Færsluflokkur: Lífstíll

Að halda sig við það sem að maður gerir vel :-)!

Í dag er dagur eitt í fríi og ég ætlaði að vera ofur dugleg, sumt gerði ég annað ekki. Til dæmis tók ég til í fataskáp stelpnanna Wizard, talaði í símann, þvoði þvott og las blogg!

Hér á bær var heldur tómlegt í búi og varð ég að fara í búð, ef að ég hefði gert eins og ég sagði í fyrri færslu og beðið eftir Boeing í Kef þá væri ég enn ekki farin og allir svangir. Þannig að ég og Mattan mín brutum odd af oflæti okkar og fukum í Bónus og aftur heim. Ferðin gekk stórslysalaust og ískápurinn fylltist og það sem ekki var verra húsmóðirin keypti í bakstur Wizard! Ég hafði lofað stelpunum að baka í dag, alltaf að taka allt með stæl á fyrsta degi Whistling! Þegar ég var í Bónus sáum við Matta piparkökuhús sem að hægt er bara að setja saman, allt tilbúið. Þetta fannst okkur alveg stórsniðugt og var jú alveg viss um að þetta myndi ég gera án þess að blása úr nös!

Við gengum í verkið þegar við komum heim og árangurinn er eftir atvikum góður Tounge! Maður er svo heppin að fá margt gott í vöggugjöf, sumt fær maður ekki og bara sættir sig við. Þolinmæðisverk eru ekki mér í blóð borin og lítið af listrænum genum eru í mér. Ég er frekar mikil subba og hef aldrei getað dundað mér við hárfín nákvæmnisverk, það er bara ekki ég að listrænast eitthvað mikið.

Ég hef því sætt mig við að vera bara ekki með þetta í mér að gera flott piparkökuhús og mun halda mig við það sem að ég geri vel í framtíðinni. Ekki vera að sprengja öryggiskúluna með of háum hvelli Cool!

Hér eru svo myndir af afrakstrinum, ekki gera of mikið grín af þessu ef mögulega verður hjá því komist LoL!

jól2 002jól2 001jól2 003

Bless í bili og góða nótt!!


Var að hugsa um að blogga.....

En ég held ég sleppi því í dag LoL, er bæði kjaftstopp og orðlaus enda stormur úti og glugginn minn í stofunni hreyfist fram og til baka! Inni er samt notalegt og úti er ónotalegt, þannig að ég vel að vera inni núna, það eru mín mannréttindi WizardPolice!

Ég verð að vinna allan daginn á morgun alveg fram á kvöld enda fullt af fólki sem er að koma í jólaheimsóknir í kirkjuna, ó já LoL og svo mun ég enda í Mæðrastyrksnefnd annað kvöld með unglinga í æskulýðsfélaginu NeDó til að aðstoða við undirbúning jólaúthlutunar!

En nú segi ég góða nótt og sofiði rótt í vonda veðrinu PinchSleeping!

Einsogþiðsjáiðþáerþettaekkiblogg Cool!


Núna dó ég úr hlátri :-)

hlægjaÉg bókstaflega grét úr hlátri þegar ég las þetta, það eru kannski allir búnir að sjá þetta á undan mér en ég set linkinn inn svo að þau sem að hafa ekki séð þetta geti hlegið líka Grin.

Ég segi það og skrifa, Baggalútsmenn eru snillingar, hvort sem að það er nýja aðventulagið eða síðan þeirra Wizard!

http://baggalutur.is/frettir.php?id=3986

Blezzzzzzzzzz.....


Ég er hér og les og les :-)

Enn er ég meira í lesgírnum en blogg-gírnum! Ég les og fylgist með, komenta við og við en það er líka stundum ágætt að vera á hliðarlínunni Cool!

Annars er vinnuvikunni minni lokið formlega og frí á morgun. Við fengum hátt í 30 krakka í kirkjuna í dag og við föndruðum jólakúlur, jólahjörtu og kransa. Það gekk bara vel og ég er glöð að fram undan eru smá rólegheit, alla vega um helgina Halo!

Ég og mamma ætlum í Kringluna á morgun, ég er ekki byrjuð að kaupa jólagjafir þannig að nú ætla ég að sjá hvort að ég komist eitthvað af stað með það allt saman. Tvö af mínum þremur ástkæru krílum eiga líka afmæli yfir jólin þannig að ég þarf að hugsa fyrir því líka. Ég blanda aldrei saman jólunum og afmælunum þeirra. Held þessu alltaf aðskildu til að þau upplifi bæði jól og afmæli. Þau eiga ekki að gjalda þess greyin að vera fædd á jólum InLove!

Við erum svo jafnvel að plana Laufabrauðsgerð á laugardaginn hjá mömmu og svo kannski þríf ég Wizard (það gerast enn kraftaverk í þessum heimi, ó já) og jafnvel  kíkjum við á kók-lestina, krakkarnir hafa aldrei séð hana og kannski kominn tími til að þau sjái kóka kóla í allri sinni ljósadýrð W00t! Þó að mér finnist kannski ekki gaman að horfa á stóra kókbíla með ljósum, þá kannski finnst krökkunum það gaman, ég á ekki alltaf bara að hugsa um það sem að mér finnst gaman. Það er bara eigingirni og frekja Police!

Á sunnudaginn verðum við sunnudagaskólakennararnir í Bessastaðakirkju með fjölskylduguðsþjónustu og sr. Hans Guðberg Alfreðsson verður með okkur og leiðir. Þessi stund verður á hefðbundnum sunnudagaskólatíma klukkan 11.00. Það verður vonandi bara jólalegt og gott Smile!

Þetta hefur annars verið alveg ágætur dagur og ég hef svo sem ekki yfir neinu að kvarta. Fullt af jólastússi framundan og þá er ég sæl!

Góða nótt kæra fólk og sofið rótt Sleeping!

 


Jæja...hvað segiði gott :-)

svefnÞað er eitthvað svo lítið að gerast hjá mér að ég finn ekkert til að blogga um!! Mér finnast fréttirnar annað hvort of leiðinlegar eða of alvarlegar til að hægt sé að tjá sig um þær af viti! Síðan er einhvern veginn lífið bara eitthvað svo venjulegt LoL! Já, stundum er lífið bara ****** venjulegt og ekkert markvert sem að drífur á dagana.

  1. Ég er búin að segja frá jólaseríunum og uppsetningunni á þeim.
  2. Ég er búin að segja gleðilega aðventu við ykkur og algjörlega vita gagnslaust að segja það aftur og aftur....jú nó! Endurtekningar virka ekki hér, bara í Teletubbies Whistling!
  3. Ég er búin að sýna ykkur myndir af jólaljósunum, ekki hægt að vera alltaf að sýna myndir af sömu ljósunum.
  4. Ekki get ég endalaust fleygt inn myndum að börnunum mínum, þó þau séu bestust, flottust, skemmtilegust, sætust, gáfuðust og allt InLove! Ekki vil ég að aðrir verði öfundsjúkir....alla vega ekki í desember Pinch!Þetta er skrifað af dæmalausri hlutdrægni, því hverjum finnst sinn fugl fagur og engin börn eru fallegri en manns eigin. Ég set þetta inn svo að enginn fái það á tilfinninguna að ég sé að segja að annarra börn séu ekki falleg Cool! (Þau eru bara ekki eins falleg og mín Tounge)
  5. Ekki get ég endalaust sagt frá ritgerðarskrifunum....það er of boring og mér verður hent út af moggablogginu Devil.
  6. Ég er búin að segja frá því þegar ég var ofurþreytt og gleymdi öllu!
  7. Ég er orðin yfir mig þreytt á þessum endalausa kítingi milli hinna trúlausu og hinna trúuðu. Hvernig væri að komast bara að niðurstöðu í þessum málum sem að steytir á. Það þurfa örugglega allir að gefa eitthvað eftir, en það er kominn tími á lendingu milli þessara hópa. Hvernig væri að slíðra sverðin, alla vega yfir jólin og tala um eitthvað annað. Við getum þess vegna skipst á kalkúna uppskriftum, rætt um steikingartíma á rjúpu eða hvort það sé betra að borða heitan eða kaldan hrísgrjónagraut Smile!

Ég á eftir að segja frá:

  1. Að ég fékk loksins Georg Jensen óróann, takk mamma Wizard og tvær stórar Lindt rjómasúkkulaði plötur að auki....
  2. Ég mun taka á móti 500 börnum í kirkjuna á næstu tveimur vikum, þeim verður gefið kakó og síðan verður jólahelgistund!
  3. Ég föndraði jólaskraut með 40 sex ára börnum í dag, það var gaman og mikið fjör Wizard!
  4. Ég ætla að halda áfram að föndra út þessa viku.
  5. Þann 18. des er ég komin í jólafrí!
  6. Ég svindla alltaf á möndlugjöfinni og stjórna hver fær hana á þessu heimili.
  7. Börnin mín eru búin að fatta það, ætli ég fái hana ekki bara í ár Grin!

Jams, svona hef ég lítið að segja og læt þessi fátæklegu orð nægja að sinni. Verið hress, ekkert stress og bless.

Góða nótt HeartSleeping

 


Eigum við ekki bara að leggja niður jólin!

Ég mæli með því til þess að við mismunum ekki þeim sem eru Vottar Jehóva að við leggjum niður jólin. Það er ekki hægt að hópur fólks þurfi að flýja í Húsafell á hverjum jólum á meðan við hin göngum um með sælubros á vör, stútfullan maga af mat og drekkhlaðið borð af gjöfum. Mér finnst þetta hin argasta mismunun og skil ekki af hverju fólk hefur ekki vakið athygli á þessu máli fyrr vegna þess að hér er um stórt réttlætismál að ræða!  

Við skulum um leið leggja allt niður sem að minnir á þessa alda gömlu hefð í okkar samfélagi, hættum að nota aðventuljós, þau eru jú gyðingleg að uppruna og notkun þeirra mismunar þeim sem eru augljóslega ekki gyðingar. Hættum að gefa jólagjafir vegna þess að þær eru komnar til vegna gjafa vitringanna þriggja til Jesú á jólanótt, það er augljós mismunum á þeim sem að eru ekki kristinnar trúar. Síðan skulum við hætta að vera með jólatré vegna þess að sá siður liggur í fornri trjádýrkun og verið er augljóslega að mismuna öllum sem að trúa ekki á trjáguðina og dýrka ekki tré. Síðan en ekki síst hættum þessu ljósarugli í gluggunum, það minnir augljóslega á ljósahátið Gyðinga og á Jesú sem er hið sanna ljós sem að kom í heiminn til að færa fólki sinn frið og notkun þessara ljósa mismunar augljóslega öllum þeim sem að trúa ekki svona vitleysu Pinch.

Hættum allri þessari mismunum, leggjum þetta allt niður og þá verða allir glaðir, allir sáttir. Engin afstaða lengur, allir lausir við lífskoðanir og síðan en ekki síst allri mismunun hætt.

Burt með jólin, burt með blessuð litlu jólin!

Þess má geta að undirrituð er frekar tæp þessa dagana vegna skila á áfanga í embættisritgerð og hefur litla þolinmæði fyrir bulli!

Bull, ergelsis og pirringskveðjur frá vitleysingnum í Austurbænum W00t!


Lítil saga um konu með fullkomnunaráráttu ;-)!

JólÉg gerði aðra tilraun í dag til að kaupa jóladisk þessara jóla og fór núna í tvær búðir frekar en eina og ekki var hann til! Ég er farin að halda að hann sé ekki kominn út og ég sé eitthvað snemma á ferð, ég er að hugsa um að gera aðra tilraun í næstu viku, nær mánaðarmótum!

Ég hef alltaf verið snemma á ferð í jólaundirbúningi, búin að setja upp ljós og smá skraut fyrir mánaðarmótin nóv/des. Ég held að ástæðan sé sú að ég hef alla mína hunds og kattartíð verið í prófum í desember og þess vegna hef ég alltaf viljað vera búin að setja eitthvað upp áður en álagið hefur brostið á. Núna eftir þessa erindisleysu í dag, ákvað ég bara að skella mér í geymsluna og ná í seríurnar mínar, þó að ég sé ekki að fara í próf, þá liggur ritgerðin á mér og ég ákvað að drífa í að setja  jól2upp ljósin. Ég skundaði niður og hélt á stórum kassa upp, fór að vinna úr flækjum og gekk þetta greiðlega. Síðan kom að því að setja upp herlegheitin. Ég sem kona með fullkomnunaráráttu á háu stigi, fór að telja út í gluggana.......ég get ekki skellt þessu upp svona tilviljanakennt. Ég tel út fjöldann í hverja hlið gluggans, svo set ég þær upp alveg þráðbeinar, með nánast sama bili á milli hvers ljós upp á millimeter. Síðan lími ég þetta alveg blýfast vegna þess að ég þoli ekki seríu sem að hangir hálf niður í glugganum Pinch....mér finnst það svo druslulegt að ég bara krullast upp W00t!

Núna nokkrum tímum seinna eru komnar seríur í þrjá glugga....komst ekki yfir meira, þetta tekur mig svo langan tíma Cool!

Á morgun er plönuð Ikea ferð og Garðheimaferð. Mig vantar eina seríu í einn glugga og svo hef ég aldrei getað átt aðventuljós, vegna þess að á einhvern dularfullan hátt eyðileggjast alltaf þau sem ég á. Núna ætla ég að gera eina tilraun enn...Whistling!

Ég ætla þó ekki að setja á svalirnar strax, bíð fram yfir mánaðarmót með það!

En mikil skelfing eru þessi ljós notaleg InLove!   Þetta er það besta við aðventuna og jólakomuna, það er hlýjan og ljósin!

Verum góð hvort við annað, verið hress, ekkert stress og bless!

Eigið gott föstudagskvöld Heart!

jól4


Neyðarkallinn!

ættarmót 030 Ég og þessi flís hér á myndinni fórum í Kringluna í gær. Þar á röltinu keypti ég Neyðarkallinn, best að vera við öllu búin þegar húsbandið á heimilinu stundar veiðar af kappi þennan mánuðinn til að redda jólamatnum Whistling! Við Matta vorum sammála um að það væri ný aldeilis gott framtak að styrkja þetta góða málefni.

Hún er síðan búin að vera mikið að spá í þessum kalli og alltaf að skoða lyklana mína og þennan neyðarkall.

Síðan í morgun þegar við vorum að hafa okkur af stað, spyr hún mömmu sína: Mamma, hver er þetta?

Ég svara að bragði: Þetta er neyðarkallinn!

Hún setur þá upp svip og segir: Mamma, af hverju ekki neyðarkonan??

Ég verð hálf hvumsa og segi: Ha...jújú, auðvitað getur þetta verið neyðarkonan, að sjálfsögðu (yfir mig hissa yfir þessum hugsunum barnsins).

Hún tekur gleði sína á ný og svarar að bragði: Já mamma, þetta er neyðarkonan.

Ég get ekki sagt annað en að ég sé að sjálfsögðu yfir mig hrifin af þessum jafnréttishugsunarhætti barnsins, hvort sem að hann sé meðvitaður eða ekki Wizard! Hér er án efa lítill feministi í fæðingu og uppeldið að skila sér Whistling!

Eigiði góðan dag Heart!


Nokkrar myndir úr frábærri ferð!

 

 

Vestfirðir 002 Matthildur Þóra á leið til Bíldudals! Smá sólbaðsstopp í einum af þessum fallegu fjörðum sem við keyruðum (man ekki nafnið sem stendur Wink). Hvað er íslenskara en stuttbuxur og stígvél Wink!

Vestfirðir 014 Sigrún Hrönn hjá verkunum hans Samúels í Selárdal!

 Vestfirðir 012 Jakob Þór á Bíldudal!

Vestfirðir 019 Sigrún tímasprengjan mín við Dynjandi!

Vestfirðir 001 Sætar systur í Búðardal að fá sér pylsu!

Vestfirðir 024 Fjölskyldan að borða nesti í skítakulda á leið til Hólmavíkur. Reynum að bera okkur vel Cool! Ég er með fullan munninn enda afar góð samloka úr gamla bakaríinu á Ísafirði sem verið er að borða!

Þetta var smá yfirlit yfir ferðina! Nú fer í ég næstu ferð......það er svo mikið að gera þegar maður er í fríi! Með kveðju enn og aftur. Yfir og út!


« Fyrri síða

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband