Færsluflokkur: Bækur

Guðfræðiblogg!

Ákvað að skella hér inn hugleiðingum um hjónaband og skírlífi út frá pælingum nokkura frumkristinna höfunda, þó aðallega Klemensar frá Alexandríu! Hugleiðingarnar eru teknar úr bók Elaine Pagels: Adam, Eve and the Serpent og ég er að nota hana alveg heilmikið í ritgerðarvinnunni minni en þar er Eva og hennar meinta synd mikið til skoðunnar ásamt öðru glæsikvend sem er hún María mín Magdalena.
 
Njótið og ég vil minna á að færslan gæti sært teprur og aðra sem roðna þegar hlutir eins og kynlíf ber á góma LoL!
 

Margir hinna fyrstu kristnu predikara hvöttu fólk til að afnema synd Adams og Evu með því að velja skírlífi fram yfir hjónalíf. Þetta truflaði hina hefðbundnu reglu sem náði yfir fjölskylduna, þorpin og borgirnar og hin trúuðu voru hvött til að hafna hefðbundnu fjölskyldulífi fyrir sakir Jesú Krists.

 

Aðrir kristnir mótmælt þessu harðlega. Því var haldið fram að þessi róttæka meinlætahyggja var ekki frummerking fagnaðarerindisins og þessir sömu kristnu horfðu einfaldlega framhjá hinum róttæku tilvísnunum sem koma fram hjá Jesú og Páli.

 

Það eru 13 bréf eru rituð í nafni Páls,  8 eftir hann sjálfan, 5 eftir aðra.

 

Raunveruleg bréf hans eru: Rómverjabréfið, 1 og 2 Kor. Galatabréfið, Filippíbréfið, 1. Þessalónikkubréfið og Filemonsbréfið.

 

Bréf sem almennt samþykki ríkir um að hann hafi ekki skrifað eru: 1 og 2 Tímóteusarbréf og Títusarbréf.

 

Varðandi höfund að Efesusbréfinu, Kolossóbréfinu og 2. Þessalónikkubréfinu þá hefur umræðan haldið áfram Meiri hluti fræðimanna telur þó að þau tilheyri deutero-pálínsku hefðinni.

 

Þó að hin Deutero-pálínsku bréf séu ólík hvert öðru ýmsan máta, þá eru þau þó sammála þegar kemur að praktískum efnum. Öll bréfin hafna róttækri meinlæta sýn Páls og kynna til sögunnar “heimilisvænan” Pál. Þetta er útgáfa af Páli, sem hvetur til skírlífis meðal kristinna samferðamanna sinna og setur fram strangari útgáfu af hefðbundnum gyðinglegum viðhorfum til hjónabands og fjölskyldunnar.

 

1.Tímóteus minnist syndar Evu og fyrirskipar að konur verði að: 1Kona á að læra í kyrrþey í allri auðmýkt. 12Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum heldur á hún að vera kyrrlát. 13Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. 14Adam lét ekki tælast heldur lét konan tælast og gerðist brotleg. 15En hún fæðir börnin og verður því hólpin ef hún er staðföst[2]

Orðrétt: ef þau standa stöðug.

  1.  í trú, kærleika og helgun samfara hóglæti.

 

Með því að lesa á þennan hátt og á þann hátt sem þessi texti er enn lesinn í stórum hluta kirkna í dag, þá er því haldið fram að sagan af Evu sanni náttúrulegan veikleika kvenna og hve auðtrúa þær eru og um leið skilgreinir sagan núverandi hlutverk kvenna.

 

Höfundar sem við köllum í dag kirkjufeðurna, gripu á lofti hina tömdu og heimilislegu útgáfu af Páli sem birtist í deutero-pálínsku hefðinni sem grundvallarvopn gegn öfgum meinlætahyggjunnar. Klemens frá Alexandríu sem er að skrifa meira en hundrað árum eftir dauða Jesú Krists, færir rök fyrir því að meinlætamennirnir hafi ýkt og misskilið kenningar Páls.

 

Klemens hafnar umfram allt þeirri tilgátu að synd Adams og Evu hafi verð kynferðisleg. En þetta var sjónarhorn sem var algengt meðal kristinna kennara eins og Tatían frá Sýrlandi en hann kenndi að ávöxturinn af Skilningstréinu hafi falið í sér holdlega þekkingu. Hann bendir á að um leið og Adam og Eva hafi borðað af trénu, þá hafi þau orðið kynferðislega meðvituð. Tatían ávítaði Adam fyrir að finna upp hjónaband og hann trúði því að fyrir þá synd hafi Guð rekið Adam og Evu út úr Paradís.

 

Klemens hafnar öllum svona málflutningi, hann segir að kynlíf sé ekki syndugt heldur hluti af góðri sköpun Guðs. Hann segir að þau sem taka þátt í æxlun séu ekki að syndga heldur að taka þátt í sköpun Guðs.

 

Viðhorf Klemensar og margra annarra á þessum tíma, mótuðu ákveðinn staðal fyrir kristna hegðun sem átti eftir að vera við líði í hundruði ára og í raun nærri 2000 ár. Það sem kom til með að ríkja í kristinni hefð voru ekki ögrandi ummæli Jesú guðspjallanna og hvatningin til skírlífis í 1. Korintubréfi heldur þau ummæli sem hæfðu tilgangi kirknanna á 1. og 2. öldinni.

 

Klemens trúði meðal annars að Jesús hafi ætlað að stafesta og umbreyta hefðbundnu munstri hjónabandsins; en hann hafi ekki ætlað að ögra karlveldishefð hjónabandsins (sem hjá Klemens tjáir nátturlega yfirburði karlmannsins en um leið refsingu Guðs yfir Evu).

 

Hjónabandið sem fól nú í sér einkvæni og var óuppleysanlegt eins og Guð hafði upprunalega ætlað því að vera, varð fyrir marga trúaða “helg mynd”. En til að upplifa það sem slíkt varð hinn trúaði að hreinsast af kynferðislegri ástríðu sem einmitt fékk Adam og Evu til að syndga.

 

“Hið góða er að reyna enga ástríðu....Við eigum ekki að framkvæma neitt af ástríðu. Vilji okkar á að beinast að því sem er nauðsynlegt. Við erum börn viljans en ekki ástríðunnar. Maður sem gengur í hjónaband til að eignast börn verður að ástunda hófsemi til að hann finni ekki til löngunar gagnvart eiginkonu sinni......þannig að hann geti átt börn með þeim vilja sem er skírlífur og undir stjórn”.

Klemens frá Alexandríu.

 

Guðspjallið skv. Klemens takmarkar ekki eingungis kynlíf við hjónaband, heldur einnig setur það kynlífinu takmörk innan hjónabandsins. Takmarkar það við æxlunina. Það að taka þátt í hjónabands samförum af nokkurri annarri ástæðu felur í sér að “náttúran er særð”.  Klemens útilokar ekki aðeins kynlíf sem felur í sér munnmök og endaþarmsmök, heldur einnig við eiginkönu sem hefur blæðingar, er ófrísk, ófrjó og er á breytingaskeiði. Hann útilokar einnig kynlíf með eiginkonu sinni á morgnana, á daginn og eftir kvöldmat.

 

Hann setur fram varnaðarorð:

 

“Ekki heldur á nóttinni, þó að það sé í myrkri, sem leyfir að haldið sé áfram á ósæmilegan hátt. Heldur með hófi, þannig að allt sem gerist, gerist í ljósi skynseminnar......því einnig það samband sem er löglegt er einnig hættulegt nema það feli í sér getnað”.

 

Skírlíft hjónaband, þar sem báðir aðilar helga sig skírlífi er betra en það sem er kynferðislega virkt. Til hins fróma kristna manns skrifa Klemens:

 

“Kona þín, eftir barnsburð er sem systir og er dæmd líkt og af sama föður, sem einungis minnist eigimanns hennar þegar hún lítur á börnin sín., Hún er sú sem er ætlað að verða systir í raunveruleikanum eftir að hafa lagt niður holdið. Faðirinn aðgreinir og takmarkar þekkingu þeirra sem eru andlegir út frá sérstökum persónueinkennum kynjanna”.

 

Meiri hluti kristinna hefur valið að fylgja hinum heimilislega Páli frekar en þeim Páli sem hvetur til skírlífis í sínum raunverulegu bréfum. Hinir kristnu þróuðu síðan með sér fjöldan allan af myndum af Jesú og Páli sem hæfði tilgangi hvers hóps fyrir sig.

 

Innskot mitt: Mér er það stundum algjörlega hulið allar þessa pælingar um kynlíf út frá biblíunni vegna þess að í raun og veru er ekkert mikið fjallað um kynferðismál í Biblíunni. Jesús segir eiginlega ekki neitt....Páll talar um að það sé best að sleppa því og deutero-Páll vill að við giftumst...Það er í raun alveg ótrúlegt að Biblían skyldi verða þessi leiðarvísir í kynlífmálum fólks og má það að miklu leyti skrifast á þá sem túlkuðu og voru að skrifa á annarri öldinni og áfram.....ekki má gleyma snillingnum Ágústínusi sem einstaklingsgerði syndina og skammaði allt kvenkynið í heild bara held ég fyrir synd Evu. Enn þann dag í dag erum við að hlusta á þetta bull! Þetta málefnalega innskot var í boði Bónus. Góðar stundir LoL!

 

 

 

 

 

 

Lífið sækir fram!

BollieldriÍ dag kemur út safn predikana Sr. Bolla Gústavsonar fyrrverandi vígslubiskups á Hólum. Bókin er til heiðurs Sr. Bolla sjötugum og er afrakstur samheldinna barna Sr. Bolla og Matthildar Jónsdóttur.

Bók þess geymir safn predikana og ljóða eftir Sr. Bolla Gústavsson. Myndskreytingar eru eftir hann og Gústav Geir Bollason myndlistarmann og son höfundar. Sr. Bolli Pétur Bollason, sonur höfundar einnig, ritstýrir bókinni.

Sr. Bolli Gústavsson var sóknarprestur í Hrísey 1963-1966 og í Laufási við Eyjafjörð frá árinu 1966 til 1991 er hann varð víglsubiskup að Hólum í Hjaltadal.

Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup ritar inngang og Hjörtur Pálsson norrænufræðingur og guðfræðingur ritar grein um manninn og rithöfundinn sr. Bolla Gústavsson.

Ég læt hér fylgja með ljóð sem að sr. Bolli flutti í tilefni heimsóknar Vigdísar Finnbogadóttur til Hóla árið 1991. Þá samdi hann fyrstu hugleiðingu sína sem vígslubiskup á Hólastað, en í henni birtist ljóðið.

Láréttir geislar

yfir alhvítu landi

bræða frerann seint.

 

Þó logar hjartað

er dauðinn þokast nær

þá brennur hjartað

 

Lífið sækir fram

gagnstæð skaut mætast

fljúga neistar í milli

 

Leiftrandi neistaflug kveikir

í þurru tundri hjartans

og það slær.

 

Við staðnæmumst hjá gröfunum

finnum þanþol lífsins

vaxa í dauðanum

líkt og vorhiminn eilífðar

yfir hvítu landi.

Sr. Bolli Gústavsson, 1991.

Það er mér mikil ánægja að skrifa um þessa bók og sjá hana útkomna. Ég hef fengið að gægjast yfir öxlina á þeim sem að unnu að þessari bók og ég get með sanni sagt að hún er út komin í miklum kærleika og alúð við ævistarf þessa mæta manns sem að var dyggur þjónn kirkjunnar, góður faðir og eiginmaður!

Kveðja, Sunna!


Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband