Færsluflokkur: Ferðalög

Ég var líka þarna....

.....en bara á mánudaginn sko! Það var samt rosalega mikið af ferðamönnum þá líka og svo mikið að mikil barátta átti sér stað um að komast á klósettið af kvenkynsferðamönnum á staðnum.......Cool! Það er alveg satt, ég sá það með eigin augum, það er sko ekkert grín þegar manni er mál. Ég má því vera heppin að hafa ekki verið þarna á þriðjudeginum........þá hefur sko aldeilis verið slegist um klósettin, mér varð nú nóg um á mánudeginum sko W00t!

Fannst ég verða að deila þessu með öðrum......!

Hat´det!


mbl.is Aðsókn að Jökulsárlóni alltaf að aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austfirðir 2!

Hér er seinni hlutinn Smile!

Austfirðir 066Matta í heimsókn hjá Þórbergi í Suðursveit!

Austfirðir 070Jakob við Horn sem er jú á Hornafirði!

Austfirðir 091Bolli við Hvalnes- og Þvottárskriður!

Austfirðir 095"Mamma mig langar í hund".

Austfirðir 096Möttustelpan mín!

Austfirðir 101Jakob og Matta í steinasafni Petru!

Austfirðir 107Bolli og Sigrún....einhver skrítinn hringur þarna inni á myndinni......jafnvel að það sé draugur Crying!

Austfirðir 130Jakob að kanna vað í Hrafnkelsdal....ég held að það sé eitthvað tengt Hrafnkelssögu Freysgoða...án þess að vera með það á hreinu. Það er bara eitthvað svo flott ef að það reynist rétt Cool!

Austfirðir 156Afmælisboð á Svalbarðseyrinni!

Austfirðir 168Kárahnjúkastífla og Hálslón í baksýn!

Austfirðir 008"Ég á lítinn, skrýtinn skugga.....".

Jæja.....læt hér staðar numið......nú er best að fara að snúa sér að þarfari málefnum.....eins og hundinum Lúkasi til dæmis......, aukningu ferðamanna í Jöklusárlóni eða jafnvel endurkomu Kryddpíanna....Cool! Best að leggja hausinn í bleyti og koma alveg fersk inn í bloggið á ný...Smile!


Komin heim!

Við erum komin heim eftir langa útlegð og ekki frekari plön um ferðalög í kortunum. Við áttum fína ferð og enduðum á því að hossast yfir kjöl í gærkveldi, það var bara fínt. Skemmtilegra en að keyra hina leiðina sem er alltaf keyrð með viðeigandi stoppi í staðarskála.

En hér eru nokkur sýnishorn úr þessari ferð Smile!

Austfirðir 002 Matta á leið yfir Kjöl!

Austfirðir 020 "Litið inn um ljóra".

Austfirðir 013 Matta við sundlaugina í Selárdal fyrir Austan!

Austfirðir 041 Reynisdrangar í baksýn!

Austfirðir 042 Bolli og Jakob við Reynisdranga!

Austfirðir 046 Fjölskyldan í Sænautaseli á Möðrudalsöræfum.

Austfirðir 047 Skylduferð í Jökulsárlón!

Austfirðir 049 Mynd tekin af útlendingi.......nóg af þeim í lóninu...Cool!

Austfirðir 057 Jakob Þór á köldum klaka!

Austfirðir 061 Nammi.....

Ég ætla að setja fleiri inn við tækifæri......þetta tekur svo langan tíma vegna þess að ******* netið hjá mér er alltaf að slíta sambandi......

Þangað til að mér rennur reiðin út í símann.....tjusss Angry!


Myndir úr ferð númer 2!

Við erum komin heim úr vikudvöl í Skorrdalnum! Það hefur aldeilis leikið við okkur veðrið og fór hitinn í 23 stig þegar mest var. Það má kalla þetta stopp núna heima við, þvottastopp númer 2 þar sem að haldið verður af stað aftur á sunnudag í vikuferð austur á firði og endað fyrir norðan. Það verður síðasti sumarleyfistúrinn í bili þar sem að maður getur jú ekki verið bara í fríi endalaust heldur þarf víst að vinna eitthvað líka......Cool! En hér eru nokkrar myndir úr þessari fínu ferð!

sumarbústaður 010 Matthildur í Skorradalnum!

sumarbústaður 012 Sigrún Hrönn í gönguferð niður að vatni sem er daglegur viðburður þegar farið er í bústaðinn, ekki mikið verið að breyta til, enda eru breytingar af hinu illa Devil.

sumarbústaður 017 Sætastar!

sumarbústaður 024 Bollinn minn!

sumarbústaður 042 "Mamma er ég ekki yndisleg"

sumarbústaður 040 Sigrún nýkomin úr pottinum sem að var farið ansi mikið í enda Spánarhiti í dalnum........það verður stundum svona hér á landi.....Cool!

sumarbústaður 069 Stelpurnar í Paradísarlaut!

sumarbústaður 063 Bolli í paradís!

sumarbústaður 074 Ég og stelpurnar við Glanna......Matta hélt að fossinn héti Glanni gæpur, svona birtist áhrifasaga teiknimynda víða Tounge!

Jams, þetta eru glefsur úr fjölskylduferðinni í höll sumarlandsins í Skorradal!

Kveðja í bili!


Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband