Laugardagur: Þriðji í afmæli!

Sigrún Hrönn Bolladóttir miðjan okkar, átti afmæli 2. janúar síðastliðinn eins og komið hefur fram áður hér á blogginu. Hún fékk að halda lítið fjölskylduboð, síðan fékk hún að bjóða bekkjarvinkonum heim og í dag var frænkuafmæli, en þá bauð hún uppáhaldsfrænku sinni að koma í smá eftirá afmæli.

Við fjölskyldan glöddumst mikið yfir smá snjóföl þegar við vöknuðum og við ákváðum að drífa afmælisgestinn og börnin okkar upp í Bláfjöll og reyna sleðana sem að stelpurnar fengu í jólagjöf. Við dúðuðum okkur upp og héldum af stað og þetta var satt að segja alveg ægilega gaman. Ég meira segja renndi mér sjálf á snjóþotu. hef ekki gert það í mörg ár.....og ég er enn á lífi Wizard!

Hér eru nokkrar myndir af okkur í snjónum LoL:

vetur 003vetur 004

vetur 005vetur 007

vetur 009vetur 010

Hér er annars ósköp hefðbundinn sunnudagur í gangi. Sunnudagaskólinn hófst í morgun og við fengum fulla Bessastaðakirkju og það var góð stund sem við áttum í morgun. Bolli hefur líka verið að vinna í dag, sunnudagaskóli, messa og skírn. Þannig eins og ég segi að nú er einhvern veginn allt komið í samt horf eftir jólin, búið að taka smá tíma að komast í þann gír en hann er alveg ágætur, hversdagsgírinn Cool. Framundan vinnuvika og fríhelgi næstu helgi, þannig alltaf nóg að hlakka til er það ekki Wink!Eigiði gott kvöld og góða viku SmileHeart!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Æðislega skemmtilegar myndir, úff hvað mig langar í svona snjóleik! ...Takk æðislega fyrir fallegu orðin þín á mínu bloggi.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.1.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það jafnast ekkert á við góða útivist í snjó og góðum félagsskap.  Knús til ykkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 18:19

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegar myndir og yndislegt líf, bæði til hvunndags og hátíðar.  Svoleiðis á það líka að vera.  Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.1.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 66326

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband