Voðalegt er þetta!

Kannski bara vilja ekki allir gifta sig..........kannski vilja einhverjir stunda kynlíf fyrir hjónaband.......stundum eignast pör meira segja börn fyrir hjónaband.....hugsa sér!! Voðlega kemur einkalíf fólks öðrum við, svo mikið að fólk safnast saman þúsundum saman til að skipta sér af einkalífi annarra og mótmæla auknum lagalegum réttindum þeirra! Mér finnst þetta hjónabandsdrama orðið svolítið yfirgengilegt. Um leið og fólk er komið í hjónabandið, þá er allt leyfilegt.........jafnvel heimilsofbeldi og hjónabandsnauðganir svo að eitthvað sé nefnt. Hjónabandið er orðið einhvers konar stimpill á velsæld og hamingju!

Bara að að vera giftur og þá er allt í lagi.....enginn mótmælir réttindum þínum né skyldum! Allt annað er subbuskapur og annars flokks!

Mér finnst þetta dapurleg frétt og fæ tilfinningu eins og við séum að stefna beint aftur á myrkar miðaldir!

Ég segi bara eins og Soffía frænka: Fussum svei!!


mbl.is Ítalar mótmæla réttindum fólks í óvígðri sambúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

mér finnst það líka mjög glatað af þessu fólki að taka sig saman og mótmæla. Ég er viss um að það mætir ekki þegar einhverju öðru en einkalífi fólks er mótmælt.... ég skrifaði svipaða grein þegar það kom frétt á mbl um fjöltrúarleg mótmæli í London gegn hjónabandsleyfi til samkynhneygðra. Í eitt kvöld var stríðsöxin grafin milli gyðinga, múslima og kristinna, og það var útaf einhverju álíka merkilegu og hjónabandi samkynhneygðra. Ég kallaði það ofbeldi og það var kannski gróft til orða tekið, en hvernig á fólk annars að taka því að vera gagnrýnt fyrir að lifa ekki hinu fullkomna lífi að annarra mati? Verður að taka af þeim réttindi og gera lítið úr þeim sem manneskjum? Mér finnst það vera ofbeldi.

halkatla, 12.5.2007 kl. 15:56

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mikið er ég sammál þér! Það er líka svo merkilegt í þessum umræðum öllum að hjónabandið er orðið valdatæki þar sem að það er notað í þeim tilgangi að útiloka ákveðna hópa og hefur í raun alltaf verið. Það er ekki langt síðan að fólk sem var ekki af sama kynþætti fékk lagalegan rétt til að gifta sig í USA, að sama skapi máttu fangar ekki gifta sig. Hér á íslandi var fátækramark lengi á hjónabandsréttindum. Þú þurftir að vera ákveðið vel stæður til að fá að gifta þig.  Þannig í hjónabandinu birtast völd forréttindastétta til að halda ákveðnum hópum niðri og fyrir utan ákveðin réttindi! Í því er ofbeldið fólgið að mínu mati! Ég hef einmitt oft velt því fyrir mér í umræðum um hjónabandið og þegar það er talað um að standa vörð um hjónabandið, hvað það er nákvæmlega sem verið er að vernda hverju sinni! Hvað er það sem við erum að vernda og fyrir hverjum?? 

Sunna Dóra Möller, 12.5.2007 kl. 16:07

3 identicon

Stendur í þessum trúarritum að það eigi að þvinga trúnna yfir aðra í gegnum landsslög? Ég held ekki. Ég virði það alveg ef þeirra persónulega trú er ekki fylgjandi samböndum samkynhneigðra, en algjör óþarfi að vera með frekjuskap og ætlast til þess að landslögin séu þau sömu og trúarritin. Trúir þetta lið ekki á trúfrelsi? Þeirra kirkja getur alveg haft sína afstöðu áfram og sleppt því að vígja samkynhneigð sambönd þó að landslög séu á öðrum nótum.

Margir samkynhneigðir hafa lent í hörmungum fyrir það eitt að hafa ekki þessi réttindi, að hafa ekki hjónaband eða eitthvað sambærilegt. Í Bna þurfa samkynhneigðir að fá leyfi frá fjölskyldu makans til þess að geta heimsótt hann á spítala, geta því lent í því að þurfa að bíða eftir því eða jafnvel fengið neitun. Ef makinn deyr þá lenda sumir í því að missa allt og enda á götunni, fjölskyldan fær að ráðstafa eignunum. Og já ég er sammála því að það er ekkert annað en ofbeldi að þvinga siðferði eða trú yfir fólk, svo lengi sem maður er ekki að skaða aðra þá á maður að fá að hafa sitt einkalíf í friði. 

Geiri (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 17:28

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Já ég tek undir orð Soffíu frænku............ fussum svei! Ég hef aldrei verið gift og mér finnst hjónaband óþarfi. Skil samt vel fólk sem vill gifta sig og þá eiga líka allir að hafa þann rétt. Réttindi gifts fólks eiga hins vegar ekki að vera meiri en ógiftra. Hvaða bull er þetta eiginlega þarna á Ítalíu? Hefur fólk ekkert annað við tímann að gera? Fussum svei!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.5.2007 kl. 00:59

5 Smámynd: halkatla

hjónabandið er svo erfitt hugtak, sérstaklega miðað við söguna. Ég skil vel að það þurfi að vera heilagt osfrv, en þá á líka að láta það helgast. Það gengur ekki að banna ákveðnum hópum að giftast á meðan hóparnir sem hafa "leyfið" traðka á því. 

halkatla, 15.5.2007 kl. 22:16

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég held Anna Karen að þú hafi hitt naglann á höfuðið þarna í síðustu athugasemdinni. Það á að láta hjónabandið helgast og það gerist milli tveggja einstaklinga sem að ákveða að vera saman. Að sama skapi er til fólk sem að vanhelgar samskipti sín til dæmis með því að beita ofbeldi, nauðga, stunda framhjáhald osfrv. Helgunin er ekki utanaðkomandi stimpill sem að fólk fær daginn sem að það giftir sig og tryggir um leið glæsta framtíð. Helgunin á sér stað í samskiptum og hún fer ekki í manngreinaálit. Það er það sem að skiptir mestu máli! kveðja,

Sunna Dóra Möller, 16.5.2007 kl. 15:08

7 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæl Sunna Dóra, áhugavert að lesa þínar pælingar.

Ein spurning, Er hjónabandið að þinu mati  tilskipun Guðs eða manna ?

kv. Kristinn

Kristinn Ásgrímsson, 19.5.2007 kl. 16:14

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hjónabandið í mínum huga felur í sér tvennt: Annars vegar það sem að snýr að lögum og rétti. Það er, með því að ganga í hjónaband öðlastu annars vegar réttindi gagnvart ríkinu og hins vegar skyldur. Prestar íslensku þjóðkirkjunnar eru vígslumenn ríkisins. Þeir gefa fólk saman í nafni ríkisins ekki Guðs.....það er staðreynd. Hins vegar er hjónaband blessað af Guði frammi fyrir altarinu. Hjón fá fyrirbæn og blessun hjá þeim presti sem að gefur þau saman. Það er hlutur kirkjunnar í þessum gjörningi eins og við höfum hann í dag!

Þess vegna segi ég að hjónabandið sé lagalega séð tilskipun manna og snýr að ríkinu, hins vegar er það tilskipun Guðs í formi blessunar og fyrirbænar og snýr þannig að kirkjunni.

kv. Sunna

Sunna Dóra Möller, 20.5.2007 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband