Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Búhú færsla!

Mér finnst einvern veginn kominn tími á eina góða Búhú færslu. Það eru nokkrar ástæður fyrir henni....sko:
 
Húsband flaug til Kenýja í gær, sem er ágætt að öllu leyti, eiginlega bara. Ég hef átt nokkrar stórkostlega dramatískar stundir þegar hann hefur yfirgefið klakann. Hann hefur nú ekki farið oft, en þó nokkrum sinnum. Ég minnist þess helst þegar hann fór fyrir 6 árum síðan til Minneapolis í eina viku. Þá var ég ófrísk af Möttulíusi og átti einhverjar sex vikur eftir þegar hann fór. Ég gat ekki á heilli mér tekið þegar hann fór, veit ekki hvort það voru hormónar vegna langt genginnar óléttu en ég byrjaði að grenja áður en hann fór og ég grenjaði alla vikuna, ég var bara svo viss um að hann myndi ekki koma aftur heim. En hann kom og ég tók gleði mína á ný, eignaðist barnið og tóm gleði bara (þangað til hún fékk magakrampa sem endist í góða þrjá mánuði W00t
 
Núna er ég bara róleg, hef ekki úthellt einu tári og bíst við að ég sé að þroskast enda komin langt á fertugsaldur og stórar stelpur gráta ekki. Þetta er þó lengsti tími sem hann hefur verið í burtu á okkar tíu árum saman og ég er svona pínu dauf í dálkinn og finnst þetta pínu langt enda margt að gera á stóru heimili og ég þarf að hagræða í rekstri Wink til að allt skipulagið smelli saman, en ég ber mig ávallt og iðulega vel og læt ekki bugast fyrr en feita konan hefur sungið!! 
 
Hin ástæða búhúsins er sú að ég verð að minnka bloggveru mína umtalsvert næstu vikurnar. Nú er ég að skrifa og lesa og skrifa og lesa og er búin að setja mig í stórt straff á hinum ýmsustu sviðum sem fela í sér skemmtanagildi. Engin skemmtun fyrir Sunnu, fyrr en hún er komin af stað aftur með ritgerðina!! Og þannig að ég verði farin að sjá árangur. Þetta þýðir ekkert hangs á netinu enda viðurkenni ég að ég er versti bloggfíkill og er stundum klukkutímum saman hangandi á feisbúkk og blogginu. Ég vona að þið séuð ekki núna farin að gráta með mér af því að sorgarstuðull færslunnar er orðin yfirþyrmandi Cool, en þetta eru nauðsynlegar aðgerðir til þess að ég druslist nú til að klára þetta nám. Ég fæ víst ekki háskólagráðu út á blogg! En það er óþarfi að grípa strax til aðgerða eins og að henda mér út af bloggvinalistum, ég mun koma aftur og kíkja hér inn öðru hvoru og jafnvel ef ég les einhverja stórkostlega guðfræðikenningu, þá hendi ég henni hér inn...öðrum til ánægju og yndisauka!
 
Þriðja ástæða búhúsins er ekki prenthæf og tengist skapgerðarbrestum mínum og ég segi að ég er í feitri fýlu út af þessari ástæðu! Jamm og já og fuss og svei Devil
 
Ég vona að þið munið öll hafa það gott og vera góð hvert við annað, annars er mér að mæta...
 
Bestu kveðjur tili ykkar allra
 
Sunnasemeraðreynaaðlosnaviðritgerðarkrísumeðþvíaðgeraeitthvaðíþví LoLHeart!
 
 
 
 
 

Afrek gærdagsins!

Afrek gærdagsins eru þessi:
 
  1. Fór í Bónus (sem er mitt annað lögheimili, hver elskar ekki Bónus Cool
  2. Bakaði Vöfflur LoL (át tvær með hlassi af rjóma og sultu Grin)
  3. Setti í eina þvottavél (Svartan þvott ef einhver var að velta því fyrir sér Whistling)
  4. Horfði á fyrstu fimm þættina af Klovn sem var að koma út með íslenskum texta (Þeir gera líf mitt svo miklu skemmtilegra Wizard)
  5. Bjó til heimatilbúna Pizzu (Var enn svöng þrátt fyrir vöfflur).
  6. Horfði hina fimm þættina af Klovn!
  7. Át með því ítalskan ís Halo.
  8. Sofnaði yfir "Name of the Rose" um 10 leytið Sleeping!
Jamm....át og gláp gera mann alveg dauðuppgefinn, það er algjörlega morgunljóst LoL! Ég veit ekki hvort þessi dagur ber í skauti sér eitthvað stórkostlegt...það verður víst að koma í ljós, ég býst þó við að ég borði aðeins minna. Tjuss...Heart


Skólastelpur!

Mattan mín, sem er yngsti fjölskyldumeðlimurinn á heimilinu og verður 6 ára eftir tæpan mánuð var að hefja skólagöngu núna í haust. Systir hennar, Sigrún Hrönn byrjaði um leið í þriðja bekk. Hún skipti m.a. annars um skóla og nú eru þær systur saman í skóla sem er hér rétt hjá. Ég leyfði þeim í fyrsta sinn að ganga sjálfar í skólann í morgun, Sigrún hefur aldrei gengið sjálf enda var gamli skólinn hennar lengra í burtu og Möttulíus var eðli málsins samkvæmt í leikskóla og við foreldrarnir komum henni þangað eldhress í bítið á hverjum morgni Cool. En í morgun fengu þær að ganga fylgdarlaust í skólann í fyrsta sinn. Ég stóð, hálf kvíðin og romsaði stöðugt út mér öllum umferðarreglum sem ég mundi eftir, brýndi fyrir þeirri eldri að leiða þá yngri aftur og aftur og aftur W00t. Þær stóðu bara skælbrosandi, fullar tilhlökkunar að fá loksins að fara sjálfar, enginn beygur í þeim báðum. Síðan fóru þær og ég sat hér hálf óróleg þar til klukkan var 10 mín yfir átta og ég hafði ekki heyrt neitt af þeim, þannig að ég dró þá ályktun að þær hefðu komist klakklaust á leiðarenda. Ekki laust við það að ég hefði andað örlítið léttara Cool!

Eftir þetta fór ég að hugsa hvernig þetta var þegar ég var lítil og ég labbaði allt sjálf og var meira segja farin að taka strætó niður í Laugardalslaug með frænku minni 8 ára gömul........ég veit ekki hvort að það er eitthvað einstaklingsbundið við mig en mér finnst ég einhvern vegin stundum ekki treysta mér til að sleppa af þeim hendinni strax og svo veit ég stundum ekki alveg hvort ég treysti umhverfinu heldur......kannski er hægt að skella skuldinni á breytta tíma, ég var að byrja í skóla ´81 og nú er 2008! Þetta eru alveg 27 ár W00t og það hefur margt breyst. Mér finnst bara svo óþægilegt að vera ekki alltaf til staðar til að passa þær....ætli ég sé ekki ofverndunarsinni þegar kemur að börnunum mínum, það er víst ekkert of gott fyrir þessa eðalbornu grísi hér við hirðina...Halo!

Hér er mynd af tilefnunum á leið skólann InLove: haust 002

 Þangð til næst...Ha´det Heart!

 

 


Tóm gleði í morgunsárið...

eða ekki....ég er ekki að drepast úr jákvæðni á þessum morgni, ég er svo kvefuð og það er ekkert sem fer eins illa í skapið á mér og kvef, endalaus tilfinning að ég sé næstum því að fara að hnerra og svo gerist ekkert, hósti sem skilar engu nema hálfgerðum jarðskjálfta í hvert sinn.....þetta er eitthvað svo tilgangslaust, þ.e.a.s. kvef....og eiginlega bara til óþurftar Devil!
 
Annars er að koma yfir mig pínu nennuleysi aftur, mér finnst allt pínu leiðinlegt...en ég vona að það sé "#$%&/ kvefið! Nú kenni ég því um allt, alltaf gott að hafa eittvhað til að skella skuldinni á Whistling!
 
Annars eru 5 dagar þar til Bolli fer til Kenýa. Hann átti að fara í janúar en þá var allt vitlaust þar og ekki talið öruggt að fara. Núna er það víst eins öruggt og Svalbarði, þannig að það verður stormað af stað á mánudaginn kemur í 18 daga ferð. Þeir segja víst sem þekkja til að það sé lítil hætta á ferðum og ferðamönnum stafi mest hætta af ef að þeir lenda í skotlínu þar sem eru ættbálkadeilur en það er víst mikið um það í Vestur-hluta landsins og þá eru menn að rífast um beljur. Þannig að það er gott að vera ekki mikið á ferli ef beljurifrildi er í sjónmáli. Bolli er síðan búin að fara í alls konar sprautur og nú á hann að fara að taka Malaríulyf og síðan tekur hann Asidophilus líka vegna þess að það fá víst allir í magann að einhverju leyti Shocking! Þetta verður án efa hin besta för og lærdómsrík enda ætlunin að skoða kristniboðsstöðvar og starf þeirra og einnig ætla þeir (nokkrir prestar sem eru að fara saman) inn í Úganda. Ég bara ber mig vel og trúi því að Bolli komi heill heim, reynslunni ríkari, með afrískan þjóðarbúning handa frúnni.....haldið að ég yrði ekki flott LoLGrin!
 
Með þeirri ósk um að geðið mitt lagist þegar líður á daginn vona ég að þið eigið góðan dag Heart!

Sveitaferð!

Við brugðum okkur, fjölskyldan í Skorradalinn um helgina í smá frí. Haustlitir, bláber og gæsir voru þema ferðarinnar, sem var afar góð og við erum bara nokkuð góð með okkur eftir þessa fínu helgi Wizard. Læt bara myndir tala sínu máli hér, er of kvefuð til að hugsa stórt í dag....Cool!
 
Bless í bili! 
 
pées.... myndirnar eru teknar við Hreðavatn...komust aldeilis í feitt berjaland þar....LoL!
 
haust 012haust 015haust 018haust 031haust 035haust 013haust 029haust 036



Skúringar!

skúraEitt að því leiðinlegasta sem ég geri er að skúra gólf......en þessi gjörningur fékk alveg nýja vídd í dag þegar ég uppgötvaði hvað það er gaman að skúra við gömul júróvisjón lög. Hold me now með Jonny Logan lætur mann skúra á við fjóra fílelfda karlmenn og auðvitað er sungið með af hjartans list....við erum að sjálfsögðu að tala um tímamótaverk W00t!
 
Nú er allt skrúbbað og bónað og ég er bara iðandi af tómri lífshamingju!
 
Eigði góða rest af degi Heart!

Viska

"Slepptu"
er stutt orð en áhrifaríkt. Ef ég vil,
þá get ég hætt tilraunum mínum til að stjórna einhverjum í dag.
Laun mín verða friður!
(úr bóknni Æðruleysi, hugleiðingar eftir Karen Casey) 
 
Sumt fólk er svo viturt.......skilur mann eftir með þá tilfinningu að maður sé undir meðalgreind þegar kemur að kommon sens í lífinu....W00t
 
Hér er fleira viturlegt úr sömu smiðju:
 
Stundum virðast vandamálin óyfirstíganleg og við vitum ekki hvert við eigum að snúa okkur. Ef til vill höfum við áhyggjur af vinnunni, heilsan er ekki í lagi eða að það að búa með ættingja í vanda verður erfiðara. En fæst okkar lenda í raunverulega erfiðum vandamálum en eiga þó stöðugt við vandamál að stríða. Að vera á lífi, að vera manneskja þýðir að margt veldur okkur erfiðleikum.
 
 
 
Skapgerðabrestir eru undirrót árekstra okkar við aðra, vekja sjálsmeðaumkvun okkar, kveikja óraunhæfar væntingar, magna hindranir og minnka gleðina. Það er einföld staðreynd, að óhamingja leiðir beint af skynjun okkar og viðbrögðum gagnvart fólki og atvikum umhverfis okkur.
 
Og áfram flæðir snilldin og viskan LoL:
 
Að vera vongóð er viðhorf, sem hægt er að öðlast. Að öðlast trú á æðra máttarvald í lífi okkar mun flýta viðurkenningu okkar á voninni. Með hjálp Guðs og vina okkar munum við sannfærast um að við erum aldrei ein og það er gott. Við munum finna vonina sem við heyrum í rödd annarra.
 
Mér lærist smám saman að það að láta af stjórn, hætta að hafa áhyggjur og spá um afleiðingar, mun valda mér miklum létti.
 
Að lokum:
 
Ég á val um að vera æðrulaus og vongóð um sérhverja framvindu lífs míns.
 
Sannfæring mín um daginn í dag er: "Ég get verið eins vonglöð og hamingjusöm og ég ákveð sjálf að vera"
 
 
Thus endet the lesson LoL! Njótið dagsins, helgarinnar, stundarinnar, mínútunnar og sekúndunnar ef út í það er farið.....þetta augnablik kemur víst aldrei aftur og lifum eins og það sé enginn morgundagur Wizard!
Tjuss Heart!

Fóbíur!

Ég er afar dugleg að koma mér upp fóbíum fyrir hinu og þessu. Það er svona pínulítið árstíðabundið fyrir hverju ég hef fóbíu hverju sinni og núna eru það Geitungar Pinch!! Ég er gjörsamlega lömuð úr hræðslu við þessi kvikyndi þessa dagana að ég þori varla út úr húsi W00t. Ég get nefnt nokkur dæmi um hegðun mína síðustu daga!
 
Dagur 1: Var á hlaupabrettinu mínu inn í stofu alsæl að horfa á Supernatural í leiðinni (hjálpar mér að gleyma hvað það er leiðinlegt að hreyfa sig Cool) Flýgur ekki eitt af þessum skrímslum inn um stofugluggann og fer eitthvað að sveima yfir mér, ég stekk fimlega af brettinu (alla vega í minningunni er það fimlega Whistling) og býst til varnar og fylgist með þessu morðóða fyrirbæri fljúga inn í svefnherbergi og ég hleyp til og loka hurðinni, lukkuleg með mig að hafa lokað dýrið inni. Síðan nokkrum tímum seinna þegar unglingurinn var kominn heim átti að koma flugunni fyrir kattarnef og inn fórum við vopnuð hárspreyi og 24 stundum, upprúlluðu. Við bókstaflega snérum öllu við....ekki fannst flugann. Ég fékk alveg í magann og allan daginn leitaðu ég af flugunni. Í svefnherberginu var lítill gluggi opinn með smá rifu og ég sannarlega held að þessi fluga hafi verið svo gáfuð að hún fann þennan litla glugga og náði að skríða út um hann.....jams...þessi skrímsli eru gáfaðri en við höldum og hyggja á heimsyfirráð Police. Ég skal þó segja ykkur að ég sofnaði ekki vært um kvöldið....sá alls kyns óhugnað fyrir mér út af þessari fluguómynd Pinch!
 
Dagur 2: Var að sækja dóttur mína í skólann og á mig réðist ein fluga og sveimaði í kringum mig. Ég rétt náði að komast inn í bíl en hún elti mig og þegar ég var búin að loka og hélt ég væri óhult, þá var hún í glugganum og ég bókstaflega trylltist. Ég öskraði og maðurinn minn sem sat rólegur í bílnum bara hló að mér...ekki mikill stuðningu þar WhistlingÉg opnaði bílinn í snatri og út flaug flugan og ég var óhullt í bili.
 
Dagur 3: Eiginmaðurinn hringdi í gær og spurði hvort ég vildi fá mér bita mér honum í hádeginu, mér fannst það bara gaman og játti því, alsæl að sjálfsögðu. Strax um leið og ég var búin að ákveða að fara, fékk ég í magann og vissi strax að það að borða í almennu, opinberu rými þýðir að það eru geitungar á flugi innandyra sem utan. Viti menn, ég hafði rétt fyrir mér, við vorum varla sest niður þegar ég sá eina risastóra flögrandi í loftinu. Í stað þess að njóta samræðna og samvista við manninn minn þá fór ég í keng, sökk niður í sætinu, borðaði af krafti, svolgraði í mig kaffið og dreif mig út Pinch
 
Mörgum gæti þótt þessi innsýn inn í fóbíu-ástand undirritaðrar aðeins um of.....en það er það ekki. Ég er búin að lesa mér til um þessi skrímsli og þau eru alveg dead hættuleg.....Cool! Ég vill helst ekki vera mikið utandyra, sit inni með alla glugga lokaða og bíð eftir fyrsta næturfrostinu, verst er það að mér sýndist Einar veðurfræðingur eitthvað vera að tala um að þetta haust yrði eitthvað voða heitt núna.....mér finnst alveg nóg komið af hita og sól, og bið um nokkrar frostnætur, það er ekki verið að fara fram á mikið, bara frost og þá verða allir glaðir. Alla vega smásálin ég LoLGrin!
 
Eigiði góðan dag og farið varlega.....geitungarnir eru alls staðar, bíðandi eftir að ná þér W00t!
 
 
 
 

Klukkiddíklukk!

Jóhanna klukkaði mig og eins og hún vill ég ekki vera félagsskítur og svara engu, þannig að hér á eftir fylgja mín svör.....verð þó að viðurkenna að ég á stundum ansi erfitt með að finna svona "uppáhalds".....finnst oft allt "best" en ég reyni þó að velja úr öllu uppáhaldinu!
 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

0 Sumarvinna í mörg ár hjá Póst-gíróstofunni í Ármúla (ef einhver man eftir henni Whistling)
0 Ingvar Helgason hf.
0 Sunnudagaskólastýra á Álftanesi.
0 Núverandi starfsmaður í barna- og unglingastarfi Neskirkju Halo.

Fjórar Bíómyndir sem ég held upp á

0 Lord of the Rings þríleikurinn (get horft á þær aftur og aftur og alltaf eins og ég sé að sjá þær í fyrsta sinn).
0  Adams Æbler
0  Shadowlands
0  Color Purple

Fjórir staðir sem ég hef búið á

0 Reykjavík (Árbær)
0 Reykjavík (Ártúnsholt)
0 Reykjavík (Selás)
0 Hofsós

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

0 KLOVN 
0 American Idol 
0 24
0 Supernatural (ég er enn svo mikil gelgja, hefði líka geta sett hér "Buffy the vampire slayer"...elskaði þá þætti út af lífinu. Keypti meira segja nokkrar seríur á netinu í viðhafnarútgáfu fjölskyldunni til mikillar gleði Cool. Hef eitthvert óútskýranlegt vampýrublæti LoL)

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríium

0 Kaupmannahöfn.
0 Spánn (Barcelona)
0 Spánn (Alicante)
0 Holland (Kemperpfennen, hver man ekki eftir sumarhúsaferðum til Kemperfennen sem voru vinsælar seint á síðustu öld og allir leigðu sér hjól og hjóluðu út allt, ótrúlega heilbrigt eitthvað Wizard)

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

0 www.visir.is
0 www.kirkjan.is
0 www.eyjan.is
0 www.ruv.is

Fernt sem ég held upp á matarkyns:

0 Encilladas
0 Heimatilbúin Pizza
0 Serrano matur (er brjáluð í Serrano mat, helst þó gríska burrito)
0  Súpurnar í hádeginu á kaffihúsi Neskirkju….snilld, sérstaklega kjúklingasúpan LoL.

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

0 Ísfólksserían – las þær reglulega aftur og aftur þegar ég var unglingur.
0 Biblína (valdir kaflar, þar fremst meðal jafningja Jóhannesarguðspjall….þreytist aldrei á að lesa það og finn alltaf eitthvað nýtt og gott í hvert sinn)
0 Bækur sem ég las í ritskýringarkúrsum í Guðfræðideildinni – neyddist til að lesa þær oftar en einu sinn til að ná prófum).
0 Aðrar skólabækur….ég hef ekki mikið úthald í að lesa bækur aftur eftir að ég hef lesið þær einu sinni, nema þá tilneydd og þá eru það skólabækur sem eru lesnar tvisvar til þrisvar……algjörlega vegan skyldunnar Shocking!

Fjórir bloggara sem ég klukka:

Fórnalömb klukksins eru eftirfarandi (veit ekki hvort ég klukka einvern sem er búin að fá klukk ef svo er þá verður bara að hafa það og viðkomandi vonandi fyrirgefur mér LoL!

Erla Björk

Hrafnhildur

Helga  Dóra

Hildur Inga

Bless í bili Heart!

 

 

Tilvistarkreppublogg

Ég hef verið að blogga um míns eigins tilvistarkreppu upp á síðkastið og svolítið mikið enda þegar maður gengur í gegnum slíka kreppu er alls ekki á allt kosið og allt verður eitthvað svo erfitt, stundum smá gremjulegt og eitthvað svo ófullkomið. Ég ákvað að segja tryggum lesendum mínum frá því að ég er bara held ég örlítið glaðari í dag en í gær... ef þetta heldur áfram verð ég hreinlega eins og syngjandi nunnan í Sound of Music...þvílík verður hamingjan. Ég held að það sé mest um vert fyrir mig að hafa eitthvað fyrir stafni og þegar ég hef nóg fyrir stafni þá er ég ekki ekki að velta hverju skrefi fyrir mér í eigin lífi og hverjum andardrætti sem ég mun taka vonandi næstu áratugina ef Guð lofar. Mér hættir svo til að fá einkenni áráttu- og þráhyggjuhegðunar, þar sem ég bít eitthvað í mig og ég fæ það gjörsamlega á heilann og greini allt um leið niður í frumeindir. Síðan er ég með þetta á heilanum næstu daga, þar til ég er búin að búa til atburðarás í heilanum sem á sér hugsanlega, mögulega enga raunhæfa stoð í raunveruleikanum. Jams...eins og ég sagði um daginn, þá er ég víst ekki fullkomin, heldur alveg hrikalega mannleg og breysk...alla vega þessa dagana en ég bíst við að verða fullkomin seinna LoLTounge!
 
Svo til að minna mig á hvað ég er eitthvað breysk, þá lendi ég í aðstæðum þar sem ég þarf að taka á öllu og allt í einu stara framan í mig aðstæður þar sem ég fyllist pirringi og gremju og öllum pakkanum.....en ég jafna mig. Þetta gerðist áðan Pinch! Það er bara gott að minna sig að lífið er ekki bara sólskin og sleikipinnar og það er gott að vera meðvituð um að það er fullt sem maður þarf að takast á við og ég veit að það er margt í eigin fari sem ég þarf að laga....en stundum finnst manni nóg af því góða og ég er alveg til í að þessum áminningum fari að linna....Þið sem stjórnið þarna uppi á himnum: Ég veit vel að ég er mannleg...LoLCool!
 
Jæja...þetta átti að vera gleðiblogg en hefur endað í einhverri sjálfs-analíseringu.....þannig að þetta er næstum því alveg að koma gleðiblogg með smá tilvistarkreppuívafi.
 
Hafið það gott....passið ykkur á vespunum, það var ein heil slík sem ruggaði veröldinni minni svo um munar í gær að ég ætlaði ekki að getað sofnað því ég sá hana fyrir mér skríða ofan í hálsinn á mér og stinga mig og ég kafna til bana........svo held ég því fram að ég sé í lagi WhistlingWizard
Tjuss...Heart

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 66263

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband