Færsluflokkur: Ferðalög
23.7.2007 | 22:27
Ég var líka þarna....
.....en bara á mánudaginn sko! Það var samt rosalega mikið af ferðamönnum þá líka og svo mikið að mikil barátta átti sér stað um að komast á klósettið af kvenkynsferðamönnum á staðnum.......! Það er alveg satt, ég sá það með eigin augum, það er sko ekkert grín þegar manni er mál. Ég má því vera heppin að hafa ekki verið þarna á þriðjudeginum........þá hefur sko aldeilis verið slegist um klósettin, mér varð nú nóg um á mánudeginum sko !
Fannst ég verða að deila þessu með öðrum......!
Hat´det!
Aðsókn að Jökulsárlóni alltaf að aukast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.7.2007 | 21:52
Austfirðir 2!
Hér er seinni hlutinn !
Matta í heimsókn hjá Þórbergi í Suðursveit!
Jakob við Horn sem er jú á Hornafirði!
Bolli við Hvalnes- og Þvottárskriður!
Jakob og Matta í steinasafni Petru!
Bolli og Sigrún....einhver skrítinn hringur þarna inni á myndinni......jafnvel að það sé draugur !
Jakob að kanna vað í Hrafnkelsdal....ég held að það sé eitthvað tengt Hrafnkelssögu Freysgoða...án þess að vera með það á hreinu. Það er bara eitthvað svo flott ef að það reynist rétt !
Afmælisboð á Svalbarðseyrinni!
Kárahnjúkastífla og Hálslón í baksýn!
"Ég á lítinn, skrýtinn skugga.....".
Jæja.....læt hér staðar numið......nú er best að fara að snúa sér að þarfari málefnum.....eins og hundinum Lúkasi til dæmis......, aukningu ferðamanna í Jöklusárlóni eða jafnvel endurkomu Kryddpíanna....! Best að leggja hausinn í bleyti og koma alveg fersk inn í bloggið á ný...!
Ferðalög | Breytt 24.7.2007 kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2007 | 20:05
Komin heim!
Við erum komin heim eftir langa útlegð og ekki frekari plön um ferðalög í kortunum. Við áttum fína ferð og enduðum á því að hossast yfir kjöl í gærkveldi, það var bara fínt. Skemmtilegra en að keyra hina leiðina sem er alltaf keyrð með viðeigandi stoppi í staðarskála.
En hér eru nokkur sýnishorn úr þessari ferð !
Matta við sundlaugina í Selárdal fyrir Austan!
Bolli og Jakob við Reynisdranga!
Fjölskyldan í Sænautaseli á Möðrudalsöræfum.
Mynd tekin af útlendingi.......nóg af þeim í lóninu...!
Ég ætla að setja fleiri inn við tækifæri......þetta tekur svo langan tíma vegna þess að ******* netið hjá mér er alltaf að slíta sambandi......
Þangað til að mér rennur reiðin út í símann.....tjusss !
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 18:50
Myndir úr ferð númer 2!
Við erum komin heim úr vikudvöl í Skorrdalnum! Það hefur aldeilis leikið við okkur veðrið og fór hitinn í 23 stig þegar mest var. Það má kalla þetta stopp núna heima við, þvottastopp númer 2 þar sem að haldið verður af stað aftur á sunnudag í vikuferð austur á firði og endað fyrir norðan. Það verður síðasti sumarleyfistúrinn í bili þar sem að maður getur jú ekki verið bara í fríi endalaust heldur þarf víst að vinna eitthvað líka......! En hér eru nokkrar myndir úr þessari fínu ferð!
Sigrún Hrönn í gönguferð niður að vatni sem er daglegur viðburður þegar farið er í bústaðinn, ekki mikið verið að breyta til, enda eru breytingar af hinu illa .
Sigrún nýkomin úr pottinum sem að var farið ansi mikið í enda Spánarhiti í dalnum........það verður stundum svona hér á landi.....!
Ég og stelpurnar við Glanna......Matta hélt að fossinn héti Glanni gæpur, svona birtist áhrifasaga teiknimynda víða !
Jams, þetta eru glefsur úr fjölskylduferðinni í höll sumarlandsins í Skorradal!
Kveðja í bili!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar