Lífsins ólgusjór!

Ég sá þegar ég kom heim í dag að fjöldi hefur rekið inn nefið á aðra síðu sem ég hef verið með og geymi þar m.a predikanir ofl.  sem ég hef flutt (blog.central.is/sunnamo)! Ég býst nú við að það sé vegna þess að ég komst í grein á vantrú í dag! Ekki veit ég hvort að það sé upphefð eða eitthvað annað Cool en tilefni greinarinnar er lokapredikun sem ég flutti nú fyrir stuttu þar sem að ég jú minnist á vantrú en predikunin er þó langt í frá tileinkuð þeim hópi þó að greinarhöfundur virðist gera sé mat úr henni á þann veg! Mér finnst nú ansi mikið lesið inn í lítið.......þar sem ég minnist á þann hóp aðeins í einni eða tveimur setningum...eða málsgreinum Wink! Predikunin fjallaði reyndar meira um frelsi og ábyrgð sem að því fylgir.....en menn lesa misjafnt greinilega út úr hlutum, það er víst alveg morgunljóst!

Það er þó athyglisvert að ég er sögð vera guðfræðingur í greininni, það er gaman frá því að segja ykkur sem að hafið rekið inn nebbann á vantrú í dag, að svo er nú ekki. Ég er enn ótýndur guðfræðinemi þar sem ég hef ekki útskrifast enn! Þetta er til marks um hve greinin er málefnaleg og laus við allt fals og greinilega hefur höfundur unnið vel heimavinnuna sína áður en greinin var birt! Það er alltaf gott að hafa staðreyndir á hreinu þegar verið er að ásaka aðra um illa rökstutt mál Tounge.

Ég vona bara að fólk hafi notið predikunarinnar vel LoL, það er sjaldan sem að svona margir hafa gert sér far um að kíkja á þessar ræður á einum degi! Þetta er kannski bara gleðiefni eftir allt saman!

En nóg í bili og ha´det!

p.s. mæli með fiskisúpunni og krabbasalatinu á Fylgifiskum, kom þar við á leiðinni heim í kvöld og nú er ég alsæl! Þetta er eitthvað það besta í heimi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég hef rosa gaman af vantrú.is og fer oft þangað að kíkja á skrifin og kommentin. Ætla að skoða það sem þeir eru að tala um þína predikun  Margt gott sem þeir eru að segja þar,en vantrú getur líka virkað eins og öfgar í hina áttina frá bókstafstrúnni. Hef látið það flakka þar. Kveðja og knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.6.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég les vantrúna líka, bara svona til að fylgjast með hvað er að gerast og hvað verið er að fjalla um hverju sinni, hef þó aldrei lagt orð í belg! Það væri gaman að heyra hvað þér finnst um greinina! Ég er ekki viðkvæm fyrir sjálfri mér en ég hef þó ákveðið að bregðast ekki við þessum skrifum sjálf á síðunni! Þeir mega túlka predikunina eins og þeir vilja ! Fólk hefur jú frelsi til að túlka það sem að sett er á netið....við lesum öll ólíkt enda erum við ólík með mismunandi skoðanir og lífsreynslu!  Kær kveðja, Sunna!

Sunna Dóra Möller, 19.6.2007 kl. 21:44

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

P.s Takk Margrét fyrir athugasemdina við vantrúargreinina! Mér þótti mjög vænt um hana ! Kveðja, Sunna.

Sunna Dóra Möller, 19.6.2007 kl. 22:08

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ekkert að þakka Sunna mín, ég segi alltaf það sem mér býr í brjósti  Ég hef rekið mig á að þeir sem standa að vantrú.is eru á margan hátt öðlingsfólk sem þolir ekki óréttlæti og eru miklir húmanistar. En mín skoðun er að til þess að góðir hlutir gerist í málum fólks almennt, þurfi að fara milliveginn í þessum málum. Það er ekki hægt að taka trú frá fólki og þjónar í raun engum tilgangi, en bókstafstrú og öfgatrú þarf að leggja af og svo lyfta vantrú sem fellst eingöngu í beinhörður sönnunum fyrir öllu á aðeins æðra plan.  Einstein sagði: Vísindi án trúar er dauf og trú án vísinda er blind. Kveðjur

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.6.2007 kl. 22:49

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Ekki veit ég hvort að það sé upphefð eða eitthvað annað en tilefni greinarinnar er lokapredikun sem ég flutti nú fyrir stuttu þar sem að ég jú minnist á vantrú en predikunin er þó langt í frá tileinkuð þeim hópi þó að greinarhöfundur virðist gera sé mat úr henni á þann veg! Mér finnst nú ansi mikið lesið inn í lítið.......þar sem ég minnist á þann hóp aðeins í einni eða tveimur setningum...eða málsgreinum !"

Enda svara ég nánast eingöngu þeim köflum sem fjalla um Vantrú.

"Þetta er til marks um hve greinin er málefnaleg og laus við allt fals og greinilega hefur höfundur unnið vel heimavinnuna sína áður en greinin var birt!"


Já, ég gerði þau mistök að eftir lokapredikun værirðu orðin guðfræðingur. Mea culpa! En hvernig tengist þessi mistök því  hversu málefnaleg greinin er að ég 
titla þig vitlaust?

Hvernig væri að "mæt[a] öllum þeim gagnrýnisröddum sem á [kirkjunni] dynja" með því að svara greininni málefnalega?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.6.2007 kl. 23:29

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hjalti, ég kýs að svara ekki inni á síðu Vantrúar og tel það ekki skyldu mína að gera það! Ég blogga hér inni um guðfræði, kirkjuna og margt fleira og tel að oft sé ég að svara gagnrýnisröddum með því að skrifa og vitna í marga frambærilega guðfræðinga! Ég læt lokapredikunina mína standa, þú mátt gagnrýna hana eins og þú vilt. Ég ætla ekki að rökræða hana á einn eða neinn hátt! Um guðfræðikenningar ofl sem tengist fræðunum skal ég rökræða eins og ég hef gert áður við þig hér inni á blogginu og tel mig hafa svarað þar þinni gagnrýnisrödd þegar því hefur verið við komið og fleirum sem að hafa gagnrýnt það sem að ég hef skrifað hér inni og annars staðar. Það að ég kýs að svara ekki inni á vantrú er ákvörðun sem að ég tók fyrir löngu og stend við hana, þó að þú kallir eftir því hér og þar inni! Með kveðju, Sunna

Takk aftur Margrét , það er mikið til í orðum Einstein! Kveðja, sunna!

Sunna Dóra Möller, 19.6.2007 kl. 23:54

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvar hef ég beðið þig um að svara inn á Vantrú.is? Fyrst þú varst að skrifa færslu um greinina mína, þar sem þú segir að hún sé ekki málefnaleg, þá finnst mér lágmark að koma með málefnalegt svar, sérstaklega í ljósi þess að þú vildir sjá kirkjuna mæta gagnrýnisröddum í predikuninni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.6.2007 kl. 00:29

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gott hjá þér Sunna Dóra, ég var sérstaklega hrifinn af þessari afstöðu:"Það að ég kýs að svara ekki inni á vantrú er ákvörðun sem að ég tók fyrir löngu og stend við hana," Ég tók einmitt sömu afstöðu fyrir nokkru síðan. Heil síða sem helgar tilveru sinni til þess eins að leggja eitt trúarbragð í einelti,k er ekki að mínu skapi að svara. En hins vegar viðurkenni ég það að það er gaman að líta þarna inn annars lagið og sjá hvað um er skrafað. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.6.2007 kl. 07:00

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Btw, ég las þessar predikanir þínar og fannst þær bara nokkuð góðar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.6.2007 kl. 07:08

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Heil síða sem helgar tilveru sinni til þess eins að leggja eitt trúarbragð í einelti,..."

Þetta er einfaldlega rangt Guðsteinn. Auðvitað er mikið fjallað um kristni, enda er stór hluti þjóðarinnar kristinn og meirihlutinn skráður í kristin trúfélög. Finnst þér að við ættum að eyða meiri tíma í hindúisma eða múhameðstrú?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.6.2007 kl. 13:37

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Því ekki, ég reyndar aldrei séð neitt annað en níðsumfjallanir um kristni hjá ykkur, en það væri gaman að sjá ykkur taka aðra fyrir og víkka sjóndeildarhringinn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.6.2007 kl. 15:35

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Guðsteinn !

Sunna Dóra Möller, 20.6.2007 kl. 18:19

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Því ekki, ..., en það væri gaman að sjá ykkur taka aðra fyrir og víkka sjóndeildarhringinn."

Af því að það eru um það bil 0 hindúar á Íslandi og hindúar eru ekki að troða trúnni sinni
í opinbera skóla og almennt í hið opinbera? Ef stór hluti Íslendinga væru hindúar myndum við að sjálfsögðu fjalla meira um hindúisma.

"...ég reyndar aldrei séð neitt annað en níðsumfjallanir um kristni hjá ykkur, ..."

Þá vartu að brjóta eitt boðorðanna þegar þú sagðist kíkja af og til á Vantrú.is,
við fjöllum oft um næstvinsælustu (ef ekki vinsælustu) trúarbrögðin á Íslandi, nýaldarvitleysu. Svo kallast þetta gagnrýni, ekki níðsumfjallanir.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.6.2007 kl. 23:17

14 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Merkilegt að þeir sem eru vantrúaðir skuli boða út fagnaðarerindið!  Ætti þeim ekki að standa slétt á sama hvað aðrir gerai?

Ester Sveinbjarnardóttir, 21.6.2007 kl. 22:58

15 identicon

"Merkilegt að þeir sem eru vantrúaðir skuli boða út fagnaðarerindið!  Ætti þeim ekki að standa slétt á sama hvað aðrir gerai?"

Held að Vantrú.is sé sama hvað aðrir gera ef þeir gera það fyrir sjálfa sig, ef trúin sé ekki að troða sér upp á þá sem ekki vilja hana. Að troða sér inn í skólana með trúboð og sjúga marga milljarða á ári frá almenning eru góð dæmi um það. Þannig hefur Vantrú.is virkað á mig.

Þorsteinn Þorvaldsson (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 00:39

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það sem Þorsteinn segir um uppátroðslu kristinna manna á Íslandi er hárrétt. En mér, og nú er ég bara að tala fyrir mig, finnst það bara gott að benda
fólki sem er fast í algjörum blekkingarvef á staðreyndir málsins. Alveg eins og þið
mynduð öll vonandi reyna að benda meðlimi vísindaspekikirkjunnar á að vísindaspeki
sé bull.

Svo er það reyndar "fagnaðarerindi" að guð Þjóðkirkjunnar er ekki til, stór hluti mannkyns mun ekki kveljast að eilífu. Eru það ekki góðar fréttir?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.6.2007 kl. 02:54

17 Smámynd: Linda

Isspiss alveg óþarfi að rökræða við þetta vantrúarlið, til hvers þeir skilja ekki þína trú, vilja ekki skilja trúna og fara á námskæð til þess að læra að miskilja trú.  Enn velkomin í hóp öfgamanna svona er stutt í stimplana og í hræsnina já Sunnadóra samkvæmt sumum á viðeigandi vef þá ertu hræsnari.  Bara fyndið.  Ég er ekki alltaf sammála þér enn hræsnara mun ég seint kalla þig.

bk.

Linda.

Linda, 22.6.2007 kl. 03:06

18 Smámynd: Pétur Björgvin

Fyrirgefið ef ég skipti mér aðeins af en fann hjá mér þörf til að tjá mig aðeins. Ástæðan er sú að ég var að velta því fyrir mér hvort verið gæti að með þeim umræðum sem hér fara fram væri verið að gera sumum þeim einstaklingum sem skrifa á vantrú.is upp skoðanir og framkomu. Ég að minnsta kosti hef það á tilfinningunni án þess að hafa rannsakað það sérstaklega að mjög misjafnt sé hversu vandað efnið er sem þeir sem skrifa á Vantrú senda frá sér.

Og svo held ég að við höfum öll gott af því að ræða við fólk með ólíkar skoðanir, en þar verður hver og einn að finna sinn takt og ganga í slíka umræðu eftir eigin krafti og samvisku. 

Pétur Björgvin, 22.6.2007 kl. 08:30

19 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk þið öll semhafið lagt orð í belg hér!

Takk Pétur fyrir þína athugasemd og þér er að sjálfsögðu velkomið að taka þátt, ekkert að afsaka það! En ég held að það sé okkur öllum holt að eiga í rökræðum við fólk sem að hefur ólíkar skoðanir! Enda hef ég gert það og reynt eftir bestu getu að svara Hjalta Rúnari þegar hann hefur komið með athugasemdir við það sem ég hef settt inn. En ég tel það ansi hart þegar maður les skrif eins og þau sem hafa komið fram í athugasemdum inni á vantrú um mína persónu algjörlega óháð greininni sem að skrifuð var! Þá er umræðan komin langt frá upphaflegu málefni! En opin umræða er öllum holl og góð! Kveðja!

Sunna Dóra Möller, 22.6.2007 kl. 10:01

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Isspiss alveg óþarfi að rökræða við þetta vantrúarlið, til hvers þeir skilja ekki þína trú, vilja ekki skilja trúna og fara á námskæð til þess að læra að miskilja trú."

Linda, þar sem ég er sá eini úr "þessu vantrúarliði" hérna, þá geri ég ráð fyrir því að 
þetta eigi við mig. Á hvaða námskeið fór ég til þess að "læra að misskilja trú"? 
Síðan er það einfaldlega rangt að ég vilji ekki "skilja trúna". Eða þekkir þú mig
betur en ég? Ég veit auðvitað ekki hverju Sunna Dóra trúir nákvæmlega, 
enda veit ég ekki til þess að hún hafi gefið það upp á netinu. Ég veit
hins vegar að hún trúir ekki á Jesú guðspjallanna, vissirðu það Linda?

Velkominn Pétur! Það er rétt að efnið á Vantrú er misvandað (t.d. væri ég til í að 
eyða nokkrum greinum sem eru á vefnum), en hvað finnst þér um greinina mína
sem þessi færsla Sunnu Dóru fjallar um? Ertu sammála því að það að ég hafi titlað
Sunnu vitlaust sýni fram á að greinin sé ómálefnaleg? Ég persónulega á afar erfitt
með að sjá hvernig námsferill Sunnu komi málefnunum, sjálfu innihaldi 
greinarinnar, við. Sjálf virðist hún ekki vilja svara því.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.6.2007 kl. 00:04

21 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sæll Hjalti!

Það er gott að þú "veist" að ég trúi ekki á Jesú Guðspjallanna! Þar er gott að þú getir talið þig vita svona mikið um fólk sem að þú hefur aldrei hitt eða kynnst á einn eða neinn hátt. Gott að hafa stimplana á hreinu! Við höfum ræðst nokkrum sinnum við á netinu ekki meira en það. Mikið óskaplega leiðast mér þessar getgátur um mig og hvað ég trúi eða trúi ekki!

Þú gafst þér það Hjalti að ég væri orðin guðfræðingur eftir lokapredikunina án þess að í raun að kanna hvernig að málum er staðið í deildinni! Venjulegast fær fólk gráðurnar sínar við útskrift ég býst nú við að það sé líka þannig við deildina sem að þú ert í námi við! Predikunin mín fjallaði ekki eingöngu um vantrú heldur minnist ég á þessa vefsíðu að litlu leyti. Annars var hún um frelsi og ábyrgð gagnvart öðru fólki ásamt tilheyrandi virðingu í samskiptum hvort sem að þau fara fram á netinu eða annars staðar.

Mér leiðist það Hjalti hvað þú talar oft niður til fólks eins og þessi málsgrein sýnir:  Ég veit auðvitað ekki hverju Sunna Dóra trúir nákvæmlega, 
enda veit ég ekki til þess að hún hafi gefið það upp á netinu. Ég veit
hins vegar að hún trúir ekki á Jesú guðspjallanna, vissirðu það Linda?

Fyrst segirðu að þú vitir ekki hverju ég trúi, en síðan segiru að ég trúi ekki á Jesú guðspjallanna! Hér talaru þvert ofan í sjálfan þig með það að markmiði að gera lítið úr mér!

Veistu það að þá má vel vera að þú munir túlka þessi skrif mín sem "sárindi" trúfólks eða eitthvað þaðan af verra, mér er eiginlega alveg sama! Ég alla vega nenni ekki þessu þrasi við fólk sem að er svona duglegt við að geta til um hver ég er að fyrir hvað ég stend! Það er ekki hægt að segja til um slíkt úr frá nokkrum netsamskiptum! Égh ef aldrei reynt að gefa mér Hjalti, hver þú ert, hver þín persóna er, eða þá að gera lítið úr þér á netinu í þeim samskiptum sem að við höfum átt í mjög svo litlum mæli!



 

Sunna Dóra Möller, 24.6.2007 kl. 14:07

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Það er gott að þú "veist" að ég trúi ekki á Jesú Guðspjallanna! Þar er gott að þú getir talið þig vita svona mikið um fólk sem að þú hefur aldrei hitt eða kynnst á einn eða neinn hátt."

Eins og þú segir sjálf, þá hef ég rætt nokkrum sinnum við þig á netinu um trúmál, þá aðallega hinn sögulega Jesú. Þar hefur meðal annars komið fram að þú telur Q1 vera næst hinum sögulega Jesú og að heimsendaspárnar sem hann kemur með í guðspjöllunum ekki vera frá honum komið. Jesús guðspjallanna var misheppnaður heimsendaspámaður. Ég sagðist ekki "vita mikið" um þig, en ég veit eitthvað.

"Fyrst segirðu að þú vitir ekki hverju ég trúi, en síðan segiru að ég trúi ekki á Jesú guðspjallanna! Hér talaru þvert ofan í sjálfan þig með það að markmiði að gera lítið úr mér!"

Nei, ég sagðist ekki vita nákvæmlega hverju þú trúir, en ég veit eitthvað. Engin mótsögn og tilgangurinn er ekki sá að "gera lítið úr þér", heldur að benda Lindu, sem mér sýnist vera frekar "sannkristin", á að þú sért það líklega ekki.

"Þú gafst þér það Hjalti að ég væri orðin guðfræðingur eftir lokapredikunina án þess að í raun að kanna hvernig að málum er staðið í deildinni!"

Ég vissi að þú værir að útskrifast í ár (sbr það sem kemur fram efst til vinstri á
þessari síðu) og síðan þegar ég sá að þú varst að flytja lokapredikun hélt ég að þú værir að útskrifast núna. En annars á ég afar erfitt að skilja hvernig það tengist málefnunum að ég hafi titlað þig vitlaust. Hvernig sýnir það fram á að greinin hafi ekki verið málefnaleg?

"Predikunin mín fjallaði ekki eingöngu um vantrú heldur minnist ég á þessa vefsíðu að litlu leyti."

Ég veit þetta vel og hef áður svarað þessu í þessum umræðum: "Enda svara ég nánast eingöngu þeim köflum sem fjalla um Vantrú."

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.6.2007 kl. 15:06

23 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ef að Q1 er elsti hluti guðspjallanna og næst hinum sögulega Jesú! Þá held ég nú að trú mín sé alveg sönn og góð og annarra, það er að segja ef þú gefur þér það að ég trúi "á" Q1, en það hef ég svo sem ekki gefið uppi enda trú mín aldrei komið upp í þeirri umfjöllun!

Q1 er í guðspjöllunum, ekki satt.......Jesús er hluti af því efni...þar af leiðandi trúi ég á Jesú guðspjallanna, að sömu forsendu gefinni þó og hér að ofan!

Annars tel ég það frekar hæpið að geta sér til um að það ég sé ekki sannkristin.........og einhver annar sé það frekar! Það er afar erfitt í dag að segja að einhver sé sannkristnari en annar í allri þessari flóru af kristnun kirkjudeildum....sértrúarsöfnuðum og ég veit ekki hvað og hvað. Ansi margar túlkanir í gangi Hjalti eins og þú veist best sjálfur enda vakinn og sofinn yfir kristindóminum almennt!

Annars hef ég aldrei hafnað öðru efni guðspjallanna þó að ég telji það yngra en Q1. Við vitum flest að Jesús skrifaði ekki niður það sem að hann sagði! það voru aðrir sem að sáu um það. Það að greina efnið í aldurslög er svo annað mál og væntanlega til þess gert að komast sem næst hinum sögulega Jesú! Enda tilheyra öll þessi fræði þeirri leit og henni er án efa ekki lokið og fleiri kenningar en kenningar Kloppenborgs eftir að lýta dagsins ljós! Þða er bara hluti fræðanna að leiða slíkt í ljós!

Sunna Dóra Möller, 24.6.2007 kl. 15:59

24 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Trúirðu því að Jesús hafi verið misheppnaður heimsendaspámaður?

"....en það hef ég svo sem ekki gefið uppi enda trú mín aldrei komið upp í þeirri umfjöllun!"

Þú sagðir að þér fyndist túlkun Kloppenborgs á Q vera sannfærandi og þú hélst að samkvæmt því færi efni Q2 ekki aftur til Jesú. 

"Annars tel ég það frekar hæpið að geta sér til um að það ég sé ekki sannkristin........"

Já, enda setti ég orðið sannkristinn innan gæsalappa. Með því átti ég við að það
sé frekar ólíklegt að þú trúir því sem hefur verið kallaður kristinn rétttrúnaður sem
birtist meðal annars í játningum Þjóðkirkjunnar.

"Annars hef ég aldrei hafnað öðru efni guðspjallanna þó að ég telji það yngra en Q1."

Eins og ég sagði fyrr í þessari athugasemd þá sagðist þér finnast Kloppenborg sannfærandi og að samkvæmt greiningu hans færi efni Q2 ekki aftur til hins sögulega Jesú.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.6.2007 kl. 16:22

25 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Nei, ég trú því ekki að Jesús hafi verið misheppnaður heimsendaspámaður enda finnst mér ekkert misheppnað við Jesús!

Já, mér finnst Kloppenborg sannfærandi fræðimaður! En hann er fræðimaður, þar af leiðandi er það sem hann setur fram ekki fullkomið frekar en nokkur önnur fræði, þar sem alltaf kemur fram eitthvað nýtt sem að hnekkir gömlum kenningum! Það er það sem gerir fræðin spennandi og skemmtileg! og nei það er rétt að skv. honum er Q2 ekki hluti af elsta efni guðspjallanna! Þess vegna er Jesús ekki misheppnaður heimsendaspámaður!

Sunna Dóra Möller, 24.6.2007 kl. 16:27

26 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Úps, gleymdi að svara þessu: "Q1 er í guðspjöllunum, ekki satt.......Jesús er hluti af því efni...þar af leiðandi trúi ég á Jesú guðspjallanna, að sömu forsendu gefinni þó og hér að ofan!"

Nei, þrátt fyrir að þú trúir því að lítill hluti þess sem finnst í guðspjöllunum (Q1) 

"Nei, ég trú því ekki að Jesús hafi verið misheppnaður heimsendaspámaður enda finnst mér ekkert misheppnað við Jesús!"

Þá var það hárrétt hjá mér að þú tryðir ekki á Jesú guðspjallanna og var alls ekki að gera þér upp skoðanir. Við erum sammála um að sá Jesús sem birtist í 
guðspjöllunum er heimsendaspámaður og í þeim spáir hann því að heimsendir
 sé handan við hornið. Ég hef ekki orðið var við það að heimurinn hafi 
endað á 1. öld e.o.t. þannig að þá er hann augljóslega misheppnaður
heimendaspámaður í guðspjöllunum.

"...og nei það er rétt að skv. honum er Q2 ekki hluti af elsta efni guðspjallanna! "

Þetta er ekki alveg nákvæm lýsing á því sem ég sagði. Ég sagði að þú hafir sagt að samkvæmt Kloppenborg færi efni Q2 ekki aftur til hins sögulega Jesú. Þú sagðir að þér þætti Kloppenborg sannfærandi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.6.2007 kl. 16:39

27 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það vantaði lokin á þessu svari: Nei, þrátt fyrir að þú trúir því að lítill hluti þess sem finnst í guðspjöllunum (Q1) sé góð lýsing á Jesús þá trúirðu ekki þar með sagt á
Jesú guðspjallanna. Það er stór munur á þessu.

Til dæmis gæti einhver trúað því að Jesús hafa bara talað um heimsendi og að tal hans um heimsendi í guðspjöllunum gæfi rétta mynd af honum. Sami aðili gæti síðan ekki trúað því að Jesús hafi ekki gert kraftaverk, rekið út illa anda, sagt dæmisögur, dáið á krossi og að sagan af tómu gröfinni sé skáldskapur. Þessi
einstaklingur tryði augljóslega ekki á Jesú guðspjallanna.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.6.2007 kl. 16:55

28 Smámynd: Sunna Dóra Möller

þú gleymir því Hjalti að Guðspjöllin eru 4.......öll hafa sínar hefðir og heimildir! Þau eru ólík og gefa ólíka mynd af Jesú! Er þá hægt að trúa á Jesú allra guðspjallanna....eða trúir maður á Jesú Jóhannesar.....Markúsar....Matteusar eða Lúkasar! Svo kemur inn ólíkur ritunartími ofl....ofl! Mér finnst þessi málflutningur afar hæpinn að segja að ég trúi ekki á Jesú guðspjallanna! Hver er Jesú allra guðspjallanna að þínu mati.....er það sá gyðinglegi í Matteusi......sá andlegi (með smá gnostísku ívafi) í Jóhannesi? Að það mannsonurinn í Markúsi eða epíski Jesús í Lúkasi?? Hvað er rétt og hvað er rangt! Mér finnst ekki hægt að segja að einhver trúi ekki á Jesús "guðspjallanna" þegar hvert og eitt þeirra geymir ólíka mynd af honum og vegna þess að mér finnst kenning kloppenborg um skiptinguna á Q sannfærandi! kveðja!

Sunna Dóra Möller, 24.6.2007 kl. 17:11

29 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Í hvaða guðspjalli boðar Jesús ekki heimsendi?

En mér sýnist þú trúa því að þær myndir sem birtast af Jesú í guðspjöllunum fjórum séu ósamrýmanlegar. Áhugavert.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.6.2007 kl. 17:25

30 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Eru þær það???

Sunna Dóra Möller, 24.6.2007 kl. 17:29

31 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það eru ólík samfélög fólks að baki þeim öllum! Þau eru skrifuð á ólíkum tímum! Við vitum jú að Markús er elstur og Matt og Lúk nota hann. En hvort um sig breytir og bætir við efni Markúsar! Jóhannes er svo gjörólíkur hinum þremur! Er hægt að segja að þessi fjögur rit birti samskonar og nákvæmlega eins mynd af Jesú???

Sunna Dóra Möller, 24.6.2007 kl. 17:32

32 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Eru þær það???"

Það er örugglega hægt.

"Er hægt að segja að þessi fjögur rit birti samskonar og nákvæmlega eins mynd af Jesú???"

Ég veit ekki hvort "nákvæmlega eins mynd" er rétt. En ég vil minna þig á orð þín í
umræðum við þessa grein, þar sagðir þú:

"En ég dreg ekki dul á það að guðspjöllin í þeirri mynd sem við höfum í dag, birta mynd að manni sem að boðaði eskatólógískan dóm."

Ef þú trúir ekki því að Jesús hafi í raun og veru "boðað eskatólógískan dóm", verið heimsendaspámaður, þá trúirðu ekki að guðspjöllin gefi okkur rétta mynd af Jesú. Þá trúirðu ekki á Jesú guðspjallanna. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.6.2007 kl. 17:52

33 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Guðspjöllin sjálf eru skrifuð af ólíkum höfundum! Þau eru ekki skrifuð á sama tíma! Þó að eskatólógían sé hluti af þeim öllum, þá er hvert guðspjall með sína mynd af Jesú sem höfðar til hvers áheyrandahóps fyrir sig! Það er það sem að ég er að segja Hjalti enda veist þú það sjálfur enda býst ég við að þú hafir lesið guðspjöllin og væntanlega séð að þau eru ólík þrátt fyrir að þau hafi sameiginlegan grunn sem er Q óskipt eða skipt, hvernig sem við lítum á það! Jóhannes þó minnst af þeim fjórum!

Sunna Dóra Möller, 24.6.2007 kl. 17:59

34 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Annars finnst mér það afar merkilegt að þér finnst trú fólks greinilega ekki vera sönn nema hún fylgi bókstafnum lið fyrir lið! Þannig að skv. því er þá bókstafstrúarfólks réttrúaðra en annað fólk væntalega skv. þeim mælikvörðum. Mér finnst afar varhugavert að setja mælikvarða á sanna trú, þó að bókstaf sé ekki fylgt staf fyrir staf! Það hlýtur að mega vera til rými fyrir ólíkar túlkanir og skoðanir! Trú fólks er jafn misjöfn og við erum mörg! Ég er ekki bókstafstrúar og hef aldrei gefið mig út fyrir að vera slík! Ef það rýrir mína trú skv. þínum stöðlum Hjalti þá er það bara þannig. Ég ætla ekki að leggja mig hér í líma við að breyta þeirri skoðun þinni! Það er bara til að rökræða hér út í endaleysu án þess að komast að niðurstöðu! kveðja!

Sunna Dóra Möller, 24.6.2007 kl. 18:19

35 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég veit vel að guðspjöllin eru skrifuð af mismunandi höfundum og allt það. Það breytir því ekki að í öllum þeim er Jesús heimsendaspámaður.

"Annars finnst mér það afar merkilegt að þér finnst trú fólks greinilega ekki vera sönn nema hún fylgi bókstafnum lið fyrir lið! "

Þetta er ekki rétt og ég veit ekki hvers vegna þér finnst þetta vera "greinilegt". 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.6.2007 kl. 18:36

36 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Á sama hátt og þér finnst þín skoðun vera "hárrétt"!

Sunna Dóra Möller, 24.6.2007 kl. 18:45

37 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvað áttu við með þessu?

Ég veit að skoðun mín er hárrétt:

1. Þú ert ekki "sannkristin" (rétttrúuð). Þú sagðir sjálf að trú þín væri ekki í ætt við rétttrúnaðinn. (
2. Þú trúir ekki á Jesú guðspjallanna. Þetta er er rétt ef a. og b. eru rétt:
a. Guðspjöllin birta mynd af heimsendaspámanni. (þú sagðist vera sammála þessu)
b. Þú trúir því ekki að Jesús hafi verið heimsendaspámaður. (þú sagðist ekki trúa því þegar ég spurði þig að því)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.6.2007 kl. 18:52

38 Smámynd: Sunna Dóra Möller

1. Ég tel réttrúnaðinn ekki birta endilega sönnustu mynd af kristindóminum. Þó að hann sé kallaður réttrúnaður segir það ekki til um hvort að trú hans sé réttari en einhver önnur! Ég get vel verið sannkristin skv. öðrum mælikvörðum en rétttrúnaðarins hvort sem um ræðir kaþólskan réttrúnað eða lúterskan!

2. Ég trúi víst á Jesú! Ég hef sagt það og stend við það! Það ert þú sjálfur sem að túlkar það sem svo að ég trúi ekki á Jesú guðspjallanna vegna þess að mér finnast kenningar kloppenborg um tilurðasögu Q sannfærandi!

3. Ef að það kæmi fram Hjalti sem að þér er svo mikið í mun að sanna hér og annars staðar að Jesús hafi verið heimsendaspámaður! Heimurinn hefur enn ekki farist.......væri það þá sönnun fyrir þínum málflutningi og þú þar afleiðandi sigrað í þessum rökræðum og sannað að Guð sé ekki til. Þú talar og tönnlast sífellt á þessu með heimsendaspámanninn.....segir hann misheppnaðann...! Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að þér er svo mikið í muna að tala um heimsendaboðskapinn! mér sýnist sé að þér finnist kristindómurinn standa og falla með eskatólógíunni, á meðan að mér finnst kjarninn vera annar! Vísindin eru jafndugleg að spá fyrir um heimsendi og jafnvel duglegri en trúarbrögðin í nútíma samhengi......eru þá vísindin misheppnuð þar sem að heimurinn hefur ekki enn farist??

Sunna Dóra Möller, 24.6.2007 kl. 19:19

39 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

1. Ég hef ekki haldið því fram að rétttrúnaður væri sannari en svokölluð villutrú. Heldur eingöngu að þú værir ekki rétttrúuð.

2. "Ég trúi víst á Jesú!" Ég hef aldrei mótmælt því. En ég hef hins vegar haldið því 
fram að þú trúir ekki á þann Jesú sem guðspjöllin birta.

3. Í þessari umræðu hef ég ekkert rætt um það hvort Jesús hafi í raun og veru verið
heimsendaspámaður eða ekki, eingöngu það að guðspjöllin gefa okkur þá mynd af honum.

Hann var misheppnaður að því leytinu til að heimurinn endaði ekki á þeim tíma sem hann spáði.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.6.2007 kl. 23:44

40 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

1. Ég hef ekki haldið því fram að rétttrúnaður væri sannari en svokölluð villutrú. Heldur eingöngu að þú værir ekki rétttrúuð.
Hver gerði þig dómara yfir því, þetta er einstaklingsbundið og er á milli Sunnu og Guðs, enginn getur sett svona á vogarskálar eins og þú! Hvort sem það "rétttrúnaður" eða ekki, þá er Guð einn dómbær á hver trúði "rétt". Við eigum ekki að mæla trú manna, hvort sem hann er bókstafstrúarmaður, rétttrúnaðar eða eitthvað annað. Trú verður aldrei sett á vogarskálar og það ættir þú að vita.
Eða eins og Sunna sagði réttilega:
"Annars finnst mér það afar merkilegt að þér finnst trú fólks greinilega ekki vera sönn nema hún fylgi bókstafnum lið fyrir lið! ". Ég verð að segja að þú ert mun meiri bókstafstrúar maður en ég ef þú trúir þessu. Og er ég talinn vera bókstafstrúarmaður af flestum, meira að segja af Sunnu held ég.

2. "Ég trúi víst á Jesú!" Ég hef aldrei mótmælt því. En ég hef hins vegar haldið því
fram að þú trúir ekki á þann Jesú sem guðspjöllin birta.

Aftur dæmir þú á þennan hátt, ég viðurkenni að ég er ekki alltaf sammála Sunnu Dóru, en ég myndi aldrei fara með svona fullyrðingu við nokkurn mann. Ég endurtek, trú er persónuleg og hvorki ég né þú erum dómbær á hvað hver trúir og hversu mikið. varastu svon fullyrðingar Hjalti Rúnar, eða eruð þið félagar hjá vantrú vanir að mæli vantrú ykkar? nei ég bara spyr.

3. Í þessari umræðu hef ég ekkert rætt um það hvort Jesús hafi í raun og veru verið heimsendaspámaður eða ekki, eingöngu það að guðspjöllin gefa okkur þá mynd af honum.

Hann var misheppnaður að því leytinu til að heimurinn endaði ekki á þeim tíma sem hann spáði.


Jáhá, nú ertu kominn í bullið bara, það veit enginn hvenær heimsendir kemur, "ekki einu sinni mannssonurinn" sagði Jesús ítrekað. Lestu þig nú betur til áður en þú ferð með svona kjaftæði.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.6.2007 kl. 10:07

41 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Kærar þakkir fyrir þetta Guðsteinn! Mikið er ég glöð að einhver blandar sér hér inn í umræðuna, mér var farið að leiðast þófið sem að enginn endir virðist vera á! Ég tel þig vera trúmann Guðsteinn og sannann í þínu, við erum ekki alltaf sammála og það er bara allt í fína á meðan ríkir virðing í umræðum milli fólks! !

Ég ætla Hjalti að láta hér staðar numið í umræðunni um hverju ég trúi og hvort það sé rétt og satt eða hreinlega vaðandi í villu! Ég hef ekki svona mikinn tíma í þetta núna og ég trúi því að við munum ekki komast að sameiginlegri niðurstöðu þannig að ég hætti leik þegar hann stendur sem hæst. Má vera að þráðurinn verði tekinn upp síðar, hver veit...vegir Guðs eru órannsakanlegir   Með kveðju, Sunna!

Sunna Dóra Möller, 25.6.2007 kl. 12:49

42 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Sunna Dóra, Guð blessi þig !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.6.2007 kl. 13:08

43 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

1. "Hver gerði þig dómara yfir því, þetta er einstaklingsbundið og er á milli Sunnu og Guðs, enginn getur sett svona á vogarskálar eins og þú!"

Nei, það er afar einfalt að vita það hvort einhver er "rétttrúaður" eða ekki. Ef þú hafnar t.d. þrenningarkenningunni þá ertu ekki "rétttrúaður". Sunna
Dóra hefur meira að segja sjálf viðurkennt að hún er líklega ekki rétttrúuð.

"Hvort sem það "rétttrúnaður" eða ekki, þá er Guð einn dómbær á hver trúði "rétt"."

Hvort þú ert rétttrúaður eða ekki hefur ekkert að gera með það hvort trúin þín sé rétt eða ekki.

"Trú verður aldrei sett á vogarskálar og það ættir þú að vita."

Ég skil ekki hvað þú átt við með þessu. Getum við til dæmis ekki sagt hvort einhver sé múslími eða kristinn? Auðvitað. Það er lítið mál, við getum alveg flokkað trú fólks.

"Eða eins og Sunna sagði réttilega:
"Annars finnst mér það afar merkilegt að þér finnst trú fólks greinilega ekki vera sönn nema hún fylgi bókstafnum lið fyrir lið! ""

Ég skil ekki hvers vegna þér finnst þetta vera réttilega sagt, þar sem þetta er alls
ekki skoðun mín. Eða gætirðu bent mér á hvar ég hef haldið þessu fram?

2. "Aftur dæmir þú á þennan hátt, ég viðurkenni að ég er ekki alltaf sammála Sunnu Dóru, en ég myndi aldrei fara með svona fullyrðingu við nokkurn mann. Ég endurtek, trú er persónuleg og hvorki ég né þú erum dómbær á hvað hver trúir og hversu mikið."

Þetta er afar einfalt Guðsteinn. Sunna Dóra og ég erum sammála um að guðspjöllin birta mynd af Jesú sem heimsendaspámanni, hún trúir því ekki að Jesús hafi verið heimsendaspámaður. Þar af leiðandi trúir hún ekki á þann Jesús sem guðspjöllin birta.

"Jáhá, nú ertu kominn í bullið bara, það veit enginn hvenær heimsendir kemur, "ekki einu sinni mannssonurinn" sagði Jesús ítrekað. Lestu þig nú betur til áður en þú ferð með svona kjaftæði."

Hann spáði því líka að heimsendir kæmi áður en "þessi kynslóð" liði undir lok.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.6.2007 kl. 14:11

44 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Veistu Hjalti, ég hef það ekki í mér að svara þessari langloku þinni. En það er bara eitt sem stakk mig, þú sagðir hér í endanum á ritgerðinni þinni:

Hann spáði því líka að heimsendir kæmi áður en "þessi kynslóð" liði undir lok.

Enn og aftur bið ég þig um að lesa aftur Guðsspjöllin áður en þú ásakar Jesú aftur um lygar, þarna var átt við eyðileggingu musterisins um 70 eftir Krist. Ef þú lest þetta sama aftur þá ættir þú að sjá hvað ég á við. Ég dreg mig hlé til þess að fylla ekki þennan þráð með óþarfa málþófi !  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.6.2007 kl. 19:10

45 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn, ef að þessi athugasemd mín var langloka, þá var athugasemdin þín það líka. Ef ég tók út tilvitnanir okkar í hvorn annan, þá var athugasemdin þín lengri. Mín virðist vera lengri vegna þess að ég vitna meir í þig (kallað "hakkavélar-aðferðin" ef ég man rétt) en þú í mig og nota enter-takkann meir en þú.

Guðsteinn, nú skil ég þig ekki. Áðan vísaðirðu í Mk 13:32

"En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn."

Og þá sagðirðu að þetta ætti við heimsendi, en ég vitna í Mk 13:30, tveimur 
versum á undan, og þá er hann allt í einu að tala um eyðileggingu Jerúsalem.

En ef við lesum kaflann, þá sjáum við að það er augljóslega verið að tala um heimsendi:

" En á þeim dögum, eftir þrenging þessa, mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýjum með miklum mætti og dýrð. Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. (Mk 13:24-27)

Gerðist þetta 70 e.o.t.? Hröpuðu stjörnurnar og kom mannssonurinn (sbr t.d. Mt 24)?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.6.2007 kl. 23:50

46 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nú verð ég að viðurkenna að ég hljóp á mig, mig misminnti þetta svona líka rosalega... ég þarf sjálfur að lesa þetta betur og éta ofan í mig eigin orð! HAHAHAHAHA ! ja hér.

En núna þegar ég hef actually lesið kaflan, þá sé ég hvað er átt við. Hin háaldraði Jóhannes postuli sá þetta allt gerast og ritaði það niður í bók sem við köllum opinberunarbókina.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2007 kl. 10:25

47 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Og Jóhannes var auðsæilega af þeirri kynslóð sem Jesús talaði um, því eins og við erum sammála um:

Mk 13:32

"En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn."

Þess vegna gengur þetta upp. En þetta er bara mín skoðun og ég tek fram að ég er leikmaður og ekki guðfræðingur. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2007 kl. 10:28

48 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn, það er gott að þú getir viðurkennt að þú hafir haft rangt fyrir þér, ekki allir sem hafa þor til þess.

"En núna þegar ég hef actually lesið kaflan, þá sé ég hvað er átt við. Hin háaldraði Jóhannes postuli sá þetta allt gerast og ritaði það niður í bók sem við köllum opinberunarbókina."

Þetta gengur ekki upp. Hann talar um að allt þetta eigi að "koma fram" (gerast), ekki að einhver eigi eftir að sjá þetta í sýn. Kíktu bara á enskar þýðingar.

Mér finnst undarlegt að í staðinn fyrir það að horfast í augu við að þarna hafi Jesús komið með rangan spádóm skulir þú reyna að koma með svona fjarstæðukenndar afsakanir (að þetta eigi við sýnirnar í Jóhannesarguðspjalli er afskaplega fjarstæðukennt.
 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.6.2007 kl. 23:39

49 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta er bara mín eigin skoðun Hjalti, ég les þetta líka með allt öðru hugarfari en þú og fæ sennilega aðra niðurstöðu.

Ég er ekki endurspegla neina skoðun nema mína eigin, ég hef alltaf trúað þessu. Ég hef verið frelsaður í 11 ár og hef alltaf haldið þetta, þess vegna er ég afsaka eitt né neitt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.6.2007 kl. 17:12

50 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hefurðu trúað því í þessi 11 ár að í Mk 13:30 væri Jesús að spá því að Jóhannes myndi sjá allt þetta í sýnum?

En þú ert greinilega að afsaka þetta, því að þetta er auðskiljanlegt. Hefurðu kíkt á þetta vers í enskum þýðingum? Hefurðu kíkt á það hvað gríska orðið þýðir?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.6.2007 kl. 20:39

51 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég hef mína trú Hjalti, þú hefur þína. Látum þetta nægja áður en Sunna Dóra setur okkur báða í bann fyrir málþóf!! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.6.2007 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 66238

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband