Færsluflokkur: Dægurmál

Tvær ástæður fyrir því að ég get ekki búið í Afríku!

P1010307P1010337Eflaust finnst einhverjum þessi dýr vera pínöts en ekki henni mér. Ég er annars eins og sést af þessum myndum búin að endurheimta Afrikufarann heim á ný. Mig langaði einhvern veginn ekki að blogga um kreppu og banka og allt það Það er einfaldlega of mikil óreiða í hausnum á mér vegna alls þess sem á hefur dunið. Ég held að mín kynslóð þurfi svolítið að skoða málin alveg upp á nýtt enda þekkjum við almennt ekki annað en góðærið síðastliðinna ára. Frjálst aðengi að lánsfé, visa rað, bílalán, yfirdráttarheimildir, myntkörfulán og stanslausa veislu. Við erum innlit/útli kynslóðin sem kom í sjónvarpið og sýndi nýuppgerðar íbúðir og rándýra hönnun og ég veit ekki hvað og hvað. Mér hefur alltaf fundist gaman í veislum og en mér leiðast timburmenn og vill forðast þá eins og heitastan eldinn! Eitthvað held ég nú að timburmennirnir sem núna dynja á verði óumflúnir. Mín kynslóð kann held ég lítið á kreppur og þess vegna vil ég bara núna sitja á hliðarlínunni og fylgjast með. Ég finn með öllu því fólki sem er að tapa og missa vinnuna, þetta er held ég eitthvað sem er að gerast í öllu okkar nærumhverfi og engin er ósnortinn af þessu. Kannski syrgi ég líka innst inni blekkinguna og veisluna......kannski langaði mig til að trúa að allt þetta gæti gengið alveg hindrunarlaust! Eins og ég sagði að þá er allt í óreiðu í hausnum á mér og það kemur hér fram í sundurlausri færslu!
 
En ég verð alla vega á Íslandi áfram......ekki í Afriku, það var svona puntkurinn neð færslunni LoLCool!
 
blessíbilinu!

Hux

Ég hef ekki þolinmæði eða löngun í að lesa fleiri bölmóðsfréttir!! Eftir að hafa hlustað stanslaust í gær á neikvæðar fréttir alveg frá morgni til kvölds og síðan byrjar þetta aftur nú í morgunsárið, að þá er ég á því að ég veri pottþétt farin að bryðja töflur til að létta geðið innan tíðar ef það fer ekki eitthvað að rofa til eða þá að fréttamenn finni eitthvað skemmtilegt að segja frá.

Það er ekki nóg að allt sé á vonarvöl heldur er stefnir í að öll olía í landinu klárist og ofan á allt er komin hálka og ég á sléttum sumardekkjum. Það er sem sagt ekki eitt....það er allt W00t!

Ég er að huxa um að horfa á Disney myndir í allan dag og bíða eftir að það hlýni svo ég komist í matarbúð að kaupa slátur og mér sem finnst slátur vont LoLShocking! Held að hlutirnir geti ekki verið dapurlegri......farin að horfa á Bangsímon Whistling!

 

 


Þessi fallegi dagur.....

Það má með sanni segja að við hjónin hér á þessu kærleiksheimili í uppsveitum Reykjavíkur, höfum upplifað þennan dag á ólíkan hátt. 
 
Ég hef fylgst með fréttum af bönkum og gengjum alveg stjörf í allan dag, huxandi um kreppur og óræðan tíma fram undan, fór í bónus og birgði mig upp af þrjátíu króna núðlum á milli þess sem ég las um þróun samfélagsins að baki Jóhannesarguðspjalli.
 
Í öllu þessu fári barst mér sms frá ferðlangi heimilisins (húsbandið Heart) sem er á áður ókönnuðum slóðum Afriku Cool, þar sem hann lýsti fyrir mér atburðum dagsins, en það hljóðar svo: "Fékk kók hjá norskri kristniboðsfjölskyldu. Biskupinn býður okkur heim á morgun, Hann er búinn að slátra geit. Fleiri minjagripir verða verslaðir á morgun"
 
Eftir allt argþras dagsins langaði mig líka að vera í Afriku og drekka norskt kristniboðs kók og borða geit LoL!
 
Sofiði rótt og vonandi dreymir okkur betri tíma með blóm í haga Heart!

Búhú færsla!

Mér finnst einvern veginn kominn tími á eina góða Búhú færslu. Það eru nokkrar ástæður fyrir henni....sko:
 
Húsband flaug til Kenýja í gær, sem er ágætt að öllu leyti, eiginlega bara. Ég hef átt nokkrar stórkostlega dramatískar stundir þegar hann hefur yfirgefið klakann. Hann hefur nú ekki farið oft, en þó nokkrum sinnum. Ég minnist þess helst þegar hann fór fyrir 6 árum síðan til Minneapolis í eina viku. Þá var ég ófrísk af Möttulíusi og átti einhverjar sex vikur eftir þegar hann fór. Ég gat ekki á heilli mér tekið þegar hann fór, veit ekki hvort það voru hormónar vegna langt genginnar óléttu en ég byrjaði að grenja áður en hann fór og ég grenjaði alla vikuna, ég var bara svo viss um að hann myndi ekki koma aftur heim. En hann kom og ég tók gleði mína á ný, eignaðist barnið og tóm gleði bara (þangað til hún fékk magakrampa sem endist í góða þrjá mánuði W00t
 
Núna er ég bara róleg, hef ekki úthellt einu tári og bíst við að ég sé að þroskast enda komin langt á fertugsaldur og stórar stelpur gráta ekki. Þetta er þó lengsti tími sem hann hefur verið í burtu á okkar tíu árum saman og ég er svona pínu dauf í dálkinn og finnst þetta pínu langt enda margt að gera á stóru heimili og ég þarf að hagræða í rekstri Wink til að allt skipulagið smelli saman, en ég ber mig ávallt og iðulega vel og læt ekki bugast fyrr en feita konan hefur sungið!! 
 
Hin ástæða búhúsins er sú að ég verð að minnka bloggveru mína umtalsvert næstu vikurnar. Nú er ég að skrifa og lesa og skrifa og lesa og er búin að setja mig í stórt straff á hinum ýmsustu sviðum sem fela í sér skemmtanagildi. Engin skemmtun fyrir Sunnu, fyrr en hún er komin af stað aftur með ritgerðina!! Og þannig að ég verði farin að sjá árangur. Þetta þýðir ekkert hangs á netinu enda viðurkenni ég að ég er versti bloggfíkill og er stundum klukkutímum saman hangandi á feisbúkk og blogginu. Ég vona að þið séuð ekki núna farin að gráta með mér af því að sorgarstuðull færslunnar er orðin yfirþyrmandi Cool, en þetta eru nauðsynlegar aðgerðir til þess að ég druslist nú til að klára þetta nám. Ég fæ víst ekki háskólagráðu út á blogg! En það er óþarfi að grípa strax til aðgerða eins og að henda mér út af bloggvinalistum, ég mun koma aftur og kíkja hér inn öðru hvoru og jafnvel ef ég les einhverja stórkostlega guðfræðikenningu, þá hendi ég henni hér inn...öðrum til ánægju og yndisauka!
 
Þriðja ástæða búhúsins er ekki prenthæf og tengist skapgerðarbrestum mínum og ég segi að ég er í feitri fýlu út af þessari ástæðu! Jamm og já og fuss og svei Devil
 
Ég vona að þið munið öll hafa það gott og vera góð hvert við annað, annars er mér að mæta...
 
Bestu kveðjur tili ykkar allra
 
Sunnasemeraðreynaaðlosnaviðritgerðarkrísumeðþvíaðgeraeitthvaðíþví LoLHeart!
 
 
 
 
 

Afrek gærdagsins!

Afrek gærdagsins eru þessi:
 
  1. Fór í Bónus (sem er mitt annað lögheimili, hver elskar ekki Bónus Cool
  2. Bakaði Vöfflur LoL (át tvær með hlassi af rjóma og sultu Grin)
  3. Setti í eina þvottavél (Svartan þvott ef einhver var að velta því fyrir sér Whistling)
  4. Horfði á fyrstu fimm þættina af Klovn sem var að koma út með íslenskum texta (Þeir gera líf mitt svo miklu skemmtilegra Wizard)
  5. Bjó til heimatilbúna Pizzu (Var enn svöng þrátt fyrir vöfflur).
  6. Horfði hina fimm þættina af Klovn!
  7. Át með því ítalskan ís Halo.
  8. Sofnaði yfir "Name of the Rose" um 10 leytið Sleeping!
Jamm....át og gláp gera mann alveg dauðuppgefinn, það er algjörlega morgunljóst LoL! Ég veit ekki hvort þessi dagur ber í skauti sér eitthvað stórkostlegt...það verður víst að koma í ljós, ég býst þó við að ég borði aðeins minna. Tjuss...Heart


Hux!

Það er ótrúlegt að sjá umræðu fara gjörsamlega úr böndunum og horfa upp á fullorðið fólk slengja fram marklausum fullyrðingum um heila starfstétt án þess að hafa grænan grun um hvað það er að tala Devil!  Ég býst við að það sé nú eins og endranær ekki þess virði að taka þátt, enda við sem vinnum í kirkjunni eintómir barnaníðingar og böðlar! Stundum vildi ég óska að svona ummæli dæmi sig sjálf, en merkilega eru samt margir til að taka undir svona alveg hikstalaust! 
 
Merkilegt nokk samt að þrátt fyrir allar fullyrðingar um hvað við erum mikið ofbeldisfólk (kirkjan sko), að þá er barnastarf Neskirkju á þessu hausti í miklum vexti og í raun erum við að horfa fram á sprengingu í öllum þáttum vetrarstarfsins hvað varðar skráningu foreldra á börnum sínum í starfið. Ég hef verið að störfum í kirkjunni núna í tvö ár og þetta er þriðji veturinn sem ég vinn í kirkjunni og ég er þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt og ég vona að svona verði þetta áfram. Það sem mér finnst merkilegast af öllu er það að það hafa aldrei verið jafn sterkar gagnrýnisraddir á barnastarf kirkjunnar og nú á síðustu misserum, en samt vex starfið með hverju árinu sem líður. Kannski eru þessar öfgafullu raddir um barnaníð og meint ofbeldi starfsmanna kirkjunnar hreinlega ekki að virka, eða virka alla vega í gagnstæða átt. Alla vega erum við sátt við okkar hlut og erum þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt af foreldrum og fyrir það traust sem ríkir á milli stofnana í vesturbæ 107! 
 
kveðja í bili, 
 
Sunna sem telur sig ekki vera ofbeldismanneskju svona almennt og yfirleitt LoL!

Skólastelpur!

Mattan mín, sem er yngsti fjölskyldumeðlimurinn á heimilinu og verður 6 ára eftir tæpan mánuð var að hefja skólagöngu núna í haust. Systir hennar, Sigrún Hrönn byrjaði um leið í þriðja bekk. Hún skipti m.a. annars um skóla og nú eru þær systur saman í skóla sem er hér rétt hjá. Ég leyfði þeim í fyrsta sinn að ganga sjálfar í skólann í morgun, Sigrún hefur aldrei gengið sjálf enda var gamli skólinn hennar lengra í burtu og Möttulíus var eðli málsins samkvæmt í leikskóla og við foreldrarnir komum henni þangað eldhress í bítið á hverjum morgni Cool. En í morgun fengu þær að ganga fylgdarlaust í skólann í fyrsta sinn. Ég stóð, hálf kvíðin og romsaði stöðugt út mér öllum umferðarreglum sem ég mundi eftir, brýndi fyrir þeirri eldri að leiða þá yngri aftur og aftur og aftur W00t. Þær stóðu bara skælbrosandi, fullar tilhlökkunar að fá loksins að fara sjálfar, enginn beygur í þeim báðum. Síðan fóru þær og ég sat hér hálf óróleg þar til klukkan var 10 mín yfir átta og ég hafði ekki heyrt neitt af þeim, þannig að ég dró þá ályktun að þær hefðu komist klakklaust á leiðarenda. Ekki laust við það að ég hefði andað örlítið léttara Cool!

Eftir þetta fór ég að hugsa hvernig þetta var þegar ég var lítil og ég labbaði allt sjálf og var meira segja farin að taka strætó niður í Laugardalslaug með frænku minni 8 ára gömul........ég veit ekki hvort að það er eitthvað einstaklingsbundið við mig en mér finnst ég einhvern vegin stundum ekki treysta mér til að sleppa af þeim hendinni strax og svo veit ég stundum ekki alveg hvort ég treysti umhverfinu heldur......kannski er hægt að skella skuldinni á breytta tíma, ég var að byrja í skóla ´81 og nú er 2008! Þetta eru alveg 27 ár W00t og það hefur margt breyst. Mér finnst bara svo óþægilegt að vera ekki alltaf til staðar til að passa þær....ætli ég sé ekki ofverndunarsinni þegar kemur að börnunum mínum, það er víst ekkert of gott fyrir þessa eðalbornu grísi hér við hirðina...Halo!

Hér er mynd af tilefnunum á leið skólann InLove: haust 002

 Þangð til næst...Ha´det Heart!

 

 


Tóm gleði í morgunsárið...

eða ekki....ég er ekki að drepast úr jákvæðni á þessum morgni, ég er svo kvefuð og það er ekkert sem fer eins illa í skapið á mér og kvef, endalaus tilfinning að ég sé næstum því að fara að hnerra og svo gerist ekkert, hósti sem skilar engu nema hálfgerðum jarðskjálfta í hvert sinn.....þetta er eitthvað svo tilgangslaust, þ.e.a.s. kvef....og eiginlega bara til óþurftar Devil!
 
Annars er að koma yfir mig pínu nennuleysi aftur, mér finnst allt pínu leiðinlegt...en ég vona að það sé "#$%&/ kvefið! Nú kenni ég því um allt, alltaf gott að hafa eittvhað til að skella skuldinni á Whistling!
 
Annars eru 5 dagar þar til Bolli fer til Kenýa. Hann átti að fara í janúar en þá var allt vitlaust þar og ekki talið öruggt að fara. Núna er það víst eins öruggt og Svalbarði, þannig að það verður stormað af stað á mánudaginn kemur í 18 daga ferð. Þeir segja víst sem þekkja til að það sé lítil hætta á ferðum og ferðamönnum stafi mest hætta af ef að þeir lenda í skotlínu þar sem eru ættbálkadeilur en það er víst mikið um það í Vestur-hluta landsins og þá eru menn að rífast um beljur. Þannig að það er gott að vera ekki mikið á ferli ef beljurifrildi er í sjónmáli. Bolli er síðan búin að fara í alls konar sprautur og nú á hann að fara að taka Malaríulyf og síðan tekur hann Asidophilus líka vegna þess að það fá víst allir í magann að einhverju leyti Shocking! Þetta verður án efa hin besta för og lærdómsrík enda ætlunin að skoða kristniboðsstöðvar og starf þeirra og einnig ætla þeir (nokkrir prestar sem eru að fara saman) inn í Úganda. Ég bara ber mig vel og trúi því að Bolli komi heill heim, reynslunni ríkari, með afrískan þjóðarbúning handa frúnni.....haldið að ég yrði ekki flott LoLGrin!
 
Með þeirri ósk um að geðið mitt lagist þegar líður á daginn vona ég að þið eigið góðan dag Heart!

Sveitaferð!

Við brugðum okkur, fjölskyldan í Skorradalinn um helgina í smá frí. Haustlitir, bláber og gæsir voru þema ferðarinnar, sem var afar góð og við erum bara nokkuð góð með okkur eftir þessa fínu helgi Wizard. Læt bara myndir tala sínu máli hér, er of kvefuð til að hugsa stórt í dag....Cool!
 
Bless í bili! 
 
pées.... myndirnar eru teknar við Hreðavatn...komust aldeilis í feitt berjaland þar....LoL!
 
haust 012haust 015haust 018haust 031haust 035haust 013haust 029haust 036



Ætlaði að segja eitthvað merkilegt.....

En ég er búin að gleyma því W00t! Ætli ég segi ekki í staðinn bara eitthvað óttalega ómerkilegt og óspennandi, svona í "ekki-bloggs" stíl Cool!
 
Ég er sem sagt komin á fætur, búin að fá mér flatköku með osti, eplasafa og slatta af kaffi og nú sit ég og bíð þess að eitthvað gerist. Ég er búin að ganga tvo hringi um gólf í stofunni og leggja höfuðið í bleyti og hef komist að því að best sé að fara og týna fram nokkrar guðfræðibækur og lesa og reyna ef vel tekst til að skrifa smáræði. Hver veit nema ég geti lagt fram eins og eitt gott guðfræðiblogg enda komin langur tími síðan síðast....enda kemst ég ekki á blað þegar verið er að kjósa besta kristna bloggarann LoL...held reyndar að margir telji mig ekki kristna í þeim hópi  Tounge af því að ég er svo hrifin af heresíum og lítið hrifin af bláköldum bókstaf reglunnar Pinch! En eins og ávallt ber ég minn harm í hljóði vegna þess að ég er harðjaxl og töffari og er ekki að bera mínar tilfinningar á torg heldur sit ég hér fyrir framan tölvuna með pókersvip og töffaralegt glott a la Clint Eastwood.....LoL!
 
Eigiði góðan dag sem er aðeins haustlegur og ég fagna því, enda trúi  ég því statt og stöðugt að allir geitungar fjúki á haf út í þessu skemmtilega roki og brátt líður að því að ég geti farið að opna glugga á ný, enda er mér orðið frekar heitt í hamsi!
 
sjáumst síðar Heart!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband