Færsluflokkur: Bloggar

Í dag vil ég gefa þér...

kerti

Þarfnast þú handa minna, Drottinn,

til að geta hjálpað sjúkum, fátækum og nauðstöddum?

Drottinn, í dag vil ég gefa þér hendur mínar.

 

Þarfnast þú fóta minna, Drottinn,

til að geta vitjað þeirra,

sem einmana eru og án vonar?

Drottinn, í dag vil ég gefa þér fætur mína.

 

Þarfnast þú vara minna, Drottinn,

til að geta talað til þeirra,

sem þrá kærleiksrík orð og viðmót?

Drottinn, í dag vil ég gefa þér varir mínar.

 

Þarfnast þú hjarta míns, Drottinn,

til að geta elskað

skilyrðislaust sérhvern mann?

Drottinn, í dag vil ég gefa þér hjarta mitt.

- Móðir Teresa.

Eigði góðan dag og farið varlega í vonda veðrinu Heart!


Af gefnu tilefni..

Ég er guðfræðinemi og vonandi ef að vel gengur þá fæ ég leyfi til að kalla mig Guðfræðing með vorinu. Ég hef alveg ofsalega gaman að guðfræði og les mikið og þegar eitthvað heillar mig þá bara verð ég að skrifa um það! Ég hef gaman að stórum pælingum og get týnt mér í alls konar kenningum og hugmyndum, þetta hreinlega virkar á mig eins og segull.

Ég hef nú ekki bloggað lengi, ég byrjaði hér í apríl og var búin að blogga annars staðar í ca. ár. Ég blogga um guðfræðina af því að ég elska hana, þær fræðigreinar og bækur sem að ég blogga um eru ekki endilega alltaf yfirlýsingar um mína trú. Ég get bloggað um eitthvað sem að ég er gjörsamlega ósammála, oftast þó er ég fræðilega sammála því, annars hefði hugsanleg hugmynd ekki gripið mig Cool.

Þó að ég bloggi, er ekki þar með sagt að ég bloggi um allt. Ég á líf fyrir utan bloggið, sumu deili ég ... öðru ekki. Sumt á heima á þessum vettvangi, sumu held ég fyrir mig. Ég er að eðlisfari frekar lokuð manneskja og kýs því að bjóða ekki allt sem að mér tengist upp til umræðna enda á margt ekki heima á vettvangi eins og moggabloggið er, vegna þess að það er svo opið. En að sama skapi dáist ég að fólki sem að bloggar um erfiða lífsreynslu og veikindi vegna þess að slíkt getur komið mörgum til hjálpar og verið okkur dýrmæt lesning og dýrmætur lærdómur. Þau sem þetta gera eru hetjur í mínum augum og ég ber mikla virðingu fyrir þessum bloggurum InLove. Þó að ég kjósi að gera þetta ekki, að tala mikið á mjög persónulegum nótum, þýðir ekki að mér finnist það rangt. Það bara hentar ekki fyrir mig.

Ég hef fengið á mig alls konar skrif, vegna þess að trúarbragða bloggið er minn bloggvettvangur að mestu. Ég er án efa í margra augum bullandi villutrúarkona og stefni hraðbyri til helvítis Devil. Ég hef ákveðnar skoðanir og kem þeim oft hér á framfæri, það þýðir þó ekki að ég hafi mikið bloggað um mína trú enda hef ég ekki kosið að rita hér mikið af eigin trúarjátningum.

Nú hefur mér verið afhentur míkrafónn á annarri síðu hér inni á þessum bloggvettangi  og ég beðin um að svara spurningum um sem eiga væntanlega að skilgreina mína trú. Hér hef ég líka fengið í athugasemd, beiðni um að svara þessum spurningum, til að aðrir geti fylgst með af áhuga, hvað villutrúarkonan kann að segja og hver hennar játning er. Verður að öllum líkindum boðið upp á pallborðsumræður á eftir til að diskútera frekar hvort að ég sé á réttri leið eða rangri.

Menn og konur megar kalla þetta ofurviðkvæmni eða undanfærslu, en í þetta sinn kýs ég að hafa slökkt á míkrófóninum. Mín trú er ekki boðin upp til umræðna hér á þessu bloggi eða annars staðar. Hún er mín og mitt einkamál.

Ég mun þó halda áfram að blogga um guðfræði og einhverjar smásögur af mér og mínum þegar við á Smile.

Ég slekk því á þessu kastljósi sem að beint var að mér og beini því annað. Taki viðeigandi aðilar því eins og þeir vilja.

