Eigum við ekki bara að leggja niður jólin!

Ég mæli með því til þess að við mismunum ekki þeim sem eru Vottar Jehóva að við leggjum niður jólin. Það er ekki hægt að hópur fólks þurfi að flýja í Húsafell á hverjum jólum á meðan við hin göngum um með sælubros á vör, stútfullan maga af mat og drekkhlaðið borð af gjöfum. Mér finnst þetta hin argasta mismunun og skil ekki af hverju fólk hefur ekki vakið athygli á þessu máli fyrr vegna þess að hér er um stórt réttlætismál að ræða!  

Við skulum um leið leggja allt niður sem að minnir á þessa alda gömlu hefð í okkar samfélagi, hættum að nota aðventuljós, þau eru jú gyðingleg að uppruna og notkun þeirra mismunar þeim sem eru augljóslega ekki gyðingar. Hættum að gefa jólagjafir vegna þess að þær eru komnar til vegna gjafa vitringanna þriggja til Jesú á jólanótt, það er augljós mismunum á þeim sem að eru ekki kristinnar trúar. Síðan skulum við hætta að vera með jólatré vegna þess að sá siður liggur í fornri trjádýrkun og verið er augljóslega að mismuna öllum sem að trúa ekki á trjáguðina og dýrka ekki tré. Síðan en ekki síst hættum þessu ljósarugli í gluggunum, það minnir augljóslega á ljósahátið Gyðinga og á Jesú sem er hið sanna ljós sem að kom í heiminn til að færa fólki sinn frið og notkun þessara ljósa mismunar augljóslega öllum þeim sem að trúa ekki svona vitleysu Pinch.

Hættum allri þessari mismunum, leggjum þetta allt niður og þá verða allir glaðir, allir sáttir. Engin afstaða lengur, allir lausir við lífskoðanir og síðan en ekki síst allri mismunun hætt.

Burt með jólin, burt með blessuð litlu jólin!

Þess má geta að undirrituð er frekar tæp þessa dagana vegna skila á áfanga í embættisritgerð og hefur litla þolinmæði fyrir bulli!

Bull, ergelsis og pirringskveðjur frá vitleysingnum í Austurbænum W00t!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Af hverju hefurðu "litlu jólin" skáletrað og undirstrikað?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.11.2007 kl. 18:42

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég held ég viti hvað þú ert að  meina.

Huld S. Ringsted, 29.11.2007 kl. 19:09

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, næ þér alveg núna, en það er bara  búið að banna prestum að koma á leikskóla í x3 í Seljahverfinu.  Ég persónulega er mjög lausgirt í trú, tek allta það besta úr hverri, og skelli saman í eina.  Er að djóka, er sannkristin í hjarta.  Pís

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 20:19

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jenný, það er ekki búið að "banna prestinum að koma í leikskólana", það er búið að afþakka tilboð prestsins vegna þess að stjórnendur leikskólanna töldu trúboðsheimsóknirnar brjóta gegn stefnu Reykjavíkurborgar. Sem er auðvitað hárrétt ályktað hjá þeim. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.11.2007 kl. 21:06

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hjalti: skiptir það stóru máli að þetta sé undirstrikað...ég gerði það bara til gamans og öðrum til ánægju...stundum leggur maður jú áherlsu á mál sitt án þess að ástæða sé fyrir því.....svo gæti jú verið ástæða fyrir því og hvað gerum við þá !

Huld: !

Jenný: ....Þessar leikskólaheimsóknir hafa annars vegar alltaf verið á forsendum leikskólanna og ef að þeir vilja einhverjir núna út úr samstarfinu þá getur kirkjan ekki amast við því. það er ekkert flóknara en það ! péess.....það er gott að vera sannkristin í hjarta !

Hjalti: Það er gott að þú ert með málavexti á hreinu og getur séð um að svara fyrir þessi mál í Seljahverfinu, maður gæti jú haldið að þú hefðir sjálfur setið fundinn þar sem að þetta var rætt !

Sunna Dóra Möller, 29.11.2007 kl. 22:33

6 identicon

Undanfarna daga hef ég víða heyrt kjaftasögur um fámennan og háværan hóp sem vill leggja niður litlu jólin.

 Ég hef á hinn bóginn ekki séð neinn leggja þetta til fyrr en núna, Siðmennt hefur ekki lagt það til, ekki Vantrú, ekki einu sinni Vottarnir, enginn nema þú Sunna María. Þannig að þessi færsla lýsir engu nema því vænibrjáli sem virðist fara eins og farsótt um þjóðkirkjuna þessa dagana.

Jón Yngvi (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:13

7 identicon

Þarna átti að sjálfsögðu að standa Sunna Dóra.

Jón Yngvi (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:31

8 Smámynd: halkatla

það er ekki stafkrókur í þessu bull hjá þér, takk fyrir frábæran ergelsispistil

halkatla, 30.11.2007 kl. 14:50

9 identicon

Sæl Sunna.

Ef þú setur þig í spor trúleysingja (sem fer fjölgandi í þjóðfélaginu) þá myndirðu kannski skilja aðeins betur hvernig okkur líður með þetta. Ég set mig ekki mikið upp á móti kristninni per se en ef ég myndi vilja ala barnið mitt upp án áhrifa frá trúarbrögðum (hver sem þau væru) yrði ég ekki sáttur við heimsóknir presta/múslimaklerka/rabbína í skólann þar sem það væri nemandi.

Ég held að kirkjan verði bara að horfast í augu við það að þjóðfélagið er að breytast og opinberu skólarnir mega ekki taka afstöðu með neinum lífsviðhorfum/trúarbrögðum á kostnað annarra. Ef kenna á börnum siðgæði, þá væri réttlátast að hlutlaus félagsráðgjafi eða sálfræðingur setjist niður með börnunum einu sinni í viku eða svo. Ef kristnir/múslimar/gyðingar/vottar vilja kenna börnum sínum ákveðið siðgæði eða kynna þau fyrir einhverjum trúarbrögðum, þá eru kirkjur með TTT (sem systir mín er til að mynda í), KSS, KFUMK og fleiri félög sem snúast í kringum ákveðin trúarbrögð (kristni í þessum tilvikum).

Þetta mál er auðvitað vandmeðfarið, persónulega vil ég ekki að litlu jólin hverfi burt úr skólunum, jólaskreytingarnar á Laugaveginum og á hverju húsi lýsa upp skammdegið og þó ég trúi hvorki á Jesú né Drottin finnst mér alltaf ákveðinn hátíðlegur blær yfir jólunum.

Æjh... þetta er vesen.

Það fer gríðarlega í taugarnar á mér að sumir kristnir einstaklingar fjalla um málið líkt og við trúleysingjarnir séum einhverjir síröflandi vitleysingar, ofsatrúar(leysis)fólk eða jafnvel slæmir einstaklingar.

Að lokum: Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ályktað um þetta mál í Noregi. Þar var skólum bannað að mismuna trúarbrögðum eða lífsskoðunum. Held að það sendi nú skýr skilaboð... er það ekki?

Danni (nágranninn úr Reykásnum) (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 15:24

10 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Getur nokkur manneskja (eða barn þess vegna) komist undan áhrifum trúarbragða?

Fyrir mér vakir ekkert annað með þessari spurningu en bara nákvæmlega það sem felt í orðanna hljóðan. Þetta er ekki skætingur eða útúrsnúningur, ég er ekki að reyna að vera fyndin. Ég er bara að velta því fyrir mér hvort það sé raunhæf viðleitni að ætla sér eða börnum sínum að komast hjá því að verða þeirra var og verða fyrir þeim áhrifum sem þau hafa í hverju þjóðfélagi um sig.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 30.11.2007 kl. 16:59

11 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

...sem fel-s-t í orðann hljóðan

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 30.11.2007 kl. 17:00

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

jæja gott kvöld, maður bregður sér frá og þá bara koma allir og komenta !

Jón Yngvi: Takk fyrir þessa málefnalegu athugasemd. Færslan var meira sett fram í háði en alvöru, ég get fullvissað þið um að ég er ekki "vænibrjáluð" og bara frekar róleg að eðlisfari.

Anna: takk

Danni: Takk fyrir þín orð. Veistu að ég held að við getum aldrei hreinsað umhverfi okkar af lífskoðunum og áhrifum sem að við erum ekki sátt við. Við skulum hafa það í huga að trúleysi er afstaða líka eins og trú. Enda sjáum við af lifandi umræðu inni á vantrúarsíðunni og fleiri síðum að það er mjög staðföst lífskoðun að vera trúlaus. Við verðum öll að hafa grunn til að ganga á og ég kaupi ekki þessa hlutleysis umræðu, sorrí. Það er engin hlutlaus, hvort sem að það er kennari, foreldri, prestur eða trúleysingi.

Það er talað um að við sem erum Kristin eigum að setja okkur í spor trúleysingjanna og kallað er stöðugt eftir hinu kristna umburðalyndi í þessu samhengi. En veistu að það er ekki að sjá að hinum megin línunnar ríki meira umburðalyndi, ég hef ekki góða reynslu af umfjöllun trúleysingja um þessi mál og er orðin afar þreytt á að við sitjum hér undir þeirri umræðu að við séum að beita börn ofbeldi í trúarlegu samhengi. Ég er án efa hlutdræg enda vinn ég í kirkjunni, fer þó ekki inni í skóla eða leikskóla í mínu starfi, er með allt mitt starf í kirkjunni og ég neita að sitja undir því að vera að þröngva upp á fólk boðskap sem að það hefur sjálft samþykkt að taka við.

Ég spyr að lokum er það réttlæti að til að fólk utan trúfélaga verði sátt að þá eigi mismuna á móti þeim sem að trúa og vilja þessa fræðslu kirkjunnar. Við skulum hafa í huga að það eru 82% þjóðarinnar í þjóðkirkjunni, að auki fólk í fríkirkjunum, kaþólsku kirkjunni og frjálsu söfnuðunum, vel yfir 90% íslensku þjóðarinnar.....! Á hvorn veginn sem að er farið, þá verður einhverjum mismunað...er það ekki. Hvernig næst þá fullkomið réttlæti í þessum málum! Að báðir hópar sættist á málamiðlun...og hver á hún að vera! Hvað væru til dæmis trúleysingjar til í að gefa eftir í sínum kröfum gegn kirkju og kristni til að sættir næðust???

Ólöf: Mér finnst þetta afar góð spurning og ég held að þú getir aldrei komið í veg fyrir að barn verði trúarbragða vart eða upplifi áhrif þeirra. Viljum við ala upp algjörlega hlutlaust og skoðanalaust barn. Barn trúlausra foreldra hlýtur að erfa þá lífskoðun í uppeldi sínu. Ég get til dæmis ekki litið á trúleysi sem hlutleysi frekar en að trúarskoðun sé það!!

Takk öll fyrir umræður!

Sunna Dóra Möller, 30.11.2007 kl. 20:31

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Á hvorn veginn sem að er farið, þá verður einhverjum mismunað...er það ekki.

Hvernig er það mismunun að Þjóðkirkjan fái ekki að starfa innan opinberra skóla, eins og allir aðrir? 

Ímyndum okkur það að 90% íslensku þjóðarinnar (en 90% þjóðarinnar er ekki kristinn, vonandi áttarðu þig á því) væru meðlimir í Sjálfstæðisflokknum. Væri það mismunun ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi ekki að starfa einn innan opinberra skóla?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.11.2007 kl. 21:11

14 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hjalti, Þjóðkirkjan starfar nú þegar innan opinberra stofnana, sem einnig eru skilgreindar sem veraldlegar. Þjónar hennar eru á elliheimilum, sjúkrahúsum, fangelsum, meðal fatlaðra, meðal heyrnalausra ofl. Hver vegna berjist þið ekki gegn því líka? Ef að málflutningurinn á að vera trúverðugur, af hverju ekki bara taka allan pakkann á þetta....??

þessi hluti þjóðarinnar er skráður í kristin trúfélög og ég veit ekki betur en að það fólk sem að bæði var rætt við í fréttum í kvöld vilji halda uppi kristnum gildum og þeir foreldrar sem að rætt var varðandi leikskólana í Seljahverfi voru öll ánægð með starf prestsins. Það var ekki ein óánægju rödd þar á ferð. Kannski er fólk bara ánægðra með störf presta en þið viljið svo mikið vera láta, og ekki segja að það sé vegna þess að fólk veit ekki hvað er í gangi, þá ertu að tala niður til fólks!

Sunna Dóra Möller, 30.11.2007 kl. 21:43

15 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sunna Dóra:

Mér finnst að allar opinberar stofnanir ættu að vera hlutlausar í trúmálum. En þú áttar þig vonandi á muninum á skóla og t.d. sjúkrahúsi. Ef þessar stofnanir hygla Þjóðkirkjunni meir en öðrum, þá finnst mér það ekki í lagi.

Ég veit vel að um það bil níutíu prósent þjóðarinnar er skráður í kristin trúfélög. Hvaða máli skiptir það?

Ég bara skil ekki hvernig sú staðreynd að þeir foreldrar í Seljahverfi sem rætt var við í fréttum skiptir máli. Trúboð á einfaldlega ekki heima innan opinberra skóla og í þessum heimsóknum var stundað trúboð.

En hvernig er það mismunun að Þjóðkirkjan fái ekki að komast inn í skólana?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.11.2007 kl. 21:57

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jól voru upphaflega hátíð ljóssins, kristnir tóku þau upp, það voru líka gefnar gjafir.  þannig að allt það sem kristnir hafa eignað sér er í raun og veru aldagamlar hefðir löngu áður en fólk tók kristni.  Þannig er alveg hægt að halda jól og litlu jól án þess að vera kristinn.

En við þurfum alltaf að ganga öfgana á milli.  Þessi tími er fyrst og fremst hátíð barnanna.  Það á ekki að taka það af þeim að halda litlu jól.  Bara að breyta ímyndinni.  Hátið ljóssins er ágætt, menn fagna því að dagurinn byrjar að lengjast af því tilefni gera menn sér glaðan dag og gefa gjafir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 22:01

17 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er bara glöð ef að fólk heldur sín jól, fagnar því að eiga samveru með fjölskyldu og vinum, hittist og gleðst yfir hvort öðru og lífinu. Við getum svo túlkað ljósið á ólíkan hátt, hvort sem að það er sólin sem að hækkar á lofti eða Jesús Kristur.

Ég viðurkenni að ég væri ekki tilbúin til að yfirgefa þann skilning að jólin eru kristin trúarhátíð, þannig man ég þau, þannig eru ég alin upp við þau og þannig elska ég þau. En ég get vel sætt mig við að aðrir fagni þeim á annan hátt. Við hljótum hér að sameinast um að gera þessa hátíð sem hátíðlegasta hver fyrir sig á sinn hátt.

Hjalti: Ég held nú að skólar hygli ekki þjóðkirkjunni meira en aðrar stofnanir og ég sé ekki mun á skólum og sjúkrahúsum hér t.d. Þetta eru bæði opinberar stofnanir og sinna ákveðnu hlutverki gagnvart skjólstæðingum sínum.

Sunna Dóra Möller, 30.11.2007 kl. 22:24

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti: Ég held nú að skólar hygli ekki þjóðkirkjunni meira en aðrar stofnanir...

Þegar ég talaði um að "hygla Þjóðkirkjunni meir en öðrum" þá var ég að tala um að hygla Þjóðkirkjunni meir en öðrum trúfélögum.

...og ég sé ekki mun á skólum og sjúkrahúsum hér t.d....

Fólk er til dæmis ekki lagt í einelti inn á sjúkráhúsum, amk vona ég það.

En hver er þessi mismunun sem þú varst að kvarta yfir?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.11.2007 kl. 23:14

19 identicon

Eitthvað erum við líkt þenkjandi í þessum málum sýnist mér . Líttu aðeins á blogg dagsins hjá mér .

conwoy (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 18:27

20 Smámynd: Þorgeir Arason

Það er nú heilmikil skynsemi í þessum pistli hjá þér, Sunna Dóra, og ekkert ergelsi að sjá á þér! Bestu kveðjur úr Grafarholtinu!

Þorgeir Arason, 1.12.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 66325

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband