Komin heim og ber mig barasta vel!

Ég kom heim í hádeginu úr sveitinni með grísina mína þrjá! Við áttum afar góðan tíma og það merkilegt hvað það gerir fyrir mann að fara úr borginni í smá tíma! Það jafnast hreinlega við 3 vikur í Hveragerði Cool!

Ég meira að segja greip í verk og hjálpaði foreldrum mínum í gær að bera á pallinn í kringum bústaðinn. Ég uppskar þó tilheyrandi verki í handleggjum og öxlum en tel það vera gott mál, vegna þess að þetta eru verkir vinnukonu sem að stóð í sólinni og málaði í akkorði ..... Tounge!

Við komum bara fjögur í bæinn þar sem að Bolli keyrði norður í gær til að vera við 50 ára afmæli kirkjunnar á Svalbarseyri! Ég á þó von á honum strax aftur í kvöld.

Það er gott að koma heim og sjá að allt er við það sama.....hér inni hefur fólk bloggað sem aldrei fyrr og ég ætla nú að kíkja einn rúnt áður en ég fer á Dómínós og kaupi Pitsu handa okkur þar sem að við ætlum að halda smá afmælisveislu handa undirritaðri sem er víst 32 ára í dag.......svona líður tíminn víst Halo!

Kveðja í bili!

Sunna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Svanur Daníelsson

Til hamingju með afmælið.  

Árni Svanur Daníelsson, 28.5.2007 kl. 16:23

2 identicon

Innilega til hamingju með daginn mín kæra

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 18:14

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Til hamingju með daginn Sunna mín, þú ert þá 1 ári eldri en ég. Guð blessi þig ævinlega !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.5.2007 kl. 19:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Innilega til hamingju með að vera svona ung Sunna Dóra

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 02:12

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Til hamingju með afmælið kæra blogg vinkona Gott að þú áttir góða helgi Sendi þér stórt afmælisknús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 29.5.2007 kl. 02:41

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk öll fyrir kveðjurnar ! Kveðja, Sunna

Sunna Dóra Möller, 29.5.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband