Þetta er allt gott og blessað en.....

Ég er m.a ánægðust með þetta í stefnuyfirlýsingunni:

"Trúfélögum verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra."

kveðja Smile


mbl.is Ágreiningur um þjóðareign á náttúruauðlindum verði leiddur til lykta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Já, það væri óskandi að þessu ákvæði stefnuyfirlýsingarinnar verði framfylgt á þessu kjörtímabili. Ég tel að kirkjan sé búin að fá sinn umhugsunarfrest og nú sé komið að löggafanum að bregðast við. Hvernig kirkjan og aðrar kirkjudeildir bregðast við því svo er ekki gott að segja. En að sjálfgsögðu erum við flest sammála því að fólk sem að elskast eigi að njóta þeirrar virðingar að fá að eigast óháð kyni og kynhneigð! En það er ekki allir sammála um það atriði og það er miður!

Sunna Dóra Möller, 23.5.2007 kl. 12:34

2 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Það er auðvitað fyrra á láta sér detta það í hug að það verði bundið í lög að samkynhneigðir geti gengið inní hvaða trúarstofnun sem er og látið gifta sig. Það er aðskilnaður ríkis og kirkju hvað lagaumhverfi varða skv. lögum frá 1997. Það er ekki hægt að skylda trúfélög til þess að mismuna ekki fólki. Ég gæti t.d. stofnað trúfélag þar sem bara rétthentir ættu aðkomu að og það getur enginn bannað mér það.

Við höfum svo ótalmörg dæmi um þessa mismunun í félagsskap fólks. Konur fá t.d. ekki aðgang að karlastúkum frímúrara, Kiwanis eða Oddfellow og karlar fá ekki aðgang að kvennastúkum Oddfellow. Það væri fáránlegt að skylda þessar stúkur til að taka við báðum kynjum.

Ég er hins vegar ánægður með þessa klausu í stefnuyfirlýsingu flokkanna, og vona að hún nái fram að ganga, því hér er um heimild að ræða, sem ég er viss um að Þjóðkirkjan nýtir sér, annað er í raun ekki hægt.

Guðmundur Örn Jónsson, 23.5.2007 kl. 13:03

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

"Það er auðvitað fyrra á láta sér detta það í hug að það verði bundið í lög að samkynhneigðir geti gengið inní hvaða trúarstofnun sem er og látið gifta sig. Það er aðskilnaður ríkis og kirkju hvað lagaumhverfi varða skv. lögum frá 1997. Það er ekki hægt að skylda trúfélög til þess að mismuna ekki fólki. Ég gæti t.d. stofnað trúfélag þar sem bara rétthentir ættu aðkomu að og það getur enginn bannað mér það. "

Ég held að ríkisvaldið ætli sér ekki að skylda neinn, enda sagði Ingibjörg að lagaákvæðið yrði sett í lög síðan er það kirkjunnar og trúfélaganna að meta hvort að rétturinn sé nýttur. Ég held að það sé rangt að lýkja þessu við félagasamtök eins og frímúrara eða hvort að fólk sé rétthent eða örvhent eða í Odfellow. Mig hefur aldrei langað í frímúrana.......en ég vildi af öllu hjarta gifta mig frammi fyrir Guði, að ég fengið blessun yfir mitt samband! Það er djúpstæð tilfinning sem að fylgir þeirri eftirvæntingu og log ég lýki þessu ekki saman við frjáls félagasamtök. Þetta snýst um þá tilfinningu sem snýr að elsku þinni til þeirrar manneskju sem að þú vilt eyða ævinni með. Við sem höfum upplifað þessar dýrmætu stundir getum ekki útilokað aðra frá því að upplifa slíkt hið sama. Ég bara skil ekki þessar samlíkingar! Þú segir að það sé ekki hægt að skylda trúfélög til að mismuna ekki fólki, ég spyr á móti hversu langt ertu komin frá Jesú Kristi og hans fyrstu fylgjendum og boðun ef að þú notfærir þér kristin boðskap til að útiloka og mismuna fólki!!!! Með kveðju, Sunna Dóra

Sunna Dóra Möller, 23.5.2007 kl. 17:05

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

p.s Gott samt þetta niðurlag hjá þér........ég er ánægð með það

Sunna Dóra Möller, 23.5.2007 kl. 17:06

5 Smámynd: Viðar Eggertsson

Ég er ánægður með þetta skref. Nú reynir á trúfélögin. Nú standa þau berskjölduð og verða að sýna sitt rétta andlit. Þau geta ekki skýlt sér lengur bak við það lagaákvði að þeim hafi ekki verið gefin heimild til að gefa saman í hjónaband, samkynhneigða. En þannig vildi Þjóðkirkjan hafa það. Gunguskapnum lýkur nú, eða hvað?

Helst vildi ég að hjónabavígsla færi fram hjá veraldlegu valdi og blessun gæti síðan fylgt á eftir hjá trúfélögum eða öðrum klúbbum, eftir vild. Bæði fyrir gagnkynhneigða sem samkynhneigða. Og aðskilja ríki og kirkju. en þangað til er þetta gott svona.

Viðar Eggertsson, 23.5.2007 kl. 17:23

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst það líka áhugavert að velta fyrir sér hvað gerist ef að þetta verður sett í lög á kjörtímabilinu. Ein af röksemdunum fyrir því að álit kenninganefndar íslensku Þjóðkirkjunnar gekk ekki lengra en það gerði, var sú að ekki væri lagaheimild í hjúskaparlögum til að ganga lengra. Nú ef að hjúskaparlögum er breytt......þá gerir kenningarnefndin hvað.......??. Alla vega er þessi forsenda brostin!

Annars er ég sammála þér Viðar að mér finnst að það eigi að aðskilja þetta! Framkvæma lagalegu hliðina hjá hinu veraldlega og blessunarþáttinn í kirkju! Enda hugsa ég að það væri nú kirkjulegra ef að það má orða það svo, að aðskilja ríkin tvö í þessu máli . Stendur ekki einhvers staðar að það eigi að gjalda keisaranum það sem er hans og Guð það sem tilheyrir honum!

Það hafa að ég held margar þjóðir aðskilið þessa þætti og færi betur á því! Með kærri kveðju, Sunna Dóra

Sunna Dóra Möller, 23.5.2007 kl. 17:49

7 Smámynd: Viðar Eggertsson

"blessunarþáttinn í kirkju" segir þú mín kæra Sunna Dóra, en auðvitað. Ég geri ekki greinarmun á einstökum trúfélögum - og ekki heldur á lífsskoðunarfélögum - né öðrum þeim félögum sem brúðhjónin kjósa til að blessa samband sitt.

Eins og ég hef stundum sagt, til áréttingar þessari skoðun minni, að það megi þessvegna vera Félag smábátaeigenda.

En sem sagt, nú er ég spenntur að sjá hið rétta andlit "umburðarlyndis" hjá trúfélögum, kirkhjum, lífsskoðunarfélögum og klúbbum!

Viðar Eggertsson, 23.5.2007 kl. 18:29

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég kannski á það til að hugsa allt út frá kirkjunni, enda er tengist líf mitt henni ákveðnum böndum . Það má vel sjá það fyrir sér að aukið frelsi muni koma í þessum efnum í framtíðinni! Það er undir löggjafanum komið að mínu mati! Líffskoðunarfélög eins og Siðmennt t.d. hafa rétt til að nafngifta, ferminga og útfara ofl. Þannig að sjálfsögðu er það eðlilegt að blessunarréttur fari þangað eins og til kirkjunnar.

Eg túlkaði orð þín aðeins of þröngt og út frá mínum eigin heimavelli!  Biðst velvirðingar á því. Kær kveðja, Sunna Dóra!

Sunna Dóra Möller, 23.5.2007 kl. 18:40

9 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Já Sunna, ég er greinilega komin ansi langt frá Jesú Kristi. Þú hlýtur samt að átta þig á því að ef umræður mega ekki eiga sér stað um þetta tiltekna mál, öðruvísi en að fólk fyllist heilagri reiði í garð annara þá er ég hræddur um að málið komist seint í örugga höfn.  Ég hlýt samt að spyrja hvar þú sjáir það hjá mér að ég notfæri mér kristinn boðskap til að útiloka og mismuna fólki? Við erum alveg inná sömu línu í málinu Sunna, ég leyfi mér hins vegar að velta upp ýmsum þeim rökum sem notuð hafa verið í málinu.

Ég stend hins vegar við það að ríkisvaldið getur ekki þvingað trúarstofnanir til einhvers sem þær telja andstætt kenningarvaldi sínu (og þarna er ég að svara fyrsta kommentinu frá honum Halli). Öðru máli gegnir um heimild. Þá er trúfélögum frjálst að taka þessa heimild uppá sína arma.

Sjálfsagt er það rétt hjá þér að aðeins þið sem hafið gift ykkur í kirkju getið sagt til um hversu mikil sú stund er, en það er ekki þar með sagt að við hin séum dæmd úr leik í umræðunni. Þó við Gíslína séum ógift þá teljum við okkur njóta sömu blessunar og aðrir, enda er hjónabandið ekki sakramenti.

Guðmundur Örn Jónsson, 23.5.2007 kl. 23:26

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Örri; Ekki skil ég hvernig orð´mín geta valdið þessari miklu gremju!

:ú segir sjálfur að ekki sé hægt að skylda trúfélög til að mismuna ekki fólki! Ég á þá við að ef að trúfélög gera slíkt, þá eru þau komin langt frá Kristi. Hér var ég ekki að tala um þig persónulega! Kannski var það ekki nógu og skýrt hjá mér! Ég er ekki að ásaka þig énda veit ég að þú stendur ekki fyrir útilokun og mismunun til að hafa það á hreinu!

Ekki veit ég hvaðan þú færð þá tilfinningu að þú sért dæmdur úr leik í umræðunni vegna þess að þú ert ekki giftur! Ég er alveg fullviss um það að þið njótið sömu blessunar. Ég var bara að minnast á það að jú....það eru margir sem vilja öðlast þann rétt að fá að ganga í hjónaband.......hafandi gert það sjálf þá finnst mér að þau sem það vilja, fái þann rétt, vegna þess í augum þeirra er hjónabandið án efa jafn dýrmætt og okkur sem höfum þann rétt nú þegar. Um leið er ég ekki að fordæma önnur sambúðarform eða útiloka einn eða neinn úr umræðu! Ég var sjálf í sambúð í mörg  ár og taldi mig njóta blessunar á við gifta! Þetta er spurningin um ákvörðun og frelsi til að velja sér það form á samvist sem að hver og einn vill hverju sinni.

 Mér finnst þú reiðast hér af litlu tilefni og biðst aföskunar ef að orð mín hafa eitthvað sært!  Með vinsemd, Sunna Dóra

Sunna Dóra Möller, 23.5.2007 kl. 23:44

11 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Sunna, ég er ekki reiður, það má ekki taka þann pól í hæðina ef fólk segir ekki já við hverjum hlut sem settur er fram. Kannski hefði ég átt að setja inn hinar ýmsu gerðir broskalla til að forðast þann misskilning. Ég get alveg fullvissað þig um að ég er ekki reiður og hvorki þú eða aðrir haf kallað fram reiði mína í umræðum hér á netinu (kannski fyrir utan hann Snorra, kenndan við Betel sem tönglast ævinlega á orðinu kynvilla til þess eins að særa og meiða)

Guðmundur Örn Jónsson, 23.5.2007 kl. 23:50

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Broskallarnir eru alltaf góðir ! Mér finnst bara gaman ef að það eru ekki allir sammála mér! Það er ekki gott að hafa bara jáfólk í kringum sig....! Snorri hefur líka kallað fram reiði hjá mér og ég blanda mér ekki í umræður á þeim vettvangi ... það myndi æra óstöðugan..... Með kveðju! Sunna!

p.s. fullt af brosköllum...hahah

Sunna Dóra Möller, 24.5.2007 kl. 00:12

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ríkið getur nú gert kröfur til skráðra trúfélaga. Til dæmis væri ekkert hægt að segja við því ef ríkið ákvæði að trúfélög sem "mismuna fólki" (eins og Guðmundur Örn talaði um)
 fengu ekki skráningu. Síðan gæti ríkið auðvitað sagt við Þjóðkirkjuna, "Ef þið giftið
ekki samkynhneigða, þá missið þið öll forréttindin sem þið hafið.", lítið sem kirkjan gæti sagt við því, enda er alltaf verið að tala um að því fylgja svo miklar skyldur að vera ríkiskirkja.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.5.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband