6.7.2007 | 12:26
Komin heim til að fara aftur!
Við komum heim í gærkvöldi úr Vestfjarðarferðinni okkar. Ég get sagt það alveg heiðarlega að þetta er einhver besta ferð sem ég hef farið lengi. Vestfirðirnir eru einhver fallegasti staður á landinu (ásamt Borgarfirði, Hljóðaklettum og Mývatnssveitinni ). Það er ógleymanleg reynsla að keyra þessa vegi utan í klettum og þverhnípt niður í sjó, ég viðurkenni að stundum var ég farin að ofanda og komin með hjartsláttartruflanir en ég reyndi þó að bera mig vel og brosa í gegnum tárin.
Við gistum á Bíldudal, Ísafirði og Hólmavík. Við keyrðum út í Selárdal sem að er gjörsamlega ógleymanlegt. Það var heiðskírt og logn og hvítu strendurnar á leiðinni þangað út eftir voru eins og Spánarstrendur í sólinni. Við kíktum á Uppsali, heimili Gísla heitins og skoðuðum safnið hans Samúels. Ég gleymi þessu seint, það er alveg ljóst!
Við kíktum einnig á slóðir galdramanna á ströndum, en það er ótrúlega fróðleg saga að skoða, galdraöldin okkar íslenska, en ég hef alltaf haft einhvern undarlegan áhuga á þessum galdraofsóknum og skrifaði ritgerð um þær í deildinni og kom meðal annars inn á Jón Lærða en það hefði verið áhugaverður maður að hitta....!
Mér fannst Ísafjörður fallegur bær og við erum ákveðin að fara aftur á Vestfirðina og dvelja lengur næst því ekki náðist að skoða allt sem að við vildum og eigum t.d. eftir að fara á Rauðasand og út á Látrabjarg. En það er alltaf gott að eiga eitthvað eftir til að geta komið aftur !
En nú erum við rétt komin heim til að þvo og ganga frá.....því á morgun höldum við aftur út úr bænum á ættaróðalið í Skorradal og munum dvelja þar eitthvað fram í næstu viku.
Það er sannarlega mikið að gera þegar maður er í sumarfríi......!
Þangað til í næsta þvottastoppi.....verið hress, ekkert stress og bless!
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
halkatla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Hrafnhildur Ólafsdóttir
-
Axel Eyfjörð Friðriksson
-
Erla Björk Jónsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðný Bjarna
-
Sigríður Gunnarsdóttir
-
Helga Dóra
-
Brussan
-
Hulda Lind Eyjólfsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kolgrima
-
Heiða B. Heiðars
-
Edda Agnarsdóttir
-
Halla Rut
-
Huld S. Ringsted
-
Dísa Dóra
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Árni Svanur Daníelsson
-
Viðar Eggertsson
-
Þorgeir Arason
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Vefritid
-
Dofri Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Toshiki Toma
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Róbert Björnsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
krossgata
-
Ólafur fannberg
-
Baldvin Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Pétur Björgvin
-
Linda
-
Jóhann Helgason
-
Helena Leifsdóttir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Alfreð Símonarson
-
Hlekkur
-
Mamma
-
Þóra Ingvarsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Ómar Bjarki Kristjánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oooooooo hvað ég öfunda þig að ferðast í þessu yndislega júlí há sumar veðri njóttu þess í botn.
Ég fer sjálf ekki í frí fyrr en 30 júlí en reyndar finnst mér haustið alltaf fallegt -þó var þetta ekki sjálf valið.
En að öðru við þurfum að fara að hittast Rómar hópurinn.
Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 02:38
Jams það er gott að vera í fríi....og nú ætla ég í sveitina og svo mun leiðin liggja norður með því að keyra Austfirðina hahahaha......tökum allt landið fyrir núna, svo við getum farið róleg á sólarströnd næsta sumar
!
Hafðu það gott í þínu fríi....ágúst er oft besti sumarmánuðurinn.....þú færð smá sól líka! Það væri bara alveg mikið sniðut að fara að hitta Rómarhópinn......skipuleggja það barasta
!
Sunna Dóra Möller, 7.7.2007 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.