1.6.2007 | 17:40
Stiklur!
Ég hef verið að heyja baráttu við gubbupest í dag. Yngsta stelpan mín byrjaði um eitt leytið í nótt og er rétt að ná sér núna! Þessu fylgir tilheyrandi þvottar sem að ég hef getað dundað mér við í dag. Mér finnst þetta einhverjar verstu umgangspestir sem að hægt er að fá. Núna vona ég að hin börnin mín leggist ekki. Þó að ég viti innst inni að það er vel mögulegt þar sem að það hefur yfirleitt farið á þá leið að þau leggist öll. En þetta er svona bara, ekki hægt að vorkenna sér yfir þessu.......bara partur af því að vera foreldri að takast á við svona pestir!
Annars horfði ég á alveg skelfilega heimildarmynd í gær. Hún heitir Jesus Camp og segir frá alveg massívu trúaruppeldi barna í hvítasunnuhreyfingunni í USA. Ég hef aldrei horft á annað eins.....sunnnudagaskólinn alveg bliknar í samanburði við það sem ég sá í gær. Þetta er allt satt og ég fer ekki ofan af því að þarna var um trúarlegt ofbeldi að ræða á börnum. Ég hreinlega táraðist við að horfa á þessa mynd og mikið ofboðslega er hægt að afbaka fallegan og góðan boðskap! Þetta er hreinlega til skammar og mér fannst þetta að ákveðnu leyti líka hálf skelfilegt sem að þarna á sér stað! Mér leið ekki vel eftir þessa mynd!
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vona að þið hressist almennilega af pestinni. Eitt það versta var þegar ég var með strákana mína litla þegar þeir fengu ælupest Gubbuðu út um allt greyin kannski.
Annað varðandi þessa heimildarmynd, hvar var hún sýnd? Já svo er hreint ógeðfelldur þessi heilaþvottur og trúarofbeldi eins og viðgengst hjá öfgatrúuðum víða. Hrikalegt í USA og svo er það slæmt hérna líka. Hefur ekkert með Jesú að gera eða Guð. Þetta er bara ofbeldi og rugl.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 1.6.2007 kl. 17:52
Ég skrifaði á svolítið öðrum nótum en þú um Jesus Camp, þegar ég sá hana í október. Ég vona að það sé í lagi að tengja það hér.
Halldór Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 18:24
Margrét, Takk fyrir kveðjuna! Já.....þetta er eiginlega það versta sem hægt er að fá. Ég er líka svo klígjugjörn.....! Myndin held ég hefur ekki verið sýnd hér. Ég keypti mér hana um daginn á amazon....ligg yfir svona guðfræðimyndum....hahaha áhugamál fjölskyldunnar! !
Takk Elli fyrir þessa vísun. Ég var sammála þinni greiningu að mörgu leyti. Þessi mynd sjokkeraði mig einmitt vegna þess að mér fannst börnin alltaf grátandi og verið var að berja á þeim með djöflinum og helvísti og syndum. Þetta voru mörg hver bara smábörn. Mér fannst líka þessi áróðursherferð þar sem börnin voru í framvarðarsveit alveg skelfilegt, einnnig þessar hugmyndir um guðveldið og endurfæðing Ameriku undir einum Guði!
Mér fannst eins og þér að myndin var heiðarleg og fólk var ekkert að fela hvað það er eða stendur fyrir. Börnin voru jú í jafnvægi, mér fannst þó eins og ein af stúlkunum sem að talað var við vera svolítið óðamála eins og hún væri óörugg.....en það má vera mín tilfinning.
Ég er sammála þér einnig með heimaskólann......það er alveg ótrúlegt að hægt er að komast upp með að kenna börnum á þennan hátt og ekkert eftirlit sé með námsefni!
Útvarpsmaðurinn var tuðari, það er alveg rétt!
Ég er líka sammála að það er ekkert til sem heitir hlutlaust uppeldi. En hér fannst mér að ákveðnu leyti jaðra á stundum við ofbeldi.....sérstaklega þegar verið var að tala um fóstureyðingarnar og Harry Potter og syndatalið. Börnin grétu og grétu og virtust vera mörg hver skelfingu lostin!
Þetta var góð umfjöllun hjá þér. En þessi mynd vakti hjá mér ugg, en það er rétt hún er heiðarleg!
Kveðja, Sunna
Sunna Dóra Möller, 1.6.2007 kl. 19:30
Vona að börnin þín fari að hressast, ekki gaman að að fást við þetta, ég kúgast við að sjá aðra æla hef séð úr þessari mynd sem þú talar um, ég verð alltaf jafn hissa þegar ég sé svona lagað, enn helvíti og skrattinn er á milli tannanna á mörgum jafn hér heima og erlendis, hvað sem því liður þá finnst mér alltaf hræðilegt þegar ég sé börn misnotuð á nokkurn hátt. Börn eru það besta sem við eigum þeim bera að vernda.
Linda, 1.6.2007 kl. 20:00
Gubbupest, æji.. ég slapp oft með bara einn, en það kostaði mikinn þvott. Þetta er svo smitandi að ef maður nær ekki að þvo allt í kringum þann veika þá smitast hinir auðveldlega, svo er ekkert mál að fá þetta aftur og aftur ef því er að skipta.
Vona að þetta gangi vel hjá ykkur og þið verðið fljótt hress.
Blessuð börnin verða oft fórnarlömb fordóma og heimsku fullorðinna, en það eru alltaf einstaklingar sem standa uppúr hvað sem á dynur.
Ester Sveinbjarnardóttir, 3.6.2007 kl. 01:24
Takk Ester! Þetta er allt að hressast! ! vona bara að við leggjumst ekki öll flöt, erum að fara í sumarbústað í viku. væri gaman að vera faðmadni fötuna þar ! Nú er það bara bænin og ekkert annað !
Sunna Dóra Möller, 3.6.2007 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.