Kær kveðja, Sunna (semerpínupirruð W00t)

Péess.....ef ég væri kynlífsfræðingur....væri það eðlilegt að spyrja mig út í eigið kynlíf á forsendum þeirra greina sem að ég setti hér inn á þá fræðilegum grunni...Whistling


Mánudagur til mikilla afreka...

Ég er farin út að skafa bílinn!!

 WounderingShockingErrmPinchCryingDevilSick

 


Helgarfærsla!

letiÞessi helgi hefur verið bara nokkurn veginn venjuleg, ég fyrir framan sófann með fjarstýringu í einari og bjór í hinari.....Whistling!

Neinei....þetta er var djók sko...fyrir þau sem halda að ég hafi verið að mein´idda Halo!

Annars er ég bara nokkuð kát. Við hjónin vorum í fríi á föstudaginn og fórum til Keflavíkur og borðuðum góðan mat og gistum þar í bæ. Systir mín tók ómagana og leyfði þeim að gista.

Við komum svo í bæinn á laugardeginum, þar sem að við gerðum mest lítið, enda stundum afar gott að gera ekki neitt Sleeping!

Um kvöldið hélt svo bróðir minn upp á útskriftina sína úr DTU í Kaupmannahöfn en hann er núna orðin verkfræðingur drengurinn og komin í góða vinnu, á lítinn prins og frábæra konu. Hann er lukkunar pamfíll og ég er svo stolt af honum.

Þessi dagur hófst á sunnudagaskóla út á Álftanesi, en þetta eru mínar uppáhaldsstundir í kirkjunni. Að byrja daginn á því að hitta yndislegustu börn í heimi, þau eru svo flott börnin sem að sækja sunnudagaskólann og hlusta svo vel og taka svo vel þátt að ég fer alltaf heim glöð og kát í einu stóru krúttkasti InLove! Ég er svo heppin að fá að taka þátt í þessu, vegna þess að þessar stundir gefa mér svo mikið.

Nú er framundan matur hjá mömmu og það er ekkert betra en mömmumatur Heart, þar sem að við komum öll saman systkinin með maka og börn.

Og svo blasir við vinnuvikan handan við hornið og ég vona að við eigum öll góða viku framundan. Farið varlega í hálkunni og eigið góðan sunnudag alles sammen sem lesið þetta raus Heart!


blogglausi dagurinn!

Þetta er sem sagt blogglausi dagurinn í dag!

Sendi bara bros Smile og knús Heart á línuna!

tjusss


Drottinveldi í stað karlveldis!

Eftir orrahríð gærdagsins hef ég ákveðið að venda mínu kvæði í kross og gefa ykkur innsýn í greiningarkerfi sem að ég hef verið að skoða til að greina biblíutexta í ritgerðinni minni þá með tilliti til minnihlutahópa, í mínu tilviki kvenna.

Hér er um að ræða greiningarkerfi Fiorenzu sem að ég hef áður getið um hér. Hún vill ekki lengur greina textann eingöngu á grundvelli skilgreininga á karlveldi og segir að það gangi ekki upp, vegna þess að kúgunin og yfirráðin séu flóknari og margslungnari en að eingöngu sé um  að ræða, yfirráð karla yfir konum. Hér er þá til grundvallar kynjatvíhyggjan. Hún vill útvíkka karlveldishugmyndina og tala um drottinveldi (kyriarchiu).

Mér finnst þetta alveg ofsalega spennandi og flott greining og læt hér smá umfjöllun fylgja með öðrum til ánægju og yndisauka inn í helgina Cool!

Karlveldið er þriðja atriðið í þessum tvíhyggju flokkum og Fiorenza segir að það merki bókstaflega vald föður yfir börnum sínum eða öðrum meðlimum ættbálks hans eða heimilis.[1] Ef að hugmyndin um feðraveldi er skilgreind á grundvelli karlkyn/kvenkyns kynjatvíhyggju þá verður gjörnýting og fórnalambsgerving á grundvelli kynferðis og kyns, frumkúgunin.[2] Fiorenza segir að skilningurinn á kerfisbundinni kúgun í feðraveldinu sé vandamálabundin af eftirfarandi ástæðum:  
  • Konur eru skildar sem hjálparlaus fórnarlömb og algerir vald karla yfir konum. Hér er litið framhjá því að karlmenn hafa ójafnar stöður sjálfir þegar að yfirráðum kemur.[3]
  • Aftur á móti eru konur ekki alltaf algjörlega hjálparlausar og valdalausar heldur taka sjálfar þátt í því að hafa “vald yfir”. [4]
  • Tveggja póla greining á feðraveldi gerir ráð fyrir algjörum kynjayfirráðum og kynjamismun, jafnvel þó að kyn/kynferði standi aðeins fyrir eina vídd á flóknu kerfi yfirráða. Kynjagreining sem er ekki um leið einnig, kynþátta, stéttar og heimsvaldstefnu greining nægir ekki. Flókin greining á því hvernig formgerðir yfirráðanna skarast er nauðsynleg.[5]
  • Tvípóla tvíhyggju greining á feðraveldinu vanrækir einnig völd kvenna yfir öðrum konum.[6]
Að þessu sögðu skoðar Fiorensa þá flokka í greiningunni sem að hún setur undir flókna kerfisbundna greiningu. Hún segir að það sé til að skýra og gera sýnilega hina flóknu innri formgerð yfirráða ólíkra kvenna hópa sem að eiga í átökum. Hún hefur fært rök fyrir því að það verði að endurskilgreina feðraveldi sem drottinveldi (e.kyriarchy) sem er nýyrði komið úr grísku og samsett úr orðinu, kyrios (drottinn, meistari) og sögninni archein (að ríkja).[7] Fiorenza ræðir fyrst um drottinveldið og segir að það hafi í klassískri fornöld verið yfirráð herrans, þrælahaldarans, eiginmannsins, þeirra sem voru fæddir frjálsir inni í yfirstéttina og menntaðra herramanna sem að aðrir karlmenn og konur voru sett undir. Í fornöld þá var drottinveldi stofnanagert sem konungsveldi eða lýðræðislegt, stjórnmálalegt form yfirráða. Drottinveldi er best fræðilega séð útskýrt sem flókið pýramída kerfi margra félagslegra formgerða þeirra sem að ríkja og þeirra sem að eru sett undir og þetta tvinnast allt saman. Drottinvaldsleg tengsl yfirráðanna eru byggð á yfirstéttar karlkyns eignarrétti og á sama tíma á gjörnýtingu, yfirráðasvæðum, vanmætti og hlýðni kvenna.[8] Þar af leiðandi skilgreinum við drottinveldi sem félags-menningar og trúarlegt kerfi yfirráða er samansett af mörgum formgerðum kúgunar sem að skarast.[9]             Fiorenza segir að nútíma stjórnmálaleg hugsun skýri nánar tvær hliðar á hinu drottnandi valdi. Ein hliðin er sú að leitast er við að tryggja æxlun tegundarinnar og hin snýst um kynferðislega ánægju. Fyrri hliðin viðheldur hinni drottinlegu reglu með því að fara með vald yfir eiginkonum, börnin, þjónum og auði. Sú síðari tengist drottinlegu valdi eða karlkyns-reður valdi sem að fer með vald yfir þeim sem að óskað er eftir. Í nútíma kapítalískum samfélögum þá virkar föðurrétturinn á stofnanalegu formgerðar sviði, en karlkyns eða reður valdið vinnur fyrst og fremst, en ekki útilokandi á málvísindalegu og hugmyndafræðilegu sviði. Stjórnmál yfirráðanna móta hugmyndafræðilegar huglægar stöður sem mynda svo grunninn sem að hugmyndir um yfirráð eru byggðar á.[10] Fiorenza setur síðan fram eftirfarandi formgerðarlegar hliða á drottinveldinu:
  • Drottinveldi er ekki eingöngu yfirráð karla yfir konum. Frekar er það flókið pýramída kerfi yfirráða sem að vinnur í gegnum ofbeldi efnahagslegrar gjörnýtingar og lifaða undirgefni. Hinn drottinvaldslegi pýramídi með stigsbundin yfirráð, getur ekki verið álitinn kyrrstæður heldur síbreytilegt net yfirráða tengsla.[11]
  • Við getum ekki litið á drottinveldi sem ósögulegt eða ósveigjanlegt heldur verðum við að líta á það sem raungert á mismunandi hátt í ólíku sögulegu samhengi. Lýðræðislegt drottinveldi eða drottinvaldslegt lýðræði tengdist á ólíkan hátt í fornöld og í nútímanum.[12]
  • Það er ekki aðeins kynjakerfið heldur einnig hið lagskipta kerfi kynþáttar, stéttar, nýlendustefnu og gagnkynhneigðarhyggju sem ákvarðar hið drottinvaldslega kerfi. Konur lifa ekki aðeins í fjölmenningarsamfélögum og innan ólíkra trúarbragða, heldur eru þær einnig aðskildar í félagslega hópa með ójafna stöðu, ójafnt vald og ójafnan aðgang að yfirráðunum. Kynþáttamismunun, gagnkynhneigðarhyggja, stéttamismunun og nýlendustefna eru ekki hliðstæð heldur margföld. Hinn mikli kraftur drottinlega valdsins kemur fram í lífi kvenna sem er lifa á botni drottinvaldslega pýramídans.[13]
  • Drottinvaldsleg samfélög og menning þurfa til að virka, þjónandi stétt, þjónandi kynþátt og þjónandi kyn og þjónandi trúarbrögð fólksins. Tilvist þjónandi stéttar er viðhaldið í gegnum lög, menntun, félagsgervingu og grimmilegt ofbeldi. Þessu er viðhaldið með þeirri trú að meðlimir hinnar þjónandi stéttar eru af eðli og með guðlegri tilskipun óæðri þeim sem að þeim er ákvarðað að þjóna.[14]
  • Bæði í vestrænum nútíma og grísk-rómverskri fornöld þá hefur drottinveldið verið í spennu við lýðræðislega siðfræði og kerfi jafnréttis og frelsis. Í róttæki lýðræðislegu kerfi, þá er vald ekki notað í gegnu “vald yfir” eða gegnum ofbeldi og undirgefni, heldur gegnum mannlega möguleika á virðingu, ábyrgð, sjálfs-ákvörðun og sjálfsvirðingu. Þessi róttæka lýðræðislega siðfræði hefur aftur og aftur hrint af stað frelsandi hreyfingum sem að krefjast jafns frelsis, virðingu og jafnra réttinda fyrir alla.[15]
Hér kemur inn hjá Fiorenzu annar þáttur sem er mikilvægur í samhengi Drottinveldisins en það er það sem hún kallar drottinmiðlægni (e. kyriocentrism). Í þessu orði felst félags-stjórnmála- og  drottinvaldslegar athafnir hafa framkallað drottinmiðlæga rökfærslu um einkenni, sem þá staðhæfingu um náttúrulegan mismun milli yfirstéttar karlmanna og kvenna, frjálsra og þræla, eignarmanna, bænda og iðnaðarmanna, þeirra sem fæddir voru í Aþenu og annarra íbúa, Grikkja og barbara, hins menntaða heims og hins ómenntaða. Svipað ferli hugmyndafræðilegrar drottinmiðlægni er skrifað inn í kristna ritningu í og í gegnum hin svo kölluðu heimilislög undirgefninnar.[16] Fiorenza segir að sem hugmyndafræði eða huglæg staða, þá líkt og karlmiðlægnin virki drottinmiðlægnin á 4 stigum.[17]
    1. Á hinu málfræðilega og málvísindalegu stigi: Tungumálið er ekki bara karlmiðlægt, heldur setur það yfirstéttar karlmenn í miðjuna, en yfirstéttar konur og aðrir karlmenn fara út á jaðarinn. Kvenkyns þrælar og fátækar konur verða ósýnilegar.[18]
    2. Á hinu táknræna og menningarlega stigi: Drottinmiðlægni formgerir og gerir eðlileg kynja, kynþátta, stétta og nýlendutengsl sem nauðsynlega ólík.[19]
    3. Á hinu hugmyndafræðilega og menningarlega stigi: Drottinmiðlægni lætur kynja, kynþáttar, stétta og nýlendu fordóma líta út sem eðlilega og hylur þá staðreynd að slíkur munur séu samfélagslega mótaðir. Það formgerir mismuninn sem tengsl yfirráða.[20]
    4. Á félagslegu og stofnanalegu stigi: Drottinmiðlægnin viðheldur annars flokks ríkisborgararétti allra annarra en hvítra yfirstéttar karlmanna. Það gerist gegnum efnahagslega og laga-stjórnmálalegra hjálpargagna og sérstaklega í gegnum félagsgervingu, menntun og innrætingu.[21]
Fiorenza vill kalla hina alþjóðlega visku hreyfingu, kirkju kvenna (e. ekklesia of women). En þetta módel hennar leitast við að brjóta niður hið nútímalega gap milli hinna svo kölluðu veraldlegu og trúarlegu kvennahreyfinga með því að einkenna kristin samfélög og  biblíutúlkun sem mikilvægar hliðar á kvennafræðilegri stjórnmála- og vitsmunalegri baráttu til að umbreyta drottinvaldslegum tengslum yfirráða.[22] Fyrir slíkt ferli glöggvunar, getum við notað innsæi komið frá hinni sérstæðu sögulegu-, stjórnmálalegu- og trúarlegu baráttu kvenna gegn kerfum kúgunar sem verkar á sviði stétta, þynþáttar, kynja, þjóernis og kynferðislegs forgangsréttar og svo framvegis.[23]Fiorenza segir í lok þessa hluta að það að verða á gagnrýninn hátt meðvitaður um gangverk kúgunar og firringarinnar breytir okkur ekki í fórnarlömb heldur gerir okkur kleift að halda áfram baráttu viskunnar um allan heim fyrir jafnrétti og velferð allra.[24]

[1] Sama, bls. 115.[2] Sama, bls. 115.[3] Sama, bls. 116.[4] Sama, bls. 116.[5] Sama, bls. 117.[6] Sama, bls. 117.[7] Sama, bls. 118.[8] Sama, bls. 118.[9] Sama, bls. 118.[10] Sama, bls. 121. [11] Sama, bls. 121.[12] Sama, bls. 122.[13] Sama, bls. 122.[14] Sama, bls. 122.[15] Sama, bls. 122.[16] Sama, bls. 123.[17] Sama, bls. 124.[18] Sama, bls. 124.[19] Sama, bls. 124.[20] Sama, bls. 124.[21] Sama, bls. 124.[22] Sama, bls. 130.[23] Sama, bls. 130.

[24] Sama, bls. 130.

Eftirfarandi hefur verið tekið úr bókinni: Wisdom Ways. Introducing Feminist Biblical Interpretation.

Eigði góða helgi Heart

péesssss: Þau sem lásu fá tvö prik og broskall í kladdann....Smile


Ég er svo glöð...

rautt hár Þetta er svo mikil stórfrétt að ég er hreinlegast himinlifandi. Nú veit ég að minnihluta hópur rauðhærðra var líka til meðal Neanderthalsmanna. Þeir eru nú reyndar útdauðir ... en ekki ég Wizard.....ég er enn til og er rauðhærð og sæl!

Ég trúi að rauðhærðir séu komnir til að vera og stefni á heimsyfirráð!

Við munum ekki deyja út eins og neanderthalsmenn! Ó nei....Við munum lifa af Halo!

Það er sko baráttuhugur í rauðhærða hausnum mínum sem aldrei fyrr W00t!

Ég er ekki að grínast, mér er dauðans alvara!


mbl.is Vísbendingar um að sumir neanderthalsmenn hafi verið rauðhærðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér finnst svo margt skrýtið í þessu máli!

Ég fer alveg á flug með samsæriskenningarnar núna!!

Hvers vegna var gert hlé eftir að tveir fulltrúar höfðu tjáð sig og síðan engar fleiri umræður?? Hver vegna vill biskup ekki tjá sig um það??

Hver vegna var hin tillagan síðan dregin til baka??

Hver vegna þarf að standa vörð um hefðbundinn skilning á hjónabandinu, merkir það núna að málinu sé lokið og engar frekari umræður í boði um hjónabandið og skilninginn á því! Merkir það að nú mun kirkjan ekki ræða þetta frekar, allir glaðir og allir sáttir Wizard!

Ég er einhvern veginn viss um að það séu bara alls ekkert allir sem að gleðjast og fagna, vissulega einhverjir. En það mun ekki nást sátt um þetta og alls ekki  ef það á að halda áfram að skapa aðgreiningu með því að nota hjónabandið sem valda- og útilokunartæki gegn samkynhneigðum.

Ég persónulega skilgreini ekki mitt kynhlutverk á grundvelli hjónabandsins eða hjúskaparlaganna. Hef svo sem lítið spáð í þeim lagabálki eftir að ég gifti mig og líka áður en ég gerði það. Ég hugsa að kynhlutverkið hafi orðið til miklu fyrr og vafið inn í það félagslega umhverfi sem að ég er fædd inn í. Ég skilgreini mig í mínu hjónabandi út frá þeim tilfinningum sem að ég ber til mannsins míns og við eigum gagnkvæm samskipti byggð á ást, virðingu og trúfesti. Hjúskaparlögin gera mig ekki að konu eins og ágæt kona orðaði það nokkurn veginn um daginn.

Ég er ekki tilbúin til að standa vörð um þennan hefðbundna skilning og ætla mér ekki að taka þátt í þeim leik. Því miður, en ég er ekki sátt og eflaust verða einhverjir sammála mér, örugglega einhverjir ósammála! Þannig er nú bara lífið, en mér finnst þetta líta út sem þvinguð niðurstaða, það er bara tilfinning sem ég fæ og grunur minn er sá að hér fari ekki allir sáttir frá borði og nú muni þjóðkirkjan en og aftur gjalda þess með úrsögnum.

*hrmpf*

 


mbl.is „Verum meðvituð um að niðurstaða er fengin og gleðjumst yfir því"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona er staðan...

 gleði

Ég er búin að vera heima í dag, fékk í magann Sick og fór að vorkenna mér. Horfði fram á allt sem að ég á eftir að gera og varð ennþá pirraðri og svo ætlaði ég að fara út í búð  en þá var ruslabíllinn búin að leggja fyrir bílinn minn og ég komst ekki neitt Crying. Pirringurinn bar mig nánast ofurliði....W00t!

Þá allt í einu sá ég smá týru og mér datt í hug að byrja á einhverju af því sem að ég á eftir að gera og viti menn ég sökkti mér niður í ritgerðina mína, og nú er ég komin á kaf í feðraveldi, stofnanagerða illsku og kristinn feminisma! Nú hef ég skrifað tvær síður í viðbót við hitt og er bara komin aftur á skrið.

já, ég hef fullt að gera, það er margt sem að truflar mig, margt sem að ég skil ekki, á fjölskyldu sem að sest ekki á hakann á meðan ég vinn og sinni öðrum málum. Þetta er oft drulluerfitt að samræma allt saman og ég verð stundum alveg úrvinda og uppgefin og langar mest upp í rúm og vera þar fram á vor.

En þegar maður nær að snúa vörn í sókn, snúa sér að málum sem að vekja hjá manni ástríðu og áhuga. Knúsa börnin InLove sín og eiga gott samfélag við sinn ástkæra eiginmann InLove. Þá er lífið ágætt InLove. Þetta  er alltaf spurning um rétta forgangsröðun og það sem að skiptir mestu máli í lífinu!!

Ég breyti ekki fólki með því að blogga og skrifa athugasemdir við skrif sem að mér líkar ekki. Svo mikill er nú ekki minn máttur, en maður getur reynt að hafa áhrif, ef að það virkar ekki ....þá bara só bí it Whistling!

Ég veit hvar ég stend, hverju ég trúi og hvað ég vil að verði. Það ætti að nægja mér í bili.

Þannig að ég er nokkuð bara róleg og yfirveguð og geri tilraun til að leggja gremjuna mína á hilluna í bili Halo.

Bakk tú bissness .... nú horfa á mig þrjú hungruð börn og vilja mat! Þá er bara að hverfa í forgangsröðina og leggja til atlögu við eldhúsið!

Bless í bili.....

Kveðjur frá húsmóður, nema, og útivinnandi konu á fullri ferð!

 


Bloggandleysisleti!

konan

Ég hef alveg afskaplega lítið að segja þessa dagana, viðurkenni að ég hef mest megnis verið að lesa önnur blogg og fylgjast með umræðunni.

Einhvern veginn hef ég lítið við að bæta þessa dagana og læt þetta tímabil bara líða og svo eflaust dettur mér eitthvað í hug fljótlega.

Mig dreymdi nú í nótt að ég væri að skrifa blogg um söfnuðinn í Korintu vegna greinar sem að ég er að skoða, sem er saga fólksins. Þetta er sem sagt ekki saga að ofan, heldur er þetta svona peoples history, þar sem reynt er að rýna inn í fólkið sjálft og viðbrögð þeirra en vitað er að miklar deilur voru innan þessa safnaðar. Sagan vill oft gera þetta svo slétt og fellt. Kannski er það ekkert skrýtið að enn er deilt, fyrst að kenningarnar mættu hugsanlegri andstöðu strax í upphafi??

En ég er eitthvað að pirrast, búin að lesa of mikið af gremjulegum trúarbloggum og þá verð ég andlaus og þreytt og nenni ekki að taka þátt í þessari vitleysu. Þannig að ég vendi mínu kvæði í kross og safna kröftum og kem aftur með krassandi, andhefðarlegan pistil um Korintu og hamaganginn þar í kringum 50 e.kr.

Bíðið bara spennt þangað til, sem ég efast ekki um að þið gerið.....þar sem að allir vildu um Korintu lesið hafa WhistlingWizard!

Verið hress, ekkert stress og bless Cool!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 66443

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband