Hugsi...

Ég hef verið ansi hugsi síðastliðna daga yfir ýmsu sem að ég hef orðið vitni af hér í þessum bloggheimi! Ég hef séð ýmislegu haldið fram í nafni kristinnar trúar og jú hef blandað mér í þær samræður. Sumu á maður kannski að sleppa, því þegar ég hef mætt heitri sannfæringu þá er annars vegar spurningum ekki svarað eða talað um að Jesú hafi varað við fræðimönnum.

Nú tel ég mig ekki fræðmann/konu þar sem að ég hef nú ekki lokið námi og ekki er ég prestur þar sem að ég hef ekki tekið vígslu eða lokið því starfsnámi sem að þarf til.

En þegar t.d. er talað um það að kristin hefð hafi verið konum oft fjandsamleg og hvað kvennaguðfræðin hafi lagt til málana, þá er talað um að kvennakrikjan starfi ekki eftir orði Guðs og gagnrýnd tilvist hennar innan þjóðkirkjunnar þar sem hún er jú með blessun Biskups.

Nú skil ég ekki margt og veit lítið um annað......en þegar gagnrýndir eru hlutir sem ekki er vitað nægilega mikið um og fullyrt um að konur séu nú heppnar þar sem að María Mey er æðst allra kvenna og nýtur hárrar stöðu innan kirkjunnar......þá bara verð ég alveg orðlaus. Það er nú kannski ágæt stundum að verða orðlaus en ég hef sjaldan mætt svona viðhorfum. Ég er kannski bara búin að vera svona lengi í vernduðu umhverfi Háskólans........

Annað sem ég skil ekki heldur er þegar rætt er um samkynhneigð á guðfræðilegum grunni þá fæ ég það fram að ekki er verið að fordæma grunnhneigðina sem slíka. Heldur aðeins kynmökin sem eru afleiðing hneigðarinnar. Nú verð ég aftur pínu hissa......ég spyr hvort í þessu felist ekki fordæming á hneigðinni og hvort að það sé verið að halda því fram að samkynhneigðir megi vera samkynhneigðir með því þá að stunda ekki kynlíf. Þá er svarið að það væri jú best! En þetta er alls ekki fordæming síður en svo......Nú spyr ég hvað er þetta annað en fordæming á samvistum samkynhneigðra þó að hún birtist svona undir rós. Allar hneigðir sem að tengjast kynverund okkar hafa þá afleiðingu sem er kynlíf. Er kannski verið að horfa svo mikið í kynlífið sjálft að tilfinngasambandið verður útundan. Það er ekki rætt um að fólk geti hreinlega hafa fundið sér sálufélaga til að eyða ævinni með. Með því að einblína inn í svefnherbergi að þá þarf fólk ekki að takast á við hin atriðin sem að skipta máli........

Annars held ég að vegna þess að hneigðin sjálf er alltaf umræðu efnið að þá gleymist elskan sem er forsenda fyrir því að fólk ákveður að deila kaupum og kjörum. Ég alla vega tel það forsendu að góðu sambandi að kærleikur sé og ríki á milli þeirra sem mynda samband, það mikill kærleikur að fólk getur ekki hugsað sér lífið án hvors annars. Hvernig fólk kýs síðan að tjá sína ást er eitthvað sem að kemur mér og öðrum ekki við. Grundvöllurinn er ástin og frelsið til að tjá þá ást án fordæmingar

kveðja,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er góð vefritla hjá þér Sunna og rétt því áherslan er á elskuna m.a. hjá Páli (ég var einmitt að skrifa um elskuna hjá Páli áður en ég sveik lit og fór í Gt.fræðin). En það er rétt, að það er auveldara að líta til þess sem er "ólíkt" í stað þess sem líkt er þegar á að fella dóma. Það er ekki að finna neina fordæmingu á eðlilegu heimilislífi einstaklinga af saman kyni í hinni helgu bók og því erfitt að bera því fyrir sig. En það má finna nokkur vers um kynlíf einsaklinga af saman kyni. Það sem gleymist er bara að flest þeirra eru að fjalla um ofbeldi og þá telja sumir fræðimenn að þegar að Páll hafi verið að tala um ofbeldis verk þegar hann segir malkoi og ardsenokotai og hafi hann verið að vísa í þekkt ofbeldisverk. T.d. að það er þekkt að þegar sigur var unninn í stríði var nauðgun á körlun jafnt sem konum "the ultimate" niðurlagingin (sem talið er m.a. að Gt sé að banna) og hitt eigi við það sem við köllum í dag barnaníðslu. Þá hefur einnig verið bent á sifjaspell í tengslum við þetta.

Með kveðju

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 12:01

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Hildur fyrir að benda á þetta, þetta er alveg rétt með samhengið þegar kemur að kynlífinu. Samhengi sem að tengist valdastöðum í forngrískum og rómverskum menningarheimi. En þetta er það sem að fólk á svo erfitt með að horfast í augu við vegna þess að þá þarf það um leið að láta af fordómunum. Eins og þú sagðir einhvers staðar ...... að þá er allt hægt ef að viljinn er fyrir hendi....en stundum bara vantar viljann!! kkv. Sunna

Sunna Dóra Möller, 3.5.2007 kl. 14:05

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Frábær pistill hjá þér Sunna Dóra eins og þín er von og vísa og eins og talað frá mínu hjarta. Vona ég að augu fólks fari að opnast fyrir þeirri grimmd sem samkynhneigt fólk hefur þurft að þola og þolir enn frá öfgatrúuðum. Mjög gott og upplýsandi innlegg frá þér Hildur Inga.

Kærleiksknús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.5.2007 kl. 18:00

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Margrét!

Sunna Dóra Möller, 3.5.2007 kl. 20:38

5 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Góður punktur hjá þér varðandi kvennaguðfræðina. Þegar ég var í deildinni var ég svo heppinn að Arnfríður kenndi mér allnokkra kúrsa með áherslu á kvennaguðfræði. Þar komst ég fljótt að þeirri skoðun að kvennaguðfræðin er fjarri því að vera bara guðfræði fyrir konur. Þetta er miklu frekar tilraun til þess að koma á jafnvægi innan guðfræðinnar.

Líka svo satt hjá þér að maður verður hálf "stúmm" þegar fólk fer að skýla sér að bakvið eitthvert blaður um að það fordæmi bara kynmök samkynhneigðra en ekki hneigðina, og segist ekki hata syndarann, heldur syndina. Þetta fer jafn ósegjanlega mikið í taugarnar á mér og það gerir hjá þér. Hneigðin verður ekki skilin frá manneskjunni, það er alveg klárt.

Kveðjur úr Eyjum

Guðmundur Örn Jónsson, 4.5.2007 kl. 00:07

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er rétt Guðmundur að Arnfriður kennt okkur margt gott! Einnig hefur Sólveig Anna, Gunnlaugu og Jón t.d. verið dugleg að kynna þessar nýju guðfræði áherlsur. Þú veist ekki hvað það gleður mig að sjá að þú horfir á kvennaguðfræðina þessum augum! Alveg frábært sjóanrhorn og margir mættu taka til fyrirmyndar! Kveðja, Sunna

Sunna Dóra Möller, 4.5.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband