Færsluflokkur: Vefurinn

Þetta finnst mér hressandi...

...og eitthvað sem að vakti mig úr letikastinu:

http://www.religionnewsblog.com/21553/catholic-church-women-priests

.......kíkið á þessa slóð og gleðjist yfir endalausu ofbeldi kaþólsku kirkjunnar á konum Wizard! Það er margt svo undarlegt í þessum heimi, ég verð stundum svo bit!
 
pées.....getur einhver kennt mér að setja svona slóð inn og í stað þess að setja inn slóðina, setja svona "hér" og þegar maður klikkar á hérið ...þá kemur síðan upp Cool!
 
Í Guðs friði Halo og lengi lifi kvenprestar Wizard!

Er ekki í bloggfríi....

Heldur er ég að kljást við bilaða tölvu sem að ákvað á fimmtudaginn var að hætta að tengjast internetinu alveg upp á eigin spýtur Devil!!

Ég er sem sagt í lánstölvu núna til að láta ykkur vita, sem eru orðin viti ykkar fjær af áhyggjum af mér  Cool að ég er heil á húfi og full gremju út af tölvunni minni sem er ekki að virka og sýnir enga viðleitni í þá átt að gera það DevilDevil.

Á meðan hími ég netlaus úti í kulda og trekki og kemst ekki inn í hlýjuna hér á blogginu Crying!

Þangað til að tölvan lagast....Heart

Bless í bilinu!


The Secret of my success!

HómerÉg er búin að fattaða...ó já! Núna veit ég hvernig ég kemst í heita pottinn hér á blogginu, jams...tók mig tæpt ár en það hafðist! Einfaldir hlutir geta vafist fyrir miklum hugsuðum...LoL!

Sko....hlustið nú vel, svona á að gera:

Annað hvort að blogga um kynhegðun karlmanna í Rómarveldi, færsla sem að skilaði 125 ath.semdum og fór í heita pottinn (persónulegt met Wizard)

Eða að blogga gremjulegt dylgjublogg!

Jams....ðats ðatt! Ég hef þó ekki reynt alveg allt ennþá, á eftir að blogga karlhaturslegt feminstablogg....það kemur Tounge!

Þá hef ég deilt þessum leyndardómi með ykkur, það er ekki annað hægt vegna þess að öll ölum við þann draum í brjósti að komast alla vega tvisvar á ári í heita pottinn....ekki reyna að segja að svo sé ekki, ég mun ekki trúa því!! Við erum jú mannleg og viljum athygli, annars værum við ekki að blogga........hrmpf!

Nóg í bili...netið mitt er svo hægt núna að það mæti halda að það væri handsnúið...

Góða nótt og góða helgi!

Þettaeralvörublogg!


Tilvitnun!

"Eftir því hljótum við, að því er virðist að hafa kynnst jöfnuði fyrir fæðinguna?"

"Já, svo virðist vera."

"En ef við fengum þessa hugmynd fyrir fæðinguna og höfðum hana, þegar við fæddumst, þá þekktum við líka, áður en við fæddumst og í fæðingunni, ekki aðeins hið jafna og hið minna og stærra, heldur einnig allt af sama tagi. Því það er ekki jöfnuður einn, sem um er að ræða, heldur einnig hið fagra sjálft og hið góða sjálft og hið réttláta og hið helga og raunar allt, eins og ég hef sagt, sem við mörkum veruleikanum sjálfum í spurningum okkar og svörum. Svo við hljótum að hafa öðlast þekkingu á öllu þessu, áður en við fæddumst."

"Já, það er satt".

Ef við nú ekki gleymum því jafnóðum, sem við höfum lært, þá hljótum við að vita það frá fæðingu og alla ævi upp frá því. Því að vita er að öðlast vitneskju, að varðveita hana og glata henni ekki. Eða er það ekki þetta sem að við köllum gleymsku, Simmías minn - að týna því sem við vitum?"

´"Jú, vafalaust, Sókrates, " svaraði hann.

"Síðustu dagar Sókratesar" eftir Platón


Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband