Sorglegt!

Ég verð að viðurkenna að þessi niðurstaða er það sem ég bjóst við, þó að vonin hafi verið um annað. Mér þykir þetta miður og ég óttast að þjóðkirkjan muni gjalda þessarar niðurstöðu, sérstaklega ef að prestar muni ganga svo langt að hafna málamiðluninni einnig! Ég vona svo innilega að svo verði ekki.

Annað sem mér þykir miður er þegar menn fagna þessari niðurstöðu með húrrahrópi, sérstaklega þegar ópið kemur úr kaþólskum fílabeinsturni!

Það er svo sem bara mín skoðun en mér er ekki skemmt!!

 


mbl.is Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kaþólskum ?? ? ? ?

Manni virðist nú vera byggt á Ritningunni við þetta sjónarmið, en ekki "mannasetningar" eins og Frelsarinn kallaði, og hefði sennilega kallað margt af reglum og ákvörðunum Páfagarðs um tíðina.

Siggi (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 16:47

2 Smámynd: Púkinn

Ef kirkjan hafnar samkynhneigðum ættu þeir að hafna henni - ganga úr henni í mótmælaskyni.  Annars lýsti Púkinn nú sinni skoðun á þessu máli hér.

Púkinn, 25.4.2007 kl. 16:47

3 identicon

Kaþólskum ?? ? ? ?

Manni virðist nú vera byggt á Ritningunni við þetta sjónarmið, en ekki "mannasetningar" eins og Frelsarinn kallaði, og hefði sennilega kallað margt af reglum og ákvörðunum Páfagarðs um tíðina.

Siggi (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 16:48

4 identicon

Vonandi klofnar Kirkjan bara á endanum, finnst eins og ríki og trúarbrögð eigi að vera algjörlega aðskilin. Þetta eru menningarleg fyrirbæri og sjálfsagt að þau séu sjálfstæð og hafi algjört frelsi þegar kemur að stefnumótun. Kjánalætin á Alþingi hefði verið óþörf ef slíkt frelsi hefði bara verið viðurkennt til þess að byrja með. 

Geiri (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 17:29

5 Smámynd: Þorgeir Arason

Það er aldeilis að málefni samkynhneigðra verða þér tilefni til bloggskrifa! Maður hefur varla séð önnur eins afköst í netheimum.

Þorgeir Arason, 25.4.2007 kl. 18:35

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Nei, en nú fer þessu að ljúka að sinni, tek upp þráðinn í haust þegar kemur að kirkjuþingi. Svo nenni ég ekki að skrifa ritgerðina í stefinu þannig að þetta er ágæt dægradvöl!! Annars finnst mér málið brýnt og hef fylgst vel með enda tengist því í gegnum gott fólk sem tengist mér .

Annars vil ég segja það að ég vona svo sannarlega að kirkjan klofni ekki! Betra að leysa málin sameinuð en sundruð! kveðja, sunna

Sunna Dóra Möller, 25.4.2007 kl. 18:46

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sammála Sunna, þetta er sorglegt.  Fer mikið fyrir brjóstið á mér að það samkynhneigða fólk sem er í Þjóðkirkjunni hafi ekki sama rétt og aðrir. Ótrúlega ósmekklega þessi húrra hróp Jóns Vals.

Þorgeir: Málefni samkynhneigðra snerta mjög marga.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.4.2007 kl. 19:05

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Annars........eftir smá umhugsun það getur bara vel verið að ég haldi áfram, alla vega að fjalla um guðfræðileg mál! Enda er það mitt helsta áhugamál að fjalla um og lesa guðfræði og þar eru málefni samkynhneigðra hluti af!!

Sunna Dóra Möller, 25.4.2007 kl. 19:51

9 identicon

Skamm skamm! Samkynhneigðir eiga að hafa sama rétt og við sem erum gagnkynhneigð. 

visiticeland@hotmail.com (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 07:15

10 identicon

já meira meira þetta er flott, bara vera nógu agressív

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 13:54

11 Smámynd: Viðar Eggertsson

Kæra Sunna Dóra, þú átt mikinn heiður skilinn fyrir skrif þín hér og á öðrum síðum. Innlegg þín fá mig til að trúa að það séu ekki nærri allir andsetnir sem taka sér orð guðs í munn og velta þeim fyrir sér. TAKK!

Viðar Eggertsson, 26.4.2007 kl. 16:47

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Viðar! Ég met það mikils að heyra að það sem ég hef skrifað hefur áhrif. Það hvetur mann líka áfram til að halda áfram baráttunni innan kirkjunnar fyrir bættum réttindum samkynhneigðra! kveðja, Sunna!

Sunna Dóra Möller, 26.4.2007 kl. 17:54

13 identicon

Sæl verið þið öll! 

Ég var ekki viðstaddur prestastefnu, hafði ýmsum hnöppum að hneppa í borginni, sömuleiðis var ég ekki á þeim lista sem studdi tillöguna um hjónaband samkynhneigðra.  Af hverju ekki?  Ég vil fyrst af öllu segja það, að mér leið ömurlega þegar sr. Geir Waage kom fram í “imbanum” og nefndi nasisma í sömu andrá og málefni samkynhneigðra, ég skammast mín fyrir slíkan kollega.  Hins vegar er ég fylgjandi því að taka þetta mál skref fyrir skref og þar er málamiðlun prestastefnu viss átt til framtíðar, íslenska þjóðkirkjan hefur víst tekið lengra skref en margar systurkirkjur hennar í Evrópu.  Ég er engan veginn andsnúinn því að gefa saman samkynhneigð pör í hjónaband, heldur þvert á móti, um leið veit ég að ný kynslóð er að taka við og margt á eftir að gerast með henni á allra næstu árum, en svo er það bara spurning hversu mikla biðlund þjóðin hefur???  “Geirismi” (skoðanir Geirs Waage) er sterkur innan stéttarinnar vegna þess að hann og aðrir karlmenn, einmitt á hans aldri, eru mjög margir innan stéttarinnar, með þær skoðanir að hjónabandið sé einvörðungu band á milli karls og konu, hjónabandið eigi að geta af sér afkvæmi o.s.frv.  Við vitum nú samt betur, að það er til fullt af hjónaböndum, sem geta ekki getið af sér afkvæmi og sem vilja það hreint ekki og hafa tekið ákvörðun þess efnis, þar með er sú kenning að mörgu leyti kolfallin og móðgun við slíkt.  Þá er það merkilegt í þessu samhengi að Svíar t.a.m. hafa tekist einkum á hvað blessunarmálið varðar, sem er trúarlegri þáttur, en sem NB var samþykkt á prestastefnu, íslensku þjónarnir hafa sér í lagi verið að bítast um vígslumálið, sem er að stórum hluta veraldlegt, því hjónabandið er jú veraldleg stofnun og það segir að íslenska þjóðkirkjan er að fylgja löggjafanum.  Þess vegna hlýtur það að liggja í augum uppi, burtséð frá orðum Geirs, þar sem hann talar um að kirkjan láti ekki háa Alþingi segja sér fyrir verkum, að það verði raunin.  Þetta er í það minnsta minn skilningur og konu minnar, en ég bendi ykkur vinsamlegast á, að hún Sunna Dóra fjallar mjög djúpviturlega um þetta mál á blogginu sínu hér (sunnadora.blog.is) og ég vil endilega hvetja ykkur öll til þess að lesa það og í því sambandi vil ég biðja ykkur um að verða góð og gegn bloggvinir og vinkonur hennar.  Bestu kveðjur. Bolli P.

 

Bolli Pétur Bollason (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband