Göfugur dauðdagi!

Ég hef verið að lesa um dauða Jesú í kúrsi í Nt-fræðum í vetur. Nú síðast var ég að skoða bók eftir David Seeley sem að heitir “The Noble Death. Graeco-Roman Martyrology and Paul´s Concept of Salvation”.  Hér er verið að setja túlkun Páls á dauða Jesú og á áhrifum hans í samhengi við hugmyndina um “göfugan dauðdaga” eins og hún birtist m.a. í 2. og 4. Makkabeabók sem skrifaðar eru á frá 1. öldinni f. Kr. Og á 1. öldinni e. Kr. Þær lýsa stríðum Hasmónea við Antíokkus Epífanes á 2. öldinni f. Kr. En að því stríði loknu náðu gyðingar sjálfstjórn á smá tíma. Þó voru margir ósáttir við þá stjórn og ákveðinn hópur gyðinga flúði m.a í eyðimörkina (Qumran) og stofnaði eigið samfélag. Qumran ritin eru m.a talin vera frá þessu samfélagi. En lítum á hvernig Seely rekur hugmyndina um göfugan dauðdaga í gegnum þessar tvær bækur og yfir til Páls á 1. öldinni e. Kr.

 2. Makkabeabók, skrifuð á 1. öldinni f. Kr. :  Píslavotturinn var talinn geta kallað fram miskunn Guðs fyrir alla þjóðina sem um ræddi hvert sinn!  Einn dauðdagi sem sagt er frá í 2. Makkabeabók sem að virðist vera öllum til góðs er dauði Eleazar. Hér má sjá sterk líkindi við dauða Sókratesar. Hann segir í versi .28: “To the young a noble example of how to die a good death willingly and nobly for the revered and holy laws”.  

Eftir að hann deyr segir höfundurinn: “So in this way he died, leaving in his death an example of nobility and a memorial of courage, not only to the young but to the great body of his nation”. 

Dauði Eleazar er sigursæll, hagnast öllum. Hér er sett fram ákveðið munstur réttlætis sem krefst hlýðni þrátt fyrir pyntingar. Dauða hans er líst sem afar mikilvægur fyrir hina gyðinglegu þjóð. Með því að líkja eftir hegðun hans munu aðrir hagnast að sama skapi!  Hægt er að týna út þrjá mikilvæga þætti í dauða Eleazar: Hlýðni: Jafnvel þó að hann hefði vel getað bjargað sjálfum sér, neitar hann og fylgir lögmálinu og um leið innsiglar dauða sinn.

Hernaðarlegt samhengi:  Dauði Eleazar er hluti af stríði Antíokkusar Epífanesar gegn gyðingum. Píslarvottarnir eru hluti af herför hans.

Að yfirstíga líkamlega veikleika: Eleazar kemst yfir sína líkamlegu veikleika með innri styrk sínum: “I am enduring terrible sufferings in my body under this beating, but in my soul I am glad to suffer these things because I fear God.”  

Þessir þættir í dauða Eleazar er það sem má kalla “Noble Death”. Sömu hefð má rekja í gegnum 4. Makkabeabók og hjá Páli! 

4. Makkabeabók: Þessi bók innifelur alla sömu þættina og 2. Makkabeabók og einn að auki en það er “fórnarmyndlíkingar”.Hér er dauði píslarvottanna öðrum til góðs. Fordæmi þeirra og hlýðnin hvetur til almennrar fylgni við lögmálið og þess vegna tapar Antíokkus: “Since in no way was he (Antiochus) able to compel the Israelites to become pagans and to abandon their ancestral customs, he left Jerusalem and marched against the Persians”. 

Hlýðni píslarvottanna er það sem gerir þá að píslarvottum en um leið gerir þeim kleift að hrósa sigri yfir Antíokkusi. Vegna þess að þeir hafa verið hlýðnir þrátt fyrir allt sem Antíokkus hefur gert, hafa píslarvottarnir sigrað! Baráttan er um það hvort að Antíokkus geti fengið píslarvottana til að óhlýðnast lögmálinu. Ef þeir óhlýðnast vinnur Antíokkus, ef þeir eru hlýðnir, tapar hann! Það er almennt talið varðandi þessa dauðdaga að þeir höfðu áhrif vegna hlýðninnar og fordæmisgefandi eðlis þeirra.

Vegna þess að þetta tvennt var til staðar höfðu þeir þau áhrif að Antíokkus fór. Til viðbótar er svo hægt að bæta við fórnarmyndmáli. 

 Páll: Hjá Páli er hægt að rekja sömu þættina og eru í Makkabeabókunum.  Mikilvægasta versið hjá Páli til að meta hvernig hinn trúaði fær hlutdeild í sigursælum áhrifum af dauða Jesú er Róm. 6.1-11.  Páll segir að hinir kristnu hafi dáið syndinni með því að vera skírðir Kristi og dauða hans.  Krossfesting Krists var liðinn atburður þegar hinn fyrsti kristni var skírður, samt talar Páll um að deyja með Kristi. Páll heldur því þar af leiðandi fram að dauði Krists sé ekki bundinn tímanum á sama hátt og dauði venjulegs fólks. Hann er á ákveðinn hátt mystískur atburður. Dauðinn hjá Páli merkir að vera fluttur frá yfirráðum syndarinnar. Óvinurinn er því mýtískur en ekki bókstaflegur eins og Antíokkus í Makkabeabókunum. Líkindin milli Páls og 4. Makkabeabókar eru til staðar. Þessi líkindi eru sláandi vegna þess að þættirnir sem að mynda “hinn göfuga dauðdaga” eru til staðar ásamt fórnarmyndlíkingunum. 

 Hlýðni:  Páll leggur áherslu á, að það er vegna hlýðni Jesú fram til dauða að hann var reistur upp sem Drottinn. Hlýðnin er það sem að gerir dauða hans sérstakan. Hann deyr í hlýðni, er upphafinn og settur sem höfuð nýrrar aldar.  Hlýðni hans réttlætir marga. Vegna þess að Jesús var hlýðinn, jafnvel gagnvart sínum eigin dauða, þá hefur syndin ekkert vald yfir honum.  Það má ráða af þessu, að þessi áhersla Páls á hlýðni Jesú, sé mikilvægasti þátturinn í dauða hans. Það er vegna hlýðninnar sem að dauði Jesú fær hjálpræðisleg áhrif. 

Hernaðarlegt samhengi: Páll notar oft hernaðarmyndlíkingar í bréfum sínum.  Hér má nefna sem dæmi 1. Þess. 5.20. Hér um að ræða apólkalyptískt orðfæri um aldirnar tvær. Hina gömlu og hina nýju! Hugmyndin um tvær aldir sem eru í andstöðu kemur einnig fyrir í Róm 6.  Það finnst hernaðarlegur tónn í hjálpræðishugmyndum Páls og hafa þær verið ræddar m.a. af  Nygren og Schweitzer. 

Að komast yfir líkamlega veikleika:  Hér má finna hellenistískt orfæri hjá Pálí Róm. 7.14-25. Mannfræði Páls er ljós: Vald syndarinnar, sem starfar í veikleikum holdsins gerir það að verkum að fólk getur ekki hegðað sér á þann hátt sem það óskar innra með sér. Fólk vill hegða sér í samræmi við lögmálið en getur það ekki. Hér má greina spennuna á milli hins innra og hins ytra sem að finnst í Makkabeabókunum.  Hjá Páli er það Kristur einn sem að deyr einn í hlýðni. En munstrið er til staðar. Á sama hátt og píslavottar Makkabeabókanna féllu ekki fyrir freistingum holdsins, þá féll Kristur ekki fyrir freistingum syndarinnar.  

Fórnarmyndir:  Fórnarmyndir finnast hjá Páli og þeim er bætt við dauðahugmyndina. En staða þeirra er “secondary” í samhengi við aldarguðfræði Páls. 

Niðurstaða:  Páll setur fram róttæka apókalyptíska útgáfu af mímetískum sigri sem að finnst í 4. Makkabeabók og  sem er sett fram á óljósari hátt í 2. Makkabeabók. Páll lítur á að Kristur er sá eini sem að er hlýðinn gagnvart dauðanum. Að taka þátt í þeim dauða er nauðsynlegt fyrir hinn kristna en þar renna saman bókstafleg túlkun og ýmindun þátttökunnar.  Þessi túlkun Páls er sett í ramma apókalyptíkur þar sem tveir mýtískir heimar eða aldir berjast við hvor aðra. Með því að taka þátt í dauða Jesú er manneskja færð úr þrældómi syndarinnar yfir í ríki sem að Jesús er yfir sem Drottinn.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl mákona!  Það er alltaf jafn upplýsandi og fróðlegt að lesa bloggið þitt.  Haltu áfram okkur öllum í fjölskyldunni til gleði. Jóna Hrönn

Jóna Hrönn Bolladóttir (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 18:12

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Jóna! Gott að vita að einhver les þetta ! Kveðja Sunna!

Sunna Dóra Möller, 22.5.2007 kl. 15:42

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

p.s og ekki er verra að vita að það sem ég set hér inn er til gagns og gamans!!

Sunna Dóra Möller, 22.5.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband