Pínu svekkt yfir þessu!

Þó að ég sé afar ánægð með þessa nýju stjórn, þá verð ég að viðurkenna að ég hefði viljað sjá jafnari hlutföll kynja í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins! Ég dreg nú ekki dul á það! Hvernig á að jafna almennt hlut kynja á vinnumarkaði ef að ríkistjórn Íslands styður ekki þá þróun opinberlega í verki!! Ég hugsa að Samfylkingin muni vinna þessa lotu þegar kemur að ráðherravali og hlutfalli kynja! Það kemur þó í ljós á eftir!


mbl.is Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Það eru líka fleiri konur innan Samfylkingar (að ég held), en er þetta kvein um kynjamisrétti ekki orðið svolítið þreytt ég var ánægð með það í byrjun, en þetta er orðið einum of öfgafullt...

Kveðja Inga

Inga Lára Helgadóttir, 22.5.2007 kl. 20:47

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, trúlega tapar bleiki flokkurinn trúverðugleik vegna sinnar undarlegu aðferðar í þessu máli, samanber innlegg mitt hér!

Jón Valur Jensson, 22.5.2007 kl. 20:49

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Neiið sagði ég auðvitað við hana Sunnu Dóru (og ekki bara af gömlum vana) -- ekki við innlegginu hennar Ingu Láru, sem setti þarna fingurinn á sannleikann í málinu.

Jón Valur Jensson, 22.5.2007 kl. 20:52

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst úmræðan um jafnrétti kynjanna alls ekki orðin þreytt og mér leiðist það þegar að um slíkt er rætt! Ég tel þá umræðu afar brýna og á mörgum stöðum í heiminum í dag er hún upp á líf og dauða! Ég tel að það hefði verið farsælla fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa alla vega 4-2 hlutföll milli kynja. Staða kvenna í stjórnunastöðum almennt er ekki góð og þess vegna á að tala um þetta mál þar til leiðrétting næst! Þegar hún er í höfn þá er hægt að fara að tala um eitthvað annað! kveðja!

Sunna Dóra Möller, 22.5.2007 kl. 20:57

5 identicon

Þetta þýðir að konur verði 1/3 ráðherra í ríkisstjórninni. Sem eru eðlileg hlutföll enda eru konur bara tæplega 1/3 framboðs almennt í pólitík.

Geiri (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 21:07

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þannig að það reddast fyrst að samstarfsflokkurinn sér um að jafna hlutföllin.......pínu ódýr afsökun

Sunna Dóra Möller, 22.5.2007 kl. 21:09

7 identicon

Afsökunin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn lýtur á einstaklingana í stað þess að hafa kynjakvóta. En jú þetta eru auðvitað áminning til kvenna í Sjálfstæðisflokknum að standa sig betur og komast hærra á listana. En eins og ég sagði þá er heildarmyndin þegar kemur að ráðherrum í samræmi við þáttöku kvenna í pólitík. Það er alveg eins hægt að gagnrýna Samfylkinguna fyrir það að hafa of margar konur. 

Geiri (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 21:23

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

En það er alltaf þetta notað þegar talað er um stöðu kynjanna....að frekar sé litið á einstaklinginn frekar en kyn þegar karlmenn hafa yfirburðastöðu almennt séð á opinberum sem og einkareknum vinnumarkaði! Mér finnst þetta dæmigert tal þegar ekki á að rugga neinum bát. Það er bara mín skoðun! Mér líst mun betur á röðun Ingibjargar núna þegar ég horfi á fréttirnar á stöð2 og segi það og skrifa að Samfylkingin er að standa sig betur að þessu leyti! kveðja, Sunna

Sunna Dóra Möller, 22.5.2007 kl. 21:40

9 identicon

Að gefa konum styttri leið í pólitík er ekki gott jafnrétti. Jafnrétti er fyrir bæði kynin, ekki bara að bæta stöðu kvenna.

Geiri (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 21:53

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Að sjálfsögðu er jafnrétt fyrir bæði kynin. En ég sé ekki hallað á karlmenn, þeir hafa það bara ansi þægilegt sýnist mér. Ekkert verið að rugga þeirra stólum neitt að ráði!! Þar til leiðrétting næst, þá þarf að grípa til sérstakra aðgerða! Það er staðreynd að það þarf að bæta stöðu kvenna! Þegar að bæði kynin ná raunverulegri jafnri stöðu, þá má fyrst tala um að jafnrétti sé náð. Ég sé það ekki í kortunum hér! Kveðja Sunna!

Sunna Dóra Möller, 22.5.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband