Ekki-blogg!

Í fréttum er það einna helst að hér á sveitaheimilinu í úthverfi borgarinnar að kraftaverk átti sér stað fyrir stundu. Ég sendi á leiðbeinandann minn í ritgerðarverkefninu 39 bls rétt í þessu, endurskoðað með viðbótum skv. beiðni. Nú hef ég skrifað 64 blaðsíður í það heila og það er gaman að segja viðstödddum frá því að ég væri líklegast búin með ritgerðina ef ég væri að skrifa 5e ritgerð en þar sem ég er svo góð með mig ákvað ég að skrifa 10e ritgerð, þannig að ég á góðar 40 síður eftir W00t! Hugsa sér ef ég hefði ekki verið svona stór upp á mig, þá væri ég laus allra mála og gæti haldið góð og gleðileg jól án þess að hafa áhyggjur af lærdómi og lestri og skrifum.....jamm alltaf gaman í hosiló Wink!
 
Farin að skrifa.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju með þetta!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 14:59

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

og takk fyrir ráðir "Dr. Phil" .. hehe..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 14:59

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ekkert að þakka, af nógu er að taka úr botnlausum viskubrunni mínum !

Sunna Dóra Möller, 4.11.2008 kl. 15:02

4 identicon

Úff dugleg ertu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:04

5 identicon

Til hamingju með þetta... nú er bara að líta á glasið sem hálffult og þá verður þetta enga stund að koma. Hugsaðu bara um það hvað þú verður svakalega glöð þegar þetta er búið og þú situr á einni feitri 10 eininga ritgerð!

Erna Geirsdottir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:59

6 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Þú ert rosalega dugleg, þetta er áfangasigur hjá þér.

Sigríður Gunnarsdóttir, 5.11.2008 kl. 21:10

7 Smámynd: halkatla

halkatla, 7.11.2008 kl. 02:19

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

þeinkjú teinkjú allar....ég er svo góð með mig að ég hef ekkert gert í þrjá daga

Sunna Dóra Möller, 7.11.2008 kl. 22:37

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju dúllan mín.  Sko allt hefst þetta á endanum.

En eigum við ekki að fara að jólast?  Var að þvo jólaeldhúsgardínur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2008 kl. 22:55

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jú ég er alveg til í að jólast....var að spá í að henda upp seríum fljótlega, gott að fá ljósin !

Sunna Dóra Möller, 8.11.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 66272

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband