Mín skoðun!

Ég hef fylgst með umræðum hér á blogginu um stöðu guðfræðinámsins og fólk hefur lýst þeirri skoðun sinni að það hafi áhyggjur af stöðu þess þar sem að guðfræðideildin útskrifar presta sem eiga jú að boða orðið hreint og ómengað!

Ég hef séð því fleygt fram að stofna ætti frekar prestaskóla sem að sér um að mennta prestana okkar svo að tryggt sé að trúin sé fyllt heilögum anda og fólk haldi sig við hina einu sönnu skoðun!

Mín skoðun er sú í fyrsta lagi að það sé alls ekki hægt að velja fólk til starfi með því að setja trú þess á vogarskálarnar og meta trúna eftir einhverjum kvörðum. Flestir guðfræðinemarnir sem að ég þekki eiga einlæga og fallega trú. En við erum ólík og höfum mörg hver ólíkar skoðanir. Það sem við eigum sameiginlegt er að við viljum þjóna kirkjunni okkar, trúum öll á Jesú Krist og þess vegna förum við í guðfræðinám. En við erum einnig ólík og komum mörg úr ólíku umhverfi trúarlega en  ég tel það styrk okkar sem og um leið styrk kirkjunnar okkar.

Við getum átt samtal og við getum haft okkar skoðanir. Kirkjan er ekki samfélag um eina skoðun. Kirkjan endurspeglar allt litróf samfélagsins og prestar hennar eru ekki undanþegnir því. En um leið tel ég það enn og aftur okkar styrk. Prestaskóli sem væri um leið einhvers konar Biblíuskóli myndi ekki hvetja okkur til sömu gagnrýnu hugsunar og við lærum í Guðfræðideildinni.

Ég játa það hér og nú eftir 5 ára nám í þessari deild hef ég aldrei haft jafn fastan trúarlegan grunn og ég hef í dag. Ég hef gengið í gegnum hæðir og lægðir, ég glímt við Guð og á stundum hefur mér fundist ég vera að tapa þeirri glímu. En í dag í fyrsta skipti finnst mér ég standa styrkum fótum og ég hlakka til að takast á við framhaldið.

Ég tel að guðfræðinámið hafi styrkt mig í þessum sporum. Ég veit að það eru ekki allir sammála mér og ég mun mæta fólki sem að hefur eitthvað út á það að setja hvernig ég set fram mál mitt eða mun telja að ég sé hálfvolg í trúnni.

En það er ekki einn mælikvarði til á trú jafnt sem að það er ekki til ein rétt kenning. Kenningar eru kenningar og þær eru afar margar og mælikvarðar á hina réttu trú eru líka margir og persónubundnir. Trú er einnig samfélagsbundin, fer eftir úr hvaða trúarhefð einstaklingur metur sína trú og um leið trú annarra hverju sinni.

En í allri þessari flóru hljóma orð Jesú Krists í Jóhannesarguðpspjalli sem ég held að við ættum að taka til okkar og hugleiða áður en að við metum trú einhvers hálfvolga eða einhvern minna hæfan til starfa, en þau eru þessi:

"Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður."

Ég tel þetta frumskyldu okkar sem erum kristin að umgangast náungann í kærleika. 

Þetta er mín skoðun og þarf ekki að endurspegla skoðanir þjóðarinnar Whistling 

þangað til næst!

Sunna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Flottur pistill hjá þér Sunna Dóra og haltu þínu striki.  Þín trú er miklu hreinni heldur en margra sem telja sig vera með hina einu sönnu trú og eru oft í trúarvímu. Guð setur fólk ekki í vímu. Myndi segja að hann gæfi gott jarðsamband frekar

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.5.2007 kl. 00:57

2 Smámynd: Kristján Björnsson

Þessi umræða um guðfræðinám vs prestaskóla er klassísk. Til hamingju með að hafa þessar pælingar á lofti. Það er gott að heyra að guðfræðideild HÍ útskrifar enn guðfræðinga en ekki er ekki farin að útskrifa presta. Með guðfræðimenntun og síðan starfsnámi - fyrir þá sem vilja verða prestar - öðlast fólk síðan embættisgengi. Ég tel það rétt hjá þér að halda þessu aðgreindu því þannig á það að vera. Trúarglíman er svo einn kaflinn enn. Hún getur verið partur af því að lifa í trú og vera að færast frá einu stigi til annars í trúarþroskanum - ævilöngu verkefni hins trúaða. Gakktu svo fram í ljósi Guðs og þjónaðu honum með gleði!

Kristján Björnsson, 17.5.2007 kl. 11:31

3 identicon

Um leið og ég las pistilinn þinn datt mér í hug frásaga Biblíunnar af faríseanum og tollheimtumanninum sem voru í musterinu að biðja. Tollheimtumanninum sem iðraðist og bað Guð fyrirgefningar. Faríseanum sem þakkaði Guði fyrir að vera ekki  eins og þessi tollheimtumaður. Oft túlkum við þessa sögu þannig að hin syndugi tollheimtumaður hafi verið sá góði með rétta trú, en gleymum einmitt því sem þú talar um í pistlinum -mælikvarðanum á trú. Vissulega hleypum við í brýrnar þegar við lesum um faríseann, en taldi hann sig ekki vera að trúa "rétt"?

Ég er aftur á móti alfarið sammála þér í því að akademískt nám sér hin góða undirstaða. Ef maður ætlar að varpa hlustkesti er betra að vita meira en að skjaldamerkið sé öðru megin, annars hugleiðirðu aldrei hina hliðina á málinu.

Reyndar heyrði ég einu sinni talað um það að e.t.v. væri sniðugt að flytja guðfræðideild H.Í í Skálholt. Ekki til að gera hana að prestaskóla heldur að umhverfið þar bjóði upp á svo mikla möguleika.

Bið þig vel að lifa í bili og vonandi sé ég þig á morgun

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 12:38

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk öll fyrir ykkar athugasemdir .

Margrét, takk fyrir falleg orð, þú sannarlega kemur alltaf með hlý orð í minn garð og það er afar dýrmætt!

Kristján: Ég tel það mikilvægt að taka þessa umræðu vegna þess að sem betur fer útskrifar deildin Guðfræðinga en kirkjan sér um starfsþjálfun prestefnanna sinna. Að vísu er að verða breyting með breyttri námskipan þannig að starfsþjálfunin hefst að loknum 60 einingum og er samhliða akademíkinni og verður nú líklega metin til eininga. Mér finnst að þetta eigi að vera aðskilið. Góðir guðfræðingar eru kirkjunni okkar jafn dýrmætir og gott trúfólk. Og það er svo merkilegt að þetta fer jafnan saman. Mér finnst miður sú umræða að góð akademísk guðfræðimenntun dragi úr trúnni og þær aðdróttanir að fólk gangi af trúnni í deildinni. Mín reynsla er þveröfug!! Það er kirkjunnar að sinna sínum prestsefnum, efla þau í trú og gera þau fær um að þjóna kirkjunni. Guðfræðideildin gerir okkur kleift að byggja þann fræðilega grunn sem til þarf í predikun. trúfræðslu, sálgæslu osfrv. Trúaruppeldið og trúarþroskinn á að vera meira á vegum kirkjunnar, en að sjálfsögðu fer þetta saman við námið. Maður kemst ekki hjá því að takast á við trúna sína og þroskast í námi sem þessu.  Með kveðju,

Hildur: Það var góður punktur hjá þér að minnast á faríseann og tollheimtumanninn. Ég held að við dettum oft í þann pytt að vera annar hvor þeirra félaga! þessi dæmisaga á eitthvað svo vel heima í þessum umræðum um það hvort að hægt sé að meta trú einstaklinga eftir einhverjum stöðlum. Það er ólíklegasta fólk sem ég hef hitt, sem að ég hef talið fyrirfram að væri ekki trúað en kom svo á daginn að það á sér sanna trú. Maður á það sannarlega til að dæma fyrirfram hvar fólk er statt og það er manni ekki til sóma!

Annars er ég sammála þér með Skálholt, ég fór þangað með framsetningunni í febrúar og möguleikarnir eru óteljandi þar. Ég væri til að vera þar lengi, lengi! Það mætti jafnvel hafa hluta af starfsþjálfun þar og dvelja um einhver tíma eins og munkarnir forðum og hugleiða orðið í kyrrðinni þar!

Ég ætla að reyna að kíkja á morgun! Gangi þér vel!

Sunna Dóra Möller, 17.5.2007 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 66423

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband