5.5.2007 | 15:02
Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum!
Staðreynd sem kirkjan sjálf hefur oft og tíðum átt erfitt með að horfast í augu við. Það er staðreynd að innan Biblíunnar eru ritningarstaðir sem tala um vald karlmannsins yfir konunni og þurfum við ekki að leita lengi til að finna slíka staði. Innan Mósebóka og Deutero-pálínsklu hefðarinnar má finna mörg dæmi um slíkt.
Í skýrslunni segir meðal annars að: Viljaleysi og vanmáttur kirkjunnar til að snúast gegn ofbeldi karla gegn konum og til að styðja konur í baráttu gegn ofbeldinu skýrist af því hvað kirkjurnar eiga sér djúpar rætur í menningarheimi feðraveldisins. Sú menning mótar einnig skipulag þeirra, guðfræði og guðsþjónustu.
Það segir einnig: Að þess vegna mun starf kirkna gegn ofbeldi og aukin samstaða með málstað kvenna vekja upp spurningar um guðfræðileg grundvallaratriði. Á okkar dögum eru umræður um allan heim um hvernig skipulag kirkna, Biblíusýn þeirra og Biblíunotkun, og orðanotkun þeirra um Guð og guðsþjónustur og boðun þeirra á Kristi geri þær samsekar í að styðja við menningu sem lætur ofbeldi gegn konum viðgangast.
Tiltekin eru dæmi um þetta í skýrslunni:
Einkenni feðraveldis í kirkjunni: Skipulag kirkjunnar er að mestu byggt á stigveldi og feðraveldi.
Tungumálið um Guð:Tungumálið mótar hugsun og lífsafstöðu hins sameiginlega trúarsamfélags og einstaklinganna innan þess. Sú ímynd Guðs sem oftast er notuð í kirkjunni er karlkyns: Faðir, konungur, herra og svo framvegis. Þó að Guðs sé ekki karlkyns í bókstaflegri merkingu, þá getur sá vandi skapast við þessa málnotkun að líkingin eigni karlmanninum guðdómleika og geri hann æðri konunni sem hefur ekki guðdómlega eiginleika. Þótt erfitt sé, þá þarf að hefja sig yfir kynferði þegar talað er um guðdómlegan leyndardóm Guðs.
Jesús og val hans á karlkyns lærisveinum: Þetta hafa verið rökin fyrir karlkyns prestum, postullegri vígsluröð og kirkjuleiðtogum. Þetta þarf að endurskoða í ljósi NT og vitnisburðar frumkirkjunnar. Höfum vitnisburð af kvenkyns postulum.
Jesús sem fórnarlamb: Þessi ímynd er konum byrði sem verður enn þyngri vegna þess að hefðin upphefur sjálfsfórn, sjálfsafneitun, auðmýkt, þýlyndi og þjáningu. Sumar konur sem aldar eru upp í kristindómi samsama sig með fórnarlambinu Jesú. Í þjáningu sinni finnst þeim þær standa nærri honum og berjast þar af leiðandi ekki gegn þjáningunni. Það er mikilvægt að gera skýran greinarmun á því að vera slíkt fórnarlamd og meðvitaðri viljaákvörðun að fórna sér í þágu annarra eins og frelsari okkar gerði. Sú staðreynd að Guð vill gefa hinum krossfesta líf og gerir það mögulegt, þá ætti það að gera konum, sem þjást vegna ofbeldis ljóst að Guð vill líka gefa þeim líf, gott líf. Krossfesting Jesú leggur ekki blessun sína yfir þjáninguna. Hún er vitnisburður um þann hrylling sem ofbeldi gerir annarri manneskju. Hún er ekki fyrirmynd að því hvernig afbera skuli þjáninguna heldur er hún vitnisburður um þann vilja Guðs að engin manneskja þurfi að þola slíkt ofbeldi aftur.
Pistlar ofar guðspjöllunum: Valdir textar eru notaðir til að skilgreina hlutverk kvenna og setja þeim hegðunarreglur. Hin niðrandi ummæli Páls: Að konur skuli þegja, eru þekktari sem viðmiðun fyrir konur en sagan af konunni sem hafði blóðlát og Jesús bauð að tjá sig opinberlega. Ennfremur hafa textar verið teknir úr samhengi eða notaðir án þess að útskýra fyrir hvern þeir voru upphaflega samdir í því skyni að fella þá að ákveðinni hugmyndafræði eða til að vera trúir bókstaf ritningarinnar.
Fastheldni við bókstaf Biblíunnar: Flestum kristnum mönnum finnst fastheldni við bókstaf Biblíunnar eina leiðin til að vera trúir köllun Guðs. Kenningar kirkjunnar verða að skýra hvernig taka skuli á ósamræmi í guðfræðinni og freðinni guðfræði sem þiðnar ekki til að kirkjan geti aðlagast breyttum aðstæðum, viðhorfum, menningu, gildismati og sérstökum þörfum fólks í neyð.
Guðfræðilegar hugmyndir sem hafa áhrif á þolendur ofbeldis: Konum og börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi í kynlífi, finnst erfitt að hugsa um Guð sem eigi allan mátt og visku og sé allstaðar. Þau hafa sektarkennd af því að Guð hefur séð allt. Þau eru reið því að Guð, sem á allt vald og er alls staðar, kom þeim ekki til bjargar. Það verður að túlka þjáninguna á krossinum þannig að Guð sýni þar kærleika sinn sem sigrar hið illa. Það ætti að hvetja konur til að komast út úr vítahring ofbeldis, ótta, hugsanamynstri og þeim venjum sem þær hafa lært sem þolendur. Skipulag kirkjunnar og guðfræðilegar kennisetningar hafa átt sinn þátt í að treysta yfirburði karlkynsins í samfélaginu og hafa kirkjurnar oft þagað yfir ofbeldi gegn konum eða farið með það sem einkamál. Jesús lét skýrt í ljós samkennd sína með konum frá öllum lögum samfélagsins og sýndi hinum útskúfuðu og afskiptu sérstaka umönnun. Afstaða Jesú á að vera okkur fordæmi. Það að Jesú birtist fyrst konum eftir upprisuna sannar að hann vildi að konur yrðu þátttakendur í að breiða út fagnaðarerindið.
Ritningarlestrar: Í lestrum kirkjunnar er lögð áhersla á texta Biblíunnar þar sem konur eru ekki leiðtogar, en það hefur jafnan verið gert lítið úr leiðtogahlutverki kvenna í Biblíusögum. Þetta getur beinlínis aukið jaðarstöðu kvenna, stöðu sem þegar er hefð fyrir í Biblíutextum. Þegar vísað er til kvenna í Biblíunni er annað hvort sagt að þær hafi valdið tómum vandræðum, t.d. Eva og samverska konan eða að þær séu jákvæðar fyrirmyndir, eins og María móðir Jesú.
Guðsþjónusta: Um allan heim og einnig á Íslandi vinna konur og einnig nokkrir karlar að því að endurnýja form og mál guðsþjónustunnar. Þannig að hún geti stuðlað að jafnrétti fremur en að styrkja hefðbundið feðraveldi og tignarröðun. Í guðsþjónustunni þarf að gera ráð fyrir því að fólk geti miðlað lífsreynslu sinni en það telst oft ómerkileg tilfinningasemi. Konur sem tilfinngaverur hafa ekki svigrúm til að tjá sína ríku og margvíslegu reynslu í venjulegum trúarathöfnum. Framlag þeirra nýtur sín bara í þröngum hópum. Ein leið til að vekja athygli á framlagi kvenna væri að minna á helgiathöfn kvenlærisveinsins sem smurði Jesú sem Messías með dýrindis smyrslum í hvert sinn sem kirkjan minnist píslargöngu Jesú á föstunni og í dymbilvikunni.
Endurvakning trúarlegrar öfgastefnu: Uppgangur öfgafullra bókstafstrúarmanna sýnir vel ofbeldið sem konur þurfa að þola. Þeim finnst erfitt að viðurkenna að konur búi við heimilsofbeldi því samkvæmt uppeldi þeirra væru þær þá að neita nærveru Guðs í lífi sínu. Lögð er áhersla á að fyrirgefa eiginmanninum af því að ofbeldið er vegna áhrifa illra anda. Þær reyna að fela vandamálið af því að það er slæmur vitnisburður og hræðast prestinn eða gagnrýni annarra. Guðfræði þeirra fyllir þær skömm og þær bæla þjáningu sína. Þetta er andleg þjáning byggð á guðfræði uppgjafar. Hugmyndin er sú að líf kvenna sé friðþæging synda þeirra. Bæði vegna sektarkenndar, freistingar illra anda og fórnar finnst konum þær vera samsekar í heimilisofbeldinu og óttast refsingu samfélagsins og safnaðarins.
Þetta sem hér hefur verið farið í að ofan birtist í ofangreindri skýrslu: Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum.
Vissulega geta allir tekið undir að innan ritningarinnar fyrirfinnst jafnréttisboðskapur innan Jesúhefðarinnar í guðspjöllunum og í raunverulegum bréfum Páls eins og Gal. 3.28. En raunin hefur verið allt önnur eins og þessi mikilvæga skýrsla greinir frá og sýnir okkur að kristin kirkja á mikið verk óunnið og rödd kvenna mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Jafnréttismálin eru ekki útrædd og orðin leiðinleg tugga eins og mörgum finnst og fórna höndum þegar þessi mál eru rædd, heldur eru þau dauðans alvara þar sem líf kvenna og barna er í húfi.Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:08 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér eins og alltaf. Takk fyrir innlitið á mina síðu og falleg skrif. Það eina sem mér hefur fundist dálítið að í þessari kvennabaráttu vítt og breitt er hversu harða útreið karlmenn fá. Dálítið alið á því að karlmenn séu verri en konur. Ég á syni og ungir strákar og ungir karlmenn segja að það sé vegið harkalega að karlþjóðinni. Mér finnst konur þurfa að fara að rísa upp kannski á annan hátt en þær hafa gert. Fara út úr þessari fórnarlambshugsun. Sú hugsun er enn talsvert við lýði og er ég þá að tala um Ísland. Ég er hlynnt mannréttindabaráttu eins og þú veist og ég veit að þú ert líka. Lausin er að hætta að aðgreina fólk í hverju sem er eftir kyn, kynþætti og kynhneigð. Konur verða að axla sína ábyrgð líka í því sem hefur farið aflaga ekki síður en karlmenn. Knús til þín
Margrét St Hafsteinsdóttir, 6.5.2007 kl. 01:28
Ég er alveg sammála þér í þessu og í þessari skýrslu er einmitt verið að gagnrýna hvernig fórnarlamdmýtan hefur sett sitt mark á konur. Ég held reyndar að innan kirkju sumstaðar sé jafnrétti komið styttra á veg og vísa þar í bókstafstrúarhópa og hins vegar kaþólsku kirkjuna. Þessi skýrsla er unnin fyrir lúterskar kirkjur í heiminum. Það er svo merkilegt nefnilega að þegar kemur að tungutaki ritingarinnar að þá er oft erfiðara brfjótast úr viðjum ójafnréttis eins og við sjáum annars vegar varðandi konur og hins vegar samkynhneigðra. Ójafnréttið á sér svo djúpar rætur þegar það tengist trúartilfinningunni. Ég hef svo m.a séð hér skrif gegn kvennakirkjunni til dæmis þar sem að hún er fordæmd sem kirkja sem að fer ekki eftir orðinu. Á meðan ég veit að Auður Eir og hennar söfnuður er innan þjóðkirkju og fer eftir boðunargrundvelli hennar en það sem er ólíkt er að hún kvengerir Guð. Ég held að sumt liggi ansi djúpt og mjög erfitt er að breyta. En ég er sammála þér að kvennabaráttan vinnst ekki með því að gera karlmenn að einhverju slæmu. Fólk þarf að læra að vinna saman að auknum réttindum fyrir bæði kynin. Með sunnudagskveðju, Sunna Dóra.
Sunna Dóra Möller, 6.5.2007 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.