22.5.2007 | 09:25
Misserislok!
Vorin eru einhver besti tími sem að ég veit. Mér finnst ekkert fallegra en að sjá hvernig allt vaknar af dvala og rís upp að nýju.
Vorin eru þó einnig tími endaloka hjá námsfólki. Námskeið vetrarins taka enda og maður hættir að sækja tíma og um leið hættir að sjá daglega fólkið sem að maður hefur umgengist síðastliðna 9 mánuði.
Þetta vor er óneitanlega sérstakt hjá mér, þar sem að ég hef lokið mínum síðasta kúrsi í Guðfræðideildinni. Þannig má segja að endalokin séu stærri en oft áður og skrítið til þess að hugsa að ég sé ekki á leið í skólann í haust eins og ég hef gert nánast síðan ég var 6 ára!!
Ég er einnig að ljúka þessa vikuna barnastarfi vetrarins í Neskirkju. Ég hef verið svo lánsöm að hafa fengið að vinna þar með 6 og 7 ára börnum, ásamt því að vera í TTT. Þetta hefur verið alveg frábær reynsla og ég hef verið með góðu starfsfólki kirkjunnar, þeim Guðmundu I Gunnarsdóttur og Sigurvin Jónsyni.
Það er ómetanlegt að vinna með börnum og þau eru orðin svo miklir vinir mínir og mér þykir eiginlega pínu leiðinlegt að kveðja þau. En ég sé kannski einhver þeirra í sumar þar sem að ég fæ að vera með honum Sigurvin á sumarnámskeiðum kirkjunnar. Þannig að ég segi ekki alveg skilið við kirkjuna í sumar !
Annars er núna framundan að skrifa og skrifa, ég er víst ekki alveg búin ennþá, ég þarf víst líka að klára lokaritgerðina til að útskrifast
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:26 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir skemmtileg skrif. Þekki þessa tilfinningu þegar vorið kemur. Gangi þér vel með lokaritgerðina, er viss um að þú klárar þetta með miklum sóma Takk fyrir skrifin á minni síðu og stuðninginn. Knús til þín
Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.5.2007 kl. 16:02
Takk fyrir Margrét! Ég held að eina hindrunin mín þessa dagana er hvað ég er eitthvað sólgin í sumarfrí! Nenni ekki að einbeita mér, en það lagast ef að veðrið verður áfram svona niðurdrepandi og kalt. Þá er eins gott að vera bara inni og skrifa . ´
Mér hefur fundist það miður hvernig að ákveðið fólk þarf alltaf að lýsa persónulegri skoðun sinni á þér í stað þess að skrifa málefnalegar athugasemdir. Það er stundum ekki hægt að láta hjá líða að leggja orð í belg . Með kærri kveðju, Sunna Dóra
Sunna Dóra Möller, 22.5.2007 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.