Farið ekki lengra en ritningarnar!

Ég ákvað vegna mikillar umræðu við færslu sem að ég birti að fara yfir sögulega hvernig túlkun á textum breytist og vindur upp á sig og verður jafnvel að lögum. Það var sagt hér í athugasemd að við ættum ekki að fara lengra en ritningin segir og vitnað í orð Páls Postula! Nú dæmir hver fyrir sig þegar þessi dæmi eru skoðuð sem að ég mun fara hér yfir. Ég mun setja þetta inn í nokkrum hlutum vegna umfangs, það nennir enginn að lesa langar færslur Cool! Mér til stuðnings er bandarískur siðfræðingur, Mark D. Jordan sem að hefur skrifað alveg frábæra bók The Ethics of Sex en þar rekur hann sögulega og út frá mótunarhyggju hvernig túlkun á textum breytist og í raun fer langt frá ritningunum ef að það má orða það svo!

 

Höfundur talar um mislestur eða oflestur á skrifum Páls Í Rómverjabréfinu 1.26-27. Í fyrsta lagi þá skilgreinir Páll ekki verknaðinn nákvæmlega. Hann segir aldrei að þetta séu mikilvægustu verknaðirnir gegn náttúrunni. Hann þarf ekki að vera að hugsa um sérstakan verknað hér eða tengsl, vegna þess að eðli ræðu hans krefst þess ekki. Hér notast Páll við ræðuform sem er hvatning og var þekkt í gyðinglegu og hellenísku samhengi. Það er ekki nauðsynlegt að skilgreina verk nánar í slíkri ræðu. Hlustendur og lesendur eru skildir eftir til að meta sjálfir um hvað er verið að fjalla.  

Næsta skref fyrir kristna túlkendur var að tengja Róm. 1 við mislestur þeirra á sögunni af Sódómu í Gen 19. Syndir Sódómítanna voru nú skildar sem kynlíf milli karlmanna og tengt við það sem Páll kallar verk gegn náttúrunni, jafnvel þó að Páll vísi aldrei í söguna af Sódómu og sagan af Sódómu talar aldrei um eðli eða náttúru.  

Tengslin milli Sódómu og Rómverjabréfsins finnast síðan einnig í fornum kirkjulagasöfnum. Við finnum þau í lagasafni kristna keisarans Jústiníans. Novella 141 frá 559 tengir beint synd Sódómítanna við versin hjá Páli og fordæmir verkin sem helgispjöll og vanhelg svo fjarlæg náttúrunni að ekkert dýr framkvæmir þau. Þetta er gert saknæmt þannig að öll kynferðislegt samskipti karlmanna eru sakhæf og þetta er verk kristins keisara og felur í sér ritningarlegt kennivald þegar menn eru dæmdir til dauða. Jafnvel hjá Jústiníusi eru verkin sem að fela í sér syndir Sódómítanna ekki nákvæmlega skilgreind. 

Hvað merkir t.d: fornicatio eða porneia. Hvaða verk eru þetta, hversu oft má fremja þau, við hvaða aðstæður og hvernig verður maður molles eða malakos. Hvað þarf maður að gera nákvæmlega til að fá stimpilinn: Arsenokoites. Margir kristnir textar og ekki síður í Nt gefa í skyn að þú átt nú þegar að vita svörin við þessum spurningum og það að spyrja er í sjálfu sér merki um synd.  

Kannski hafa smáatriði varðandi leiðbeiningar um kynferðislega hegðun verið fluttar áfram innan kristinna samfélaga af lifandi orði og heilögu fordæmi. En það ber að taka það til greina, að það að neita að tilgreina sérstakar kynferðislegar athafnir skilur fólk eftir með erfitt verkefni í höndum.

Framhald síðar!    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bíð spennt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 19:55

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 24.8.2007 kl. 20:12

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Um 1. klausuna hjá þessum siðfræðingi: Þetta er nú meira masið, fjarri öllum eðlilegum skilningi og sundurgreiningu textans í Róm.1.26-27.

Um 2. klausuna: Það, sem þar um ræðir (bein tenging við Gen.19 einhvern tímann eftir á, þótt ekki hafi verið í texta Páls), var hvort sem er gersamlega óþarfi til þess að ná meiningu Páls í þessum tveimur versum, og slíkt aukaatriði (tenging textanna tveggja eftir á) hefur ekki minnstu áhrif á gildi þessa texta eins sér og úr af fyrir sig, né á merkingarlegan áhrifamátt hans fyrir þá, sem skilja vilja (en það vilja sumir bersýnilega ekki).

"Hvað þarf maður að gera nákvæmlega til að fá stimpilinn: Arsenokoites?" spyr þessi Jordan siðfræðingur. Spyr sá, sem ekki veit. En hugtakið er ekki hugsað sem tilfinningahlaðinn "stimpill", heldur afar einföld og objektíf lýsing á því, sem um er að ræða. 'Arsenokoites' merkir : karlmaður sem leggst til samræðis með öðrum karlmanni, og í því hugtaki (sem kemur reyndar fyrir í I.Kor.6 og I.Tím.1, en ekki Róm.1) er ekki verið að búa til hneykslunartón, heldur þessa ótvíræðu, skýru mynd af því, sem um er að ræða, og orðið kallast þar á við frumparta sína, þá sem koma fyrir í III.Mós.18.22 (sjá innlegg mín á eftir tilvísaðri grein Sunnu, Kynhlutverk í Rómaveldi!).

Höf. hefur nú lagt sínar loðnu línur, vill greinilega ekki allt of mikinn skilning á orðum Páls postula né fullvissu um, hvað hann er að ræða. Dæmigert fyrir áráttu undanfærsluguðfræðinnar á allra síðustu áratugum, en ekki eftirbreytnisvert fyrir betur lesna presta og guðfræðinga í Þjóðkirkjunni.

Það er greinilega full þörf á því að minna á, hvað Páll sagði sjálfur í Róm.1.26-27: "Fyrir því hefur Guð ofurselt þá girndum svívirðingarinnar; því að bæði hefur kvenfólk þeirra breytt eðlilegum samförum í óeðlilegar, og eins hafa líka karlmennirnir hætt eðlilegum samförum við kvenmanninn og brunnið í losta hver til annars; karlmenn framið skömm með karlmönnum og tekið út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar."

Jón Valur Jensson, 26.8.2007 kl. 00:46

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jón Valur, ég er nú ekki búin að birta allt saman! Kannski snýst þér hugur eftir að ég hef lokið máli mínu og birt framhaldið! Hver veit......

Sunna Dóra Möller, 26.8.2007 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 66257

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband