Færsluflokkur: Menntun og skóli
4.11.2008 | 13:41
Ekki-blogg!


Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.10.2008 | 14:30
Hefur Guðspjall fléttu; Jóhannesarguðspjall!


Hefur Guðspjall fléttu!
Ýmsir atburðir, hugsanlega jafnvel almenn mótun guðspjalls sögunnar, var nú þegar ákvörðuð fyrir guðspjallamennina, í þeir hefðum sem þeir tóku við. Guðspjallamennirnir þurftu samt að móta þetta efni í eina samhangandi heild. Þeir þurftu að gefa atburðunum merkingu og sannfæra lesandann að þessi merking væri undirskilin í atburðunum allan tímann.
Atburðir í frásögu hafa ákveðna merkingu vegna þess að þeir eru hluti af sögu sem hefur endi. Fléttan þess vegna túlkar atburðina með því að setja þá í röð, í samhengi og inn í frásagnarheim sem skilgreinir merkingu þeirra.
Til þess að móta innra samhengi og miðla mikilvægi sögunnar, þá völdu guðspjallamennirnir efnið, mótuðu og röðuðu því, þannig að uppröðunin ákvarðaði ákveðna framrás og ákveðið orsakasamband. Atburðir og samræður voru notaðar til að ákvarða ýmiss þemu og sagnaminni sem endurtaka sig í gegnum guðspjöllin og sögumaður og persónur voru mótaðar til þess að vinna með því markmiði að miðla merkingu sögunnar.
Sérhver guðspjallamaður segir í meginatriðum sömu söguna, en flétta og áhersla guðspjallanna er í stórðum dráttum ólík. Munurinn er ekki aðeins vegna stórkostlegrar sköpunargáfu guðspjallamannanna, heldur einnig vegna félagslegs og menningarlegs arfs bæði gyðinga og heiðingjanna en hann var nógu flókinn og gróskumikill til að leyfa fjölda stefja, áherslna, kaldhæðni og vísbendinga í hverju guðspjalli fyrir sig.
Markúsarguðspjall fókusar á hvernig hulið, messíanskt einkenni Jesú er opinberað og hvernig samband Jesú við lærisveinana þróast og hnignar.
Matteusarguðspjall byrjar á ættfræði, tengir Jesú við Abraham og Davíð og fæðingu Jesú sem Immanúel. Guðspjalllið endar á sömu nótum, eftir að hafa rannsakað sambandið milli hins gamla og hins nýja í starfi Jesú, tengslin milli kenninga hans, mikilla verka, dauðans og mikilvægi sögunnar fyrir kirkju gyðing- kristinna sem deila trú sinni með heiðingjunum.
Lúkasarguðspjall byrjar í gyðingdómi og rekur líf Jesú til Jerúsalem og að þeim punkti þar sem lærisveinarnir eru tilbúnir til að byrja vinnu kirkjunnar, sem nær hámarki í því að guðspjallið verði boðað opinberlega og óhindrað til heiðingjanna en það er saga Postulasögunnar. Guðspjallið fókusar þess vegna á hreyfingu sem er að koma fram í starfi Jesú og hvernig það var mögulegt að halda áfram eftir dauða hans. Á sama hátt tengir guðspjallið hreyfinguna aftur á bak, til upphafsins á starfi Jesú.
Vaxandi meðvitund er sú að Jesús muni verða drepinn og vaxandi fjandsakapur í hans garð mótar flestar heimildir fyrir dramatík guðspjallanna en hvert og eitt þeirra þróar aðgreinda fléttu og ólík þemu.
Ekki aðeins hafa guðspjöllin fléttu heldur er fléttan í ákveðnum skilningi túlkun guðspjallamannsins á sögunni og enginn þeirra gat komist hjá því að túlka hana. Þeir skrifuðu nákvæmlega til að leggja fram sína túlkun á guðspjallasögunni. Flétta og persónugerð eru tvö tæki sem þeir notuðu til að uppfylla verkefni sitt og eru í raun kröfur sem lagðar eru á hvern höfund sem skrifar frásagnar bókmenntir.
Greining á þessum þáttum miðilsins ætti að afhjúpa einstaka hönnun hvers guðspjalls á greinarbetri hátt.
Hver er flétta Jóhannesar?
Meðvituð flétta frásögunnar er augljósari í Jóhannesi en í samstofnaguðspjöllunum. Nokkur bókmenntaleg atriði benda á mótun fléttunnar í Jóhannesi:
- Atburðum er raðað í aðra röð en í samstofnaguðspjöllunum.
- Jesús ferðast fram og til baka í Júdeu og Galíleu og átökin í musterinu er fyrsta opinbera verkið hans frekar en að þau eru loka ögrunin, líkt og átökin eru í samstofnaguðspjöllunum.
- Samræður Jóhannesar eru meira upp hugsaðar og minna raunsæjar en þær sem birtast í samstofnaguðspjöllunum. Að auki eru sannanir fyrir því að ræðuefninu hafi verið hagrætt af þematískum og guðfræðilegum ástæðum í samstofnaguðspjöllunum (d. Mt. 5-7).
Punkturinn er þessi: Það eru sannanir fyrir mótun fléttu í Jóhannesi. Samræður eru oftar en ekki knúðar áfram af misskilningi og klaufalegum spurningun. Bæði Jesús og andstæðingar hans tala með málfari Jóhannesar og sömu þemun eiga sér stað endurtekið.
Því meiri sem endurtekningin er, því líklegra er að höfundur sé að nota endurtekninguna til að leggja áherslu á eitthvað og það er mikið af endurtekingum í Jóhannesi.
Myndir, hugtök, þemu, tákn, átök vegna lögmálsins og vegna þess hver Jesús er, birtingar á hátíðum í Jerúsalem og samræður við fylgismenn og andstæðinga er endurekið gegnum frásöguna.
Hver er þá fléttan í fjórða guðspjallinu?? Upphafið, endirinn, endurtekið efni, verkefni persónanna og eðli átakanna, veita öll sannanir fyrir því hver fléttan er.
Guðspjallið hefst á lengdri kynningu á Jesús og fléttan augljóslega snýst um hann. Formálinn kynnir Jesús ekki aðeins sem hið guðlega logos heldur gefur vísbendingar varðandi fléttu guðspjallsins.
Jh. 1.11-12 hefur oft verið kallað summa guðspjallsins í heild: 1Hann kom til eignar sinnar en hans eigið fólk tók ekki við honum. 12En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans.
Vers 14 einkennir mikilvægi starfs Jesú: Og Orðið varð hold,[3]
Hold þýðir maður.
hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika og vér sáum dýrð hans, dýrð sem sonurinn eini á frá föðurnum.
Verkefni Jesú er útlistað nákvæmar í öðrum versum:
1.18: Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.
1.29: Daginn eftir sér Jóhannes Jesú koma til sín og segir: „Sjá, Guðs lamb sem ber synd heimsins.
17.4: Ég hef gert þig dýrlegan á jörðu með því að fullkomna það verk sem þú fékkst mér að vinna.
17.6: Ég hef opinberað nafn þitt þeim mönnum sem þú gafst mér úr heiminum. Þeir voru þínir og þú gafst mér þá, og þeir hafa varðveitt þitt orð.
18.37: Þá segir Pílatus við hann: „Þú ert þá konungur?“
Þessar opinberu staðhæfingar um starf Jesú, árangurinn sem er uppistaðan í fléttu Jóhannesar gefur til kynna að verkefni Jesú er fjölbreytilegt.
Vaxandi andúð gagnvart Jesú og aukin meðvitund um það að hann verði drepinn eru stórar heimildir dramatíkurinnar. Flétta guðspjallsins aftur á móti snýst um uppfyllingu Jesú á verkefni sínu sem er að opinbera föðurinn og veita börnum Guðs umboð.
Þróun fléttunnar í Jóhannesi snýst um þá spurningu: Hvernig ídentítet Jesú verður þekkt og hvernig sumum mistekst að þekkja hver hann er.
Við sem lesendur, erum sett yfir persónurnar sem Jesús mætir, vegna þess að andspænis þeim vitum við að Jesús er hið holdtekna logos sem opinberar föðurinn. Ef að við efumst um þennan skilning þá merkir það að við gefum eftir þá forréttindastöðu sem við höfum og erum í raun ekkert næmari en persónurnar sem við horfum niður til.
Þróun fléttunnar í Jóhannesi!
Formálinn kynnir Jesús sem holdekningu á hinu guðlega logosi, sem var virkt í sköpun.
Verkefni hans er að opinbera föðurinn. Formálinn sýnir einnig fram á andstæð gildi sem verða í átkökum í gegnum frásöguna; Ljós og myrkur, trú og vantrú, náð, sannleikur og lögmálið. Formálinn væri aldrei sannfærandi fyrir lesandann ef það væri ekki fyrir restina á frásögunni. Játningin veltur á endanum á trúverðugleika sögunnar.
Fyrsti hluti guðspjallsins að 2.11, setur fram dramatíska kynningu á Jesú og verkum hans. Hann er lofaður af Jóhannesi skírara og sumum lærisveinanna og opinberar síðan dýrð sína lærisveinunum gegnum fyrsta táknið í Kana. Í þessum hluta er andstaðan mest megnis gefin í skyn í tilvísunum til prestanna og Levítanna sem eru sendir af gyðingum í Jerúsalem til að yfirheyra Jóhannes skírara og síðan í fyrstu óbeinu tilvísun Jesú til stundar sinnar. Fyrsti kaflinn er bjartsýnn. Jesús er kynntur konunglega; Jóhannes uppfyllir hlutverk sitt sem vitni og um leið byrja hinir ýmsu einstaklingar, þá sérstaklega Ísraelítar að fylgja Jesú. Opinberun er að eiga sér stað og það er opinberun um stærri hluti sem verða munu.
Annar kaflinn skýrir og gerir frásöguna flóknari. Fléttan kemur frekar í ljós með dramatískri andstöðu Jesú við misnotkun musterisins. Jerúsalem er sett fram sem hjarta snörpustu átaka Jesú við vantrú sem verður sterkari vegna misskilnings á ritningunum, stofnunum og hátíðum gyðinga. Trú lærisveinnanna er framsett handan alls efa (2.11) og gildi þess að sjá tákn, minnast og trúa á ritninguna og á orð Jesú er staðfest.
Lesandanum er líka gefið vandamál til að finna út úr: Af hverju samþykkir Jesús ekki hina mörgu sem trúa á nafn hans (2.23-34). Vandamálið er ekki sett fram af Jesú heldur af sögumanni. Hver er munurinn á þessum trúuðu og lærisveinunum. Er það að trú er aðeins samþykkt ef hún leiðir til opinberrar skuldbindingar til að fylgja Jesú?? Þetta vandamál gefur 2. kaflanum ekki eins bjartsýnan endi og sá fyrsti hefur. Dauði Jesú er í skugganum (2.21-22) og það eru sumir sem Jesús treystir ekki fyrir sjálfum sér, jafnvel þó þeir trúa á nafn hans.
Þriðji kaflinn: Í þriðja kafla Jóhannesar er enn ekki mikil andstaða gagnvart Jesú. Lesandinn fær þó frekari leiðbeiningar til að skilja merkingu þess hvað er ásættanleg trú og hverjar afleiðingar þess að trúa er og þess að neita því að trúa. Jesús byrjar á því að hafa áhrif á einstakling, sem stendur fyrir leiðtoga gyðingdómsins. Á sama tíma gerir höfundur það ljóst að það séu ekki nein raunveruleg átök milli Jesú og gyðinganna eða opinberra leiðtoga þeirra en átökin eru á milli Jesú og þeirra sem neita að taka við þeirri opinberun sem hann ber með sér. Vantrú er hinn raunverulegi andstæðingur. Hér aukast áhrif Jesú og fylgi við hann vex.
Fjórði kaflinn: Hér er aftur lítil andstaða við Jesú. Kaflinn hefst á óbeinni tilvísun til ógnar sem stafar frá Faríseum (4.1, 3) Jesús er að eignast fleiri lærisveina en Jóhannes. Samverska konan hyllir hann sem Krist og margir í þorpinu hennar segja hann vera “frelsara heimsins”. Í fyrstu fjórum köflunum er ekki meira en táknræn andstaða og aðeins skuggi þess sem koma skal.
Fimmti kaflinn: Þessi kafli kemur inn með nýja þróun: Hér magnast átökin um það hver Jesús er mikið. Gyðingarnir verða mikilvægir í fyrsta skipti og grundvöllur átakanna er útskýrður. Aðalmálið er opinberunin, er það Jesús eða lögmálið. Þeir sem halda í algert kennivald Tórunnar segja það að Jesús hafi brotið hvíldardags lögmálið og guðlastað. Fyrir gyðingana, afsanna þessi brot kröfu Jesú um það hver hann er. Gyðingarnir standa fyrir eina kostinn sem er andspænis trú lærisveinanna. Jesús talar sjálfur um hlutverk sitt sem “mannsonurinn”. Hinn dramatíski kraftur þess sem eftir er af guðspjallinu er byggður upp í kringum þessi átök.
6. kafli: Átökin við vantrú stigmagnast í þessum kafla. Það eru engin önnur mikilvæg átök í Jóhannesi; ekki átök við djöfla eða náttúruna, engin átök Jesú við sjálfan sig og lítil átök við lærisveinana. Gangan á vatnin felst ekki í því að stilla storm. Mikilvægi atburðarins liggur í endurupplifun á Exodus og einkennum þess atburðar sem vitrun. Guðspjallamaðurinn sýnir að afneitun gyðinganna á því að trúa, opinberar það að þeir hafa ekki skilið Tóruna, Móses og Exodusatburðinn. Uppfylling Jesú á hlutverki Móses í Exodus og krafa hans að geta útvegað brauð lífsins sem er varanlegra en Mannað í eyðimörkinni veldur klofningi og ósætti meðal gyðinganna. Truflunin meðal gyðinganna dreifist til lærisveinanna að auki. Þeir byrja að muldra, sumir þeirra trúa ekki og einn mun svíkja Jesú. Margir lærisveinanna yfirgefa hópinn en þetta táknar snögga breytingu í gæfu Jesú. Bjartsýni hinna fyrstu kafla er snögglega fyrir bý og ástæða þess að efast um það hvort Jesús muni klára verkefni sitt á árangursríkan hátt kemur fram.
7. kafli: Hér verður andstaðan harðari og hún byrjar í raun á að hervæða sig. Gyðingarnir í Júdeu leitast eftir að drepa Jesú og endurtekið reyna þeir að handtaka hann. Jafnvel bræður Jesú trúa honum ekki. Vantrú dreifist frá fjöldanum til lærisveinanna og jafnvel til bræðra Jesú; sundurþykkja dreifist um fjöldann vegna þess að sumir trúa, Þau sem íhuga að trúa hafa nú ástæðu til að óttast gyðingana. Tilraunir til að handtaka Jesú eru hindraðar vegna þess að stund hans er ekki komin, þannig að stundin tengist handtöku hans.
8. kafli: Hér ná samskipti Jesú við gyðinganna sínum fjandsamlegasta hæðum. Mörg þemu og rök úr fyrri köflun eru endurtekin, en miðlægustu rökin snúast um faðerni. Senan endar þar sem Jesús segist vera eldri en Abraham og þar af leiðir honum æðri og gyðingarnir reyna að grýta hann. Hér er ekki lengur von um sættir!!
9. kafli: Í ákveðnum skilningi myndar 9. kaflinn og hluti af þeim tíunda túlkunar hlé. Hápunktur fjandseminnasr fellur niður og tilraunir til að handtaka Jesú bera engan árangur. Aftur á móti er þematísk þróun alveg ljós. Jesús sem áður sagðist vera ljós heimsins, gefur nú blindum manni sýn, sem var fæddur til myrkurs. Smátt og smátt öðlast þessi maður andlega sýn að auki og um leið er blinda faríseanna opinberuð.
Það er aftur deila meðal gyðinganna í 10.19 um það hvort Jesús sé andsetinn. Krafa Jesú um einingu með föðurnum leiðir til annarrar tilraunar til að grýta hann og endurtekin er krafan um að handtaka hann. Enn og aftur er tilraunin til að handtaka hann árangurslaus og hann fer frá Jerúsalem.
11. Kaflinn: Hið flókna samband lífs og dauða er afhjúpað í 11. kaflanum. Jesús snýr aftur til að kalla vin sinn frá dauðum til lífs á ný, þrátt fyrir að Tómas haldi að þetta verkefni muni kosta Jesú lífið. Lífið er að trúa og Jesús er upprisan og lífið. Þetta tilefni setur Jesús augliti til auglitis við sinn eigin dauða, hans eigin gröf, grátandi konur og táknrænan stein sem verndar gröfina fyrir hinum lifandi. Jesús er hrærður en í gegnum styrkleika sambandsins við föðurinn þá sigrar hann dauðann. Sumir trúa en um leið skipuleggja yfirvöldin dauða hans, réttlæta hann á þann hátt að það sé nauðsynlegt fyrir öryggi þjóðarinnar. Hér er orðin lítil ástæða til að vonast eftir að yfirvöldunum muni mistakast aftur.
12. kaflinn: Á margan hátt er 12. kaflinn, kafli umbreytinga. Hér með lýkur opinberu starfi Jesú og kaflinn lýsir loka skrefunum í átt að handtöku Jesú og dauða og um leið mótar hann fastan hlekk milli 11. kaflans og þess þrettánda. Opnunar senan er smurning fóta Jesú (ekki höfuð hans) meðan hann situr til borðs. Júdas er aftur kynntur sem sá sem mun svíkja hann og Jesús tengir þann atburð sem undibúning líkama sins til greftrunar.
Ingangan í Jerúsalem og Jesús er hylltur sem konungur, þetta er titill sem mun öðlast mikilvægi við réttahöldin og dauðans.
13. kafli: Þessi kafli opnar á þeirri útskýringu sögumanns að Jesús veit að stundin er komin að hann snúi aftur til föðurins! Hér þvær Jesús fætur lærisveina sinna. Lærisveinarnir fá skipun þess að elska hvern annan en jafnvel Pétur mun afneita honum þetta sama kvöld. Eftir þetta hefst hin langa kveðjuræða fram að 18. kaflanum.
18. og 19 kafli: Hér er biðinni lokið og atburðirnir byrja að ganga hraðar í átt að dauða Jesú. Nauðsyn dauða Jesú er ákvarðaður með trúleysi lærisveinanna.
Guðspjallamaðurinn setur síðan sviðsljósið snilldarlega yfir á Pílatus. Það er hann sem er fyrir rétti og dómur hans verður jafn mikið yfir honum sjálfum og yfir Jesú. Þrisvar sinnum lýsir Pílatus því yfir að Jesús sé saklaus og í lokin þá lýsir titillinn sem hann neglir á krossinn: Jesús frá Nasaret, konungur gyðinga” því yfir hvert Pílatus telur vera hið sanna ídentítet Jesú.
20. kaflinn: Á fyrsta degi vikunnar, finnur María Magdalena gröfina tóma. Pétur og elskaði lærisveinninn hlaupa að gröfinni og finna grafarklæðin þar. Elskaði lærisveininn sér og trúir. María Magdalena sér Jesú upprisinn, en þekkir hann ekki fyrr en hann kallar hana með nafni. Henni er sagt að hann hafi enn ekki stigið upp til föðurins en hún eigi að fara og segja lærisveinunum hvað hún hafi séð. Með sæluboði um að þeir sem trúa án þess að sjá muni verða sælir lokar guðspjallinu. Þetta er hinn upprunalegi endir sem var skrifaður til að fá lesendur eða áheyrendur til að trúa.
21. Kaflinn: er eftirmáli, sem var bætt við guðspjallið stuttu eftir að lokið var að skrifa það.
Lokaorð: Flétta guðspjallsins er knúin áfram af trú og vantrú, sem þá viðbrögðum við Jesú. Miðlægni þessara átaka er staðfest með þeirri staðreynd að nánast helmingur sagnarinnar að trúa (98 af 239) í Nt kemur fyrir í Jóhannesarguðspjalli. Fléttan er sundurlaus og stundum gölluð. En höfundurinn notar ýmsa þætti til að auðga heildina. Á meðan samræður hægja á atburðarásinni, þá magna þær átökin og skapa rými fyrir þematíska þróun.
Með því að sýna Jesú samskiptum við fólk í hversdagslegum aðstæðum þá er guðspjallið að dramatísera þau skilaboð að orðið er orðið hold og dvelur á meðal okkar. Í brúðkaupi, við brunn, í musteri meðal hinna trúuðu, við laug meðal hinna sjúku og lömuðu, þá komast venjulegar persónur nálægt því að þekkja dýrðina í holdi. Guðspjallið er vitnistburður þess sem talar fyrir alla þá sem þekkja orðið í Jesú. Fléttu guðspjallsins er þess vegna stjórnað af þematískri þróun og því hernaðarráði að fá lesendur til að trúa túlkun guðspjallsins á Jesú.
Góða helgi !
28.9.2008 | 13:14
Gnostisismi, rétttrúnaður og Adam og Eva!




Gnostískur spuni í tengslum við Genesis frásöguna!
Um leið og kristni hóf að dreifast út um rómverska keisaraveldið, hófst þróun á samfélagslegum stofnunum. Það þróaðist um leið voru aðferðir til að aðgreina milli þeirra sem voru samþykkt sem rétttrúandi (orþódox) og þeirra sem var hafnað sem afbrigðilegum og þeirra sem urðu þekkt sem gnostísk kristnir.
Í upphafi var ekki mikið skipulag á hinum dreifðu kristnu söfnuðum í Rómarveldi. Heldur var í raun mikill fjölbreytileiki til staðar, allt frá meinlætamönnum sem flökkuðu um litlu-Asíu, til hinna fastsettu heimilis kirkna sem voru orðnar vel skipulagðar í asískum og grískum borgum. Trúskiptingar úr Gyðingdómi, hvort sem þeir bjuggu í Júdeu, Grikklandi, Asíu eða Egyptalandi höfðu tilhneigingu til að fá lánað skipulag sýnagógunnar. Í sýnagógunni var leitogi sem stýrði hópi öldunga, kallað á grísku “presbyteroi” síðar þýtt á ensku sem “priests”. Aðrir trúskiptingar, upprunarlega útlendingar, þróuðu með sér annað stjórnkerfi sem þeir tóku að láni úr heimilishaldinu, í þá stóru samhengi. Þetta fól í sér hóp af þjónum, kallað á grísku “diakones” varð síðar þýtt á ensku “deacons” (ísl. Djáknar). Þessum þjónum var stjórnað af umsjónarmanni, kallaður á grísku “episkopos” en það merkir hjá okkur “biskup”. Á næstu þremur öldum fóru þessir biskupar að taka ábyrgð á sérstökum svæðum eða “sóknum”. Þetta var munstur sem var byggt á skipulagi rómverska hersins.
Það sem aðgeindi kristna frá öllum öðrum, samkvæmt bæði heiðnum og kristnum samtímamönnum, var siðferðileg harka þeirra sem vakti jafnvel aðdáun heiðingja sem voru andsnúnir hinni kristnu hreyfingu.
Þau verk sem hinir kristnu lofuðu, t.d. að halda sig frá kynlífi, deila gæðum sínum með öðrum og að búa með fólki af öllum kynþáttum, höfðaði sérstaklega til þeirra sem voru viðkvæm fyrir kynferðislegri misnotkun, áttu ekki í sig og á og bjuggu við kynþáttafordóma. Þetta voru leysingjar, fólk sem hafði ekki borgaraleg réttindi, þælar og þau sem voru fordæmd og var hafnað innan hins rómverska heims.
En um leið og kirkjurnar urðu stofnanalegri, þá spornuðu einhverjir hinna kristnu við því ferli.
Sumir eldheitir kristnir vildu endurvekja tilfinninguna fyrir þeirri andlegu umbreytingu sem þeir fundu í boðun Jesú. Fyrir þessa kristnu merktu trúskiptin meira en bara að meðtaka skírn og að fylgja nýjum siðferðisreglum, byggðum á boðun Jesú. Það að verða kristinn merkti að finna sitt andlega eðli, að uppgötva eins og einn kennarinn orðar það: hver við erum og hvað við erum orðin, hvar við vorum.....hversu fljótt við fölnum, frá hverju við erum leyst; hvað fæðing er og hvað er endurfæðing.
Margir hinna kristnu sem voru að reyna að ná hærri sviðum andlegrar meðvitundar áttu ekki í vandræðum með það sem biskuparnir kenndu; Menn voru sammála um að siðferðisleg leiðsögn varðandi góð verk og skírlífi var ekki aðeins gott heldur nauðsynlegt fyrir flest fólk.
En einhverjir hinna kristnu mótmæltu því að vera sagt hvernig þau ættu að hegða sér og hvernig þau ættu að hugsa. Jafnvel þó að þau væru sammála um að fyrsta skrefið í að verða kristin væri að taka við trúnni og meðtaka skírn af biskupunum, þá vildi þessi kristnu ganga lengra. Löngun þeirra var sú að verða andlega fullorðin, að fara lengra en grunvallar leiðbeiningar í átt að æðri stigum skilnings.
Þessi æðri meðvitund var kölluð “gnosis” sem merkir þekking eða innsýn. Þessir kristnu sögðu að prestar og biskupar væru ekki nauðsynlegir til að öðlast gnosis.
Þegar Ireneus frá Lyon (c.180 C.E) uppgötvaði að innan safnaðar hans var stór hópur kristinna sem reyndi að slíta sig undan kennivaldi hans og reyndi að kynnast Guði beint í gegnum gnosis eða í gegnum milliliðalausa reynslu, þá viðurkenndi hann og jafnvel með smá gremju að hann bæri virðingu fyrir andlegum tilgangi þeirra. Sem biskup, þá lenti hann fljótt í átökum við ákvörðun þessa hóps að fylgja Kristi á þeirra eigin hátt. Hann ákvað að ákvörðun þeirra skapaði aðgreiningu og að þessi hópur væri hrokafullt vandræðafólk sem ógnaði einingu kirkjunnar og kirkjuaganum. Ireneusi var einnig umhugað um að gnostísk kennsla ógnaðu boðun frelsis sem hann og margir aðrir töldu miðlægt í fagnaðarerindinu.
Gnostíkearnir sjálfi, deildu ekki einni hugmyndafræði eða tilheyrðu einum ákveðnum hópi og í raun voru ekki allir kristnir. Margir kristnir gnostíkear voru meðlimir kristinna safnaða, bæði leikmenn og einnig meðlimir klerkastéttarinnar. Margir Gnostíkear fylgdu einnig ákveðnum andlegum kennurum sem lofuðu að innleiða fólk inn í dýpri leyndardóma trúarinnar.
Ireneus beindi sinni pólemík sérstaklega að hópi gnostísk kristinna sem meðlimir í hans eigin söfnuði drógust einna helst að. Þetta var hópur sem biskupinn áleit sérstaklega hættulegan og hæfan til að valda klofningi. Þetta voru fylgismenn hins andlega leiðtoga Valentínusar.
Valentínus hvatti hina kristnu til að ganga lengra en barnaskref trúarinnar kenndu. Fylgismenn hans sögðu að þeir hefðu fengið hjá honum aðgang að leyndum kenningum Páls, dýpri leyndardómi, sem Páll hélt frá opinberri kennslu sinni og kenndi einungis örfáum útvöldum lærisveinum. Aðrir Gnostíkear sögðust þekkja dulda kennslu Jesú sjálfs, kennsla sem aðeins væri gefin í skyn í Nt en opinberaðist að fullu í ritum eins og Tómasarguðspjalli, Maríuguðspjalli og samræðum frelsarans (Dialoque of the Savior, Nag Hammadi).
Þessi rit voru þögguð niður og týnd í nærri 1600 ár og voru í raun nánast alveg óþekkt þar til nýlega. Í Desember 1945 voru þessi rit uppgötvuð í eyðimörk Egyptalands, nærri bænum Nag Hammadí. Þessi stórmerkilegi fundur fól í sér fleiri en fimmtíu texta sem ná allt aftur að fyrstu öldum kristninnar. Innifalið í þessum fundi voru einnig forn kristin guðspjöll og önnur rit tileinkuð Jesú og lærisveinum hans. Upprunalegt tungumál þessara rita er gríska en þau rit sem fundust í Egyptalandi höfðu verið þýdd úr grísku yfir á koptísku, sem var algengasta mál Egyptalands á þriðju og fjórðu öldinni e. Kr. Hvort að þessi rit eða í raun og veru hvert þeirra inniheldur raunverulega kennslu Jesú og lærisveina hans vitum við ekki, að sama skapi sem við vitum ekki með fullri vissu hvaða ummæli eða kenningar í Nt eru raunveruleg.
Það sem þessi fundur í raun og veru gefur okkur er stórkostleg innsýn inn í frum kristnar hreyfingar. Í fyrsta sinn getum við lesið verk frá fyrstu hendi sem síðar voru fordæmd og eydd sem villutrú af biskupum. Nú í fyrsta sinn geta “villutrúarmennirnir” talað til okkar með þeirra eigin orðum. Kirkjuleiðtogar annarrar aldar, þar með taldir Ignatíus, Jústiníus, Ireneus, Tertullíanus og Klemens höfðu ráðist á hina gnostísk kristnu, fordæmt kenningar þeirra og reynt að reka þá út úr kirkjunum.
Einni og hálfri öld síðar, þegar Konstantínus keisari breytti rómverskri stefnu frá því að ofsækja kristna í að styðja og halda verndarhendi yfir kristninni með miklum fjármunum, sköttum og undanþágum, þá notuðu biskuparnir sem nú voru í sterkri pólistískri stöðu þessi úrræði til að koma á samróma áliti; Þannig að árið 381 skipaði Þeódósíus keisari svo fyrir að villutrú væri glæpur gegn ríkinu.
Textarnir sem voru uppgötvaðir í krukkum nálægt Nag Hammadí sýna okkur augljóslega að þessir “gnostísk kristnu” leituðu eftir guðlegri uppljómun gegnum ferli andlegrar sjálfs-uppgötvunar.
Hinir kristnu biskupar sem kölluðu sig rétttrúaða hafa án efa sagt að þeir hafi einnig leitast eftir andlegri uppljómum en aðferðir þeirra voru ólíkar. Jústiníus heimspekingur fylgdi algengri kristinni hefð þegar hann sagði að ritúal skírnarinnar í sjálfu sér væri uppljómun og sagði að við fæðingu okkar erum við fædd án þekkingar og vals og við erum alin upp við slæma siði og falska menntun. Þannig að trúskiptingar eru fædd fyrst sem börn nauðsynjar og fávisku. En fyrir tilstilli skírnarinnar eru kristnir fæddir aftur sem börn kosta og þekkingar.
Fylgismenn Valentínusar litu á skírnina sem grundvallar innvígsluritúal og fyrir marga skorti það raunverulegt andlegt inntak.
Þegar Gnostíkear og réttrúaðir deildu, leituðu báðir hópar aftur til ritningarinnar sem báðir hópar sýndu lotningu og báðir fundu málstað sínum stuðning innan hennar.
En báðir hópar lásu sömu ritninguna róttæklega á ólíkan hátt. Wiliam Blake segir þetta: Báðir lásu Biblíuna dag og nótt en einn las svart þar sem hinn las hvítt.
Meiri hluti rétttrúaðra kristinna á fyrstu og annarri öldinni, líkt og flestir gyðingar og kristnir æ síðan lásu Biblíuna líkt Jústiníus gerði, sem praktískar, móralskar leiðbeiningar um rétt líferni. Þeir lásu Genesis frásöguna sem sögu um siðferði; Þeir litu á Adam og Evu sem raunverulegar, sögulegar persónur, sem hina virðulegu forfeður okkar kynstofns. Af sögunni um óhlýðni þeirra drógu rétttrúaðir túlkendur praktískan lærdóm í siðferðislegri hegðun.
Tertullianus segir meðal annar um konur í De Cultu Feminarum:
“Vitið þið ekki að þið eruð Eva? Dómur Guðs yfir þessu kyni lifir enn þann dag í dag á þessari öld. Þess vegna lifir sektin enn af nauðsyn. Þið eruð hlið djöfulsins; þið eruð þær sem brutuð innsiglið á bölvun trésins, og þið voruð hinar fyrstu til að snúa baki við hinu guðlega lögmáli. Þið eruð þær sem sannfærðuð þann sem djöfullinn gat ekki spillt. Þið eyðilögðuð auðveldlega ímynd Guðs sem er Adam. Vegna þess sem þið verðskuldið, sem er dauði, þurfti sonur Guðs einnig að deyja”.
Út frá sögunni um fallið gat Tertúllíanus dregið ólíkan siðferðislegan lærdóm; Til dæmis gat hann varað við matgræðgi, vegna þess að át varð Adam að falli. Hann getur hvatt trúaða til að giftast aðeins einu sinn þar sem Guð skapaði aðeins eina eiginkonu handa Adam osfrv..
Rétttrúaðir kristnir sem voru ósammála um túlkun Genesis, voru einna helst ósammála um hvaða siðferðislegan lærdóm mætti draga af sögunni. Til dæmis þar sem Klemens sér blessun Guðs yfir hjónabandi og æxlun í paradís, þá krefst fjórðu aldar meinlætamaðurinn Hýerónímus þess að við eigum að sjá að Adam og Evu var upphaflega ætlað að vera óspjölluð og voru í raun sameinuð í hjónaband eftir að þau höfðu syndgað og voru rekin út með skömm frá Paradís hreinleikans.
Gnostískir kristnir ávíttu hins vegar rétttrúaða fyrir að lesa ritninguna á rangan hátt og þá sérstaklega Genesis og með þeim lestri fundu þeir ekki hina dýpri merkingu. Með því að lesa bókstaflega er sagan af sköpuninni alveg merkingarlaus sögðu þeir. Hinir gnostísku kristnu spurðu m.a.: Eigum við að trúa því að Adam og Eva hafi raunverulega heyrt fótspor Guðs í garðinum eins og sagan gefur í skyn? (Gen. 3.8). Eða Laug Guð þegar hann sagði við þau að þau mætti ekki borða af skilningstré góðs og ills vegna þess að þegar þau gerðu það myndu þau deyja en samt lifðu þau í hundruð ára?. Við hvern var Guð að tala þegar hann sagði: Við skulum skapa mann í vorri myn?? Og af hverju reyndi Guð að dylja þá þekkingu frá Adam og Evu ,sem gæti gert þau “eins og okkur”? (Gen.3.22).
Ákveðnir kristnir gnostíkear héldu því fram að slíkar fjarstæður sýndu það að það hefði aldrei átt að taka söguna bókstaflega heldur ætti að skilja hana sem andlega allegóríu, ekki sem sögu með siðferðisboðskap, heldur mýtu með merkingu.
Þessir gnostíkear tóku hverja línu í ritningunnin sem ráðgátu sem benti á dýpri merkingu. Með því að lesa á þennan hátt varð textinn glitrandi yfirborð tákna sem buðu ævintýramönnum upp á að kanna huldar dýptir til að öðlast innri reynslu eða það sem listamenn kalla, skapandi ímyndunarafl til að túlka söguna með.
Gnostískir kristnir fundu þó ekki upp tækni allgórískrar túlkunar, þvert á móti höfðu kennarar meðal heiðingja og gyðingdóms notað slíkar aðferðir kynslóðum saman til að túlka forna texta.
Allegóristar sögðu það að hver sem horfir lengra en augljós merking textanna sýnir og les þá á táknrænan hátt mun finna hulda merkingu og dýpri sannleika hinnar náttúrulegu heimspeki.
Philon frá Alexandríu tekur til dæmis Adam og Evu fyrir og segir að þau standi fyrir sinn hvorn þáttinn í mannlegu eðli. Adam stendur fyrir hugann, hið eðla og karlmannlega og skynsemi sem er sköpuð í mynd Guðs. Eva stendur fyrir líkamann eða tilfinningarnar, hið lægra, kvennlega eðli sem er uppspretta allrar ástríðu.
Gnostískir túlkendur fundu í garðinum Eden fjölbreytta túlkunarmöguleika.
Ptolemy, fylgismaður Valentinusar, sagði að sagan af Adam og Evu sýni að mannkyn féll í eðlilega meðvitund og missti þannig samband við guðlegt upphaf sitt. Annar fylgismaður Valentínusar, höfundur Filipusarguðspjalls segir að manneskjur hafi fallið í þá villu að flytja hið guðlega á utanaðkomandi verur og þannig skapað trúarbrögð.
“Í upphafi, skapaði Guð mannkyn. En nú skapar mannkyn Guð. Þannig er það í heiminum; Manneskjur búa til guði og dýrka sköpun þeirra. Það væri meira við hæfi ef guðirnir dýrkuðu mannkynið”.
Margir gnostískir textar snúa við táknfræði sögunnar af Adam og Evu og segja að Adam, ekki Eva, tákni sálina á meðan Eva stendur fyrir hið æðra, hið andlega sjálf. Gnostískir höfundar elskuðu að segja söguna af Evu, hina torskildu andlegu visku. Hvernig hún kom fyrst fram innan Adams og vakti hann, sálina til meðvitundar um andlegt eðli sitt, hvernig hún mætti andstöðu, var misskilin, á hana var ráðist og tekin fyrir það sem hún var ekki. Að lokum sameinaðist hún Adam í hjónabandi, og lifði í einingu með sálinni. Reality of the Rulers segir frá því þegar Adam fyrst þekkti Evu, sá hann ekki í henni hjónabandsfélaga heldur andlegan kraft.
Sama rit gengur langt og segir að þegar Adam ætlaði að hunsa rödd Evu, var hann varaður við af skaparanum þannig að hann missti samband við andann, þangað til að hún birtist honum aftur í formi höggormsins.
Þeir gnostísk kristnu sem settu fram þessar “undarlegu uppfinningar” á Genesis frásögunni, litu fram hjá þeim hlutum sem tengdust praktísku siðferði – þannig ásakaði Ireneus þá. Og við fyrstu sýn verður að sammælast honum. Á meðan samtíma kristnir voru að draga siðferðislegan lærdóm af Genesis, þá voru ákveðnir Gnostíkear að skálda mýtur byggðar á sögunni um paradís. Sumir gengu jafnvel lengra, í stað þess að segja að mannleg löngun í þekkingu sé rót allrar syndar, þá gerðu þeir hið gagnstæða og leituðu endurlausnar í gegnum þekkingu. Og þar sem hinir réttrúuðu kenndu Evu um fallið og bendu á undirgefni konunnar sem réttláta refsingu fyrir, þá bentu gnostíkearnir oft á Evu – eða hið kvenlega, andlega vald sem hún stóð fyrir – sem uppspretta andlegrar vakningar.
Margir Gnostíkear glímdu þó við sömu siðferðislegu spurningarnar og héldu rétttrúðum samtímamönnum þeirra uppteknum. Áttu kristnir að forðast hjónaband eða fagna því?? Er kristnum, líkt og gyðingum fyrirskipað að fjölga sér? Hvers konar samband er mögulegt eða eftirsóknarvert milli kristinna karlmanna og kvenna.
En þegar gnostíkearnir nálguðust þessar spurningar, þá gerðu þeir það á annan hátt en rétttrúaðir samtímamenn. Í stað þess að móta nýtt samfélgslegt regluverk, þá leituðust gnostíkearnir frekar eftir að uppgötva og skýra – nákvæmlega í gegnum hina “undarlegu uppfinningu” hinnar gnostísku mýtu – innri uppsprettur löngunar og verka.
Ireneus hafði rangt fyrir sér þegar hann ásakaði gnostísk kristna um að skoða ekki siðferðisleg mál. Þeir aftur á móti tóku þátt í þeim á þann hátt sem hvatti hverja persónu til að kanna sína eigin innri reynslu, þeir trúðu því að hver og einn gæti fundið andann innra með sér.
Hvar stóðu Valentínusarsinnarnir, þá þegar kom að spurningum sem klufu hina kristnu samtímamenn, varðandi hjónaband eða skírlífi?? Það kemur hér á óvart að skrif þeirra um slíkar praktískar spurningar eins og varðandi viðhorf til hjónabandsins eru tvíræð, í raun svo tvíræð að að fræðimenn hafa fært sannfærandi rök fyrir báðum hliðum.
Hið stórkostlega safn ummæla sem við köllum Filipusarguðspjall getur veitt okkur vísbendingar í þá átt að leysa slíkar andstæður vegna þess að höfundur þess ögraði þeim hætti sem flest fólk á þessum tíma setti upp siðferðislegar spurningar.
Kristnir þá, líkt og nú gerðu ráð fyrir því að einhver verk séu góð og önnur slæm, en þeir rökræddu alveg hamstola varðandi hjónaband og skírlífi. Höfundur Filipusarguðspjalls hafnar þessu alfarið. Hann lýtur svo á að ekkert verk sé í sjálfu sér nauðsynlega gott eða illt og þá sérstaklega hjónaband eða skírlífi. Heldur veltur siðferðislegt mikilvægi hverrar aðgerðar á aðstæðum, ásetningi og meðvitund þátttakandans.
En hvernig átti hinn gnostísk kristni að eiga við raunverulega reynslu af hinu illa og þá sérstaklega hinnu illa innra með. Rétttrúaðir kristnir reyndu oft að setja fram reglur fyrir allt samfélagið í heild en höfundur Filipusarguðspjalls segir að hver og einn geti tekist á við hið illa innra með sér. Hver og einn á að æfa sig í sjálfsskoðun og leita að mögulegum uppsprettum hins illa eins og losta, reiði og öfundar í eigin ásetningi, orðum og gjörðum. Það sem breytir einstaklingi andlega skv. höfundinum er stöðug sjálfs-meðvitund og það að samþykkja það, að hið illa þrífst innra með okkur.
Þetta bendir til þess að Valentínusarsinnarnir hafi í raun og veru hafnað fyrirskipunum biskupanna, horft fram hjá samfélagsreglum og fylgt innri leiðsögn sinni og krafist þess að siðferðisleg verk séu einkamál sem hver sjálfstæð manneskja, amk. hver þroskuð manneskja verður að eiga við sjálf.
Þetta sjálfstæði ógnaði einingu kirkjunnar og kirkjuaganum.
Það sem angraði Ireneus meira en nokkuð annað, var það að hin gnostísku skilaboð ógnuðu þeim frelsandi boðum sem höfðu gert kristindóminn svo aðlaðandi fyrir marga trúskiptinga. Rökræðan yfir Genesis opinberaði stórfelldan ágreining meðal annarrar aldar kristinna, en útkoma þessa ágreinings átti eftir að móta kenningu kirkjunnar fyrir komandi aldir. ‘
Eins og við höfum séð, þá leit meiri hluti kristinna trúskiptinga á fyrstu fjórum öldunum á yfirlýsinguna um siðferðislegt frelsi á þann hátt að hún ætti sér grundvöll í Genesis 1-3 og á áhrifaríkan hátt væri hún það það sama og guðspjallið boðaði.
Af skrifum Valentínusarsinna má dæma að þeir hafi verið menn mennta og forréttinda. Þannig má ætla að þeir hafi getað tekið persónulegt frelsi sitt sem gefið, eitthvað sem margir borgarar í Rómarveldi gátu ekki. Einnig getum við gefið í skyn að þeir hafi þekkt af eigin reynslu takmarkanir mannlegs frelsis, vegna þess að mýtur þeirra gefa til kynna að þeim sem er gefin gjöf frelsis bæði siðferðilegt og andlegt og að sama skapi félagslegt og pólitískt frelsi, verða að vera jafn meðvituð um takmarkanir frelsins. Einnig virðast þeir meðvitaðir um það að jafnvel hinar frjálsustu manneskjur eru eftir sem áður háðar þvi sem er fyrir utan mannlegs valds.
Sýn Gnostíkeanna var myrk, hún fól í sér þjáningar en eftir sem áður var hún trúarleg þar sem á endanum allt var háð vilja þess sem þeir kölluðu föður, hina leyndardómsfulla uppspretta eða djúpið! Þessa uppsprettu uppgötvuðu gnostíkearnir í sjálfum sér eða þann sem skapaði allt!
Hinir rétttrúðu kristnu á annarri og þriðju öldinni, frá Jústiníusi og Ireneusi, gegnum Tertullíanus og Klemens og Origenes, stóðu allir sem einn gegn gnostíkeunum og boðuðu á guðspjallið sem boð frelsis, þá sérstaklega siðferðislegs frelsis. Frelsi viljans sem var tjáð í upprunalegu frelsi Adams til að velja líf þjáninga og sársauka. Í nafni þessa siðferðislega frelsis ákváðu Jústiníus og Origenes ásamt fleirum að þola þjáningar og dauða. Aðrir höfnuðu öllu því sem samtímamenn töldu gera lífið þess virði að lifa því, heimili, fjölskyldu, auð og opinbert orðspor. Á meðan kristindómurinn var ofsótt hreyfing þá boðuðu kristnir predikarar hið einfalda og kraftmikla boð um frelsi sem höfðaði til svo margra í rómverska heiminum, og þá sérstaklega til þeirra sem þekktu ekki frelsi í daglegu lífi sínu.
Að lokum: Í nafni þessa frelsis eins og Valentínusarsinnarnir bentu á með kaldhæðni, bældu hinir rétttrúðu niður hinar gnostísku kenningar og höfnuðu hugmyndum þeirra um takmarkanir mannlegra valkosta.
Einhverjar gnostíkeanna litu til Evu, hinn guðlega anda sem þeir sögðu hana vera og beittu henni á kvenkyns meðlimi safnaðarins og gáfu þeim virðingu og þátttöku í söfnuðum, sem á sama tíma var tekin af konum í stofnanagervingu hinnar rétttrúuðu kirkju á annarri og þriðju öld.
23.9.2008 | 17:44
Búhú færsla!






19.9.2008 | 09:57
Tilkynning!!



17.9.2008 | 08:56
Skólastelpur!
Mattan mín, sem er yngsti fjölskyldumeðlimurinn á heimilinu og verður 6 ára eftir tæpan mánuð var að hefja skólagöngu núna í haust. Systir hennar, Sigrún Hrönn byrjaði um leið í þriðja bekk. Hún skipti m.a. annars um skóla og nú eru þær systur saman í skóla sem er hér rétt hjá. Ég leyfði þeim í fyrsta sinn að ganga sjálfar í skólann í morgun, Sigrún hefur aldrei gengið sjálf enda var gamli skólinn hennar lengra í burtu og Möttulíus var eðli málsins samkvæmt í leikskóla og við foreldrarnir komum henni þangað eldhress í bítið á hverjum morgni . En í morgun fengu þær að ganga fylgdarlaust í skólann í fyrsta sinn. Ég stóð, hálf kvíðin og romsaði stöðugt út mér öllum umferðarreglum sem ég mundi eftir, brýndi fyrir þeirri eldri að leiða þá yngri aftur og aftur og aftur
. Þær stóðu bara skælbrosandi, fullar tilhlökkunar að fá loksins að fara sjálfar, enginn beygur í þeim báðum. Síðan fóru þær og ég sat hér hálf óróleg þar til klukkan var 10 mín yfir átta og ég hafði ekki heyrt neitt af þeim, þannig að ég dró þá ályktun að þær hefðu komist klakklaust á leiðarenda. Ekki laust við það að ég hefði andað örlítið léttara
!
Eftir þetta fór ég að hugsa hvernig þetta var þegar ég var lítil og ég labbaði allt sjálf og var meira segja farin að taka strætó niður í Laugardalslaug með frænku minni 8 ára gömul........ég veit ekki hvort að það er eitthvað einstaklingsbundið við mig en mér finnst ég einhvern vegin stundum ekki treysta mér til að sleppa af þeim hendinni strax og svo veit ég stundum ekki alveg hvort ég treysti umhverfinu heldur......kannski er hægt að skella skuldinni á breytta tíma, ég var að byrja í skóla ´81 og nú er 2008! Þetta eru alveg 27 ár og það hefur margt breyst. Mér finnst bara svo óþægilegt að vera ekki alltaf til staðar til að passa þær....ætli ég sé ekki ofverndunarsinni þegar kemur að börnunum mínum, það er víst ekkert of gott fyrir þessa eðalbornu grísi hér við hirðina...
!
Hér er mynd af tilefnunum á leið skólann :
Þangð til næst...Ha´det !
11.9.2008 | 09:45
Gramsað í gömlu efni!

"Í Þýskalandi er annað uppi á teningnum. Þar hefur mikil áhersla verið lögð á pólitíska rétthugsun. Enginn hefur þorað að opna munninn og gagnrýna straum innflytjenda inn í landið, sem hafa flutt með sér heilan menningarheim. Í dag eru aðstæðurnar þannig að í þýsku samfélagi þrífst einskonar hliðarsamfélag, þar sem gilda aðrar reglur og siðir en meðal þjóðverja almennt og mannréttindi virðast ekki eiga við, sérstaklega á þetta við um konur. Um þetta fjallar grein Der Spiegel “Hinar réttlausu dætur Allah”. Þúsundir múslimskra kvenna búa við ok feðraveldisins, læstar inni í íbúðum sínum, varnarlausar gegn ofbeldi og nauðungarhjónaböndum. Þær hverfa inn í hliðarveröld, þar sem húsbændur eru í hlutverki einræðisherra. Venjulegir þjóðverjar líta aldrei þessa veröld. Við þeim blasa á markaðnum litríkir básar Tyrkja, en það sem er undir yfirborðinu lítur aldrei dagsins ljós. Katrin Flies yfirmaður kvennaathvarfs í München, segir þetta:
“Margar konur vita ekki hvar þær hafa búið árum saman. Margar þeirra hafa verið giftar til Þýskalands. Þær hafa aldrei farið út úr hverfinu sínu og sumar ekki út af heimilinu.[1]”
Þess er getið að strangtrúaðir múslimar séu áfjáðir í að setjast að í Þýskalandi vegna þess að hvergi annars staðar í Evrópu fá þeir að stunda trú sína með jafn ströngum hætti.
Í Tyrklandi er bannað að vera með höfuðklút í skólum og háskólum. Frakkar hafa bannað slæðuna í ríkisskólum. Í Þýskalandi aftur á móti eru engar hindranir. Það er ekki litið á Þýskaland sem innflytjendaland. Innflytjendur eru frekar meðhöndlaðir sem gestir en samborgarar. Það er enginn þrýstingur til að láta innflytjendur laga sig að samfélaginu.
Það er ekki vitað hversu margar konur búa við ofbeldi og kúgun í Þýskalandi. Könnun, sem var gerð fyrir tveimur mánuðum sýndi að tyrkneskar konur í Þýskalandi eru mun oftar beittar ofbeldi en aðrar konur. Fjórðungur kvenna sögðust einhvern tímann hafa verið beittar ofbeldi en 38% tyrkneskra kvenna. Þær voru mun oftar beittar ofbeldi og meðferðin á þeim hrottalegri. Fjórðungur tyrkneskra kvenna sögðust ekki hafa hitt eiginmann sinn fyrr en í brúðkaupinu og 9% voru þvingaðar í hjónaband. Þessar múslima konur eru fórnarlömb grimmilegs karlaveldis en einnig þýskrar bannhelgi. Viðkvæðið er þetta, að það má ekki gagnrýna aðra trú og aðra menningu. Þetta eru viðbrögð við reynslu nasistatímans þar sem allt sem var framandi var gagnrýnt, ofsótt og upprætt. Þessi sektarkennd sem býr með þjóðinni hefur orðið að hjákátlegri viðurkenningu allra annarra menningarheima og barnalegri fjölmenningarhyggju. Bassam Tibi prófessor og einn af stofnendum mannréttindasamtaka Araba segir:
“Ekkert lýðræðisríki má leyfa að konan sé gerð óæðri[2]”.
Sú staða að búa í einum menningarheimi innan veggja heimilisins á meðan að allt annar menningarheimur bíður fyrir utan dyra hefur reynst mörgum múslimakonum í Þýskalandi dýrkeypt.
Leyla, múslimakona frá Dortmund, sem á að baki 20 ára hjónaband, 20 ára barsmíðar af hálfu eiginmannsins og tengdaforeldranna, segir:
Hún óskar sér stundum að hún hafi aldrei yfirgefið Tyrkland. Þar er líf fólks miklu nútímalegra en í Þýskalandi. Þar fer fólk á diskótek og það fer út….Uppvöxtur hennar var með öðrum hætti sem tyrki í Þýskalandi. Þar safnast saman fólk úr lægri stéttum. Þeir taka með sér hefðbundna mynd feðraveldisins til nýju heimkynnanna. …. Leyla fékk ekki að vera með í leikfimi af ótta föður hennar við að meyjarhaft hennar myndi rofna því þá eru dætur orðnar verðlausar á hjónsbandsmarkaðnum. ….Þegar hún var 16 ára komu foreldrar hennar með eiginmann. Hún samþykkti, hún hefði samþykkt hvað sem er til að komast út úr fangelsinu…. Hana grunaði ekki að ástandið myndi versna. …. Hún var lamin hvað eftir annað. Hún vildi komast í kvennathvarf en móðir hennar sagði nei. Hún hafði ekki mátt til að rífa sig frá þessari neitun”[3].
Margt bendir til þess að í samfélögum múslima í Evrópu gildi Sharia lögin. Það er ekki langt síðan að spænskur Imam mæltist til þess að ekki væru notuð of gild barefli til að berja á fætur og hendur kvenna. ´
Í tyrkjahverfum í Berlín, Nürnberg og München ríkir mikill agi meðal hinna strangtrúuðu. Allir taka þátt í að vaka yfir konum. Eini staðurinn þar sem þær komast undan eftirliti er í skólum. Það þarf lítið til að ögra þessum samfélögum. Karlmönnum er innrætt að kona, sem ber ekki slæðu er dræsa eða hóra. Konur sem ganga um án höfuðklúts í þessum hverfum eiga á hættu að vera eltar af hópum drengja eða karla og vera hótað nauðgunum. Dæmi eru um hópnauðganir.
Í félagsþjónustu í Stuttgart hafa verið sett á svið saumanámskeið þar sem tyrkneskum konum er kennd þýska og um leið hvar þær geta leitað sér hjálpar. Ótti eiginmannsins er að þær verði of sjálfstæðar.
Þessi samfélög í Evrópu munu fara stækkandi á næstu árum og áratugum. Múslimar hafa búið í Evrópu svo árum skiptir. Nú búa 15 milljónir múslima innan Evrópusambandsins. Þetta á þó ekki við um allar þær milljónir múslima sem búa í Evrópu. Ofstækið leynir sér ekki og þegar pólitísk morð eru framin til að þagga niður í andstæðingum er ljóst hve alvarlegt og eldfimt ástandið er orðið[4]."

Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.9.2008 | 18:23
Skipting John Kloppenborg á Q í Q1, Q2 og Q3. Tekið úr bókinni Excavating Q frá árinu 2000.
(ath. Hér fylgja Q ummælin Lúkasarguðspjalli, hægt að fletta upp í því til að lesa ritningarversin).
Q1 er gott dæmi um leiðbeiningar bókmenntir. Þetta elsta lag ræðuheimildarinnar gefur góðar leiðbeiningar varðandi ákveðin þemu. Líkt og með leiðbeiningar þá innihedlur Q1 ummæli sem varpa ljósi á ýmis lykil atriði í leiðbeiningarferlinu. Dæmi um þetta er: Samband meistara og nema (Q 6.40, 46-49; 14.26-27); á mikilvægi góðrar leiðsagnar (Q 6.40, 41-42), góðrar ræðu (6. 43-45), og góðs fordæmis (Q 17.1-2).
Stórum hluta Q1 er umhugað um staðbundin málefni: Hvernig er tekist á við ágreining (Q 6.27-28, 29; 12. 2-7, 11-12; 17.3-4); lána og fá lánað (6.30), viðhalda nauðsynlegu lífsviðurværi (11:2-4, 9-13; 12.22-31), samstaða og sátt (15.4-7; 8-10; 17.1-2, 3-4), Viðhorf gagnvart auði (12.33-34; 16.13) og framkoma og hegðum “verkamanna” (9.57-62; 10.2-11, 16).
Q1 skortir alveg véfréttarstílinn. Rödd Guðs er ekki heyrð og Jesús talar ekki sem spámaður. Ríkjandi rökfærslan í Q1 er sannfæring sem er beitt í gegnum retorískar spurningar, fordæmi og samanburðir eru byggðir á venjulegri reynslu eða úr náttúrunni. Q1 hefur þó fulla trú á guðlegri forsjón, á því að Guð fylgist með í kærleika og á í gegnum þann möguleika að mannleg samsbönd geti umbreyst. En það eru engar tilvísanir í það að þessu sé miðlað gegnum Tóruna, musterið eða stigveldi presta eða þá að þetta sé byggt á véfréttum eða fyrirskipunum.
Ef spurt væri hver hefði verið í þeirri stöðu að ramma ummælaguðspjallið inn (Q1) þá væri svarið: Almennir þorpsbúar eða skrifarar. Sú staðreynd að Q1 sé römmuð inn eins og leiðbeiningarskjal sem er algengt “skrifara” form og endurspeglar hugðarefni hinna skirftlærðu (scribe), þess vegna fer vel á því að Q1 sé afurð þessa þjóðfélagshóps.
Varast skal að staðsetja þessa menn of hátt í þjóðfélagsstiganum. Ummælaguðspjallið var upprunalega sett saman til að ávarpa fólk sem bjó við fátækramörk, sem tókst á við landlæg átök í þorpum og bæjum ásamt margs konar annars konar þrýstingi utan úr samfélaginu.
Taka skal fram að þessi kenning er alls ekki óumdeild og margir efast um hana og vilja taka Q sem eina heild og ekki búta hana niður í þessi lög. Mér finnst sjálfri þetta skemmtileg kenning og einn hlekkur í því að komast nærri því hvað býr að baki Guðspjöllunum í raun og veru. Þróun Q fylgir algjörlega þróun og sjálfsmótun hinna fyrstu kristnu og samfélags þeirra eftir dauða Jesú. Þetta tvennt er nátengt og verður ekki sundurskilið! Sama gerist að baki Jóhannesarguðspjalli, Raymond Brown hefur einnig greint þrjú stig í þróun þess og samfélagsins að baki fjórða guðspjallinu. Kannski ég skrifi eitthvað um það seinna!
Bless í bili!
9.9.2008 | 15:42
Guðfræðiblogg!

Margir hinna fyrstu kristnu predikara hvöttu fólk til að afnema synd Adams og Evu með því að velja skírlífi fram yfir hjónalíf. Þetta truflaði hina hefðbundnu reglu sem náði yfir fjölskylduna, þorpin og borgirnar og hin trúuðu voru hvött til að hafna hefðbundnu fjölskyldulífi fyrir sakir Jesú Krists.
Aðrir kristnir mótmælt þessu harðlega. Því var haldið fram að þessi róttæka meinlætahyggja var ekki frummerking fagnaðarerindisins og þessir sömu kristnu horfðu einfaldlega framhjá hinum róttæku tilvísnunum sem koma fram hjá Jesú og Páli.
Það eru 13 bréf eru rituð í nafni Páls, 8 eftir hann sjálfan, 5 eftir aðra.
Raunveruleg bréf hans eru: Rómverjabréfið, 1 og 2 Kor. Galatabréfið, Filippíbréfið, 1. Þessalónikkubréfið og Filemonsbréfið.
Bréf sem almennt samþykki ríkir um að hann hafi ekki skrifað eru: 1 og 2 Tímóteusarbréf og Títusarbréf.
Varðandi höfund að Efesusbréfinu, Kolossóbréfinu og 2. Þessalónikkubréfinu þá hefur umræðan haldið áfram Meiri hluti fræðimanna telur þó að þau tilheyri deutero-pálínsku hefðinni.
Þó að hin Deutero-pálínsku bréf séu ólík hvert öðru ýmsan máta, þá eru þau þó sammála þegar kemur að praktískum efnum. Öll bréfin hafna róttækri meinlæta sýn Páls og kynna til sögunnar “heimilisvænan” Pál. Þetta er útgáfa af Páli, sem hvetur til skírlífis meðal kristinna samferðamanna sinna og setur fram strangari útgáfu af hefðbundnum gyðinglegum viðhorfum til hjónabands og fjölskyldunnar.
1.Tímóteus minnist syndar Evu og fyrirskipar að konur verði að: 1Kona á að læra í kyrrþey í allri auðmýkt. 12Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum heldur á hún að vera kyrrlát. 13Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. 14Adam lét ekki tælast heldur lét konan tælast og gerðist brotleg. 15En hún fæðir börnin og verður því hólpin ef hún er staðföst[2]
Orðrétt: ef þau standa stöðug.
- í trú, kærleika og helgun samfara hóglæti.
Með því að lesa á þennan hátt og á þann hátt sem þessi texti er enn lesinn í stórum hluta kirkna í dag, þá er því haldið fram að sagan af Evu sanni náttúrulegan veikleika kvenna og hve auðtrúa þær eru og um leið skilgreinir sagan núverandi hlutverk kvenna.
Höfundar sem við köllum í dag kirkjufeðurna, gripu á lofti hina tömdu og heimilislegu útgáfu af Páli sem birtist í deutero-pálínsku hefðinni sem grundvallarvopn gegn öfgum meinlætahyggjunnar. Klemens frá Alexandríu sem er að skrifa meira en hundrað árum eftir dauða Jesú Krists, færir rök fyrir því að meinlætamennirnir hafi ýkt og misskilið kenningar Páls.
Klemens hafnar umfram allt þeirri tilgátu að synd Adams og Evu hafi verð kynferðisleg. En þetta var sjónarhorn sem var algengt meðal kristinna kennara eins og Tatían frá Sýrlandi en hann kenndi að ávöxturinn af Skilningstréinu hafi falið í sér holdlega þekkingu. Hann bendir á að um leið og Adam og Eva hafi borðað af trénu, þá hafi þau orðið kynferðislega meðvituð. Tatían ávítaði Adam fyrir að finna upp hjónaband og hann trúði því að fyrir þá synd hafi Guð rekið Adam og Evu út úr Paradís.
Klemens hafnar öllum svona málflutningi, hann segir að kynlíf sé ekki syndugt heldur hluti af góðri sköpun Guðs. Hann segir að þau sem taka þátt í æxlun séu ekki að syndga heldur að taka þátt í sköpun Guðs.
Viðhorf Klemensar og margra annarra á þessum tíma, mótuðu ákveðinn staðal fyrir kristna hegðun sem átti eftir að vera við líði í hundruði ára og í raun nærri 2000 ár. Það sem kom til með að ríkja í kristinni hefð voru ekki ögrandi ummæli Jesú guðspjallanna og hvatningin til skírlífis í 1. Korintubréfi heldur þau ummæli sem hæfðu tilgangi kirknanna á 1. og 2. öldinni.
Klemens trúði meðal annars að Jesús hafi ætlað að stafesta og umbreyta hefðbundnu munstri hjónabandsins; en hann hafi ekki ætlað að ögra karlveldishefð hjónabandsins (sem hjá Klemens tjáir nátturlega yfirburði karlmannsins en um leið refsingu Guðs yfir Evu).
Hjónabandið sem fól nú í sér einkvæni og var óuppleysanlegt eins og Guð hafði upprunalega ætlað því að vera, varð fyrir marga trúaða “helg mynd”. En til að upplifa það sem slíkt varð hinn trúaði að hreinsast af kynferðislegri ástríðu sem einmitt fékk Adam og Evu til að syndga.
“Hið góða er að reyna enga ástríðu....Við eigum ekki að framkvæma neitt af ástríðu. Vilji okkar á að beinast að því sem er nauðsynlegt. Við erum börn viljans en ekki ástríðunnar. Maður sem gengur í hjónaband til að eignast börn verður að ástunda hófsemi til að hann finni ekki til löngunar gagnvart eiginkonu sinni......þannig að hann geti átt börn með þeim vilja sem er skírlífur og undir stjórn”.
Klemens frá Alexandríu.
Guðspjallið skv. Klemens takmarkar ekki eingungis kynlíf við hjónaband, heldur einnig setur það kynlífinu takmörk innan hjónabandsins. Takmarkar það við æxlunina. Það að taka þátt í hjónabands samförum af nokkurri annarri ástæðu felur í sér að “náttúran er særð”. Klemens útilokar ekki aðeins kynlíf sem felur í sér munnmök og endaþarmsmök, heldur einnig við eiginkönu sem hefur blæðingar, er ófrísk, ófrjó og er á breytingaskeiði. Hann útilokar einnig kynlíf með eiginkonu sinni á morgnana, á daginn og eftir kvöldmat.
Hann setur fram varnaðarorð:
“Ekki heldur á nóttinni, þó að það sé í myrkri, sem leyfir að haldið sé áfram á ósæmilegan hátt. Heldur með hófi, þannig að allt sem gerist, gerist í ljósi skynseminnar......því einnig það samband sem er löglegt er einnig hættulegt nema það feli í sér getnað”.
Skírlíft hjónaband, þar sem báðir aðilar helga sig skírlífi er betra en það sem er kynferðislega virkt. Til hins fróma kristna manns skrifa Klemens:
“Kona þín, eftir barnsburð er sem systir og er dæmd líkt og af sama föður, sem einungis minnist eigimanns hennar þegar hún lítur á börnin sín., Hún er sú sem er ætlað að verða systir í raunveruleikanum eftir að hafa lagt niður holdið. Faðirinn aðgreinir og takmarkar þekkingu þeirra sem eru andlegir út frá sérstökum persónueinkennum kynjanna”.
Meiri hluti kristinna hefur valið að fylgja hinum heimilislega Páli frekar en þeim Páli sem hvetur til skírlífis í sínum raunverulegu bréfum. Hinir kristnu þróuðu síðan með sér fjöldan allan af myndum af Jesú og Páli sem hæfði tilgangi hvers hóps fyrir sig.
Innskot mitt: Mér er það stundum algjörlega hulið allar þessa pælingar um kynlíf út frá biblíunni vegna þess að í raun og veru er ekkert mikið fjallað um kynferðismál í Biblíunni. Jesús segir eiginlega ekki neitt....Páll talar um að það sé best að sleppa því og deutero-Páll vill að við giftumst...Það er í raun alveg ótrúlegt að Biblían skyldi verða þessi leiðarvísir í kynlífmálum fólks og má það að miklu leyti skrifast á þá sem túlkuðu og voru að skrifa á annarri öldinni og áfram.....ekki má gleyma snillingnum Ágústínusi sem einstaklingsgerði syndina og skammaði allt kvenkynið í heild bara held ég fyrir synd Evu. Enn þann dag í dag erum við að hlusta á þetta bull! Þetta málefnalega innskot var í boði Bónus. Góðar stundir

Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
9.9.2008 | 09:22
Ætlaði að segja eitthvað merkilegt.....







Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
halkatla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Hrafnhildur Ólafsdóttir
-
Axel Eyfjörð Friðriksson
-
Erla Björk Jónsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðný Bjarna
-
Sigríður Gunnarsdóttir
-
Helga Dóra
-
Brussan
-
Hulda Lind Eyjólfsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kolgrima
-
Heiða B. Heiðars
-
Edda Agnarsdóttir
-
Halla Rut
-
Huld S. Ringsted
-
Dísa Dóra
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Árni Svanur Daníelsson
-
Viðar Eggertsson
-
Þorgeir Arason
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Vefritid
-
Dofri Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Toshiki Toma
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Róbert Björnsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
krossgata
-
Ólafur fannberg
-
Baldvin Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Pétur Björgvin
-
Linda
-
Jóhann Helgason
-
Helena Leifsdóttir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Alfreð Símonarson
-
Hlekkur
-
Mamma
-
Þóra Ingvarsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Ómar Bjarki Kristjánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar