Grúsk!

Kaj MunkÉg var að grúska í gömlum skrifum í tölvunni hjá mér og fann útdrátt sem ég vann úr lokaritgerð eiginmannsins en hann kláraði guðfræðina árið 2000 og vígðist sem prestur árið 2002 í Seljakirkju.

Bolli fjallaði um predikanir og leikrit Kaj Munk, danska prestsins og predikarans, sem að féll fyrir hendi nasista í seinna stríði.

Það er eitthvað við þennan texta sem ég ætla að setja hér, sem að lætur mig alltaf fá gæsahúð. En þessi texti er úr predikun sem að hann flutti þremur dögum áður en að hann var skotinn til bana.

Kaj Munk var einn af þeim sem þorði að tala gegn nasistum opinberlega og sparaði ekki hörðu orðin. Honum fannst þjóð sín huglaus að standa ekki gegn þessum ógnaröflum og talaði mikið um trúna og það að fylgja sannleikanum. En sannleikurinn krafðist þess að hann talaði inn í þessar aðstæður ofbeldis og kúgunar og fyrir það galt hann með lífi sínu. Sannleikurinn var Jesús Kristur.

Eftirfarandi er tekið í kandídatsritgerð Bolla: "Sannleikurinn gerir sínar eigin kröfur".

Það má kannski engan undra þau örlög sem Kaj Munk hlaut, þegar skoðað er hvað hann fór mikinn í ræðu og riti. Í nýjárspredikun sem hann flutti í Vedersökirkju þremur dögum áður en hann var myrtur kemur fram hve mikið honum gramdist gunguháttur Dönsku þjóðarinnar, sem gat ekki valdið öðru en frekari átroðningi annarra þjóða á óróatíma. Hann þoldi illa þá varkárni sem honum fannst danska þjóðin sýna öllum stundum. Honum fannst að kirkjan ætti ekki að þegja, heldur ætti hún að tala opinskátt eins og Kristur gerði. Stjórnmálaleg umræða gat vel farið fram innan veggja kirkjunnar að hans mati. Það væri jafn satt að segja að kristindómur væri ópólitískur og að segja að hann væri pólitískur. Sumum þætti það ögrun við ríkjandi ástand að spinna stjórnmálalegar skoðanir saman við Guðs orð á þessum óróatíma. Var Kaj Munk að storka örlögum sínum. Var það sanngjarnt af honum gagnvart eiginkonu og fimm börnum. Þessar spurningar eru áleitnar , en Kaj virðist sjálfur hafa verið vel meðvitaður um hvað koma skyldi og þess vegna er erfitt að sjá það út hvort það eigi að virða eða vanvirða þessa þrjósku hjá Kaj Munk að fylgja orðum sínum fram í rauðan dauðann.  

“Ég stend ekki hér til að predika hatur gegn einum né neinum. Mér er það alveg ómögulegt. Ég legg ekki einu sinni fæð á Adolf Hitler. Ég veit út í hvaða skelfingu og þjáningu heimurinn hefur kastað sér. Ég veit hvaða niðurlægingu land mitt hefur mátt þola. Ég veit að ég hef í nokkra mánuði ekki getað tekið á mig náðir án þess að hugsa: “Koma þeir til þess að ná í þig í nótt”. Þessi hugsun er ekki gleðileg fyrir þann sem elskar lífið, hefur nóg fyrir stafni og er hamingjusamur með eiginkonu sinni og börnum. En þrátt fyrir þetta get ég ekki hatað. Mannfólkið er af svo margvíslegum toga og er haldið ýmis konar andagift og frelsarinn hefur kennt okkur bænina: “Fyrirgef þeim: Því þeir vita ekki hvað þeir gjöra”.  

Nýjárspredikun í Vedersökirkju þremur dögum fyrir morðið á Kaj Munk.

Þessar spurningar sem að settar eru fram eru áleitnar jafnvel enn í dag! Er það réttlætanlegt að ögra þannig ríkjandi ástandi og tvinna pólitík saman við guðsorðið! Var þetta sanngjarnt gagnvart fjölskyldu og börnum hans, að taka þessa áhættu. 

Gerum við þetta í dag, tökum áhættu og tölum inn í aðstæður sem að okkur ofbýður, jafnvel þó að við leggjum okkur sjálf að veði. Gerir kristindómurinn þessar kröfur til okkar í dag eða er hann orðin trú velferðarsamfélagsins þar sem  forréttindi þeirra sem að falla inn í normið eru vernduð en það sem að er talið syndugt fellur utan þess. Er kristin kirkjan þannig hætt að gera kröfur til okkar um að spyrna gegn óréttlæti og við fljótum þannig sofandi að feigðarósi! Erum við á þann hátt hætt að fylgja sannleikanum??

Kaj Munk sagði sannleikann gera sínar eigin kröfur og hann kaus að fylgja þeim sannleika, værum við í dag tilbúin til þess sama?? 

Um leið og ég set lokapunktinn vil ég minna á undirskriftarlistann sem að Ásdís Sigurðardóttir kom af stað hér á blogginu til stuðnings baráttu aldraðra og öryrkja fyrir bættum kjörum. Sameinumst öll um að skrifa undir og styðjum baráttu þeirra sem að þurfa svo sannarlega á því að halda. Listinn er hér: http://www.petitiononline.com/lidsauki/
 

Góða nótt Heart 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

góða nótt gamla

Ólafur fannberg, 17.10.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 17.10.2007 kl. 21:43

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vá. Sterkur pistill. Sannarlega umhugsunarverður. Ég held að menn og konur eins og Kaj Munk verði alltaf í miklum minnihluta. Í rauninni, ef maður spáir í það, ef flestir væru svona. Þ.e. töluðu hug sinni, gegn ógnaröflum, kúgun o.sfrv., þá þætti það hvorki eftirsóknarvert né merkilegt. Að sama skapi ættu kúgararnir ekki eins auðvelt með að stunda sína kúgun ef ALLIR stæðu gegn þeim. Do you know what I mean. Góða nótt dúllan mín

Jóna Á. Gísladóttir, 17.10.2007 kl. 22:06

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábær pistill og ég elska Kaj Munk.  Og þig líka reyndar og hana Jónu sem skrifar hér frábæra athugasemd, af miklu hyggjuviti

Takk kærlega fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2007 kl. 22:38

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Jóna ! Ég held einmitt eins og þú segir að þá verða menn eins og Kaj Munk einmitt alltaf í minni hluta og það er þess vegna sem að það fólk sem að fer út í svona verkefni eru svo eftirtektarverðar og maður fyllirst lotningu fyrir hugrekki þessa fólks. En eins og þú segir þá væri erfiðara að kúga ef að allir stæðu gegn og þá værum við kannski komin með heim sem nálgaðist það ansi langt að vera heimur frelsis og jafnréttis en það er samt of útópísk hugsun en samt svo aðlaðandi !

Jenný: Þið eruð báðar frábærar !

Sunna Dóra Möller, 17.10.2007 kl. 22:44

6 Smámynd: Kolgrima

Ég fékk gæsahúð þegar ég las orð Kaj Munk.

Minnir mig um sumt á orð Nelsons Mandela, þegar hann hvatti til friðar eftir að hann losnaði úr fangelsi. Þótt hann hafði verið lokaður inni stóran hluta ævi sinnar, frá konu (sem hegðaði sér ekki sem skyldi en það kemur þessu ekkert við) og börnum, boðaði hann frið og sagðist ekki vilja hefnd. Ég hugsaði mikið um hvaðan honum kæmi þessi styrkur, að stoppa þá af sem vildu réttlæti fyrir hans hönd. Og boða nýtt upphaf.

En þér, hvað finnst þér? Eiga prestar að taka afstöðu í þjóðfélagsmálum í predikunum sínum?

Kolgrima, 18.10.2007 kl. 01:07

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

já, mér finnst það þegar málin eru það brýn að það er ekki hægt að láta hjá líða að minnast á þau. Það er augljóst samhengi hjá Kaj Munk, hann horfir inn í grimmdina í sinni verstu mynd! Það er ekki hægt að þegja við slíkar aðstæður og lifa sáttur. Alla vega finnst mér það!

Mér finnst reyndar ekki að prestar eigi að fjalla um á hverjum sunnudegi um þingstörf vikunnar eða almennt argaþras stjórnmálanna. En ef að verið er að brjóta á fólki, þá á að tala um það, ef að verið er að brjóta gegn náttúrunni þá á að tala um það. Kristur var ekki skoðanalaus heldur talaði hann alls staðar inn í aðstæður þar sem að hann sá óréttlæti og reyndi að breyta aðstæðunum. Þannig verða prestar að vera í dag líka. Taka áhættuna og standa með fólki!

Á þann hátt finnst mér að prestar eigi að tala þátt í þjóðfélagsmálum, taka sér stöðuna þar sem óréttlætið er mest og tala inn í þær aðstæður, berjast fyrir réttindum þeirra sem að af einhverjum ástæðum hafa þau ekki! Þannig fylgjum við sannleikanum eins og Kaj Munk!!

Sunna Dóra Möller, 18.10.2007 kl. 08:12

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ok, eftir lestur svarsins þíns við spurningunni hennar Kolgrímu, legg ég blessun mína yfir væntanlegan prestskap þinn af því þú ert kona með hjartað á réttum stað.  Þú veist að ég er á hamfaravaktinni gagnvart kirkunnar mönnum, hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.10.2007 kl. 08:25

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Jenný !

Sunna Dóra Möller, 18.10.2007 kl. 08:50

10 identicon

Frábær lesnig takk.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 16:50

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Kaj munk er í uppáhaldi hjá mér og hef ég oft notað hans setningar bæði fyrir mig og aðra vegna þess æðruleysis sem þær sýna og túlka án fyrirstöðu.

"Barátta andans verður aldrei unnin með vörn. Þar verður að vera sókn."

Kaj Munk

Edda Agnarsdóttir, 18.10.2007 kl. 16:52

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Birna

Takk Edda! Þetta er flott tilvitnun eftir Kaj Munk. Takk fyrir að koma með hana hér

Sunna Dóra Möller, 18.10.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 66325

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband