26.4.2007 | 10:16
Enn af hjónabandinu!
Ákvað að birta hér fleiri skrif um hjónabandið sem að ég vann í vetur þegar ég var að skoða hjónabandssiðfræði sérstaklega hjá Dr. Sólveigu Önnu Bóasdóttur!
Sköpunartextinn í Gen. 1-2 talar um að karlinn og konan séu sköpuð til jafns í guðsmynd. Sagan hefur þó túlkað stöðu kynjanna á annan hátt. Þar hefur regla sköpunarinnar sem birtist hjá Páli t.d. í Ef.5. verið notuð frekar. Konan hefur alla tíð innan kristinnar hefðar verið túlkuð sem annars flokks og þarf ekki að leita lengra en til Tómasar Akvínó og fleiri til að sjá að þeir líta á konuna sem afbrigðilegan karl. Eini tilgangur konunnar var að geta af sér hið fullkomna sem var karlmaðurinn. Karlinn var normið en konan var ab-norm. Þetta er nú ekki í samhengi við það sem Gen: 1.26-28 til dæmis vitnar um. Þó hefur sagan úr t.d. Gen2 verið vinsælli en þar er konan sköpuð úr rifi karlmannsins. Hér er um langa hefðarsögu að ræða þar sem órétti hefur veruð beitt markvisst til að halda konunni niðri. Það að tala um einhverja rómantíseraða mynd af karli og konu sem sköpuð eru jafnt í mynd Guðs á grundvelli rintningarinnar er tálsýn. Því að hefðin og túlkunin segja allt annað. Við getum alltaf fundið okkur texta til að styðja þá túlkun sem að hentar hverju sjónarmiði fyrir sig á hverjum tíma. Skikkan skaparans hefur ekki alltaf verið jákvæð fyrir konur í heiminum á hverjum tíma!! Því miður.
Varðandi hjónabandið. Að þá er það svo merkilegt sama hvað hver segir að það hefur alltaf í gegnum hina kristnu sögu verið annars flokks. Það fólk sem gat ekki verið skírlíft átti að giftast, því að það var betra en að brenna af girnd. Meydómurinn t.d. er ídólíseraður og verður að einhvers konar helgimynd. Gregoríus frá Nyssa skrifaði ritgerð 381 sem hann kallar hvatning til skírlífis. Það kemur fram að skírlífi færir einstaklingi Guðs-líkindi, þátttöku í hreinleika og óspillanleik Guðs. Í játningum Ágústínusar talar hann um afturhvarf sitt til kristinnar trúar. Í því felst m.a hverning hann snýst til skírlífis og hafnar hjónabandinu, það er hið kristna ideal. Hvatning miðaldamanna til að vera skírlífur var betra á svo margan hátt en hjónabandið. Hjónabandið var í raun ekki mikið meira en tilfærsla á eignarrétti. Í samhengi Gt sjáum við það skýrt. Konan var eign föður síns og varð svo eign mannsins síns við hjónaband. Þess vegna til dæmis var hórsök svo alvarlega því hún braut á eignarétti en ekki vegna þess að hún var særði tilfinningar fólks.Ef haldið er áfram að fjalla um hjónabandið þá getum við vitnað í Lúter kallinn sem er nú höfuð okkar kirkjudeildar. En hann réðst að hjónabandinu í Babýlónsku Herleiðingunni. Þar er hann að skrifa um sakramennti kaþólsku kirkjunnar. En niðurstaða hans var sú að sakramenti kirkjunnar eru aðeins 2 og það er mjög mikilvægt í þessari umræðu, en það eru skírnin og kvöldmáltíðin. Lúter segir: Nowhere do we read that he man who marries a wife receives any grace of God. There is not even a divinely instituted sign in marriage, nor do we read anywhere that marriage was instituted by God to be a sign of anything
Skv. Lúter var hjónabandið veraldleg stofnum og tilheyrði frekar sviði löggjafans frekar en kirkjunnar. Hjónabandið er ekki ordinatio heldur benedictio eða blessun. Við skulum ekki gleyma því að prestar vígja hjón í umboði ríkisins í hjónabandathöfnum. Vígsluvaldið skv. lögum er ekki frá Guði heldur löggjafanum. Handsalið við altarið er veraldlegt og tengist sáttmálanum sem hjónin samþykkja og taka með honum á sig ákveðin réttindi og skyldur. Löggjafinn getur því með réttu tekið þetta vígsluvald af prestum og eftir stendur þá blessunin ein og fyrirbænin. Og hver erum við að meina fólki um slíka blessun. Það má vel vera að það komi til þess að ríkisvaldið setji í nánustu framtíð lög þess efnis um að samkynhneigðir megi ganga í hjónaband og breyti lögunum skv. því! Hvað ætlar kirkjan að gera þá???? Við verðum að horfast í augu við það að margt hefur breyst, fjölskyldan er ekki sú sama og hún var. Hér eru í auknum mæli um samsettar fjölskyldur að ræða, einstæð foreldri, fólk sem velur að vera eitt, fólk sem er gift en ákveður að eignast ekki börn, fólk að sama kyni sem vill innsigla samband sitt frammi fyrir guði og fleira og fleira. Myndin sem blasir við er ekki lengur eins einsleit og hún var. Samfélagið hefur breyst. Í mínum huga er þetta mál ekki eingöngu málefni samkynhneigðra og baráttu þeirra fyrir því að ganga í hjónaband. Þetta er hluti af miklu stærri máli, sem snýst um réttlæti og skilgreiningu kirkjunnar á því hver hún er og fyrir hvað hún á að standa. Fetum við veg krossins sem krefst þess af okkur að við tökum okkur stöðu hjá þeim sem samfélagið ýtir á jaðarinn. Þorum við að standa á jaðrinum með þessu fólki og taka ok og byrðar þeirra áokkur. Eða ætlum við að taka undir með faríseunum og fræðimönnunum og ganga fram hjá þeim sem liggur og getur enga björg sér veitt líkt og segir frá í sögunni af miskunnsama samverjanum.Það er enn og aftur stórt spurt!!
