30.5.2007 | 14:16
Predikunarsmíð!
Nú er ég að setjast við predikunarsmíð þar sem að ég fékk gott boð um að predika í kvöldmessu í Laugarneskirkju á sunnudagskvöld!
Textinn sem að ég er með er úr Mk.4.35-41! Þetta er textinn sem segir frá því þegar Jesús og lærisveinar hans lenda í stormi og Jesús lægir hann og spyr hvers vegna lærisveinar hans séu hræddir og hvort þeir hafi enga trú.
Ég hef verið hugsi yfir þeim stormi sem að hefur geisað hér inni á þessum bloggvettvangi vegna greinar sem að birtist á sunnudagsblaði Morgunblaðsins! Sitt sýnist að sjálfsögðu hverjum en merkilegast finnast mér allar þær dylgjur og persónuárásir sem að birtast í skrifum fólks.
Ég hef eiginlega verið afskaplega hugsi yfir þessu öllu saman og þegar að menn telja sig vera sjálfskipaða verndara trúarinnar og kristindómsins í nafni hreinnar kenningar er mér eiginlega allri lokið! Mér er eiginlega spurn: Er til ein hrein kristin kenning í heimi sem er margklofin í afstöðu sinni til þess hver Jesús frá Nasaret var og fyrir hvað hann stóð! Þetta hefur nú aldeilis farið fram hjá mér, þar sem að hvar sem ég drep niður fæti rekst ég á nýja túlkun á því hvað er rétt trú og hvað ekki??? Fólk sem að kemur fram og talar um að Jesús hafi staðið með minnihlutahópum er sagt tala máli annars vegar kommúnisma eða frelsunar- og eða kvennaguðfræði sem að er handónýt að mati þeirra sem að hæst tala. Aðrir tala um að prestar sem að tala fyrir hönd minnihlutahópa ættu hreinlega að fá sér aðra vinnu!
Jú......svo virðist sem að ég hafi nóg úr að moða fyrir sunnudaginn! Það er greinilegt að stormur geisar um þessar mundir í lífi margra sem að telja sig vera málsvarar hreinnar kenningar og hins vegar þeirra sem vilja vera Kristur náunga sínum og mæta fólki þar sem það er statt í ákalli sínu til kirkjunnar!
Án efa eru margir ósammála þessu sem ég set hér fram, en jú ég get víst ekki orða bundist eins og svo margir aðrir! Sumir segja að það sé betra að hunsa það sem illt er........stundum er það hreinlega ekki hægt!
En nú ætla ég að skrifa.......við skulum sjá hvað gerist.....!
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Ég hef verið hugsi yfir þeim stormi sem að hefur geisað hér inni á þessum bloggvettvangi vegna greinar sem að birtist á sunnudagsblaði Morgunblaðsins!"
Stormur? Ertu að tala um 2-3 bloggfærslur?
"Sitt sýnist að sjálfsögðu hverjum en merkilegast finnast mér allar þær dylgjur og persónuárásir sem að birtast í skrifum fólks."
Ég er nú hálf-hlutlaus þegar kemur að rifrildum á milli kristins fólks, og ég tók
ekki eftir öllum þessum dylgjum og persónuárásum. Þú kemur með svipaða
ásökun í ummælum við aðra bloggfærslu um þetta morgunblaðsviðtal, hvernig væri
að koma með dæmi?
"Mér er eiginlega spurn: Er til ein hrein kristin kenning í heimi sem er margklofin í afstöðu sinni til þess hver Jesús frá Nasaret var og fyrir hvað hann stóð!"
Já, er það ekki? Er ekki postullega trúarjátningin ágætis byrjun? Eða er það bara
"ein túlkun"?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.5.2007 kl. 15:22
rosalega góðar pælingar hjá þér.... þetta mun verða flott predikun
auðvitað er engin ein "hrein" kenning, það er nánast ekkert sameiginlegt með t.d kaþólsku, mótmælendatrú, vottum jehóva osfrv osfrv
halkatla, 30.5.2007 kl. 15:31
Hjalti það er gott að þú stendur traustan vörð um það sem hér er sagt inn á þessum bloggfærslum. Þó að mér finnist ákveðnar athugasemdir og skrif vera dylgjur og persónuárásir þá má vel vera að þér finnist það ekki! Það skiptir mig eiginlega voðalega litlu mál. Mín sýn er greinilega önnur en þín. Það er búið að skrifa hér í langan tíma um málefni samkynhneigðra og mér finnst það stormur þó að þér finnist hann lítilvægur. Vel má vera að hér sé um storm í vatnsglasi að ræða........en mín skoðun er sú að þessi stomur sé hluti af miklu stærra máli sem er skilgreining á því hvað kirkjan er og hvað hún stendur fyrir!! Enda myndi ég ekki setja svona fram án þess að vera meðvituð um hvað ég er að segja og læt ekki 2-3 bloggfærslur móta mína skoðun á stærra máli sem er ansi brýnnt að sé tekið á og rætt! En þessar 2-3 bloggfærslur hafa alla vega þau áhrif að þær eru ansi mikið lesnar og margir telja að verið sé að lýsa opinberri skoðun íslensku þjóðkirkjunnar....þó að nokkrir af þeim sem skrifa tilheyra henni ekki! Mér finnst það vont mál!
Það má vel vera að ég sé sek um dylgjur, þá er það bara mín skömm að bera ekki satt og takk fyrir að vekja athygli á því hér, eins og ég segi það er gott að þú sérð um að benda mér á þá villu.
