31.5.2007 | 12:04
Umhugsunarvert!
Ég byrja oft daginn á því að fara bloggrúnt hér inni! Ég skoða þar bloggvini mína yfirleitt flesta og hef afar gaman að þeirra skrifum! Síðan skoða ég blogg sem að ég verð pirruð yfir, ætli ég sé ekki haldin sjálfpyntingarhvöt !
Ég festist jú eins og endranær á einu bloggi hér inni þar sem að rætt er enn og aftur um málefni samkynhneigðra og kirkju! Það eru notuð gífuryrði sem endranær, talað um undanvillingapresta sem að vilja leyfa hjónavígslu samkynhneigðra í kirkjunni! Oftar en ekki finnst mér málflutningurinn heldur stóryrtur og mörgum mikið niðri fyrir! Ég dáist þó að þeim sem að taka þátt í umræðum þar með það að markmiði að reyna að hnekkja skoðun höfundar!
Annað sem að mér finnst athyglisvert í umræðunni þar, er þegar talað er um t.d. að það séu mannréttindi kristinna að leyfa ekki hjónaband samkynhneigðra í kirkju! Hér talar fólk sem að nýtur fullra mannréttinda í þjóðfélaginu! Vegna þess að forréttindin er orðin svo mikil að þá vill þetta fólk að þeirra mannréttindi felist í að brotið sé á mannréttindum annarra þegna! Þetta finnst mér nú eiginlega bara hrein og klár frekja!
Annað sem að mér finnst fyndið er þegar talað er um að fólk sem er fylgjandi þessu máli innan kirkjunnar eigi bara að láta þjóðkirkjuna í friði! Talað er um að verið sé að kljúfa kirkjuna með þessu máli og samkynhneigðir eigi bara að stofna sína eigin kirkju! Það skal tekið fram hér að það er of seint að kljúfa kirkjuna, því miður! Hún er margklofin í sérstrúarsöfnuði, fríkirkjur og ég veit ekki hvað og hvað! Það ríkir engin eining innan kristinnar kirkju og hefur ekki verið síðan Jesús var krossfestur! En er það ekki líka klofningur ef að samkynhneigðir stofna sína eigin kirkju.....ég er nú ansi hrædd um að margir myndu fylgja þeim!! Það er ekki hægt að tala fyrir því að kirkjan sé ekki klofin og mæla svo með klofningi í hinu orðinu! Það er nú heldur einkennilegur málflutningur!
Um íslensku þjóðkirkjuna gilda lög, réttindi hennar eru stjórnarskrár varin! Stjórnarskráin gildir fyrir alla þegna þjóðarinnar! Einhver hluti af þegnum þjóðarinnar eru samkynhneigðir. Hin evangelíska íslenska þjóðkirkja er líka þeirra kirkja sem og okkar allra sem að erum þegnar í þessu landi! Þjóðkirkjan er ekki sértrúarsöfnuður þar sem að aðeins ein skoðun er samþykkt og þar af leiðandi verður ekkert rými fyrir gagnrýna hugsun! Innan kirkjunnar rúmast margar skoðanir og við getum alveg verið ósammála um margt! En þegar kemur að bæn og blessun fyrir altari Guðs getum við ekki meinað neinum aðgang! Það er það sem að lútersk hjónavígsla er ..... bæn og blessun og íslenska þjókirkjan hefur samþykkt að það stríði ekki gegn Biblíunni! Só sorrí....þannig er það bara!
Nóg í bili!
p.s. Ég vil mæla hér með afar athyglisverðri færslu hjá honum Guðmundi Erni Jónssyni þar sem hann tekur saman skrif Lúters um hjónabandið: http://orri.blog.is/blog/orri/entry/225530/!
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:09 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En ef þjófur sem heldur því fram að það að stela er í góðu lagi leitar blessunar kirkjunnar?
Mofi, 31.5.2007 kl. 16:07
Það er ekki okkar að dæma! Það er það sem felst í að vera kristin manneskja! Jesús sagði: Dæmið ekki svo að þið verðið ekki sjálf dæmd! Það er held ég farsælasti leiðarvísirinn!
Sunna Dóra Möller, 31.5.2007 kl. 16:22
Mofi, ég held að ég skilji hvað þú átt við, en ég held að það væri betra að tala um að blessa þjófnaðinn sjálfan. Spurningin væri þá: "Ef þjófur kemur til kirkjunnar og vill fá blessun yfir þjófnaði, ætti þá að blessa þjófnaðinn?"
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.5.2007 kl. 21:34
Mér finnst bara svo hundleiðinlegt vægast sagt og sorglegt að það fólk sem telur sig vera hina einu sönnu trúmenn, þ.e. bókstafstrúarfólk, skuli ekki hreinlega bara fara að halda kjafti um málefni samkynhneigðra og snúa sér að sínum eigin skít sem vellur uppúr þeim. Það er líka mjög athyglisvert að skoða síður sumra þessara ofur trúuðu og lesa þar miskunnarleysið og grimmdina gagnvart samborgurum sínum og manninum bara yfirleitt. Þeir dæma af mikilli hörku. Síðan þessi maður sem er með samkynhneigða á heilanum og við vitum alveg hver hann er, það ætti að fara að kæra hann fyrir níðyrði. Hreint ógeðfelldur náungi í alla staði, bara ruglaður ofsatrúarmaður og ískaldur tilfinningalega.
Mofi: Þú getur ekki líkt samkynhneigðum og virkum þjófum saman á neinn hátt. Góði farðu að vitkast aðeins og komast til nútímans. Og taktu á þínum eigin skít!!!
Annars.........góður pistill hjá þér Sunna Dóra
Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:00
Takk Margrét! Ég er sammála þér að mér finnst ekki hægt að líkja þessu máli við þjófnað! Það er eiginlega algjörlega galið!
Síðan er ég sammála að það þetta er orðið dapurleg umræða á 2-3 bloggum hér inni, svo að ég noti orð hans Hjalta . Mér finnst það eiginlega leiðinlegast að ég hef séð fólk sem telur orð þeirra endurspegla þjóðkirkjuna í heild.....það er það sem að fer verst í mig!
Takk aftur fyrir innlitið Kveðja, Sunna!
Sunna Dóra Möller, 31.5.2007 kl. 22:50
Já skil að það fari fyrir brjóstið á þér þegar þetta ofsatrúarlið telur orð þeirra endurspegla þjóðkirkjuna í heild. Fullt af mínu fólki í þjóðkirkjunni og það lýtur alls ekki svona á hlutina, bara smá hópur sem gerir það og það glymur hæst í tómri tunnu. En mér finnst komið nóg af þessum áróðri þeirra gegn samkynhneigðum, verður að fara að stoppa þetta á einhvern hátt. Ég finn bara til með samkynhneigðum og aðstandendum þeirra.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 23:09
Sammála því Margrét! Það er sannarlega komið mál að linni. Þess vegna þarf að heyrast jafn hátt í þeim sem hafa öndverðaskoðun. Svo held ég líka að það bara hvetji ákveðna aðila áfram þegar fólk reynir að skrifa á þeirra síður og andmæla! Það bara eflir og herðir skrifin! Alveg merkilegt eiginlega og að vissu leyti dapurlegt þar sem að fólk með tilfinningar á í hlut sem að horfir á sig nýtt niður í svaðið af þeim sem hafa sannleikann með sér í liði...að eigin sögn! Kveðja!
Sunna Dóra Möller, 1.6.2007 kl. 11:12
Mér finnst alveg ótrúlegt að einhver líki því saman að vera þjófur og stela og vera samkynhneigður! Á hvaða þroskastigi er slíkt fólk ?.. skjúsmí !! Sunna Dóra: Ég hef ákveðið að gera ekki þeim aðilum sem rægja samkynhneigða til geðs að lesa bloggin þeirra og óska okkur öllum þess að sneiða framhjá þeim. Það er bara til þess að láta fólki líða illa og mannskemmandi að auki.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.6.2007 kl. 12:03
já, Jóhanna...ég hef einmitt verið að hugsa það sama. Að hundsa þetta alveg og hætta að skoða, en einverra hluta vegna þá skoða ég þetta alltaf! Ég held að það sé manni líka hollt að sjá hvernig skoðanir eru upp, það gerir manni ljóst hve baráttan er mikilvæg! kveðja, Sunna Dóra!
Sunna Dóra Möller, 1.6.2007 kl. 17:29
Já kannski væri best að láta það ganga hér á blogginu að lesa ekki skrif hinna ofsatrúuðu og alls ekki skrifa athugasemdir, sérstaklega þegar vegið er að samkynhneigðum. Þegja þetta fólk í hel.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 1.6.2007 kl. 17:49
Ég hef alla vega tekið þá ákvörðun að kommenta ekki á þessar síður! Það er kannski rétt að menn eflast við athyglina, en kannski dempast þegar fólk sér að það er enginn sem les lengur eða kommentar! Það mætti vel prófa það! Ég sé alla vega að Jón Valur er alltaf að koma á fram færi þegar umræðan er mikil hjá honum eða nefna hversu margar heimsóknirnar eru, einnig vísar hann í eigin athugsasemdir öðrum síðum alveg sigrihrósandi! Mér finnst að það mætti vel prófa að hunsa þessi skrif! Tek það hér til greina af minni hálfu!
Sunna Dóra Möller, 1.6.2007 kl. 19:17
satt að segja er það alveg sorglegt að það sé tekinn sjálfsagður réttur af ákveðnu fólki. þó að lífstíll þess sé fordæmdur í Biblíunni þá gildir það svosem um marga aðra og það er hægt að gera undanþágur. Ég skil vel að kirkjan vilji kannski ekki gera þetta, en það slæma er að taka þann möguleika frá öðrum söfnuðum. Það ætti í raun bara að vera á valdi prestsins sjálfs hvað hann gerir.
halkatla, 2.6.2007 kl. 15:54
Ég held að hin svokallaða sænska leið gangi út á það að þetta sé leyfilegt, en enginn sé skyldaður að framkvæma athöfnina....það sé undir hverjum og einum komið! Þeir sem vilja geta svo gefið saman smkynhneigð pör! Vona að ég fari ekki með rangt mál! Mig minnir alla vega að þetta sé svona!
Sunna Dóra Möller, 2.6.2007 kl. 16:28
Það er ekki galið að líkja þessu saman, því þetta er líkt að því leytinu til að mati sumra, að bæði þjófnaður og samkynhneigð (eða bara samkynja kynlíf) eru synd.
Þess vegna er ekkert athugavert við spurningu Mofa (og umorðun minnar á spurningunni). Ef samkynhneigð og þjófnaður eru bæði synd, hvers vegna er í lagi að blessa annað, en ekki hitt?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.6.2007 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.