17.4.2007 | 16:37
Kaupmannahöfn og lokapredikun!
Við komum heim frá Kaupmannahöfn í gær eftir alveg afskaplega góða ferð. Við heimsóttum Árna bróður og Hildi kærustuna hans og tóku þau mjög vel á móti okkur. Við versluðum smá.....borðuðum mikið og það sem mestu skiptir vorum í alveg frábærum félagsskap þeirra skötuhjúa. Við heimsóttum eins og einn kirkjugarð á Nörrebro þar sem m.a. H.C Andersen, Soren Kierkegaard og Niels Bohr hvíla. Við smökkuðum "durum" , Bolli borðaði krókódíl og ég fékk mér ís með "drys". Veðrið var alveg ótrúlega gott, sól og hátt í 20 gráður allan tímann, verst að geta ekki kippt svona veðri með sér heim!!
Núna er ég að reyna að skrifa lokapredikunina mína. Hún er á föstudaginn í háskólakapellunni klukkan 15.00. Allir velkomnir Ég er eitthvað að rempast við að losna við ritstíflu.....held að hún sé vegna þess að þetta er prófpredikun og mér finnst hún þurfa að vera stórkostleg. Þess vegna sit ég og mæni út í loftið í augnablikinu og bíð eftir að eitthvað gerist.....
En svona er víst lífið........vona bara að hugmyndir fari að streyma inn í hugann þar sem tíminn er ekki mikill, ég á að skila á fimmtudagsmorgun...!
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 66423
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lokaprédikun verður að vera tímamótaverk í kirkjusögu landsins, það hélt ég a.m.k. þegar ég stóð í þínum sporum. En auðvitað er þetta bara venjuleg prédikun, og á alls ekki að vera neitt öðruvísi en aðrar sem maður gerir. Gangi þér vel í baráttunni við ritstíflupúkann. Kveðjur úr Eyjum
Guðmundur Örn Jónsson, 18.4.2007 kl. 14:18
Takk fyrir það, það er eitthvað við þetta "loka...." sem er eitthvað svo skelfilegt......eins og þetta sé í hinsta sinn sem að maður fær tækifæri til að stíga í stólinn og þurfi aldeilis að nota tækifærið til að segja allt sem segja þarf í eitt skipti fyrir öll.....leggja hreinlega allt fagnaðarerindið undir einni predikun á 10 mín....
En þetta er allt að koma og takk fyrir góðar kveðjur, kkv, Sunna
Sunna Dóra Möller, 18.4.2007 kl. 16:56
Gangi þér vel frænka, slakaðu bara á og þiggðu Guðlegan innblástur
Veit að þú verður frábær og þetta "loka" er bara byrjunin
Baldvin Jónsson, 19.4.2007 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.