Þú segir sjálfur að rifrildi milli kristinna sé ekki eitthvað sem þú kippir þér uppvið........sannar það ekki þá fullyrðingu að ekki sé til eins túlkun.....þess vegna rífast kristnir....fólk er ekki einu sinni sammála um það hvort eigi að segja hold eða maður í seinustu greininni! Það held ég að sanni málið!
Takk Anna Karen! Ég vona að predikunin komi vel út.......hún er ekki enn komin á blað......en ég held ég hafi úr ýmsu að moða......! Kveðja!
Sunna Dóra Möller, 30.5.2007 kl. 16:08
Gangi þér vel. Ég hef stundum hugsað um hlutverk presta og sakna þess að ekki skuli vera meira farið út í trúariðkunina, bænina og hvernig maður nálgast guð í hjarta sínu.
Ester Sveinbjarnardóttir, 31.5.2007 kl. 00:44
Það er ekki slæmt að leggja út frá sjávarháska á sjómannadaginn:)
Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 11:52
Takk Ester! Ég er sammála þér að predikun á að beinast að hjörtum fólks, taka á því sem að skiptir máli. Um leið getur hún einnig verið trúfræðsla í bland!
Það er rétt Hildur........spurning um að leggja á djúpið hahaha, Vona að ég komist lífs af! Ég verð nú að viðurkenna að ég hef nú ekki predikað oft, þetta verður í 5 sinn bíst ég við og ég er alltaf að andast úr stressi hehehe! Vona að þetta verði alltílæ samt! Ég verð rólegri þegar ég verð búin að semja!
Sunna Dóra Möller, 31.5.2007 kl. 12:12
"Enda myndi ég ekki setja svona fram án þess að vera meðvituð um hvað ég er að segja og læt ekki 2-3 bloggfærslur móta mína skoðun á stærra máli sem er ansi brýnnt að sé tekið á og rætt! En þessar 2-3 bloggfærslur hafa alla vega þau áhrif að þær eru ansi mikið lesnar og margir telja að verið sé að lýsa opinberri skoðun íslensku þjóðkirkjunnar....þó að nokkrir af þeim sem skrifa tilheyra henni ekki! Mér finnst það vont mál!"
Punkturinn minn var sá að þessi "stormur" voru 2-3 bloggfærslur. Lítill stormur.
Já, það getur vel verið að þér finnist eitthvað dylgjur og persónuárásir sem mér finnst ekki og mér er líka svosem alveg sama um það. Það er bara kurteisi að
benda á hvað þér finnst vera dylgjur og persónuárásir þegar þú sakar annað
fólk um það.
"Þú segir sjálfur að rifrildi milli kristinna sé ekki eitthvað sem þú kippir þér uppvið........"
Nei, ég sagðist vera hálf-hlutlaus.
"..fólk er ekki einu sinni sammála um það hvort eigi að segja hold eða maður í seinustu greininni! Það held ég að sanni málið!"
Nei, hvers vegna segirðu það? Ég held að það sé nokkuð ljóst að hin "eina hreina" kristna trú geri ráð fyrir líkamlegri upprisu.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.5.2007 kl. 14:52
Í mínum huga er ekki til nein ein hrein kristin trú.......það má vel vera að það geri mig hálfvolga að margra mati, en eftir að hafa lesið um allan þann klofning og rifrildi sem að er um kristna kenningu að þá segi ég það að sé ekki "ein hrein trú"
Ég hef verið í messu þar sem að fólk segir alveg á víxl, hold og maður í lok trúarjátningarinnar....þess vegna segi ég að fólk sé ekki einu sinni sammála um þetta atriði. Um líkamlega upprisu gildir annað mál og önnur umræðá sem ég hef ekki tíma til að fara út í að þessu sinni!
En þetta er nú bara mín skoðun og þarf svo sem ekki að endurspegla álit annarra! Með kveðju!
Sunna Dóra Möller, 31.5.2007 kl. 16:05
"Í mínum huga er ekki til nein ein hrein kristin trú...."
En það eru líklega til trúarkenningar sem eru kristnar en aðrar ekki. Til dæmis er það ekki "ein hrein kristin trú" ef hún afneitar tilvist guðs, upprisu Jesú og svo framvegis.
"Ég hef verið í messu þar sem að fólk segir alveg á víxl, hold og maður í lok trúarjátningarinnar...."
Þetta er nú bara svipað því að segja á víxl "Jesú" og "Jesúm". Bæði "maður" og "hold" vísa til líkamlegrar upprisu (sem er hluti af "einu hreinu kristnu trúnni").
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.5.2007 kl. 21:39
Ég held að hér hefði ég frekar átt að segja hrein kenning...frekar en hrein trú, þar sem ég tel að sjálfsðögðu að trú geti verið hrein og falleg! Kenningar eru svo annað mál! Um þær er rifist eða rökrætt frekar svona til að orða það pent!
Að segja hold......getur vísað til sköpunarinnar allrar! Hefur mjög víða skírskotun! Sbr hugmyndir Jesaja um upprisu allrar sköpunarinnar (protojes...minnir mig) og svo Maðurinn er þrengri tilvísun í upprisuna....vísar til upprisu hans eins! Þetta er alla vegna "ein kenning" af mörgum!
kveðja
Sunna Dóra Möller, 31.5.2007 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.