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil vertu, Sunna Dóra, en fráleitt er það samt af þér, guðfræðinemi, að tala um, að Thómas minn frá Aquino hafi litið "á konuna sem afbrigðilegan karl." Fréttirðu þetta hjá Sólveigu Önnu? --- "Konan var eign föður síns og varð svo eign mannsins síns við hjónaband. Þess vegna til dæmis var hórsök svo alvarleg, því hún braut á eignarétti," segirðu, en annað kemur nú í ljós, ef þú flettir upp í Thómasi. --- "Konan hefur alla tíð innan kristinnar hefðar verið túlkuð sem annars flokks," segirðu, en er ekki María Guðsmóðir fremst allra í sköpunarverkinu, a.m.k. skv. kaþólskri og orþódoxri trú? Og hafa ekki drottningar ríkt í Býzans og í kaþólskum löndum? Varla voru þær undirsátar?! --- Og lof skírlífis hjá Páli postula og kirkjufeðrum er ekki til að gera lítið úr hjónabandinu. Þvert á móti er það í kaþólskum sið lofað sem heilagt sakramenti -- nokkuð sem Lúther vildi þó ekki viðurkenna. --- Setningin frá Lúther (en á ensku) ber merki þrætubókar. Virk blessun fylgir hjónabandi karls og konu skv. I.Mós. 1.27-28 -- og sýnir sig í verki: í blessun barneignanna. Þar að auki segir Jesús það nógu skýrt (Mt.19.6), að það er Guð, sem tengir saman þau hjón, sem giftast. Gerir hann það án síns náðarkraftar? --- Með kveðju og góðum óskum um nám þitt og líf,
Jón Valur Jensson, 27.4.2007 kl. 00:23
Sæll Jón Valur. Ég hef nú ekki frétt þetta hjá henni Sólveigu Önnu....Ég hef lesið þetta í femínískri guðfræði. Aristlóteles kom með það fram að konan væri afbrigðilegur karl, Tómas tók það upp!! Sagði karlmanninn vera normið en að konan væri abnorm. Hlutverk kvenna var að geta af sé hið fullkomna eða karlmenn. Stundum reyndar verður náttúrunni á mistök, og kona verður til. En hann réttlætti það með því að segja kona yrði að fæðast til að búa til fleiri fullkomna karlmenn!!! Svona er nú bara það. Varðandi Marílógíur þá eru nú skiptar skoðanir á því hversu góð fyrirmynd María hefur verið fyrir konum innan hefðarinnar. Ég hef lesið rannsókn þar sem að kemur fram að þar sem að hún er opinber verndardýrlingur þá er opinber félagsleg staða kvenna verri en þar sem hún er það ekki. En ég hef líka lesið guðfræði þar sem María er sett meira niður á jörðina og hún tekur sér stöðu með þjáðu og syrgjandi fólki, sama staða og hún sjálf hefur við krossinn í Jóhanessi 19.
Við komumst ekki hjá því Jón Valur að sjá að konan hefur ekki haft sterka stöðu í kristinni trúarhefð þó að María hafi haft það sem upphafin Mær og móðir....eitthvað sem að sérhver mannleg kona getur aldrei orðið!!! Þær fá nú ekki enn að gegna þjónustu í þeirri kirkju sem að þú tilheyrir....við skulum ekki vera óhrædd að koma út úr skápnum með það!!
Orð Lúters standa og það er það sem að skiptir máli!!! Það er ekkert guðlegt tákn í hjónabandinu að hans mati! Við getum ekki sett fyrir okkur hér einhverja þrætubókarlist, þá erum við að fara í kringum efnið!
með kveðju, sunna
Sunna Dóra Möller, 27.4.2007 kl. 08:48
Ekki gaztu nú vitnað í frumheimild, þegar þú sagðir þetta um Thómas. En "kristin" er sú kenning vitaskuld ekki, sem kemur frá Aristotelesi, þótt afburðamaður hafi verið og ókrýndur konungur vísindanna um sína daga. Þessa vegna er rangt að nota þetta dæmi frá honum til "sönnunar" því, að "konan h[afi] alla tíð innan kristinnar hefðar verið túlkuð sem annars flokks." -- Hwef ekki tíma til meiri svara í bili.
Jón Valur Jensson, 27.4.2007 kl. 13:39
Skamm, skamm ég....ég skal reyna að bæta úr því Jón Valur. Kenningar Aristótelesar voru innlimaðar í kristna hefð Jón, það er staðreynd....og það var Tómas sem að tók fræði hans upp í sín skrif! Það er gott að snúa út úr......
Sunna Dóra Möller, 27.4.2007 kl. 13:50
Tómas setur fram þetta viðhorf til kvenna, eðli þeirra og guðsmyndar í: Summa Theologica 1,92,1 og 1,93,4; Super primam epistolam Pauli Apostoli ad Corinthios 11, lectio 2; Supplementum 81,3!!
Sunna Dóra Möller, 27.4.2007 kl. 16:41
Ég get ekki betur séð en að eignarréttur karlsins yfir konunni komi skýrt fram í 10. boðorðinu þar sem segir: Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þjón, þernu né nokkuð það sem náungi þinn á.
Boðorðið hefur að vísu verið stílfært lítillega til að það henti betur nútímasamfélagi, þar sem í staðinn fyrir þræl og ambátt eru komin orðin þjónn og þerna, sem sýnir að kirkjan og trúin þróast með breyttum samfélagsháttum.
Í boðorðinu er konan talin upp í dæmaskyni með með öðru sem viðurkennt var að karlinn hefði eignarrétt á - beint úr frumheimildinni - Biblíunni.
Guðrún Jósepsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 18:49
Það er nákvæmlega þannig Guðrún! Ég skil ekki af hverju menn eru svona tregir til að horfast í augu við þetta . Það er kannski vegna þess að við lifum ekki eftir þessum boðum í dag...alla vega ekki að nafninu til!! Þetta er óþægilegt í ljósi umræðunnar um að textar Biblíunnar standi óhagganlegar og að hefðin sé óbreytanleg!! kveðja!!
Sunna Dóra Möller, 27.4.2007 kl. 19:27
Þetta hefurðu náttúrlega ekki lesið sjálf í Thómási, Sunna Dóra, enda kannski skiljanlegt, ef áherzlan er langtum minni á kaþólsku, skólaspeki og latínutexta í guðfræðideild HÍ nú á dögum heldur en á femínisma og samkynhneigðramál.
Ritskýringarrit Thómasar við Fyrra Korintubréf (3. tilvísunin hjá þér kl. 16:41) minnist ekkert, í þessum II. fyrirlestri hans við ellefta kafla þess, á Aristoteles. Ég er með latínutextann hér (In omnes S. Pauli Apostoli Epistolas Commentaria, Vol. I (Taurini, 1929), s. 327-9), og þar er þetta alveg ljóst, en hins vegar er þar mjög skemmtileg umfjöllun Thómasar (í seinni hluta kaflans) um það, hvernig eða hvort karl og kona séu sköpuð í (í)mynd Guðs með ólíkum hætti, og ekki dregur það neitt úr sæmd konunnar. Ég hef ekki tíma um miðja nótt til að skrifa um þetta hér, heldur ekki til að fletta upp í Summa theol. (Prima og Súpplementinu, sem er raunar unnið af öðrum upp úr ritskýringarriti Thómasar við Sententias Péturs Langbarða (Lombardus)). En í ritskýringarritnu við Fyrra Korintubréf er sem sé ekkert byggt á þessum stað á Aristotelesi, Sunna Dóra.
"Kenningar Aristótelesar voru innlimaðar í kristna hefð Jón, það er staðreynd...." segirðu svo, en því mótmæli ég, ef þú átt við það í merkingunni: í eiginlegri, kristinni hefð, þ.e. trúarhefðinni (og jafnvel guðfræði), því að þessi sérstöku orð eða hugsun, höfð eftir Arist., sem eru ekki einu sinni inni í In I Cor.11 eftir Thómas, hafa ekki fengið neina hefðarstöðu innan kaþólskrar guðfræði né mannfræði, þannig að það var rangt hjá þér að taka þau sem einhverja sönnun fyrir þessari djörfu fullyrðingu þinni í vefgreininni: "Konan hefur alla tíð innan kristinnar hefðar verið túlkuð sem annars flokks"!! -- Svo segirðu: "og það var Tómas sem að tók fræði hans upp í sín skrif! Það er gott að snúa út úr......" Ég var alls ekkert að snúa út úr, og Thómas tók auðvitað margt frá fremsta-þekktasta vísindamanni heims um sína daga, Aristotelesi, í fræðirit sín, enda sjálfur alger andæða við obscúrantisma í guðfræði. En fyrst og fremst nýttust honum textar, innsæi, greining og rökleiðslur Aristotelesar í sinni heimspekilegu umfjöllun fremur en á hinu innra sviði guðfræðinnar, þótt hann noti líka Arist. þar, en meira til að setja hlutina í skiljanlegra ljós, sanna það, sem sannað verður og tengist trúnni, með skynsemisrökum, og oft að afsanna rök gegn trúarinntakinu með því að sýna fram á, að þau hrekja ekki trúna í raun.
Ef nógu margir kristnir og fróðir sjá þessa vefslóð þína, þá verða líklega fleiri til þess að gera athugasemdir við "eignarréttar"-fullyrðingu ykkar Guðrúnar Jósepsdóttur um 10. boðorðið, sem er afleit framsetning. Ef enginn mætir, tek ég kannski á því eða bendi góðum fræðimanni á þetta. Það þarf sífellt að vera að leiðrétta rangskilning á Ritningunni, og við guðfræðingar verðum bara að taka því og sinna því eftir megni.
Jón Valur Jensson, 28.4.2007 kl. 05:09
"Andæða" les: andstæða.
Jón Valur Jensson, 28.4.2007 kl. 05:11
Jón Valur
Í fyrsta lagi þá segir þú að ég fullyrði, sem er ansi djúpt í árinni tekið þar sem ég segi "ég get ekki betur séð", sem er langt frá því að vera fullyrðing.
Í öðru lagi er það að finnast eitthvað afleit framsetning, ekki nokkur rökstuðningur heldur lýsing á þinni skoðun og ber að líta á það sem fálm út í loftið og rökleysu.
Í þriðja lagi talar þú um að leiðrétta rangskilning á Ritningunni. Af því má álykta að til sé einhver sem hafi "réttan" skilning á Ritningunni og hans skilningur sé sá eini rétti. Væntanlega áttu þar við fræðimenn, sem hafa stundað ýmsar rannsóknir á henni en þeir fræðimenn eru ekki allir sammála um það á hvaða veg beri að túlka hana - og er þá hinn "rétti" skilningur eingöngu sá sem þér er þóknanlegur? Það ber að athuga að þessir fræðimenn eru allir mannlegir og það er ljóst að engin mannleg vera hefur ávallt rétt fyrir sér.
Þín fullyrðing að kirkjuleg hjónabönd samkynhneigðra séu bönnuð í Biblíunni vegna þess að í henni komi fram að samkynhneigð sé viðurstyggð og að hjónaband eigi að vera á milli karls og konu er ennþá langsóttari en sá skilningur að í 10. boðorðinu felist eignarréttur karlsins á konunni.
Með vinsemd og virðingu,
Guðrún Jósepsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 10:23
Jón Valur, það er nú varla að ég nenni þessu þrefi. Ég sagði aldrei að í þessum ritum væri talað um Aristótleles sérstaklega, heldur eru þetta staðir þar sem að Tómas lýsir skilningi sínu á eðli konunnar. Hver vegna ertu að hlaupa svona frá því sem að Tómas segir um konuna og fleiri á eftir honum og á undan honum.
Ég held Jón að við getum aldrei orðið sammála í þessum efnum og ég er hér sammála því sem að Guðrún talar um hér á undan. Það er líka ástæða fyrir því að guðfæðideildin kennir ekki kaþólsku, skólaspeki og latínu. Við erum ekki kaþólsk guðfræðideild. Það verður ekki skýrara en það. Ég hef jú lært femíníska guðfræði....en ég hef aldrei tekið kúrs í samkynhneigð. Þetta eru sleggjudómar í garð deildarinnar. En okkur er jú kennt að takast á gagnrýnin hátt við textana og okkur eru kynntar rannsóknir fræðimanna á mörgum sviðum, íhaldssömum jafnt sem frjálslyndum. Okkar er það svo sjálfra að leggja mat á það sem okkur hefur verið kennt. Það innrætir enginn ákveðna afstöðu fólki sem er í akademísku námi. Sem betur fer höfum við jú sjálfstæði til að taka okkar eigin afstöðu.
kveðja, sunna
Sunna Dóra Möller, 28.4.2007 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.