Misserislok!

Vorin eru einhver besti tími sem að ég veit. Mér finnst ekkert fallegra en að sjá hvernig allt vaknar af dvala og rís upp að nýju.

Vorin eru þó einnig tími endaloka hjá námsfólki. Námskeið vetrarins taka enda og maður hættir að sækja tíma og um leið hættir að sjá daglega fólkið sem að maður hefur umgengist síðastliðna 9 mánuði.

Þetta vor er óneitanlega sérstakt hjá mér, þar sem að ég hef lokið mínum síðasta kúrsi í Guðfræðideildinni. Þannig má segja að endalokin séu stærri en oft áður og skrítið til þess að hugsa að ég sé ekki á leið í skólann í haust eins og ég hef gert nánast síðan ég var 6 ára!!

Ég er einnig að ljúka þessa vikuna barnastarfi vetrarins í Neskirkju. Ég hef verið svo lánsöm að hafa fengið að vinna þar með 6 og 7 ára börnum, ásamt því að vera í TTT. Þetta hefur verið alveg frábær reynsla og ég hef verið með góðu starfsfólki kirkjunnar, þeim Guðmundu I Gunnarsdóttur og Sigurvin Jónsyni.

Það er ómetanlegt að vinna með börnum og þau eru orðin svo miklir vinir mínir og mér þykir eiginlega pínu leiðinlegt að kveðja þau. En ég sé kannski einhver þeirra í sumar þar sem að ég fæ að vera með honum Sigurvin á sumarnámskeiðum kirkjunnar. Þannig að ég segi ekki alveg skilið við kirkjuna í sumar Wink!

Annars er núna framundan að skrifa og skrifa, ég er víst ekki alveg búin ennþá, ég þarf víst líka að klára lokaritgerðina til að útskrifast Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Takk fyrir skemmtileg skrif. Þekki þessa tilfinningu þegar vorið kemur. Gangi þér vel með lokaritgerðina, er viss um að þú klárar þetta með miklum sóma Takk fyrir skrifin á minni síðu og stuðninginn. Knús til þín

Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.5.2007 kl. 16:02

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk fyrir Margrét! Ég held að eina hindrunin mín þessa dagana er hvað ég er eitthvað sólgin í sumarfrí! Nenni ekki að einbeita mér, en það lagast ef að veðrið verður áfram svona niðurdrepandi og kalt. Þá er eins gott að vera bara inni og skrifa . ´

Mér hefur fundist það miður hvernig að ákveðið fólk þarf alltaf að lýsa persónulegri skoðun sinni á þér í stað þess að skrifa málefnalegar athugasemdir. Það er stundum ekki hægt að láta hjá líða að leggja orð í belg . Með kærri kveðju, Sunna Dóra

Sunna Dóra Möller, 22.5.2007 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband