Topp 15 leiðir innan Biblíunnar til að ná sér í eiginkonu!

Ég fékk þetta sent á pósti í gær frá einum guðfræðinema. Þar sem ég sit við tölvuna að vinna að ritgerð sem er sko ekkert grín, hló ég mig máttlausa og mátti til með að skella þessu inn hér. Hver segir að Guð hafi ekki húmor Halo!

  1. Find an attractive prisoner of war, bring her home, shave her head, trim her nails, and give her new clothes. Then she's yours. (Deuteronomy 21:11-13)
  2. Find a prostitute and marry her. (Hosea 1:1-3)
  3. Find a man with seven daughters, and impress him by watering his flock. -- Moses (Exodus 2:16-21)
  4. Purchase a piece of property, and get a woman as part of the deal. -- Boaz (Ruth 4:5-10)
  5. Go to a party and hide. When the women come out to dance, grab one and carry her off to be your wife. -- Benjaminites (Judges 21:19-25)
  6. Have God create a wife for you while you sleep. Note: this will cost you a rib. -- Adam (Genesis 2:19-24)
  7. Agree to work seven years in exchange for a woman's hand in marriage. Get tricked into marrying the wrong woman. Then work another seven years for the woman you wanted to marry in the first place. That's right. Fourteen years of toil for a woman. -- Jacob (Genesis 29:15-30)
  8. Cut off 200 foreskins off of your future father-in-law's enemies and get his daughter for a wife. -- David (I Samuel 18:27)
  9. Even if no one is out there, just wander around a bit and you'll definitely find someone. (It's all relative of course.) -- Cain (Genesis 4:16-17)
  10. Become the emperor of a huge nation and hold a beauty contest. -- Xerxes or Ahasuerus (Esther 2:3-4)
  11. When you see someone you like, go home and tell your parents, "I have seen a ...woman; now get her for me." If your parents question your decision, simply say, "Get her for me. She's the one for me." -- Samson (Judges 14:1-3)
  12. Kill any husband and take HIS wife. (Prepare to lose four sons though). -- David (2 Samuel 11)
  13. Wait for your brother to die. Take his widow. (It's not just a good idea, it's the law). -- Onan and Boaz (Deuteronomy or Leviticus, example in Ruth)
  14. Don't be so picky. Make up for quality with quantity. -- Solomon (1 Kings 11:1-3)
  15. A wife?...NOT!!! -- Paul (1 Corinthians 7:32-35)

Kveðja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Já þetta er merkilegt. Er þó ekki viss um að Guð hafi eitthvað með þetta að gera þannig skemmtilegt hjá þér að grafa þetta upp. Heilmikill húmor í þessum tilvitnunum og smá vottur af karlrembu líka

Margrét St Hafsteinsdóttir, 30.5.2007 kl. 13:05

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

jams....það er nú líklegra að þetta sé skrifað af venjulegu fólki......en það má víst ekki nefna það hér .... þá er maður komin á glerhálan ís og manni bent á að finna sér eitthvað annað að gera en að starfa í kirkjunni ! Gaman líka að hafa þessa karlrembu með.......það er alltaf verið að gagnrýna mig fyrir að vera of róttæk í femínismanum hahaha! ! Ég er að reyna bæta útlit mitt út á við.......! Kveðja SDM!

Sunna Dóra Möller, 30.5.2007 kl. 13:51

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Vissulega er fáránleiki biblíunnar fyndinn, en sú staðreynd að heilmikið af fólki telur boðskap hennar eiga við í dag gerir þennan lista tvöfalt fyndnari.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.5.2007 kl. 14:50

4 Smámynd: Mofi

Mér finnst vægast sagt ekki rökrétt að vera með einhvern starfandi innan kirkjunnar sem trúir ekki Biblíunni. Finnst að viðkomandi ætti að finna annan starfsvettvang.  Þetta eru síðan ekki eitthvað róttækar og frumlegar skoðanir, bara að bergmála eftir heiðnum meirihluta.

Mofi, 30.5.2007 kl. 17:13

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jæja.....það er gott að heyra! Ég held það og trúi því staðfastlega að flestir sem að starfa innan kirkjunnar sé gott trúfólk. Mér fyndist við hæfi að benda á þann sem að þú telur að geri það ekki á rökstuddan hátt!

Þetta eru síðan ekki eitthvað róttækar og frumlegar skoðanir, bara að bergmála eftir heiðnum meirihluta.

Þessa athugasemd skil ég ekki alveg í hvaða samhengi hún er sett fram......lýsa tilvitnanirnar sem að ég setti fram skoðanir heiðins meiri hluta.....eru þær þá orð Guðs??? nú þarftu að skýra betur hvað þú ert að meina!!

Sunna Dóra Möller, 30.5.2007 kl. 17:48

6 Smámynd: Mofi

Jæja.....það er gott að heyra! Ég held það og trúi því staðfastlega að flestir sem að starfa innan kirkjunnar sé gott trúfólk. Mér fyndist við hæfi að benda á þann sem að þú telur að geri það ekki á rökstuddan hátt!

Finnst þér eðlilegt að einhver starfi innan kirkjunnar sem hafnar Biblíunni? Hvort sem það er að hluta til eða henni allri. 

Þessa athugasemd skil ég ekki alveg í hvaða samhengi hún er sett fram......lýsa tilvitnanirnar sem að ég setti fram skoðanir heiðins meiri hluta.....eru þær þá orð Guðs??? nú þarftu að skýra betur hvað þú ert að meina!!

Finnst þér þínar skoðanir vera eitthvað sem fólk almennt er ósammála?  Róttækar og framsæknar skoðanir eru sjaldgæfar að mínu mati. 

Væri gott að hugsa aðeins út í hverju trúðu mínir kennarar og hvað er það sem ég trúi og er kannski eitthvað samræmi þarna á milli. Að spyrja sig þannig spurninga er gott fyrir alla, getur kannski sett manns eigin trú í nýtt ljós.

Mofi, 31.5.2007 kl. 10:30

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég veti ekki til þess að ég hafi sagst vera fylgin því að prestar trúi ekki orði Biblíunnar! En þú veist sjálfur eins og svo margir aðrir að við erum löngu hætt að nota margt sem þar stendur! Það er ekki hægt að þræta fyrir það!

Annars átti þessi færsla að vera til gamans ekki til að fara út í einhverjar langþreyttar umræður um hvort að öll Biblían sé sönn eða ekki! Ég bara nenni ekki að þræta um það! ...það ærir óstöðugan og nú þarf ég að skrifa ritgerð um dauðann eða klára hana réttara sagt!

Sunna Dóra Möller, 31.5.2007 kl. 11:36

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég sé vel hin dulda húmor á bak við þessa færslu Sunna, mér finnst sorglegt að sjá hér menn sem hafa ekki húmor fyrir sjálfum sér. Við kristnir megum ekki taka okkur svona hátíðlega ! Gott hjá þér Sunna mín að benda á þessu skrítnu hluti innan ritningarinnar og setja það fram á þennan hátt!

Ég er meira að segja talinn bókstafstrúarmaður, en það er auðséð ég hef mætt jafnoka mínum í honum Mofi/Halldóri.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.5.2007 kl. 12:25

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gott að sjá að það hafa fleiri húmor fyrir þessu, enda var þetta sett fram í þeim tilgangi einum! !

Er þetta ekki líka til marks um það hvað við erum ólík, þótt að við köllum okkur kristin?? !

Sunna Dóra Möller, 31.5.2007 kl. 12:28

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Köllum okkur...átti að sjálfsögðu að vera......erum kristin! Svo að það styggi ekki neinn sem að hér kann að lesa þetta og verða reiður!

Sunna Dóra Möller, 31.5.2007 kl. 12:29

11 Smámynd: Mofi

Ég veti ekki til þess að ég hafi sagst vera fylgin því að prestar trúi ekki orði Biblíunnar! 

Þú boðar hérna og annars staðar að þetta er bara eitthvað sem menn skrifuðu. Svo finnst þér í lagi fyrir presta eða kristna að hafna sumu í Biblíunni sem annað hvort lygar, bull eða skoðanir manna?

En þú veist sjálfur eins og svo margir aðrir að við erum löngu hætt að nota margt sem þar stendur! Það er ekki hægt að þræta fyrir það!

Það er stór munur á að sumt í Biblíunni er beint til ákveðins hóps t.d. fórnarlögmálið sem gyðingar fylgdu var afnumið sérstaklega af Kristi eins og Daníel spáði fyrir um ( Daníel 9:27 )  Sömuleiðis eru þar ríkislög sem áttu við gyðinga í Ísrael og lærisveinarnir kenndu aldrei að við ættum að fylgja eða setja á stofn annað Ísraels ríki sem hlýddu öllum þessum lögum.

Annars átti þessi færsla að vera til gamans ekki til að fara út í einhverjar langþreyttar umræður um hvort að öll Biblían sé sönn eða ekki!

Jú jú og þræl fyndið út af fyrir sig. Ég hafði alveg gaman af því en ef það á að nota það sem alvöru skot eins sumir tóku þessu, sem gagrýni á Biblíuna og sanni að hún inniheldi eitthvað sem þeir telja bull þá vildi ég aðeins svara því. Það ætti aldrei að vera þreytandi fyrir kristin einstakling að verja Biblíuna.

það ærir óstöðugan og nú þarf ég að skrifa ritgerð um dauðann eða klára hana réttara sagt!

Þú ert vonandi á því að Biblían kenni ekki eilífar þjáningar...?

Við kristnir megum ekki taka okkur svona hátíðlega !  Ég er meira að segja talinn bókstafstrúarmaður, en það er auðséð ég hef mætt jafnoka mínum í honum Mofi/Halldóri

Alveg sammála því, það var aðalega hvernig brandaranum var tekið, að sumir tóku honum þannig að þetta sannaði að Biblían væri fáránleg og það var aðeins það sem ég vildi gagnrýna.

Mofi, 31.5.2007 kl. 15:00

12 Smámynd: Mofi

 Ég er meira að segja talinn bókstafstrúarmaður, en það er auðséð ég hef mætt jafnoka mínum í honum Mofi/Halldóri

Já, og gott betur    án efa ert þú hátíð að mati margra miðað við þá skelfingu sem þeir telja mig vera...

Mofi, 31.5.2007 kl. 15:11

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þú boðar hérna og annars staðar að þetta er bara eitthvað sem menn skrifuðu. Svo finnst þér í lagi fyrir presta eða kristna að hafna sumu í Biblíunni sem annað hvort lygar, bull eða skoðanir manna?

Mofi....Biblían er skrifuð af fólki af holdi og blóði....um það er ekki deilt! Hvað býr að baki þeirra skrifum sem eru jú oft lýsingar á reynslu af fólks af Guði, það má vel vera innblásið ég er ekki að gera lítið úr því! En bókin er sett á blað af fólki eins og mér og þér! Með því er ég ekki að gera lítið úr bíblíunni sem orði Guðs!

Það er stór munur á að sumt í Biblíunni er beint til ákveðins hóps t.d. fórnarlögmálið sem gyðingar fylgdu var afnumið sérstaklega af Kristi eins og Daníel spáði fyrir um ( Daníel 9:27 )  Sömuleiðis eru þar ríkislög sem áttu við gyðinga í Ísrael og lærisveinarnir kenndu aldrei að við ættum að fylgja eða setja á stofn annað Ísraels ríki sem hlýddu öllum þessum lögum.

Þ.a.L þetta gildir ekki í okkar samhengi.....er það ekki! þú ert að segja það, en orðar það bara pent!! þannig að þessum hlutum höfnum og við og segjum ekki gildi vegna þess að Kristur afnam lögmálið!

Þú ert vonandi á því að Biblían kenni ekki eilífar þjáningar...?

Nei...hún er fagnaðarerindi!

Með kveðju!

Sunna Dóra Möller, 31.5.2007 kl. 16:15

14 Smámynd: Mofi

Mofi....Biblían er skrifuð af fólki af holdi og blóði....um það er ekki deilt! Hvað býr að baki þeirra skrifum sem eru jú oft lýsingar á reynslu af fólks af Guði, það má vel vera innblásið ég er ekki að gera lítið úr því! En bókin er sett á blað af fólki eins og mér og þér! Með því er ég ekki að gera lítið úr bíblíunni sem orði Guðs!

Sammála því að það er ekki verið að gera lítið úr því að viðurkenna þá staðreynd að fólk skirfaði Biblíuna.  En er það ekki að gera lítið úr Biblíunni að segja ákveða að hinir og þessir kaflar í Biblíunni eru rangir? Ef það eru "bækur/bréf" í Biblíunni sem ljúga til um hver skrifaði þau, ætti þá ekki að fjarlægja þau úr Biblíunni eða?

Þ.a.L þetta gildir ekki í okkar samhengi.....er það ekki! þú ert að segja það, en orðar það bara pent!! þannig að þessum hlutum höfnum og við og segjum ekki gildi vegna þess að Kristur afnam lögmálið!

Ég reyni að orða það rétt því að Kristur afnam ekki lögmálið, Hann segir sérstaklega að Hann uppfyllti það. En jú, Hann afnam fórnarlögmálið og menn verða að þekkja eitthvað til, til að geta skilið þessa hluti.  Það er síðan eitt að segja að eitthvað er ekki beint til okkar þjóðfélags eða til manns persónulega eða að maður "hafni" því.  Ef maður segir t.d. margt í GT vera skrifað af venjulegu fólki og vera bara eitthvað sem menn fundu upp en héldu því fram að það kæmi frá Guði. Fyrir mig er þá myndi þýða það að Biblían inniheldur lygar og rugl og þá er ekki hægt að virða hana, hvað þá líta á hana sem orð Guðs.

Nei...hún er fagnaðarerindi!

En Biblían kennir helvíti marg oft, grátur og gnýstan tanna og eilífur eldur, um hvað snýst það þá eiginlega?

Kveðja,
Mofi

Mofi, 1.6.2007 kl. 10:35

15 Smámynd: Púkinn

Púkinn fagnar því að fleiri og fleiri eru að gera sér ljóst að Biblían er ekkert meira en ófullkomaið mannaverk, litað af viðhorfum höfunda og þeim menningarheimi sem þeir ólust upp í, þannig að hún hefur minna og minna gildi fyrir nútímann.

Vonandi kemur að því að menn líti á hana sem ekkert meira en heimild um frumstæðar og úreltar skoðanir, sem því miður hafa haft allt, allt of mikil áhrif á mannkynssöguna í gegnum tíðina.

Púkinn, 1.6.2007 kl. 13:12

16 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég myndi nú seint viðurkenna að Biblían hafi lítið gildi í nútímanum! Í raun tel ég hana hafa fullt gildi! En ég aftur á móti samþykki það að hún er skrifuð í samhengi og menningarheimi sem að er okkur framandi...og þó! Við erum enn með sömu samfélagsgerð sem er stigveldi og byggir á forréttindum þeirra sem að hafa rétta kynhneigð, rétt kyn, rétta stöðu ofl. Þetta þarf í mínum huga að klóra sig í gegnum, ef að þar er gert þá blasir við ansi róttækur réttlætisboðskapur sem að á heima á öllum tímum, í öllu samhengi! Hvar sem er! Það eru mennirnir sem að mengar boðskapinn ekki boðskapurinn mennina! Með kveðju!

Sunna Dóra Möller, 1.6.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband