27.4.2007 | 10:37
Til umhugsunar!
Mig langar í kjölfar athugasemdar sem ég fékk hér við aðra færslu þar sem gefið er í skyn að ég sé nú aldeilis að misskilja stöðu kvenna í kristinni trúarhefð, að vitna hér í skrif Tertúllíanusar kirkjuföður (160-225). En hann notaði frásgöguna af fallinu í Gen. 3 til að vara systur sínar í Kristi við að jafnvel þær bestu á meðal þeirra eru í raun samverkakonur Evu. Hann skrifar í De cultu feminarum:
"Vitið þið ekki að þið eruð Eva? Dómur Guðs yfir þessu kyni lifir enn þann dag í dag, á þessari öld. Þess vegna lifir sektin enn af nauðsyn. Þið eruð hlið djöfulsins; Þið eruð þær sem brutuð innsiglið á bölvun trésins, þið voruð hinar fyrstu til að snúa baki við hinu guðlega lögmáli. Þið eruð þær sem að sannfærðuð þann sem að djöfullinn gat ekki spillt. Þið eyðilögðuð auðveldlega ímynd Guðs sem er Adam. Vegna þess sem þið verðskuldið, sem er dauði, þurfti sonur Guðs að deyja."
Meira afgerandi getur þetta nú ekki verið, held ég. En ég er nú bara guðfræðinemi, ég gæti nú verið að misskilja þetta líka .
Kannski fæ ég aðra sýn eftir útskrift.....ég vona samt ekki
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:43 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Engin spurning að staða konunnar í trúarhefðinni hefur verið ansi misjöfn og oftar en ekki skammarleg. Þótt ég hef áður bent þér á þessa síðu þá kannski hafa aðrir ekki rekist á hana en hún að mínu mati útskýrir stöðu konunnar eins og hún birtist í Biblíunni, sjá: http://www.godandscience.org/apologetics/sexism.php
Mofi, 27.4.2007 kl. 17:13
Ég skal kíkja á þetta við tækifæri! kveðja, sunna
Sunna Dóra Möller, 27.4.2007 kl. 17:17
Velkominn á bloggið Mofi og að vera með opna síðu. Ertu svo ekki bara myndarmaður sem skellir inn mynd af þér
Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.4.2007 kl. 18:51
Mofi, ég hef nú lesið meira hressandi kvennaguðfræði en þetta. Undirgefni kvenna er réttlætt með því að segja að við eigum öll að vera undirgefin Guði!! tja....eins og ég segi þá mæli ég frekar með skrifum dr. Arnfríðar Guðmundsdóttur um konurnar í Biblíunni sem m.a. hafa birst í ritröð guðfræðistofnunar...finnst á Háskólasafni!! Svo er til fullt af góðum erlendum femínískum skrifum þar sem kemur fram að þetta er nú ekki alveg svona einsleit mynd!! sorrí mofi, þetta var ekki að gera mikið fyrir mig
Sunna Dóra Möller, 27.4.2007 kl. 20:08
Takk Magga en ekki svo heppinn.
Sunna, maður á að passa sig á orðum sem kítla. Maður ætti ekki að vera í þeirri stöðu að vera að leita að því sem hentar manni þegar kemur að Biblíunni; fátt sem ég ber jafn litla virðingu fyrir og það sem vantrú hefur valið að kalla hlaðborðs kristni. Ég er samt ekki frá því að orðið undirgefni hafi fengið mjög neikvæða þýðingu hjá okkur og spurning hver er raunverulega meiningin þarna. Kannski er okkar 21. aldar skilningur réttur en kannski ekki. Kannski svipað dæmi eins og helvíti þar sem hefðin hefur gefi því orði aðra þýðingu en Biblían sjálf gefur því. Ef ske kynni að þú veist ekki um hvað ég er að tala þá geturðu kíkt á þetta: www.helltruth.com
Mofi (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 20:27
Veistu það, að það eru allir sekir um að leita í Biblíunni að versum sem að styðja sinn málstað. Trúðu mér að þú gerir það líka. Ég sem kvenmaður, skoða óneitanlega þá staði sem annars vegar eru neikvæðir í garð kvenna og hins vegar þá staði sem að eru jákvæðir. Hvað gerist svo, jú ég tek hina jákvæðu og nýti mér þá vegna þess að ég trúi því að boðskapur Biblíunnar eigi að frelsa en ekki að gera hið andstæða. Menningarheimur Biblíunnar er feðraveldisheimur (reyndar er heimurinn þannig í dag ennþá...en það er önnur saga) og sú menning er konum fjandsamleg. Að tala um það að orðið "undirgefni" hafi fengið neikvæða merkingu er náttúrulega bara heimskulegt og lýsir ekki mikilli þekkingu á aðstæðum kvenna. Veistu það að þriðja hver kona í heiminum í dag verður fyrir ofbeldi af hálfu karlmanns. Veistu það að konu er aldrei hættara að verða fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanns síns en einmitt þegar hún er ófrísk. Konum er einmitt hættast við að vera myrtar af hálfu eiginmanns þegar þær loksins taka þá ákvörðun að yfirgefa ofbeldissamband. Veistu það að menningunni okkar hefur mistekist að vernda konur gegn svona ofbeldi vegna þess að annars vegar er því trúað enn á mörgum stöðum að konan sé óæðri manni sínum og sé honum undirgefin og hins vegar að þegar inn í hjónaband er komið að þá ríkir friðhelgi heimilis og einkalífs. það ríkir þögult samþykki um það sem á sér stað innan veggja heimilisins. Þannig að allt tal um að orðið undirgefni sé með einhverja of neikvæða merkingu er barnalegt.
Mér er alveg sama hvað þér finnst um hlaðborðs kristni en þetta er alveg stórmerkileg guðfræði fólks sem er að skrifa sig út úr erfiðum aðstæðum eins og við sjáum í frelsunarguðfræði Suður Ameriku, guðfræði svartra, kvenna, Asíubúa, Afríkubúa. Ekki gera lítið úr tilraunum fólks til að finna sér leiðir út úr aðstæðum ofbeldis og kúgunar. Það sýnir enn á ný afskaplega barnalega hugsun og skilingisleysi á aðstæðum þeirra sem eru í minnihluta og er haldið þar af fólki sem að hugsar eins og þú. !!
Við verðum að hugsa á 21. öldinni.......það eru þeir tíamr sem að við lifum á!!
Sunna Dóra Möller, 30.4.2007 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.