28.4.2007 | 14:13
Arfur kvenna!!
Ég er að undirbúa vinnu að rannsóknarritgerð minni við Guðfræðideildina. Þetta er 10 eininga ritgerð sem er unnin á sviði Nt-fræða. En aðaláherslan hjá mér eru Maríurnar í Jóhannesarguðspjalli, sérstaklega í kafla 2 og 20. Þar munu að meðal koma fyrir ólíkar sköpunarmýtur ásamt fleiru skemmtilegu .
Ég ákvað af því tilefni að setja hér inn smá efni sem ég mun nota sem forsendu í ritgerðinni. En þetta er afar áhugavert efni og hugsanlega um mjög forna hefð sem tengist áhrifamikilli konu í frumkristinni hefð!!
María Magdalena hefur líklega verið postuli innan frumkirkjunnar, hlutverk sem féll henni í skaut á páskadagsmorgun þegar Jesús kallaði hana með nafni og hún þekkti rödd hans. Þannig er hún hluti af hans eigin lærisveinum og postulum og fékk það hlutverk að breiða út boðskapinn um veru viskunnar á jörðinni. Henni er tileinkað guðspjall, Maríuguðspjall. Þar er henni lýst sem lærisveini frelsarans, sem hlusta ber á. Maríuguðspjall er vitnisburður um frumkristið sjónarhorn, sem a.m.k. leit á Maríu Magdalenu standandi jafnfætis bræðrum sínum og systrum í þeim skilningi að þau höfðu öll verið gerð að sönnum manneskjum og öll voru búin undir að boða guðspjallið um ríki mannsonarins. Samkvæmt Maríuguðspjalli er viðbótarþekking Maríu Magdalenu nauðsynleg til að uppfylla það hlutverk. Þess vegna hafnar guðspjallið öllum þeim sem hafna því, sem hún kenndi einfaldlega vegna þess að hún var kona.
Er það hugsanlegt að hér liggi ævaforn hefð kvenpostula, sem varð móðir nýrrar kynslóðar, sem getur í dag líkt og í garðinum forðum, veitt dætrum Evu uppreisn æru innan kirkjunnar og víðar. Á vettvangi hinnar stóru kirkju í dag gera konur út um allan heim kröfu til þess að fá að gegna prestembætti til jafns við karlmenn. Rök um að það, að vegna þess að Jesús gerðist karlmaður, geti konur ekki verið prestar, eru ekki lengur tekin gild. Í þessari baráttu eru þær heimildir sem við eigum um allan þann fjölbreytileika sem ríkti innan frumkirkjunnar ómetanlegar. Mitt í þessum fjölbreytileika hljómar rödd konu, sem segir við okkur í ljóma upprisusólarinnar: Ég hef séð Drottinn (Jh. 20.18).Þessi frelsandi opinberun kemur til okkar eins og hún gerði í garðinum forðum gegnum orð konu, sem var María Magdalena, hin nýja Eva.
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður gaman að lesa verkið í heild, þetta er spennandi og vafalaust ákaflega gaman að fást við það
Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 20:28
Gott efni og áhugavert sem þú tekur fyrir. Ég hef nefninlega grun um að konur hafi verið mun meira ráðandi innan frumkirkjunnar en heimildir vilja meina, og að konur hafi verið mun áhrifameiri í lærisveinahóp Jesú en guðspjöllin segja okkur.
Guðmundur Örn Jónsson, 28.4.2007 kl. 20:55
Ég held að sé nákvæmlega þannig, hef þetta svona sem forsendu í vinnunni.........að ég muni finna hefð sem tengist konum á þennan hátt. En heimildir eru þannig að það þarf að geta svolítið i eyður og raða saman úr ólíkum áttum. En það gerir vinnuna bara meira spennandi....kkv. sunna
Sunna Dóra Möller, 28.4.2007 kl. 23:05
Verður áhugavert að sjá verkefnið í heild og fylgjast meira með þínum skrifum í framtíðinni. En þangað til, fylgist ég með þér hér
Margrét St Hafsteinsdóttir, 29.4.2007 kl. 01:18
Mín kæra Sunna (og nú geri ég allt til a þurga ekki að stja yfir ritgerð) af þeim fáu kommentum sem ég hefir séð að bóna þínum er mér spurn hvi hann ritar ekki vefritlur. myndirðu vera svo væn að koma því á framfæri við bónda þinn.
Þó skal það tekið fram að ég er mikill aðdáandi vefritla þinna og les þær á hverjum degi -hvernig er það stefnir þú á 16 jún með ritg.
Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 04:51
Takk Margrét
Hildur: Ég verð að viðurkenna að ég er ekki allt of bjarstýn á 16. júní. Á enn eftir að vinna líka ritgerð í stefinu og svo smá verkefni í framsetningunni og litúrgíu!! ....ritgerðin er bara svo stór þannig að ég er eitthvað svartsýn.......en svo sagði einhver snillingur að það væri alltaf mesta myrkrið rétt fyrir dögun....hehehe kkv. Sunna
Sunna Dóra Möller, 29.4.2007 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.