Samband!!

Ég sver það, ég á í haltumér slepptu mér sambandi við þetta blogg hérna, alltaf að koma og fara, hætta og ekki hætta....veit aldrei hvað ég vil, ef ég væri þetta blogg væri ég löngu búin að sparka mér LoLCool!

hmmmm....

....Ég held að ég sé aðeins að vakna til lífsins á ný LoL! Það er búið að vera margt að gera, ótalmargt að hugsa um og mikil spenna í gangi en nú sé ég til sólar og er glöð og kát svona almennt og yfirleitt....hver veit nema bloggið komi aftur til sögunnar, á stórra loforða Cool!
 
 

Gleðilegt ár, gleðilegt ár.....

Ég verð að viðurkenna að í mér býr viss feginleiki yfir því að árið 2008 er horfið í aldanna rás. Þetta var ekkert sérstaklega auðvelt ár, þó að margt gott hafi gerst og ég haldið lífi og heilsu ásamt öllum fjölskyldumeðlimum kærleiksheimilisins. Þetta var ár ákveðinna átaka innra með sem utan og án þess að ég ætli mér að vera of bjartsýn fyrir hönd komandi árs, þá er nýtt upphaf alltaf gott og gott að fá tækifæri til að hugsa hlutina upp á nýtt. Ég get ekki séð fyrir hvað gerist á þessu ári enda engin völva og eflaust verða sigrar jafnt sem ósigrar, þannig er það alltaf í lífinu. Ég vona að hlutirnir verði þó ekki of erfiðir og við náum að sigla þann sjó sem við búum okkur nokkuð örugglega. Ákveðnir póstar verða alltaf á sýnum stað eins og að: 
 
  • Vakna á hverjum virkum degi klukkan 7 til að koma börnunum í skólann.
  • Ég mun versla reglulega í matinn og taka bensín á bílinn.
  • Ég mun mæta í vinnu yfirleitt um hádegi til að hitta börnin í Neskirkju.
  • Þess á milli mun ég reyna að skrifa eitthvað í óloknu tímamótaverki.
  • Ég mun líklega reiða fram kvöldmat um sex leytið dag hvern, koma börnum í ró um átta og fara sjálf að sofa að loknum 10 fréttum.
  • Helgar verða án efa nýttar til vinnu, enda vinnur húsband um helgar, einstaka helgar verða þó fríhelgar þar sem við munum reyna að komast frá borgarljósunum í sveitakyrrð.
  • Páskar koma um svipað leyti og venjulega og þá verður löngun í brúnaðar kartöflur og rjómasósur komin á ný eftir jólin.
  • Sumarið kemur á eftir vetri og vori og líklega mun haust fylgja í kjölfarið!
  • Vetur kemur og síðan jól á ný.
Þetta er það sem hægt er að sjá fyrir með nokkurri vissu, annað er óvænt og ófyrirséð. Eitthvað mun verða til gæfu annað ekki. En nýtt upphaf og nýtt ár felur í sér smá kvíða en einnig felur það í sér vilja til að taka við því með reisn, upprétt og hreinskilin gangvart þeim aðstæðum sem koma upp hverju sinni.
 
Megi nýtt ár færa okkur gæfu, réttlæti og nýtt þjóðfélag sem við öll getum sætt okkur við eftir áföll liðins árs.
 
Sunna
 
 

Framtíð, nútíð og fortíð....

Þessa dagana á núið ekki upp á pallborðið hjá mér, framtíðin á stóran sess auk þess sem fortíðin treður sér að við og við. Það kostar ótrúlega mikla orku að reyna að rýna sífellt inn í framtíðina og sjá fyrir sér allar mögulegar og ómögulegar aðstæður. Þolinmæði er ekki mín stærsta dyggð og verður seint enda er ég ein af þeim sem get ekki lesið heila bók án þess að skoða endann fyrst. Það hreinlega fer með mig að vita ekki hvernig hlutirnir enda og ég bara þoli ekki langa bið. En núna bíð ég og bið góðan Guð að kenna mér að telja daga mína svo að ég megi öðlast viturt hjarta. Ekki spillir fyrir slatti af auðmýkt, dass af æðruleysi og ögn að hugarró!

Ég hef það þó á tilfinningunni að örlög mín ráðist fyrr en síðar og hver þau örlög verða munu móta næstu ár svo um munar. 

Guð gefi ykkur öllum góð og farsæl, slysalaus áramót og munið að brosa á nýársdag, ég fer alltaf í 24 stunda nýársdagsþunglyndi en reyni þó alltaf að brosa gegnum tárin.

Sunna

 


Gleðileg jól!

Ég óska öllum gleðilegra jóla og ég vona að við getum öll átt góða jólahátið, hvort sem við höldum upp á fæðingarhátíð frelsarans, ljósahátíð eða bara almenna friðarhátið Halo. Hafið það sem allra best og vonandi færir nýtt ár okkur betri tíð með blóm í haga LoLWink!
 
Kær kveðja, Sunna!

2008

Þetta er ár hinna vondu frétta Pinch!
Alveg frá upphafi árs til enda,....
vonandi verður nýtt ár farsælla, þó að ég sé ekki bjartsýn!
 

Jólagjöfin mín ár......jólablogg II

Ég les oft bæklinga fyrir jól um alls konar varning sem er í boði, ég spái og spuklera í framboði og velti svo fyrir mér eftirspurn heimilisins. 
 
Núna settist ég niður áðan og skoðaði Byko bækling og á baksíðunni eru hugmyndir að nytsamlegum jólagjöfum. Ein vakti althygli mína en það er forláta fitumælinga baðvog. Hún mælir sem sagt líkamsfitu. vökvahlutfall, vöðvamassa og beinmassa....alveg bráðnauðsynleg í pakkann undir tréð......
 
Ég segi það alveg satt að ef einhver gæfi mér svona jólagjöf myndi sá og hinn sami detta af jólakortalistanum mínum og ég myndi ekki tala við þann aðila í amk. ár! Að mæla fitu rétt eftir jól ásamt þyngd er ávísun á þunglyndi fram eftir ári og er ekki ábætandi ofan á kreppur og annað vonleysi Cool!
 
Fitumælingarbaðvog væri því hermdargjöf, ég veit vel hvar mína fitu er að finna og hefur hún komið sér vel fyrir hér og þar og dagleg áminning um fithlutfall væri mér gjörsamlega um megn.....ég kalla þetta því ekki (sorrí Byko) nytsamlega jólagjöf ....heldur einhver sá mesti voði sem ég get hugsað mér og bið því frekar um bók, þó ekki bókina um Óla pres....það er líka einhver sá mesti voði sem ég get hugsað mér og myndi alveg gera mér  hluti ..... Whistling
 
Nóg um ó-nytsamlegar jólagjafir, fleiri hugmyndir einhver??...
 
Næst skrifa ég um um nytsamlegar jólagjafir, ábendingar eru vel þegnar LoL

Eina ósk.....

..........Ég væri ekki í vafa hvers ég óskaði mér.....WhistlingCool!

Jólablogg

Nú verð ég hreinlega að fara að jólablogga hugsaði konan með sér og settist við tölvuna. Eftir að hafa verið í eins ójólalegu skapi og hægt er að hugsa sér miðað við aldur og fyrri störf, sá hún sér þann vænstan kostinn að rífa sig upp úr ládeyðunni og kreppuhugsunum og kíkja í geymsluna eftir jóladóti. Fyrst þurfti þó að þrífa, þar sem ekki er hægt að setja jólaljós í skítuga glugga. Konan þreif eins og enginn væri morgundagurinn og að lokum setti hún ljós í alla glugga og skraut hér og þar í íbúðinni. Að loknu þessu verki settist hún niður, virti fyrir sér ljósin og þá rann upp fyrir henni að jólin koma í allri sinni dýrð, þrátt fyrir kreppur og vonleysi. Þau verða eflaust jafn yndisleg og öll önnur jól, þrátt fyrir að ekki verði hægt að kaupa allt og gera allt eins og alltaf. Smærri í sniðum verða jólin eflaust en það rýrir ekki innihald þeirra, vegna þess að innihaldið rýrnar ekki þó að krónan geri það Cool. Innihaldið er kærleikur, samvera fjölskyldu og vina og fagnaðarerindi sem á enn jafn vel við í dag og fyrir 2000 árum síðan. Fagnaðarerindi sem getur fært okkur von inn í vonleysi og ljós inn í myrkur. Megum við öll hafa það í huga þegar jólin nálgast!
 
Konan á hliðarlínunni óskar ykkur öllum gleðilegs jólaundirbúnings Heart! Jóla

Merkilegt...

....að á meðan allir blogga og blogga sem aldrei fyrr eins og enginn komi morgundagurinn og hafa sterkar og ákveðnar skoðanir á því sem er að gerast, þá hef ég ekkert að segja og blogga ekki neitt......Pinch.

Ég er samt hér og fylgist með í laumi, skil ekki eftir stór spor....hugsa og velti vöngum! Það virkar vel fyrir mig og hver veit nema ég fari og mótmæli á morgun ... ég hef alla vega aldrei verið nærri því en nú, áður fyrr fannst mér mótmæli asnaleg, bara örfáir unglingar og Sigurður A. Magnússon. Núna finnst mér mótmæli lífsnauðsynleg .... svona breytast viðhorf og skoðanir, kannski ég er að þroskast og læra og í fæðingarhríðunum vil ég vera á hliðarlínunni, til að læra meira.....

Farið vel með ykkur yfir helgina .... Heart


Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband