21.9.2008 | 11:14
Afrek gærdagsins!
- Fór í Bónus (sem er mitt annað lögheimili, hver elskar ekki Bónus
- Bakaði Vöfflur
(át tvær með hlassi af rjóma og sultu
)
- Setti í eina þvottavél (Svartan þvott ef einhver var að velta því fyrir sér
)
- Horfði á fyrstu fimm þættina af Klovn sem var að koma út með íslenskum texta (Þeir gera líf mitt svo miklu skemmtilegra
)
- Bjó til heimatilbúna Pizzu (Var enn svöng þrátt fyrir vöfflur).
- Horfði hina fimm þættina af Klovn!
- Át með því ítalskan ís
.
- Sofnaði yfir "Name of the Rose" um 10 leytið
!


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.9.2008 | 09:57
Tilkynning!!



18.9.2008 | 10:56
Hux!


Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
17.9.2008 | 08:56
Skólastelpur!
Mattan mín, sem er yngsti fjölskyldumeðlimurinn á heimilinu og verður 6 ára eftir tæpan mánuð var að hefja skólagöngu núna í haust. Systir hennar, Sigrún Hrönn byrjaði um leið í þriðja bekk. Hún skipti m.a. annars um skóla og nú eru þær systur saman í skóla sem er hér rétt hjá. Ég leyfði þeim í fyrsta sinn að ganga sjálfar í skólann í morgun, Sigrún hefur aldrei gengið sjálf enda var gamli skólinn hennar lengra í burtu og Möttulíus var eðli málsins samkvæmt í leikskóla og við foreldrarnir komum henni þangað eldhress í bítið á hverjum morgni . En í morgun fengu þær að ganga fylgdarlaust í skólann í fyrsta sinn. Ég stóð, hálf kvíðin og romsaði stöðugt út mér öllum umferðarreglum sem ég mundi eftir, brýndi fyrir þeirri eldri að leiða þá yngri aftur og aftur og aftur
. Þær stóðu bara skælbrosandi, fullar tilhlökkunar að fá loksins að fara sjálfar, enginn beygur í þeim báðum. Síðan fóru þær og ég sat hér hálf óróleg þar til klukkan var 10 mín yfir átta og ég hafði ekki heyrt neitt af þeim, þannig að ég dró þá ályktun að þær hefðu komist klakklaust á leiðarenda. Ekki laust við það að ég hefði andað örlítið léttara
!
Eftir þetta fór ég að hugsa hvernig þetta var þegar ég var lítil og ég labbaði allt sjálf og var meira segja farin að taka strætó niður í Laugardalslaug með frænku minni 8 ára gömul........ég veit ekki hvort að það er eitthvað einstaklingsbundið við mig en mér finnst ég einhvern vegin stundum ekki treysta mér til að sleppa af þeim hendinni strax og svo veit ég stundum ekki alveg hvort ég treysti umhverfinu heldur......kannski er hægt að skella skuldinni á breytta tíma, ég var að byrja í skóla ´81 og nú er 2008! Þetta eru alveg 27 ár og það hefur margt breyst. Mér finnst bara svo óþægilegt að vera ekki alltaf til staðar til að passa þær....ætli ég sé ekki ofverndunarsinni þegar kemur að börnunum mínum, það er víst ekkert of gott fyrir þessa eðalbornu grísi hér við hirðina...
!
Hér er mynd af tilefnunum á leið skólann :
Þangð til næst...Ha´det !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.9.2008 | 08:56
Tóm gleði í morgunsárið...






Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.9.2008 | 08:58
Sveitaferð!



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.9.2008 | 09:45
Gramsað í gömlu efni!

"Í Þýskalandi er annað uppi á teningnum. Þar hefur mikil áhersla verið lögð á pólitíska rétthugsun. Enginn hefur þorað að opna munninn og gagnrýna straum innflytjenda inn í landið, sem hafa flutt með sér heilan menningarheim. Í dag eru aðstæðurnar þannig að í þýsku samfélagi þrífst einskonar hliðarsamfélag, þar sem gilda aðrar reglur og siðir en meðal þjóðverja almennt og mannréttindi virðast ekki eiga við, sérstaklega á þetta við um konur. Um þetta fjallar grein Der Spiegel Hinar réttlausu dætur Allah. Þúsundir múslimskra kvenna búa við ok feðraveldisins, læstar inni í íbúðum sínum, varnarlausar gegn ofbeldi og nauðungarhjónaböndum. Þær hverfa inn í hliðarveröld, þar sem húsbændur eru í hlutverki einræðisherra. Venjulegir þjóðverjar líta aldrei þessa veröld. Við þeim blasa á markaðnum litríkir básar Tyrkja, en það sem er undir yfirborðinu lítur aldrei dagsins ljós. Katrin Flies yfirmaður kvennaathvarfs í München, segir þetta:
Margar konur vita ekki hvar þær hafa búið árum saman. Margar þeirra hafa verið giftar til Þýskalands. Þær hafa aldrei farið út úr hverfinu sínu og sumar ekki út af heimilinu.[1]
Þess er getið að strangtrúaðir múslimar séu áfjáðir í að setjast að í Þýskalandi vegna þess að hvergi annars staðar í Evrópu fá þeir að stunda trú sína með jafn ströngum hætti.
Í Tyrklandi er bannað að vera með höfuðklút í skólum og háskólum. Frakkar hafa bannað slæðuna í ríkisskólum. Í Þýskalandi aftur á móti eru engar hindranir. Það er ekki litið á Þýskaland sem innflytjendaland. Innflytjendur eru frekar meðhöndlaðir sem gestir en samborgarar. Það er enginn þrýstingur til að láta innflytjendur laga sig að samfélaginu.
Það er ekki vitað hversu margar konur búa við ofbeldi og kúgun í Þýskalandi. Könnun, sem var gerð fyrir tveimur mánuðum sýndi að tyrkneskar konur í Þýskalandi eru mun oftar beittar ofbeldi en aðrar konur. Fjórðungur kvenna sögðust einhvern tímann hafa verið beittar ofbeldi en 38% tyrkneskra kvenna. Þær voru mun oftar beittar ofbeldi og meðferðin á þeim hrottalegri. Fjórðungur tyrkneskra kvenna sögðust ekki hafa hitt eiginmann sinn fyrr en í brúðkaupinu og 9% voru þvingaðar í hjónaband. Þessar múslima konur eru fórnarlömb grimmilegs karlaveldis en einnig þýskrar bannhelgi. Viðkvæðið er þetta, að það má ekki gagnrýna aðra trú og aðra menningu. Þetta eru viðbrögð við reynslu nasistatímans þar sem allt sem var framandi var gagnrýnt, ofsótt og upprætt. Þessi sektarkennd sem býr með þjóðinni hefur orðið að hjákátlegri viðurkenningu allra annarra menningarheima og barnalegri fjölmenningarhyggju. Bassam Tibi prófessor og einn af stofnendum mannréttindasamtaka Araba segir:
Ekkert lýðræðisríki má leyfa að konan sé gerð óæðri[2].
Sú staða að búa í einum menningarheimi innan veggja heimilisins á meðan að allt annar menningarheimur bíður fyrir utan dyra hefur reynst mörgum múslimakonum í Þýskalandi dýrkeypt.
Leyla, múslimakona frá Dortmund, sem á að baki 20 ára hjónaband, 20 ára barsmíðar af hálfu eiginmannsins og tengdaforeldranna, segir:
Hún óskar sér stundum að hún hafi aldrei yfirgefið Tyrkland. Þar er líf fólks miklu nútímalegra en í Þýskalandi. Þar fer fólk á diskótek og það fer út .Uppvöxtur hennar var með öðrum hætti sem tyrki í Þýskalandi. Þar safnast saman fólk úr lægri stéttum. Þeir taka með sér hefðbundna mynd feðraveldisins til nýju heimkynnanna. . Leyla fékk ekki að vera með í leikfimi af ótta föður hennar við að meyjarhaft hennar myndi rofna því þá eru dætur orðnar verðlausar á hjónsbandsmarkaðnum. .Þegar hún var 16 ára komu foreldrar hennar með eiginmann. Hún samþykkti, hún hefði samþykkt hvað sem er til að komast út úr fangelsinu . Hana grunaði ekki að ástandið myndi versna. . Hún var lamin hvað eftir annað. Hún vildi komast í kvennathvarf en móðir hennar sagði nei. Hún hafði ekki mátt til að rífa sig frá þessari neitun[3].
Margt bendir til þess að í samfélögum múslima í Evrópu gildi Sharia lögin. Það er ekki langt síðan að spænskur Imam mæltist til þess að ekki væru notuð of gild barefli til að berja á fætur og hendur kvenna. ´
Í tyrkjahverfum í Berlín, Nürnberg og München ríkir mikill agi meðal hinna strangtrúuðu. Allir taka þátt í að vaka yfir konum. Eini staðurinn þar sem þær komast undan eftirliti er í skólum. Það þarf lítið til að ögra þessum samfélögum. Karlmönnum er innrætt að kona, sem ber ekki slæðu er dræsa eða hóra. Konur sem ganga um án höfuðklúts í þessum hverfum eiga á hættu að vera eltar af hópum drengja eða karla og vera hótað nauðgunum. Dæmi eru um hópnauðganir.
Í félagsþjónustu í Stuttgart hafa verið sett á svið saumanámskeið þar sem tyrkneskum konum er kennd þýska og um leið hvar þær geta leitað sér hjálpar. Ótti eiginmannsins er að þær verði of sjálfstæðar.
Þessi samfélög í Evrópu munu fara stækkandi á næstu árum og áratugum. Múslimar hafa búið í Evrópu svo árum skiptir. Nú búa 15 milljónir múslima innan Evrópusambandsins. Þetta á þó ekki við um allar þær milljónir múslima sem búa í Evrópu. Ofstækið leynir sér ekki og þegar pólitísk morð eru framin til að þagga niður í andstæðingum er ljóst hve alvarlegt og eldfimt ástandið er orðið[4]."

Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.9.2008 | 18:23
Skipting John Kloppenborg á Q í Q1, Q2 og Q3. Tekið úr bókinni Excavating Q frá árinu 2000.
(ath. Hér fylgja Q ummælin Lúkasarguðspjalli, hægt að fletta upp í því til að lesa ritningarversin).
Q1 er gott dæmi um leiðbeiningar bókmenntir. Þetta elsta lag ræðuheimildarinnar gefur góðar leiðbeiningar varðandi ákveðin þemu. Líkt og með leiðbeiningar þá innihedlur Q1 ummæli sem varpa ljósi á ýmis lykil atriði í leiðbeiningarferlinu. Dæmi um þetta er: Samband meistara og nema (Q 6.40, 46-49; 14.26-27); á mikilvægi góðrar leiðsagnar (Q 6.40, 41-42), góðrar ræðu (6. 43-45), og góðs fordæmis (Q 17.1-2).
Stórum hluta Q1 er umhugað um staðbundin málefni: Hvernig er tekist á við ágreining (Q 6.27-28, 29; 12. 2-7, 11-12; 17.3-4); lána og fá lánað (6.30), viðhalda nauðsynlegu lífsviðurværi (11:2-4, 9-13; 12.22-31), samstaða og sátt (15.4-7; 8-10; 17.1-2, 3-4), Viðhorf gagnvart auði (12.33-34; 16.13) og framkoma og hegðum verkamanna (9.57-62; 10.2-11, 16).
Q1 skortir alveg véfréttarstílinn. Rödd Guðs er ekki heyrð og Jesús talar ekki sem spámaður. Ríkjandi rökfærslan í Q1 er sannfæring sem er beitt í gegnum retorískar spurningar, fordæmi og samanburðir eru byggðir á venjulegri reynslu eða úr náttúrunni. Q1 hefur þó fulla trú á guðlegri forsjón, á því að Guð fylgist með í kærleika og á í gegnum þann möguleika að mannleg samsbönd geti umbreyst. En það eru engar tilvísanir í það að þessu sé miðlað gegnum Tóruna, musterið eða stigveldi presta eða þá að þetta sé byggt á véfréttum eða fyrirskipunum.
Ef spurt væri hver hefði verið í þeirri stöðu að ramma ummælaguðspjallið inn (Q1) þá væri svarið: Almennir þorpsbúar eða skrifarar. Sú staðreynd að Q1 sé römmuð inn eins og leiðbeiningarskjal sem er algengt skrifara form og endurspeglar hugðarefni hinna skirftlærðu (scribe), þess vegna fer vel á því að Q1 sé afurð þessa þjóðfélagshóps.
Varast skal að staðsetja þessa menn of hátt í þjóðfélagsstiganum. Ummælaguðspjallið var upprunalega sett saman til að ávarpa fólk sem bjó við fátækramörk, sem tókst á við landlæg átök í þorpum og bæjum ásamt margs konar annars konar þrýstingi utan úr samfélaginu.
Taka skal fram að þessi kenning er alls ekki óumdeild og margir efast um hana og vilja taka Q sem eina heild og ekki búta hana niður í þessi lög. Mér finnst sjálfri þetta skemmtileg kenning og einn hlekkur í því að komast nærri því hvað býr að baki Guðspjöllunum í raun og veru. Þróun Q fylgir algjörlega þróun og sjálfsmótun hinna fyrstu kristnu og samfélags þeirra eftir dauða Jesú. Þetta tvennt er nátengt og verður ekki sundurskilið! Sama gerist að baki Jóhannesarguðspjalli, Raymond Brown hefur einnig greint þrjú stig í þróun þess og samfélagsins að baki fjórða guðspjallinu. Kannski ég skrifi eitthvað um það seinna!
Bless í bili!
9.9.2008 | 15:42
Guðfræðiblogg!

Margir hinna fyrstu kristnu predikara hvöttu fólk til að afnema synd Adams og Evu með því að velja skírlífi fram yfir hjónalíf. Þetta truflaði hina hefðbundnu reglu sem náði yfir fjölskylduna, þorpin og borgirnar og hin trúuðu voru hvött til að hafna hefðbundnu fjölskyldulífi fyrir sakir Jesú Krists.
Aðrir kristnir mótmælt þessu harðlega. Því var haldið fram að þessi róttæka meinlætahyggja var ekki frummerking fagnaðarerindisins og þessir sömu kristnu horfðu einfaldlega framhjá hinum róttæku tilvísnunum sem koma fram hjá Jesú og Páli.
Það eru 13 bréf eru rituð í nafni Páls, 8 eftir hann sjálfan, 5 eftir aðra.
Raunveruleg bréf hans eru: Rómverjabréfið, 1 og 2 Kor. Galatabréfið, Filippíbréfið, 1. Þessalónikkubréfið og Filemonsbréfið.
Bréf sem almennt samþykki ríkir um að hann hafi ekki skrifað eru: 1 og 2 Tímóteusarbréf og Títusarbréf.
Varðandi höfund að Efesusbréfinu, Kolossóbréfinu og 2. Þessalónikkubréfinu þá hefur umræðan haldið áfram Meiri hluti fræðimanna telur þó að þau tilheyri deutero-pálínsku hefðinni.
Þó að hin Deutero-pálínsku bréf séu ólík hvert öðru ýmsan máta, þá eru þau þó sammála þegar kemur að praktískum efnum. Öll bréfin hafna róttækri meinlæta sýn Páls og kynna til sögunnar heimilisvænan Pál. Þetta er útgáfa af Páli, sem hvetur til skírlífis meðal kristinna samferðamanna sinna og setur fram strangari útgáfu af hefðbundnum gyðinglegum viðhorfum til hjónabands og fjölskyldunnar.
1.Tímóteus minnist syndar Evu og fyrirskipar að konur verði að: 1Kona á að læra í kyrrþey í allri auðmýkt. 12Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum heldur á hún að vera kyrrlát. 13Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. 14Adam lét ekki tælast heldur lét konan tælast og gerðist brotleg. 15En hún fæðir börnin og verður því hólpin ef hún er staðföst[2]
Orðrétt: ef þau standa stöðug.
- í trú, kærleika og helgun samfara hóglæti.
Með því að lesa á þennan hátt og á þann hátt sem þessi texti er enn lesinn í stórum hluta kirkna í dag, þá er því haldið fram að sagan af Evu sanni náttúrulegan veikleika kvenna og hve auðtrúa þær eru og um leið skilgreinir sagan núverandi hlutverk kvenna.
Höfundar sem við köllum í dag kirkjufeðurna, gripu á lofti hina tömdu og heimilislegu útgáfu af Páli sem birtist í deutero-pálínsku hefðinni sem grundvallarvopn gegn öfgum meinlætahyggjunnar. Klemens frá Alexandríu sem er að skrifa meira en hundrað árum eftir dauða Jesú Krists, færir rök fyrir því að meinlætamennirnir hafi ýkt og misskilið kenningar Páls.
Klemens hafnar umfram allt þeirri tilgátu að synd Adams og Evu hafi verð kynferðisleg. En þetta var sjónarhorn sem var algengt meðal kristinna kennara eins og Tatían frá Sýrlandi en hann kenndi að ávöxturinn af Skilningstréinu hafi falið í sér holdlega þekkingu. Hann bendir á að um leið og Adam og Eva hafi borðað af trénu, þá hafi þau orðið kynferðislega meðvituð. Tatían ávítaði Adam fyrir að finna upp hjónaband og hann trúði því að fyrir þá synd hafi Guð rekið Adam og Evu út úr Paradís.
Klemens hafnar öllum svona málflutningi, hann segir að kynlíf sé ekki syndugt heldur hluti af góðri sköpun Guðs. Hann segir að þau sem taka þátt í æxlun séu ekki að syndga heldur að taka þátt í sköpun Guðs.
Viðhorf Klemensar og margra annarra á þessum tíma, mótuðu ákveðinn staðal fyrir kristna hegðun sem átti eftir að vera við líði í hundruði ára og í raun nærri 2000 ár. Það sem kom til með að ríkja í kristinni hefð voru ekki ögrandi ummæli Jesú guðspjallanna og hvatningin til skírlífis í 1. Korintubréfi heldur þau ummæli sem hæfðu tilgangi kirknanna á 1. og 2. öldinni.
Klemens trúði meðal annars að Jesús hafi ætlað að stafesta og umbreyta hefðbundnu munstri hjónabandsins; en hann hafi ekki ætlað að ögra karlveldishefð hjónabandsins (sem hjá Klemens tjáir nátturlega yfirburði karlmannsins en um leið refsingu Guðs yfir Evu).
Hjónabandið sem fól nú í sér einkvæni og var óuppleysanlegt eins og Guð hafði upprunalega ætlað því að vera, varð fyrir marga trúaða helg mynd. En til að upplifa það sem slíkt varð hinn trúaði að hreinsast af kynferðislegri ástríðu sem einmitt fékk Adam og Evu til að syndga.
Hið góða er að reyna enga ástríðu....Við eigum ekki að framkvæma neitt af ástríðu. Vilji okkar á að beinast að því sem er nauðsynlegt. Við erum börn viljans en ekki ástríðunnar. Maður sem gengur í hjónaband til að eignast börn verður að ástunda hófsemi til að hann finni ekki til löngunar gagnvart eiginkonu sinni......þannig að hann geti átt börn með þeim vilja sem er skírlífur og undir stjórn.
Klemens frá Alexandríu.
Guðspjallið skv. Klemens takmarkar ekki eingungis kynlíf við hjónaband, heldur einnig setur það kynlífinu takmörk innan hjónabandsins. Takmarkar það við æxlunina. Það að taka þátt í hjónabands samförum af nokkurri annarri ástæðu felur í sér að náttúran er særð. Klemens útilokar ekki aðeins kynlíf sem felur í sér munnmök og endaþarmsmök, heldur einnig við eiginkönu sem hefur blæðingar, er ófrísk, ófrjó og er á breytingaskeiði. Hann útilokar einnig kynlíf með eiginkonu sinni á morgnana, á daginn og eftir kvöldmat.
Hann setur fram varnaðarorð:
Ekki heldur á nóttinni, þó að það sé í myrkri, sem leyfir að haldið sé áfram á ósæmilegan hátt. Heldur með hófi, þannig að allt sem gerist, gerist í ljósi skynseminnar......því einnig það samband sem er löglegt er einnig hættulegt nema það feli í sér getnað.
Skírlíft hjónaband, þar sem báðir aðilar helga sig skírlífi er betra en það sem er kynferðislega virkt. Til hins fróma kristna manns skrifa Klemens:
Kona þín, eftir barnsburð er sem systir og er dæmd líkt og af sama föður, sem einungis minnist eigimanns hennar þegar hún lítur á börnin sín., Hún er sú sem er ætlað að verða systir í raunveruleikanum eftir að hafa lagt niður holdið. Faðirinn aðgreinir og takmarkar þekkingu þeirra sem eru andlegir út frá sérstökum persónueinkennum kynjanna.
Meiri hluti kristinna hefur valið að fylgja hinum heimilislega Páli frekar en þeim Páli sem hvetur til skírlífis í sínum raunverulegu bréfum. Hinir kristnu þróuðu síðan með sér fjöldan allan af myndum af Jesú og Páli sem hæfði tilgangi hvers hóps fyrir sig.
Innskot mitt: Mér er það stundum algjörlega hulið allar þessa pælingar um kynlíf út frá biblíunni vegna þess að í raun og veru er ekkert mikið fjallað um kynferðismál í Biblíunni. Jesús segir eiginlega ekki neitt....Páll talar um að það sé best að sleppa því og deutero-Páll vill að við giftumst...Það er í raun alveg ótrúlegt að Biblían skyldi verða þessi leiðarvísir í kynlífmálum fólks og má það að miklu leyti skrifast á þá sem túlkuðu og voru að skrifa á annarri öldinni og áfram.....ekki má gleyma snillingnum Ágústínusi sem einstaklingsgerði syndina og skammaði allt kvenkynið í heild bara held ég fyrir synd Evu. Enn þann dag í dag erum við að hlusta á þetta bull! Þetta málefnalega innskot var í boði Bónus. Góðar stundir

Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
9.9.2008 | 09:22
Ætlaði að segja eitthvað merkilegt.....







Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
halkatla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Hrafnhildur Ólafsdóttir
-
Axel Eyfjörð Friðriksson
-
Erla Björk Jónsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðný Bjarna
-
Sigríður Gunnarsdóttir
-
Helga Dóra
-
Brussan
-
Hulda Lind Eyjólfsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kolgrima
-
Heiða B. Heiðars
-
Edda Agnarsdóttir
-
Halla Rut
-
Huld S. Ringsted
-
Dísa Dóra
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Árni Svanur Daníelsson
-
Viðar Eggertsson
-
Þorgeir Arason
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Vefritid
-
Dofri Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Toshiki Toma
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Róbert Björnsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
krossgata
-
Ólafur fannberg
-
Baldvin Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Pétur Björgvin
-
Linda
-
Jóhann Helgason
-
Helena Leifsdóttir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Alfreð Símonarson
-
Hlekkur
-
Mamma
-
Þóra Ingvarsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Ómar Bjarki Kristjánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar