Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Smá kvartblogg!

Ég hef yfirleitt alveg nóg að gera, ég er heppin að vera í vinnu sem að gefur mér hellings reynslu, ég er að reyna nýja hluti á hverjum degi og um leið tekst ég á við sjálfa mig sem þjáist af óframfærni og feimni sem að þó fer minnkandi með árunum. Jams sum epli eru seinni að þroskast en önnur og ég er frekar sein í þessum efnum LoL!

Ok..nú er ég búin að tala um það jákvæða...þá kemur kvartið (þrátt fyrir óendanlegt þakklæti fyrir hvað ég er heppin (alltaf gott að slá svona varnagla þegar mar kvartar Whistling))! Ég hef verið á hlaupum í allan dag, frá því fyrir hádegi og kom ekki endanlega heim fyrr en hálf sjö. Ég á tvo heila daga í viku sem að ég á að nýta í ritgerðina mína. En einhverra hluta vegna þá skerðast þessir dagar alltaf, því ég er alltaf á hlaupum. Ég finn að ég er að verða pínu stressuð yfir þessu, vegna þess að ég verð að fara að skrifa og einbeita mér að þessu verkefni, því annars útskrifast ég aldrei og það er ekki smart Joyful. Öll þessi hlaup eru nauðsynleg, eða alla vega flest og tengjast vinnunni, börnunum mínum ofl. Ég er ekki að telja það eftir mér, annars væri ég ekki að standa í þessu en núna er ég með smá kvíðahnút í maganum og finn að ég verð að fara að snúa mér að ritgerðinni með heilum hug og engu hálfkáki!

Þannig að í augnablikinu er það sem ég þrái nokkrir óskiptir heilir dagar til að koma mér aftur af stað, þá veit ég að ég verð rólegri! Mig langar að fara að vinna að þessu og klára. Ég er komin með þessa bestaðfaraaðkláratilfinningu og ég verð eiginlega pirruð þegar að ég kemst ekki af stað.

En svona er lífið, nú er að forgangsraða og búa sér til tíma, það gerir það enginn fyrir mig Wizard!

Ég varð aðeins að kvarta hahahaha.....það er bara hressandi!

Stefni á að skrifa ofur jákvæða og glaða færslu næst....eða þar næst....alla vega einhvern tímann Cool!

Annars er ég bara góð.....í sömu of stóru bláu flíspeysunni og í gær Hómer!

tjussss


Merkilegt gremjublogg!

Mér finnst það merkilegt hvað það eru margir sjálfskipaðir guðfræðingar til á blogginu án þess að hafa lært staf í guðfræði og eru einnig um leið vel að sér í túlkunarfræði Nt og Gt! Það er bara eins og ég myndi fara að útlista hér læknisfræði og greina sjúkdóma bara af því sem að ég hef lesið á netinu! Það virðist bara vera þannig að þegar trúmál sem tengjast vandamálum í sambandi við ritninguna ber á góma að þá verða allir guðfræðingarWizard...það er svo skemmtilegt eitthvað.....ég veit ekki hvort að það er gengistfelling á náminu sem slíku (kúrsarnir í Nt fræðum eru einhverjir þeir þyngstu sem finnast í akademísku námi Pinch), en ég bíð mig ekki fram til að leggja pípulagnir í hús.....þó að ég gæti lesið mér til um það!!

En höldum áfram að þrátta.....það er svo gaman...og aftur og aftur um sömu hlutina! Þá fæst líklega örugglega niðurstaða....hin trúlausu taka trú og hin trúuðu missa hana...eða eitthvað!

Lengi lfi tímalaust trúarkarp!!

Góða nótt!

Þettaerhrokafullagremjubloggdagsins!


Áhugaverð tilvitnun!

Ég rakst á áhugavert efni í bók sem að ég er að notast við þessa dagana í skrifunum mínum og fjallar kaflinn sem ég var að lesa um vandamálið við að finna og skrifa sögu kvenna.

Mér fannst þetta einnig merkilegt í ljósi umræðunnar um feminista sem að fer nú offari hér á netinu, oftar en ekki frá karlmönnum sem að finna konum sem að aðhyllast þessa hugmyndafræði allt til foráttu og spara ekki stóru orðin í þessari ádeilu herferð sinni gegn þessari hugmyndafræði.

Þessi tilvitnum vakti mig til umhugsunar og ég læt hana fylgja hér með öðrum til ánægju og yndisauka:

Hugmyndir karlmanna um konur, endurspegla ekki sögulegan raunveruleika kvenna þar sem að hægt er að sýna fram á að hugmyndafræðileg ádeila um stöðu kvenna, hlutverk eða eðli þeirra eykst um leið og raunverulegt frelsi kvenna eykst og raunveruleg þátttaka þeirra í sögunni verður sterkari.[1]

[1] "In memory of her", bls. 85.

Þangað til næst Smile!


Þegar þrengir að....

konanHvað gera konur þá.......þær slá öllu upp í kæruleysi og missa sig í gleðinni HómerNei bara grín, fyndin ég.........! Nei þær snúa vörn í sókn og leggja sig alla fram, ó já Wizard!

Nú er svo komið að ég er á algjöru deadline fyrir föstudaginn og þarf að skila af mér innleggi um annan hlutann í ritgerðinni minni. Þannig að nú bretti ég upp ermar, munda pennan (hljómar betur en pikk á lyklaborð, meira gamaldags Whistling) og tekst á við það verkefni eins og best verður á kosið miðað við þann tíma sem ég hef til reiðu.

Þannig að ég verð eins lítið og ég get á blogginu vegna þessa og bið ykkur um vinsamlegast um að skrifa ekki margar færslur og vera ekki skemmtileg fram á föstudag........er það nokkuð frekjulega fram á farið af mér Tounge!

Þannig að nú sný ég mér að alvöru lífsins, ekki í fyrsta sinn W00t og reyni vera dúggleg!

Síjúsúnendbígúd Heart!


Karpað í Korintu - Lokahluti!

imagesJæja, þá er komið að loka hlutanum í þessu litla greinakorni um Korintu. Ég þakka viðbrögðin frá þeim sem að hafa tjáð sig og nú er komið að lokum.

Frelsi: 

Hin upphafna andlega staða og meðvitund hafði þá niðurstöðu, að það að vera fyllt andanum fól í sér fyrir einhverja í söfnuðinum, frelsi. Lykil táknið fyrir þá var nátengt slagorðinu: “Allt er leyfilegt” Það er ekki erfitt að ímynda sér hversu aðlaðandi þetta hefur verið meðal þeirra sem að höfðu eytt ævinni sem lágstéttar leysingjar eða innfluttir verkamenn.  Ólíkir meðlimir samkundunnar í Korintu aftur á móti notuðu frelsi sitt á ýmsan hátt sem virðist endurspegla tvær andstæðar tilhneigingar til heimsins. Eitt af þeim virðist koma fram snemma í kynferðislegu meinlæti en það var síðar ríkjandi þáttur í hinu kristna lífi, sjá t.d . 1.Kor. 7.1.

Einhverjir af meðlimum safnaðarins voru að draga sig út úr kynferðislegum tengslum af andlegum ástæðum. Hugsanlega hafa þetta að mestu verið konur. Retorík jafnréttisins sem að Páll notar í 1. kor. 7.2-6, þegar hann ávarpar konur jafnt sem karlmenn sem að er óvenjulegt í fornum ritum er einungis skiljanleg ef að litið er á það þannig að Páll hafi verið að reyna að sannfæra konur að forðast kynferðisleg tengsl tímabundið.  

Þó að þær væru andlega innblásnar, þá hafði meinlæti þeirra ákveðna pólitíska vídd. Í karlveldi grísk-rómversk samfélags var einkenni konu meira eða minna fast í einkennum karlsins sem að hún var undirgefin. Konur giftust venjulega ungar, áttu mörg börn og voru háðar heimilinu húsbónda síns eða meistara. Konurnar í Korintu söfnuðinum sem að héldu sig frá kynferðislegum tengslum voru svipaðar öðru  trúarlegu meinlætafólki í hinum forna heimi sem að höfnuðu líkamlegum og veraldlegum munaði til að helga líf sitt hugleiðslu og sýnum á hinu guðlega. Meinlæti hinna korintísku kvenna var flutningur á frelsinu í anda og visku.

Konurnar sem að héldu sig frá kynferðislegum tengslum voru að brjóta gegn rómversk-grískum menningarlegum venjum þegar kom að kyni. Hin heimsvaldslega regla var byggð á karlveldis fjölskyldunni, með hjónabandstengsl og framleiðslu og var sterklega mælt með af keisurunum sjálfum alveg frá Ágústusi. Þær voru því einnig að ögra hinni heimsvaldslegu reglu sem að gerði lítið úr þeim og reyndi að stjórna hegðun þeirra.  Málið varðandi manninn sem að býr með fyrrverandi konu föður síns virðist hafa verið and-tesan við meinlæti Korintukvennanna, næstum því tjáning á kynlífs leyfi. Á meðan Páll telur þessa hegðun vera ógn við samfélagið, þá bendir ekkert til að meðlimir safnaðarins hafi haft áhyggjur af þessu og sumir jafnvel bara ánægðir með þetta (1. Kor. 5.6).

Þetta gæti einnig hafa verið tjáning á hinu nýfundna frelsi sem að meðlimirnir voru að upplifa.  Sú tjáning á frelsi sem að virðist hafa truflað Pál mest, var átið á fórnarkjötinu. Þetta frelsi átti rætur sínar í því að þeir höfðu viskuna. Þessi gnosis (viska) sem að þeir höfðu átti rætur í heimspekilegri túlkun á biblíuhefð Ísraelsmanna. að það er enginn Guð nema sá eini og að skurðgoð á ekki tilveru í heiminum (8.4).

Á grundvelli þessarar gnosis gerðu þeir ráð fyrir að fyrst að guðirnir sem að voru heiðraðir í fórnarathöfnum voru í raun og veru ekki til, þá var í lagi að borða kjötið sem að var fórnað og taka þátt í hátíðum í musterum.  Slíkar kúltískar máltíðir fólu í sér samfélag við guðina. Páll sá þetta ósamrýmanlegt við samfélag trúaðra sem var deilt í máltíð drottins og sem áhrif, skurðgoðadýrkun.  

Breytt tengsl við Pál! 

Þegar samkundan í Korintu heyrði langt bréf Páls (1. Kor) lesið upphátt fyrir þau, heyrðu þau rök sem að gerðu lítið úr, jafnvel hafnaði hrifningu þeirra á viskunni, andlegri stöðu, gjöfum og frelsi. Fjarri því að sannfærast af rökum hans, urðu að einhverju leyti sumir í samkundunni frekar gagnrýnari á hann en áður.  

Ein persóna sérstaklega virðist hafa tekið leiðtogahlutverkið í að vera gegn Páli (2. Kor. 1.23-2.11). Eftir að hafa fengið fréttir af ástandinu, hugsanlega í gegnum Tímóteus (1. Kor. 16.12), þá kom Páll til Korintu. Seinni heimsókn hans, sem hann kallaði síðar sársaukafulla heimsókn, braust út í ágreiningi milli postulans og samkundunnar (2. Kor. 2.1-3, 12.21; 13.2). Á einhverjum tíma eftir það fékk samfélagið í Korintu annað bréf frá Páli, kalla bréf táranna (2. Kor. 2.4; 9; 7.8; 12). En það var örvæntingarfull vörn hans fyrir hlutverki sínu sem postuli, bréf sem að fræðimenn álíta að sé í 2. Kor. 10-13.   

Sumir Korintubúar höfnuðu jafnvel kennivaldi Páls vegna keppinauta sem að pössuðu betur inn í hugmyndir þeirra um það hvernig postuli ætti að vera. Ef við metum út frá vörn Páls á eigin hlutverki, virðist sem að aðrir postular hafi komið til Korintu eftir sársaukafulla heimsókn hans (2. Kor. 11.22-23). Skilaboð þeirra og prógramm var ólíkt því sem að Páll var með, þannig að hann gat ásakað þá um að hafa komið með annan Jesús, annan anda, annað guðspjall (11.4-5; 4.2). Þeir áttu heldur ekki í vandræðum með að þiggja fjárhagslegan stuðning frá Korintubúum.  

Gegnum þennan langa ágreining Páls, þá hafði samkundan í Korintu fengið heimsókn frá samverkamönnum Páls, fyrst Tímóteusi og síðar Títusi. Gegn miðlun Títusar, virðist sem að samkundan hafi á endanum sæst við Pál sem var fyrsti trúboðinn í Korintu og hafði barist við að ná velþóknun þeirra. Páll talar um að með eftirsjá og sorg hafi þeir iðrast og hann fyrirgefið þeim. Hann hvetur þá einnig til að útvíkka fyrirgefninguna til þess sem að olli vandræðunum, en þeir voru að refsa honum.  

Eftir Pál! 

Við missum af því sem að gerist í Korintu í tvær kynslóðir sem að á eftir fylgja þeim árum sem að ókyrrðin ríkti! Á einhverjum tímapunkti á þeim tíma, þá var bréfum Páls safnað í safn og hringsólaði það á samkundum í Grikklandi og litlu Asíu, jafnvel víðar. Áhrifin hafa verið að þrýsta kennivaldi hans inni í almennt líf samfélaganna, þar með talið samfélagið í Korintu. Lærisveinar Páls skrifuðu einnig bréfin til Kolossómanna og til Efesus manna og enn síðar Hirðisbréfin og 1 og 2 Tím og Títusarbréf.  

Þessi bréf gefa til kynna íhaldsama tilhneigingu til að móta félagsleg tengsl innan samkundunnar á því munstri sem að mótaði grunninn að hinni rómversku heimsvaldsreglu. Þau krefjast þess að hin karlveldis þrælaeigandi fjölskylda sé nú grunnurinn að samkundum Krists um leið og hin stigveldislega regla. Konur eiga að hlýða eiginmönnum sínum og þrælar eigendum sínum. Konur eins og þær í Korintu geta vel verið þær sem að hin detuero pálínska hefð er að reyna að ná stjórn á. Það er staðreynd að á þessum tíma voru karlmenn að koma konum úr flestum leiðtogastöðum innan samkundnanna.  

Það er einnig til minna íhaldsöm lína í þróuninni frá Páli. En  það er að finna í hinum ókanónísku bókmenntum eins og í sögu Páls og Theklu. Thekla er persóna sem að ögrar hefðbundnu hlutverki kvenna og heldur áfram hlutverki kvenna eins og Prisku og Föbe og annarra korintískra kvenna.  Við fáum innsýn í annan ágreining í ekklesíunni í Korintu við enda fyrstu aldarinnar gegnum bréf sem að heitir 1. Klemensarbréf. Þar er talað um öldunga sem eru ekki aðeins höfuð heimilis síns heldur prestar samkundunnar sem að hafa verið leystir frá embættum sínum.

Samkundan hafði verið leidd af óformlegum karismatískum leiðtogum postula, spámanna og kennara, en hafði nú þróast í formlegri embætti þeirra sem að fylgdust með og presta. Sá skilningur var uppi að þeir höfði fengið vald sitt frá Kristi með ábendingu frá postulunum.  Embættismennirnir í Róm sendu bréf til að vara samkunduna í Korintu við að þau voru að skapa hættu fyrir þau sjálf svo lengi sem að fréttir um uppreisn þeirra myndu ná til þeirra sem voru fyrir utan og til þeirra sem að voru í öðrum samkundum Krists.  

Í bréfinu er krafist undirgefni við hina heimsvaldslegu reglu og að beðið sé fyrir hlýðni gagnvart þeim sem að ríkja og stjórna.  Ásamt því að hlýða hinni heimsvaldslegu reglu, þá þrýsti þetta bréf Rómverjanna til Korintu á að setja samfélagið þeirra og fjölskyldu líf undir ríkjandi félagslega reglu. Þetta inngrip rómversku kirkjunnar í málefni Korintu er grundvallað á aðgerðum rómverska þingsins og keisarans. Bréfið talar fyrir hlýðni gagnvart embættismönnum samkundunnar og undirgefni gagnvart félagslega ríkjandi stigveldi ríkis og samfélags. Friður og samlyndi þýddi undirgefni á móti því sem að Páll hafði talað um einingu í fjölbreytileika. Undirgefni kvenna var sett fram sem hið fullkomna án gagnkvæmra skyldna eiginmanna og feðra eins og við sjáum í deutero-pálínsku hefðinni. 

Við höfum enga hugmynd, nákvæmlega hvernig Korintubúarnir brugðust við þessu bréfi embættismanna rómversku kirkjunnar. 70 árum síðar skrifaði Dionysus í Korintu bréf til rómversku kirkjunnar að bréfið þeirra (1. Klemens) væri lesið upphátt á samkomum reglulega til að fá leiðbeiningar. Undir slíkum þrýstingi þá voru Korintubúarnir að aðlaga stöðu sína að hinni rómverski heimsvaldsreglu.  

En við vitum það ekki fyrir víst. Þrátt fyrir allt, þá áttu Korintubúarnir arf um sjálfstæðan anda og ögrun gagnvart utanaðkomandi valdapersónum. Það er vegna þess að fólk hlýðir ekki alltaf þeim sem fara með völdin, að valdapersónurnar skrifa bréf til að kalla eftir hlýðni!!

Nú ætla ég að reyna að fara bloggrúnt, þegar maður dettur út af bloggi einn dag, þá er margt að vinna upp.....þið eruð of dugleg að blogga gott fólk CoolWizard!

blessíbili!

   

 


Karpað í Korintu V. hluti!

imagesÞað er búið að vera svo mikið að gera í samfélagslífinu hjá minni að ég bara hef ekki haft tíma til að sinna þessu bloggi sem skildi Pinch!

Ég var á útgáfuhófi í gær vegna útkomu predikunarsafns tengdaföður mín sr. Bolla Gústavssonar (sjá fyrri færslu) og síðan var haldið á grillið á Hótel Sögu og þar voru öll systkini mannsins míns, Bolla Péturs ásamt móður hans og mökum. Við borðuðum mat sem að var listaverk og höfðum það afskaplega gott!

Í morgun var svo brunch í tilefni afmælis tengdaföður míns en hann er 72 ára í dag og voru þar allir saman komnir og mikið borðað, hlegið og spjallað.

Í kvöld er svo sextugs afmæli móðursystur minnar og verður það án efa mikið fjör ef ég þekki móður fjölskyldu mína rétt Wizard!

En ég skil ekki við ykkur án þess að kíkja aðeins áfram inn í Korintu. Við skulum sjá hvað verið er að bralla þar!

Viska, andlegar gjafir og andlegt fólk. 

Sá ágreiningur sem að tekist er á við í 1. Kor. 1.10-4.21 er beint tengdur því að sumir Korintubúanna tengdust beint ákveðnum postulum, sérstaklega Appóllosi og Páli sjálfum. Þessi mál voru einnig nátengd hrifningu um dulspekilega visku (sophia), ef að dæmt er frá harðri árás Páls í 1. Kor. 1.17-25. Byggt á þessari visku þá sögðust sumir Korintubúanna að þeir hefðu ekki aðeins mælskusnilld heldur einnig upphafna stöðu sem “vitrir” og “valdamiklir”, “konungbornir”, “ríkir”, “heiðraðir”, “sterkir” og “konunglegir” (1.26; 4.8.-10.) 

Sem áframhaldandi óvirtir leysingjar í hinu ytra samfélagi, þá hefur þetta fólk mjög líklega verið langeygt eftir virðingarstöðu innan síns félagslega ramma. Hver sem staða þeirra var fyrir utan samfélagið, þá höfðu þau núna háa andlega stöðu gegnum viskuna sem að kennd var í samfélaginu.  

 Þessi korintíska upphafna andlega staða var einnig tengd reynslu þeirra af andanum. Krafa Páls um að hina sönnu visku sé að finna í krossi Krists (1.Kor. 1.24-25) virðist vera tilraun til að svara því hve Korintubúarnir voru uppteknir af að “túlka” andlega hluti til þeirra sem eru “andlegir” (1. Kor. 2.13.). 

 Í því trúboði sem að var leitt af Páli og öðrum, þá var andinn alltaf skilinn sem andlegur kraftur sem var móttekinn hjá einstaklingum sem að létu skírast en það var innvígsluathöfn inn í samfélagið. Hinir andlegu Korintubúar virðast hafa upplifað skírnina meira sem persónulega gáfu með valdi og visku, ef við dæmum út frá skyndilegri vörn Páls yfir að hafa skírt einhverja af Korintubúunum (1. Kor. 12.4.13).  

Svo virðist sem að spámennska og tungutal hafi verið þær tvær gjafir sem að voru eftirsóttastar í Korintu. Sú hin vinsælasta virðist hafa verið að tala tungum en það var óskiljanlegt ræða. Það að tala tungum má hafa verið lík opinberunar spádómum í hellenistískum trúarbrögðum og jafnvel líkt því sem að Philon lýsir sem ekstatískum spádómum.  

Í þeim texta sem að valin er til þýðingar í flestum útgáfum Nt, þá lýsir Páll því yfir afdráttarlaust að konur eigi að þegja á safnaðarsamkomum, það er, þær eiga ekki yfir höfuð að spá (1. Kor. 14.34-5). Það er  skekkja í grískum handritum á þessu versi og frekari efasemdir um að Páll hafi í raun skrifað þessi vers og frekari efasemdir um að Páll hafi líka skrifað versin í 1. Kor. 11.3-16, sem að fjalla um konur sem spá. Ef að Páll skrifaði þessi orð í raun og veru, þá gefa þau til kynna að konur voru sérstaklega virkar meðal Korintubúanna sem voru hrifnir af hinum andlegu gjöfum spámennsku og tungutals.  Þetta á vel við texta frá hinum forna miðjarðarhafsheimi almennt sem að sýnir konur oftar en karlmenn, frá sér numdar (ecstatics). 

Fyrir konur í ekklesíunni, jafnt sem þræla og aðra sem höfðu jaðar félagslega stöðu, þá hafði sú viska og það vald sem kom með því að vera fyllt andanum þau áhrif að það leyfði þeim að umbreyta hefðbundnum kynferðislegum og trúarlegum gildum sem voru tæki stjórnunar í hinum heimsvaldlega samfélagi.  Í gegnum andlega handanveru sem kom í gegnum skírnina, upplifði fólkið umbreytingu frá stöðu vanvirðingar og niðurlægingar yfir í upphafna andlega stöðu.  

Hafið það gott í kvöld og ekki skemmta ykkur betur en ég, þá fer ég í fýlu fram að jólum Tounge.


Karpað í Korintu IV hluti!

Korinta2Nú er ég búin að hlaupa smá og búin að setja í eins og eina þvottavél og þá er komin tími til að halda aftur til Korintu og sjá hvað fólk er að bralla þar!

Uppruni og stofnanagerving. 

Ekklesía er hugtak sem að notað var um staðbundið samfélag á stöðum eins og í Korintu, en einnig um hreyfinguna sem heild. Þýðingin sem að er yfirleitt notuð, kirkja gefur ekki til kynna alla merkingu orðsins. Í fornum grískum borgum þá var ekklesían pólitískt hugtak, átti við ríkjandi samkundu frjálsra borgara í hinni grísku “polis” eða borg. Í hinu heimsvaldslega samhengi fyrstu aldarinnar eftir Krist þá var þetta hugtak notað af ýmsum hópum sem tilvísun í samkundu þar sem fólk kom saman. Í grískum þýðingum á ritum Ísrael, þá er þetta orð notað yfir samkundurnar í staðbundnum þorpum (kallað einnig synagógur), eða heildar samkundur allra Ísraelítanna. Seinni notkunin hjálpar til við að útskýra hvernig samkundan gat átt við bæði staðbundið samfélag og allrar hreyfingarinnar sem um var að ræða. Korintubúar hafa líklega skilið þetta sem hliðstæðu við og jafnvel sem staðgengil samkundunnar í hinni grísku borg, þar sem að fyrrum vald hennar hafði verið skipt út fyrir hið aristókratíska borgarráð undir rómverskri stjórn. (121)

 Þátttaka og einkenni. Þrælar munu líklega hafa laðast að samfélagi þar sem grundvöllur skírnarinnar mun hafa verið afnám aðgreiningar milli þræla og frjálsra, sjá einnig 1. Kor. 7.21. Seinni tíma heimildir benda til þess að samkundur á hinu forna pálínska trúboðssvæði hafi keypt meðlimi úr þrældómi með samfélagsfé sem að var aflað (sjá bréf Ignatíusar til Pólýkarps).  Í fornöld, miklu meira en í dag var fólk skilgreint út frá stöðu sinni í hinni félagslegu reglu og út frá þeim félagslega hópi sem það tilheyrði. Flest fólk var mótað af þjóðernislegum og félagslegum arfi sem að það var fætt inn í.  

Fólkið sem að gekk inn í hina nýju samkundu heilagra í Korintu hafði nú þegar menningarleg einkenni sem var grundvallandi. Það voru einkenni sem að höfðu verið félagsgerð í uppeldi fólksins. Trúskiptin og þróunin á nýrri félags-trúarlegri hreyfingu mun hafa falið í sér ferli annars stigs félagsgervingar og endur-félagsgervingu. Þessi nýju einkenni voru lögð yfir það félagslega einkenni sem að var til fyrir. Jafnvel þó að hin trúuðu tóku á sig nýja persónu í samfélagi Krists, héldu þau áfram að starfa á hinu opinbera sviði og inni á heimilinu í samræmi við áður ákvarðað félagslegt hlutverk.  Það kemur því ekki á óvart að það hafi verið alvarlegur ágreiningur innan hinnar nýju samkundu í Korintu jafnt sem milli sumra meðlima hennar. 

Ágreiningur á samkundunni. 

Samkundurnar fólu í sér til viðbótar við máltíð Drottins, farið með sálma, kennsla, spádómar, opinberanir og túlkanir, 1. Kor. 14.26. Svo virðist sem að ólíkt samkundunum í Þessalónikku og Filippí að þá hafi samkundan í Korintu ekki upplifað mikil átök við ytri heiminn. Aftur á móti reis upp ágreiningur innan samkundunnar í Korintu og milli einhverra af meðlimunum og Páls. Á einhverjum tímapunkti eftir að Apóllos hafði kennt í Korintu, skrifaði samkundan Páli bréf um ákveðin mál sem höfðu komið upp.  Hægt er að lesa á milli línanna, inn í þessi álitamál með því að lesa gagnrýnið milli línanna.  

Enn meira síðar, meira í dag enn í gær!

 


Karpað í Korintu III. hluti!

imagesOg áfram höldum við þar sem frá var horfið án þess að líta til baka eða horfa of langt fram á veginn Cool!

Rómarveldi.  

Hin forna borg Korinta var eyðilögð af rómverskum hersveitum 146 f.kr. Hún síðar stofnuð aftur sem rómversk nýlenda af Júlíusi Sesar 44. f.kr. Eftir að sonur Júlíusar Sesar, Oktavíus sigraði andstæðing hans Markús Antóníus í baráttunni við Actium, það varð rómverski keisara költinn miðlægari í Korintu eins og í öðrum borgum hins rómverska keisaraveldis.(117). 

Byggingarnar, viðhald þeirra og fórnir sem fóru fram í keisaratrúarreglunni voru styrktar af auðugri elítunni sem starfaði einnig sem prestar hennar. Tilgangur þeirra var að ala á tilfinningu varðandi samloðun yfir stéttarmörkin og þá tilfinningu að tilheyra rómversku keisarareglunni með því að hafa með fólk úr hverri stétt í fórnarathöfnum og hátíðum umhverfis borgina. (118). 

Sú tilgáta hefur verið uppi að eina skiptið sem að margir borðuðu kjöt var á árlegri hátíð sem að tileinkuð var keisaranum. Þar sem að ólæst, venjulegt fólk skildi ekki eftir sig skrifaðar heimildir, að þá vitum við ekki hver viðhorf þeirra kunna að hafa verið.(118). 

Hin stjórnmálafræðilega og efnahagslega uppbygging í Korintu mun líklega hafa verið í samræmi við rómverska heimsveldið í heild. Rómverskir félagssögufræðingar hafi fundið það út að hið rómverska heimsveldis samfélag fól í sér stórt gap milli hins örsmáa hluta ríkjandi yfirstéttar og svo afganginn af fólkinu. Mjög ríkur minnihluti, minna en 3% sem bjó við alsnægtir í borgunum átti mest af framleiðslulandinu sem síðan byggði grunninn undir auð þeirra og veldi. Stórkaupmenn, kaupmenn, iðnaðarmenn og einhverjir hermenn voru ca. 7 % af heildar fjöldanum. Þau 90 % sem að eftir eru, lifðu við eða undir uppihaldsmörkum. Þannig að flestir í Rómarveldi voru fátækir, lifðu rétt yfir, við eða rétt undir uppihaldsmörkunum.(119)

 Undir hinni rómversku reglu höfðu samkundur frjálsra borgara misst áhrif sín í borgarmálunum þar sem að valdinu var komið fyrir í borgarráðum ríkrar yfirstéttar sem Rómverjarnir treystu til að viðhalda hinni keisaralegu reglu. Í nýrri og útvíkkaðri rómverskri Korintu samanstóð íbúafjöldinn af nýbúum í borginni frekar en innfæddum Korintubúum með rætur í infæddum menningarlegum hefðum. Nærvera þessa fólks af ýmsum þjóðernislegum og menningarlegum uppruna gæti hafa lagt til tilfinningu félagslegs rótleysis og skort á hefðbundinni menningarlegri stefnumörkun meðal fólksins í borginni.(119) 

Aðgreining milli frjálsra og þræla, mun hafa verið mikilvæg á félagslega sviðinu í Korintu, bæði beint og óbeint. Rómverska keisaraveldið var þrælasamfélag. Þrælar voru svo ódýrir að þrælaeign fór langt niður samfélagsskalann. Það er áætlað að í heimsveldissamfélaginu hafi þrælar verið um það bil 1/3 að íbúafjöldanum og annar þriðjungur var fólks sem að hafði hlotið frelsi. Þrælar voru lifandi verkfæri, ekki persónur, með engin lagaleg réttindi og að eilífu merktir sem óvirðulegir. Á meðan sumir þrælar höfðu það betra en aðrir, þá voru allir þrælar á jaðrinum og höfðu upplifað það sem að Orlando Patterson kalla “félagslegur dauði” í tengslum við fjölskyldu, samfélagið og menningarleg einkenni uppruna þeirra. Til viðbótar við það að vera samfélagslega óvirtir, þá voru þrælar reglulega settir undir líkamlegar og kynferðislegar meiðingar. (120) Við getum á engan hátt áætlað fjölda þræla í Korintu. (120). 

Mikill fjöldi íbúa í Korintu voru fyrrum þrælar og afkomendur þræla. Í rómversku samfélagi voru leysingjar áfram litnir hornauga vegna þjónandi bakgrunns síns. Afkomendur þræla voru ennþá óvirðulegt fólk. (120)

Árið 44 f. kr þá flutti Júlíus Sesar leysingja inn í nýlenduna ásamt umfram íbúafjölda frá Róm og hermenn.  Þess vegna hefur stór hluti íbúanna í Korintu verið afkomendur leysingja.  Af því að svona margir íbúanna í Korintu hafa verið afkomendur þræla, þá hefur löngunin eftir félagslegri stöðu spilað stórt hlutverk.  

Ég vona að við séum öll enn glöð, með á nótunum og séum ekki drepast úr leiðindum Sick!

Bless í bili, ég er farin að hlusta á jólalög WizardWhistling!


Karpað í Korintu II. hluti!

imagesHér kemur 2. hluti í framhaldssögunni "karpað í Korintu" og er haldið beint áfram frá því í gær!

Lesið milli línanna! 

Frumheimildir okkar varðandi upplýsingar um uppruna og fyrstu ár samkundunnar í Korintu eru í 1. Korintubréfi og 2. Korintubréfi. Í þessum bréfum er Páll að bregðast við fréttum af  sérstakri þróun eftir að hann yfirgaf Korintu. Í því fólust einnig átök sem að risu innan samkundunnar og milli einhverra af meðlimum hennar og Páls. Í mótun raka sinna, gefur Páll miklar upplýsingar varðandi sjónarhorn þeirra og iðju. Lykilhugtökin, orðin og þemun í þessum bréfum eru aðgreinandi ólík þeim sem að Páll notar í öðrum bréfum sínum. Við vitum ekki hvernig hin trúuðu í Korintu sjálf, brugðust við lestri bréfa Páls á sameinaðri samkomunni, en það er ljóst að ákveðin sjónarhorn og iðjur í samfélaginu voru ekki í samræmi við væntingar Páls. Þar sem að mælskufræði Páls útvegar okkur bæði uppsprettu þekkingar okkar um Korintubúa og mótar skynjun okkar á þeim, þá verðum við að lesa gagnrýnið milli línanna og gegn hefðinni. (116). 

Hinar Korintísku bréfaskriftir innhalda í raun nokkur bréf í áframhaldandi samskiptum milli Páls og hinna trúuðu í Korintu. Páll hafði ritað bréf áður til samkundunnar (1. Kor. 5.9), þannig að bréfið sem að við þekkjum sem 1. Korintubréf er í raun 2. Korintubréf. 2. Korintubréf er talið innihalda tvö eða fleiri bréf sem að Páll skrifaði hvert á fætur öðru. Hin ýmsu rök í 1. Korintubréfi og hlutar í 2. Korintubréfi getum við notað til að endurskapa bæði innri þróun í Ekklesiunni (kirkjunni) og samband Páls við meðlimi hennar, sem að urðu nokkuð þvinguð.(116). 

Textinn í 1. Kor. 1.10-4.21 vísar til frétta sem að komu frá heimilismönnum Klóe um aðgreiningu í samkundunni. Ein ástæða ágreiningsins getur verið persónulegs eðlis eða tengsl heimilishalds við Appollós og Pál. Í 1. Korintubréf 5. kafla ávarpar Páll umburðalyndi samkundunnar gagnvart manni sem býr með fyrrum eiginkonu föður síns. 6.1-12 tekst hann á við innri samfélagslegan ágreining og það að fara með hann til borgaralegra dómstóla. Það er ljóst út frá 1. Kor. 7.1 að Páll er að svara bréfi frá Korintubúum varðandi það að halda sig frá kynferðislegum tengslum í hjónabandi. Textinn í 1. Kor. 8.1-11.1 einblínir á fórnarkjöt, kaflar 12-14 á andlegar gjafir, 16.1-4 um safnanir fyrir dýrlinga í Jerúsalem og 16.12 um Apollós. Í 11.17-34 mótmælir Páll hvernig Korintubúar eru að fylgjast með máltíð Drottins og í kafla 15 svarar hann afneitun sumra á upprisunni.(116-117). 

Ákveðin ný álitamál koma fram í dagsljósið eða í 2. Korintubréfi. Sársaukafull heimsókn er nefnd í 2. Kor. 2.1-3 sem hefur þær afleiðingar að frekari beiskja myndast milli meðlima samfélagsins og Páls. Einhverjir postular sem eru samkeppnisaðilar  koma inn í myndina, en Páll vísar til þeirra sem ofur-postula og hann setur fram þjakandi vörn fyrir sinn eigin postuladóm í 2. Kor. 10-13 og nefnir “bréf táranna” í 2. Kor. 2.4. 2. Kor 1-7 bendir til að einhvers konar sáttargjörð hafi átt sér stað milli Páls og Korintubúa, hugsanlega nauðsynlegt fyrir þau plön að ljúka söfnuninni fyrir Jerúsalem sem að er talað um í 2. Kor. 8-9.(117). 

Upplýsingar um lífið í Korintuborg, í því samhengi sem að samkundan þróaðist er hægt að rýna í frá fornleifafræðilegum rannsóknum en einnig grískum og latneskum textum. Bréfið sem að þekkt er sem 1. Klemensarbréf gefur einnig smá innsýn frekar inni í átökin í korintísku samkundunni alveg fram að lokum fyrstu aldarinnar, 2 kynslóðum eftir upphaf hennar. (117).

Meira síðar, vonandi skemmtið þið ykkur vel, ég er alla vega í stuði með Guði og í botni með Drottni Halo!

Þar til síðar!  

 


Karpað í Korintu!

Kórinta Nú er komið að yfirliti yfir afa fróðlega grein að eigin mati að sjálfsögðu (geri alltaf ráð fyrir að öllum finnist það sama skemmtilegt og mér Wizard). Þessi grein fjallar um sögu fólksins í Korintu og átök sem að áttu sér stað milli ákveðinna safnaðarmeðlima í hinum frumkristna söfnuði í Korintu og Páls.

Þessi grein er eftir mann að nafni Ray Pickett og birtist hún í bókinni "A Peoples History Of Christianity. Vol. 1. Christian Origins".

Hér á eftir fylgir útdráttur úr þessari grein, en ég birti hana í pörtum af því að ég trúi því að fólk hafi ekki þolinmæði í langan texta. Þannig að þetta kemur inn á næstu dögum skref fyrir skref. Svona framhaldssaga vikunnar Halo!

Þess má geta að titill færslunnar er tekin að láni frá bloggvinkonu minni krossgátu en hún kom með afar góðar tillögur að titlum á þessari væntanlegu færslu minni um Korintu og mér fannst þær svo góðar margar að ég notast við þær hér , takk krossgáta Smile!

Annað sem að ég vil taka fram er að umræða um þessa færslu mun einskorðast við fólk með útstæð eyru, of stuttan hægrifót, stutta putta og feita litlu tá! Vegna viðkvæmni umræðunnar er ekki í boði fyrir aðra að taka þátt Tounge!

Njótið nú vel, enda of skemmtilegt efni um að ræða Police!

Málefnin í hinum elstu samfélögum Krists-trúaðra í Korintu voru augljóslega flóknari og átakameiri en hin fegraða mynd af frumkristnum samfélögum í Jerúsalem. En sú mynd var gefin af þeim, að fólk var sýnt brjótandi brauð saman með glöðu og örlátu hjarta (Post. 2.43-46).113. Á þeim tveimur áratugum sem að liðu frá því að Jesús boðaði í Galíleu og krossfestingunni fram að uppreisninni gegn rómverska keisaraveldinu, spruttu upp samfélög fylgismanna hans umhverfis Miðjarðarhafið. Við miðju þess var samkundan í Jerúsalem sem var stýrt af lærisveininum Pétri og síðar Jakobi bróður Jesú. Samfélög og hreyfingar festu rætur í þorpum og bæjum í Palestínu og Sýrlandi, til dæmis Damascus.(113).

Postulinn Páll og samverkamenn hans settu á stofn samfélög Krists-trúaðra í sveitum Galatíu, í hinum makedónsku borgum Filippí og Þessalónikku og í hinum grísku borgum, Korintu og Efesus. Þó að það séu bréf Páls og arfleifð sem að lifa og sem að fengu kennivaldið í mótun kristindómsins, þá voru aðrir postular og túlkanir á guðspjallinu sem að kepptu um athyglina og hollustu hinna allra fyrstu trúuðu.(113). Sú eina af þessum samkomum sem að við getum rakið frá elstu söguna, er sú í Korintu. Það er vegna þess að mikil átök þróuðust innan samfélagsins og milli meðlima þess og Páls.(114).  

Bréfið segir söguna af erfiðum tilraunum Páls til að móta viðhorf og athafnir hinna trúuðu sem ekki aðeins brugðu út af og voru á móti kenningum hans, heldur settu einnig spurningamerki við trúverðugleik Páls vegna þess, eins og þeir orðuðu það sjálfir: “Sjálfur er hann lítill fyrir mann að sjá og enginn tekur mark á ræðu hans (II. Kor. 10.10)”. Skynjun þeirra var fjarlægt hróp frá hinum fegraða Páli seinni kynslóða sem varð fyrirmyndar guðfræðingur hjálpræði trúarinnar.(114).

Hin kanóníska staða bréfa Páls lét í það skína síðar að meðlimir þeirra kirkna sem að hann stofnaði hefðu um leið samþykkt allt sem að hann skrifaði, sem grundvöll trúar þeirra, heimsmyndar og samfélags lífsins. Það er því gert ráð fyrir að bréfin hans leggi til glugga beint inn í það sem að einhvern veginn stökk inn í tilveruna sem pálínskur kristindómur. (114).  

Aftur á móti með því að lesa gagnrýnið bréfaskriftirnar í Korintu, þá koma þær upp um samfélag sem að fæddist í baráttu og átökum þar sem að meðlimir samkomunnar sóttust eftir ólíkum sjónarhornum og athöfnum. (114).  

Þessi saga fólksins sem voru hluti af samkomum Krists í Korintu snýr sjónarhorninu frá Páli að átrúnaði og iðju Korintubúa. Við erum því ekki lengur með áhugann á Páli beint og enn minna á guðfræði hans. Frekar höfum við áhuga á fólkinu sem að hann átti samskipti við í sérstökum borgum, hverju þau trúðu, hvernig þau tengdust og brugðust við trúboði Páls og samverkamanna hans og hvernig þau erfiðuðu við að móta styðjandi samfélög oftar en ekki í fjandsamlegum pólitískum aðstæðum. Sögulega hafa bréf Páls verið notuð fyrst og fremst sem grunnur til að endurmóta guðfræði hans, sem að hefur leitt af sér túlkun á mælskufræðinni á grundvelli guðfræðilegra hugtaka sem eru lesin frá samtímanum aftur að tíma Páls.(115). 

En bréf Páls hafa haft svo gríðarleg áhrif á sögu kristindómsins að það er erfitt að gefa rödd hans og sjónarhorni ekki forréttindi þegar þau eru lesin.(115).

Bless í bilinu, framhald á morgun Wizard! 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 66323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband