Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hafið ekki áhyggjur af morgundeginum....

Svona hljómaði hluti af þeim texta sem prestar landsins predikuðu út frá í gær. Þetta hljómar eitthvað svo einfalt....en er í raun svo flókið þegar á reynir. Ég ætla nú ekki að hafa þetta eitthvert bölmóðsblogg....mér finnst ég alltaf eitthvað vera að barma mér hér LoL! En ég er bara einhvern veginn á stað í lífinu þar sem ég hef bara oft ansi miklar áhyggjur af morgundeginum og framtíðinni. Ég get ekki losað mig við þessa tilfinningu, en trúið mér ég reyni það af öllum mætti, sál og huga. Ég er svona kassakona. Mér finnst agalega gott að lifa í smá boxi. Það er, mér finnst gott að vita hvað ég er að fara að gera og svona sirka hvernig lífið mitt verður næstu mánuðina. Ég hef einhvern tímann sagt hér að einn af mínum stóru kostum LoL er sá að þegar ég les bækur þá les ég alltaf fyrst, fyrsta kaflann og síðann þann síðasta. Ég bara ræð ekki við að lesa heila bók og þurfa að bíða eftir því að vita hvernig bókin endar. Þess vegna, til að slá á spennuna, les ég síðasta kaflann og þá get ég alveg verið róleg og lesið bókina til enda alveg spennulaust. Ég er greinilega ekki mikill spennufíkill og langvarandi spenna og óvissa geta alveg farið með mig W00t
 
Hafið ekki áhyggjur af morgundeginum......látið hverjum degi nægja sína þjáningu ... dag í senn, eitt andartak í einu.....
 
Sálmur sr. Sigurbjörns heitins, blessuð sé minning hans, í sálmabókinni Dag í senn er einhver sá fallegasti sálmur sem ég veit og ég les hann oft og fer með hann eins og bæn. Það róar og hughreystir og hann hjálpar mér að sjá að það er sumt sem ég get ekki stjórnað, sama hvað ég reyni. Það hlýtur að vera tilgangur með öllu og þó að við sjáum hann ekki í strax, þá verður hann manni ljós á endanum. Ég alla vega reyni að trúa því og á meðan verð ég að lifa í deginum í dag en ekki í fjarlægri framtíð. Verkefni dagsins leysast ekki á meðan ég er stödd í huganum 24. október 2009 .... Whistling!
 
Ég er annars nokkuð góð, ber mig vel og brosi gegnum tárin LoLHalo!
Eigði góða og gleðilega viku framundan.....Heart

Mótvægisaðgerðir!

Eins og ég sagði fjálglega frá á færslu í gær að þá keypti ég mér fatnað í Hagkaup í gær og tók þannig á áralöngum fordómum mín gagnvart fatnaði úr þeirri ágætu búð sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla í. Í dag þurfti ég að merkjajafna. Við æddum af stað til kaupa íþróttafatnað handa dömum heimilisins sem þurfa nú að fara í íþróttir í skólanum. Pabbanum á heimilinu fannst tilvalið að gefa dætrum sínum (6 og 8 ára) Liverpool búning. Matta sagði strax nei og sagðist vilja stelpuföt, Sigrún varð hálf asnaleg en þorði samt ekki að valda pabba sínum vonbrigðum og sagðist jú alveg vera til í Liverpool búning. Ég benti eiginmanni mínum á að þetta væri alveg upplagt tilefni til að leggja þær í einelti.......þannig að það var bakkað með þetta Cool. Hann þarf bara að eignast son...veit þó ekki alveg hvort að ég bjóði mig fram til verksins Cool!
 
En í Intersport fórum við og keyptum Nike stuttbuxur, bleikar og Puma stuttermaboli, bleika. Þannig að í dag hef ég merkjajafnað og er bara í nokkuð góðu jafnvægi, þó ég segi sjálf frá LoL. Þess má geta að það var stoppað við Liverpool búningana og þeir skoðaðir og dásamaðir. ..... Whistling!
Nú er ég á leið í brúðkaup.....það fjórða í sumar, það er tilefni til að fara í spariföt, setja á sig meik og gloss og jafnvel ef vel liggur á mér þá blæs ég á mér hárið! 
 
Leiter....Heart
 
péess....ég er búin að blogga fjórum sinnum á tveimur dögum.....kannski er stíflan hreinlegast brostin og út flæðir viskubrunnur sem aldrei fyrr LoLWhistling

Asnalegt að kaupa föt í Hagkaup...

Þegar ég var unglingur var ekkert asnalegra en að kaupa föt í Hagkaup, það hreinlega var ekkert hallærislegra í henni veröld. Ég beit þetta í mig og eins og sannur Íslendingur keypti ég mér aldrei föt í Hagkaup (af því að þar var asnalegt) og ef að ég keypti eitthvað þar, þá laug ég og sagðist hafa fengið þau annars staðar Halo.

Í morgun fór ég í Kringluna og markmiðið var að kaupa eitthvað til að vera í. Mig er farið að vanta vinnuföt og nú átti eitthvað að bæta úr því. Fyrsta búðin sem ég fór í var einmitt Hagkaup. Ég gekk á milli fatarekkanna og sá nokkuð af fötum sem mér leist vel á. En þá var hvíslað í eyra mér aftur úr fortíðinni: En Sunna það er asnalegt að kaupa föt í Hagkaup, það kaupir engin kona föt þar.....kíktu í merkjabúðirnar. Það er miklu flottara að segja fólki að þú hafir keypt föt í Gallerí sautján, In Wear eða Oasis. Út arkaði ég og hóf eyðimerkurgöngu í fataverslunum Kringlunnar. Allt sem ég sá, sem mig langaði í kostaði minnst 13.000 og mest 20.000...og við erum að tala um einn bol....ekki fullan fataskáp Crying
.

Til að gera langa sögu stutta, þá endaði ég þar sem ég hóf gönguna...inni í Hagkaup. Þar fann ég fötin sem mér leist svona ansi vel á í upphafi, mátaði þau og ég leit bara svona ansi vel út LoL! Ég keypti fötin og gekk bara alsæl út með nýju fötin mín. Þannig að ég keypti föt í Hagkaup í dag........jamm og já!! Ég sagði þessari mýtu (sem er örugglega bara til í hausnum á mér) stríð á hendur. Það skiptir ekki máli hvar maður kaupir fötin sín, ef að þau eru fín og fara manni vel. Síðan er ekki verra ef að buddan léttist ekki um of við kaupin, það er eiginlega bara bónus á þessum síðustu og verstu Shocking

 

Þar hafiði það....ég er ekki fullkomin, eins og þið að sjálfsögðu hélduð LoL! Heldur fæ ég svona alveg í laumi hressandi hrokaköst og þarf að taka á honum stóra mínum til að vinna bug á honum. Það er þó bót í máli að hrokaköstin snúast um hluti sem eru ekkert svo mikilvægir þegar öllu er á botninn hvolft. Þannig að ég á mér einhverjar málsbætur hér. Unglingurinn er enn til staðar þegar kemur að fötum og merkjum Cool! Ætli ég hafi ekki bara þroskast smá í dag....obbolítið hænuskref Blush!

Góða nótt og sæta drauma! 

 

 


Hugsað upphátt!

Mér líður akkúrat núna eins og ég sé stödd á skeri einhvers staðar úti á miðju vatni og hvergi fast land í sjónamáli, en samt verð ég að komast í land sem fyrst áður en ég missi vitið Shocking! Svona hefur þetta ár verið nokkurn veginn og ég er alveg til í að fara að ná landi Pinch!

Eigði góðan helgi og munið að það er best að syngja í rigningunni LoLHeart!


Það er að draga til tíðinda í veðrinu....

Það fór um mig sælutilfinning þegar Siggi stormur sagði þetta rétt í þessu í veðurfréttum. Þetta hefur ekki heyrst núna um alla langt skeið og ég hreinlega farin að sakna þess að fá eins og einn góðan storm W00t! En nú er þetta sem sagt staðreynd....það er að koma stormur og slagveðurs rigning af verstu gerð! Það er eins gott að það komi vont veður og slatti af rigingu til að þurrka gleðibrosið af landsmönnum sem hefur ekki farið af þeim í öllu þessu handboltafári. Ég bara kann ekki við svona mikið af gleði....öllu má ofgera Halo!
 
  • Ég er annars í smá logni, búin að fræða 110 fermingarbörn í síðustu viku um Jóhannesarguðspjall og nú er vetrarstarfið fram undan.
  • Búin að koma yngstu dóttur minni í skóla, en hún að byrja núna í 6 ára bekk.
  • Búin að koma hinum tveimur grísunum af stað líka.
  • Búin að gera mest lítið alla þessa viku.
  • Er að reyna finna neistann til að byrja að skrifa tímamótaverkið aftur eftir langa, langa, langa hríð.
  • Er að reyna að hugsa ekki of mikið um hluti sem ég get ekki haft nein áhrif á.
  • Er að reyna að pirrast ekki of mikið yfir öllum þeim hlutum sem ákváðu að bila í þessum mánuði, þar má telja báða bíla heimilisins og nú síðast þvottavélin.
  • Er að reyna að hætta að borða nammi.
  • Er að reyna að fara að hreyfa mig.
  • Er að reyna að hætta að reyna svona mikið LoL!
Ég þori ekki að lofa að nú sé endurkoman mikla í bloggheima að eiga sér stað....það er svo ansalegt að segjast vera komin aftur á fullt en svo gerist ekkert. En það er alla vega kominn meiri tími til að blogga núna aftur og hver veit nema eitthvað gerist....vegir Guðs eru órannsakanlegir sagði einhver snillingur Cool!
 
Eigið góðan dag og gleðilegan storm Heart!

Sest niður og ætla að blogga en ekkert gerist....

Ég gat ekki annað en brugðist við gestabókarfærslu sem kom inn í dag og mér þótti vænt um að einhver skyldi sakna þess að ég bloggi ekki þessa dagana. Málið er að ég er að vinna alveg nine to five og þegar ég kem heim þá andast ég úr þreytu.....það er ekkert grín Shocking en ég er að vinna á leikjanámskeiðum, seinni lotan í sumar og á kvöldin er ekki snefill eftir af orku til að gera eitt né neitt. Eina sem ég megna er að fleygja mér fyrir framan Supernatural og deyja bókstaflega andlega Police
 
Þessi törn er viku í viðbót en í næstu viku verða fermingarnámskeið í Neskirkju sem ég vinn á og svo kannski kemur smá breik, alla vega í bilinu og ég vona að ég fari að komast aðeins og bloggið. Ég kíki öðru hvoru inn og ég les bloggin ykkar en ég viðurkenni að ég hef lítið kvittað og hef smá samviskubit yfir því en lofa (næstum því Cool) bót og betrun þegar sól fer að lækka og fyrstu hressandi haustlægðirnar ganga yfir okkur af sinni alkunnu snilld W00t
 
Ég sakna ykkar og vona að þið hafið það gott. Góða nótt og sætasta drauma Heart.

Er lægð yfir landinu??

Það lítur alla vega allt út fyrir það, ég sit hér alveg gjörsamlega að geispa golunni og á erfitt með að hugsa heila hugsun til enda Pinch! Eina sem ég geri af viti núna er að fylgjast með Íslandsmótinu í golfi sem er að byrja núna í dag í Vestmannaeyjum en þar er mágur minn hann Örn Ævar Hjartarson að keppa og núna sá ég rétt í þessu að hann er einn undir eftir 4 holur! 
 
Líf mitt er eins og þið sjáið fullt af spennu og óvæntum atburðum, til að kóróna spennuna mun ég jafnvel fara í Bónus fyrir klukkan sex Cool!
 
Ha´det Heart!

Ég er komin heim :-D!

Eftir nánast samféllt þriggja vikna flakk um móa og mela er ég heima við! Eiginmaðurinn fór til vinnu í morgun og er fyrri hluti í sumarfríi lokinn hjá honum og seinni hluti verður í September þegar hann mun stíga á afríska grund, nánar í Keníu til að að dvelja þar í tvær vikur!
 
Ég er þó enn í fríi og á eina og hálfa viku eftir en fer að vinna 5. ágúst nk. á ný. Það er smá haustskap í mér, fékk svona tilfinningu í morgun að nú væri best að ganga frá grillinu, fara að elda matarmikla vetrarpottrétti og kaupa skóladót! Ég er einhver veginn svo til í haustið, þó undarlegt megi virðast. Venjulega syrgi ég sumarið fram í október (þegar ég fer að undirbúa jólin Cool) en nú er ég einhvern vegin til í vetur. Þetta ár hefur verið ansi undarlegt fram að þessu og ég er einhvern veginn til í að fleygja hlutunum áfram og setja árið í smá flug-gír! Svona er víst lífið...fullt af öpps end dáns. En ég samt sæl og glöð....bara smá óþol í mér en það er bara mitt að takast á við LoL! Ég er enn að takast á við ritgerðina mína og er að verða svona síðasti bærinn í dalnum í guðfræðideildinni...bráðum verða myndir af mér við hliðin á gömlu vatnslita myndunum hans Magnúsar Jónssonar í V-stofu LoL! Ég hitti fyrir um ári síðan gamlan kennara sem kenndi mér grísku á fyrsta ári í guðfræðinni og hann horfði á mig og spurði í forundran....ert þú ennþá hér?? Ég stamaði bara eitthvað hahahhaa....ég hef verið að fá hamingjuóskir með að ég er útskrifuð og fólk verður aldeilis hlessa þegar það kemst að því að ég er enn að bisast við ritgerðina og er enn ekki útskrifuð. Talandi um alveg feita depression vegna þessa alls ToungeWizard! En ég er samt bara brött og tek lífið pínu lítið bara einn dag í einu, reyni bara að gera mitt besta enda nóg að gera hér heima með grísina þrjá og svo vinnuna mína í Neskirkju. Ég mun klára og þá verð ég sælasta kona í heimi og mun halda alveg ótrúlegt partý og kaupa mér nýtt dress Wink!
 
En nóg af rausi, ég er sem sagt komin heim, er í haustskapi með dass af framtíðarkvíða en ber mig samt alltaf og eilíflega vel Cool

Svona gera menn bara á sumrin :-)!

skorradalur 005skorradalur 014skorradalur 015

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sumarið er alveg hreint dásamlegt LoLHeart!


Glefsur úr fríi!

Skelltum okkur á Norðurlandið! Gerðum afar góða ferð og ég læt bara myndir tala sínu máli!
 
 
norðurferð 080
norðurferð 085norðurferð 086norðurferð 088norðurferð 135
norðurferð 148norðurferð 157norðurferð 162norðurferð 169norðurferð 177norðurferð 185norðurferð 208norðurferð 217norðurferð 232norðurferð 249norðurferð 253norðurferð 268norðurferð 283norðurferð 299norðurferð 294norðurferð 311norðurferð 342norðurferð 387norðurferð 392norðurferð 407













































































































































































norðurferð 386













norðurferð 322


 
 
 
 
 
 
 
 
 Síðan sendi ég ykkur fingurkoss og bið að heilsa því að nú andar suðrið sæla vindum þíðum LoLHeart!










« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 66317

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband