Kynverund og kynhlutverk ķ Róm og Grikklandi til forna!

Ég hef veriš aš lesa bók ķ vetur ķ nįmskeiši ķ nżja testamentisfręšum. Žar er umfjöllunarefniš “daušinn į milli Jesś og Pįls”. Bókin umrędda er eftir John Dominc Crossan og Jonathan L. Reed. Žaš sem er skemmtilegt viš žessa bók er aš hśn vinnur mikiš śt frį fornleifafręšinni og rannsóknum hennar ķ nįlgun sinni. 

Ķ bókinni er fariš ķ trśarbrögš Rómverja og einnig  kķkt ašeins į launhelgarnar sem aš mér finnast alveg afskaplega įhugaveršar og mun skoša ķ tenglsum viš lokaritgeršina mķna.  Žeir félagar koma m.a. inn į trśarbrögš sem aš tengdust hinni miklu móšur (Magna Mater). Įsamt žvķ aš dżrka hina miklu móšur var hinn ungi fallegi Attis dżrkašur. Hann įtti aš hafa gelt sig vegna afbrżšissemi hinnar miklu móšur. Hann dó en hśn reisti hann upp frį daušum. Hann varš sķšar módel fyrir hina svoköllušu “galli”. En žaš voru prestar sem aš geltu sig og klęddu sig ķ skęra lit svo aš eitthvaš sé nefnt.

Ķ augum Rómverja voru “galli” hvorki karlar eša konur. Sjįlfspķningar žeirra voru litnar illu auga af rómverskum höfundum. Žeim var gefiš aš sök aš stunda munnmök viš konur ķ staš žess aš vera geldingar eins og žeim bar.  “Galli” ruglušu rómverska karlmenn ķ rķminu eftir aš hafa unniš į sjįlfum sér spjöll stóšust žeir ekki lengur rökin fyrir “ešlilegri” kynlķfshegšun karlmanna sem var lķst meš “inngöngu (penetration)” og stjórnun. Meš žvķ aš leggjast svo lįgt aš aš fara inn ķ konur meš tungunni geršu žeir lķtiš śr karlmönnum, voru įlitnir “and-karlmannlegir”. “Galli” fóru yfir mörkin og žess vegna ruglušu žeir karlmannselķtuna og žaš sem aš žeir įlitu sem višeigandi kynlķfshlutverk.

 Um getnašarlim karlmanna og stjórnun ķ Róm til forna. 

Ķ Róm til forna var ešlileg kynferšisleg hegšun tengd völdum, kyni, aldri og stöšu. Žar var fulloršinn karlmašur sem įtti land valdamestur. Ešlileg kynferšisleg hegšun į tķmum Pįls var žvķ byggš į stjórnun og valdi. Ķ sinni verstu mynd var žaš byggt į undirgefni og aušmżkingu. Įletranir og slagorš sem hafa veriš skrifuš ķ hornum į bašhśsum, svefnherbergisveggjum og į öšrum myndum gefa til kynna ekki hafi veriš til hugsun um kynferšislega gagnkvęmni, frekar er um aš ręša kynferšislegt stigveldi.  

Žessar myndir gefa til kynna karlkynsvald, misnotkun og jafnvel aušmżkingu į kvenlķkömum. Žęr tilgreina sérstaklega vald karlmannsins, eignarétt hans og inngöngu hans inn ķ kvenlķkamann.  Hiš stóra hlutverk sem valdiš lék ķ félagslegum ritum um kynferši til forna kemur einnig fram ķ žvķ hvernig Grikkir og Rómverjar greindu į milli virkra hlutverka og óvirkra hlutverka, žar sem aš hiš ęšra var skilgreint sem virk karlkyns “innganga” (penetration). Karlmašurinn er alltaf skilgreindur sem virkur en konan óvirk. 

Hugmyndir um virkni og inngöngu voru ekki ašeins tjįšar meš kyni, stétt og stöšu. Hinn vel stęši mašur var frjįls til aš fara virkt inn ķ nįnast hvern sem er, višfang hans gat veriš kona, ungur mašur eša lįgstéttar mašur. Žetta sżnir žaš hversu algeng og svo viršist sem aš samžykkt samskipti tveggja karlmanna voru ķ Grikklandi og Róm og verša žau aš skiljast innan žessa ramma. Ķ Grikklandi hafši žaš lengi veriš algengt aš fulloršnir karlmenn sem aš įttu land fóru inn ķ ekki ašra karlmenn ķ sömu stöšu heldur unga tįningspilta. 

Ķ Róm var žaš žannig aš rķkir menn höfšu į heimili sķnu tįningspilta sem voru žręlar og karlmenn innflutta frį litlu Asķu, sem voru sérstaklega fluttir inn til kynlķfsnotkunar. Žeir voru sóttir og fariš var virkt inn ķ žį lķkt og gert var viš konur. Sķšar losušu hinir rķku rómversku karlmenn sig viš žį žegar žessi ungu menn fulloršnušust.  

Žaš aš vera ašili sem aš fariš var inn ķ var staša sem aš féll konum, drengjum og žręlum ķ hlut. Žau voru aušmżkt ķ leišinni.  Žaš sem var ekki til innan žessarar myndar var jafningja staša eša jafningja samband. Jafnrétti var ekki til ķ neinu handriti, hvort sem um var aš ręša karl og konu, karl og dreng eša karl og karl.  

Gyšinglegt sišferši var annars konar. Til aš segja žaš hreint og skżrt: Kynlķf var takmarkaš viš hjónaband, į milli karls og konu meš žann tilgang aš geta afkvęmi. Nekt var skammarleg og sérstaklega viškvęmt mįl fyrir umskorna karlmenn ķ opinberum böšum Rómarveldis.  

Žegar žessi dęmi eru skošuš žį veršur manni ljóst annars vegar samhengi Mt. 19 žar sem aš komiš er inn į geldingana. En žeir ruglušu kynķmynd hins ešlilega kalrmanns ķ rómverskum skilningi. Žess vegna hefur žaš veriš sagt aš Jesśs ögri hefšbundnum kynķmyndum rómverska rķkisins ķ Mt. 19.  

Hitt dęmiš sem aš ég tók til um umhverfi Pįls žegar kemur aš kynlķfi sżnir okkur aš žaš er ekki veriš aš fordęma samkynhneigš eins og viš žekkjum hana ķ dag. Jafningjasamskipti eru ekki til, heldur er kynlķf algjörlega tengt stöšu einstaklinganna sem ķ hlut eiga, annars vegar sem sį sem virkt fer inn ķ einhvern og hins vegar sem aš óvirkt lętur fara inn ķ sig. Žegar kemur aš hinni óvirku stöšu eru žaš konur, ungir drengir og žręlar sem aš taka viš. Staša sem ķ felst aušmżking og skömm. Staša sem ķ dag myndi vera tślkuš sem misnotkun.  

Žetta samhengi er ljóst og meš žvķ aš skoša žennan tķma veršur manni ljóst aš ekki er hęgt aš nota žessa texta biblķunnar sem aš lżsa kynferšislegum samskiptum karlmanna til aš męla gegn samvistum samkynhneigšra ķ žvķ samhengi sem aš viš žekkjum til ķ dag.    


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Um bloggiš

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nżjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annaš

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband