aldrei þekkt haus eða sporð á Heródesi þessum og því óþarfi að fagna ógurlega yfir því að einhver hafi sópað ofan af honum.  Viðbrögðin sem sjást hinsvegar eru sambærileg við það að Íslendingar hrópuðu:  „Jón Sigurðsson lifir!“  og þegar þjóðin kæmi á Austurvöll stæði þar skeggjaður framsóknarmaður; að sönnu mætismaður, en ekki sá sem styttan er af.

Þorvaldur (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 23:00

2 identicon

Ekki óttast það að ferðast til Ísraels, ég á vin þar og myndi ekki hika við að gera það strax í sumar ef peningamálin væru betri. Ísrael er mikið ferðamannaland þrátt fyrir átökin þar. Þrátt fyrir að hryðjuverk séu algeng í landinu þá er samt sem áður meiri líkur á því að deyja í bílslysi, við fáum ranga mynd hérna á klakanum þegar það er varla fjallað um neitt annað en átökin.

Geiri (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 23:11

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er sammála Geira.  Fáum alltof dökkar myndir af hinum ýmsu löndum, sérstaklega Mið-Austurlöndum.  Ég ætla að ferðast þangað einhvern tímann. Kveðjur til þín Sunna.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 8.5.2007 kl. 02:11

4 identicon

Það var nú til fleiri en einn Heródes ef ég man rétt samtíðarsöguna hjá honum K.Bú.

Sunna ég styð þetta skellum okkur bara og fyrst við ætlum að fara á annað borð þá gerum við það grand og trillum okkur til Egyptlands líka hver veit ef við náum nógu mörgum prestum með í ferðina að við getum ekki bara klofið Rauðahafið okkur til gamans og þar rölt um á Biblíu-slóðum.

(Maurinn á ekki að skrifa athugasemdir þegar hann er á næturvöktum)

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 04:43

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sæl öll og takk fyrir innlitið!

Þorvaldur: Ég fagnaði hvergi í þessari færslu að þessi fundur staðfesti eitt eða neitt um Krist. Enda snýst Guðfræði um meira en Kristsburð, Við lærum jú líka um grísk-rómverska keisaratímann og umhverfi síðgyðingdóms svo að eitthvað sé nefnt, þannig að ég held nú að hér sé lesið mikið inn í það sem ég sagði. En svona fundur er akkur fyrir alla sem að stúdera þennan tíma, hvort sem að það er í samhengi kristindóms eða einhvers annars!!

Geiri og Margrét, takk fyrir ykkar innlegg . Það er alveg rétt að fréttir gefa oft ansi skakka mynd af ástandi fyrir botni Miðjarðarhafsins. Ég heyrði einhvern tímann sagt að það væri hvergi örggara að vera en á þessu svæði vegna þess að öryggisgæsla er svo mikil. Vonandi mun draumurinn um að komast til Jerúsalem rætast

Hildur: Þetta er alveg frábær hugmynd, við getum gengið um með skýstólpa á daginn og eldstólpa á nóttinni........borðað manna og galdrað fram  vatn úr steinum. Þetta yrði frábært og skemmtilegt og nú er bara að byrja að smala...........fínt að skrifa athugsemdir á næturvöktum....

Með bestu kveðju til ykkar allra! Sunna

Sunna Dóra Möller, 8.5.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 66232

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband