15.7.2007 | 12:27
Klukk.....
Nú eru góð ráð dýr, enda miklu skemmtilegra að lesa um aðra heldur en að tala um sjálfan sig !
Sko.....
1. Ég er óskaplega flughrædd.....ég fæ yfirleitt snert af taugaáfalli áður en að ég fer upp í flugvél !
2. Mér finnst alveg agalega gott að borða góðan mat, missi yfirleitt stjórn mér og á erfitt með að hætta og borða þangað til að ég get ekki staðið upp.
3. Ég les alltaf endinn fyrst á bókum sem að ég er að lesa. Ég get ekki beðið og lesið alla bókina og ekki vitað hvernig hún endar.
4. Ég er með fullkomnunaráráttu á háu stigi, sérstaklega þegar kemur að námi, þá á eg erfitt með að skila af mér verkefnum ef að mér finnst þau ekki nógu góð.
5. Ég er trúuð og hef alltaf verið það frá því að ég var krakki. Ég arkaði ein í sunnudagaskóla þegar ég var barn og sat alltaf á fremsta bekk. Mestu vonbrigði mín voru að eiga afmæli í maí þegar sunnudagaskólinn var búinn, því þá fékk ég ekki að stjórna happdrættinu en það voru alltaf afmælisbörn sem fengu það.
6. Skemmtilegasta sem ég geri er að vera með fjölskyldunni en ég á alveg óskaplega skemmtilega fjölskyldu, bæði mín eigin og tengdafjölskyldan. Ég er alveg óskaplega heppin með fólkið í kringum mig !
7. Ég get alveg misst mig þegar ég kaupi föt, Kringluferðirnar mínar geta endað með ósköpum. Einnig á ég erfitt þegar ég kemst í fatabúðir í útlöndum. Ég er þó lítil skókona......kaupi sjaldan skó ......bara þegar nauðsyn krefur.
8. Ég veit ennþá ekkert hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór...........læt hverjum degi bara nægja sína þjáningu og bíð eftir stóru opinberuninni með þau mál......kannski birtist það mér í draumi einn daginn, hver veit!
En nú er ég farin.......yfir og út! Kannski ég reyni að klukka þau sem enn eru óklukkuð !
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vonandi tekst ter ad vinna tig utur happdraettis-afallinu...:-)
Hvernig geturdu lesid endinn fyrst?? :-O
SM, 15.7.2007 kl. 13:13
Oh hvað ég er fegin að vera ekki sú eina í heiminum sem tékkar á enda bókarinnar fyrst svo ég geti lesið hana alla í rólegheitunum. Mér er sagt að þetta sé pervert hegðun en ég held því fram að þetta sé skortur á spennufíkn.
Takk fyrir játningar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 11:01
hehehe ... gaman að þessu ... þvílíkar játningar! Ég þarf einhverntíma að bjóða þér í mat til þess að sannreyna atriði 2 !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.7.2007 kl. 12:22
Skemmtilegt klukk hjá þér Ég er ótrúlega glögg varðandi enda á bókum og bíómyndum og veit yfirleitt hvernig endirinn verður án þess að kíkja. Synir mínir eru til vitnis um það
Velkomin í "Ekki skókonu klúbbinn" sem hér með er formlega stofnaður
Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.7.2007 kl. 18:56
Ég er líkt og Margrét búin þeirri náðargáfu að sjá fyrir endinn, þarf því ekki að kíkja.
Ester Sveinbjarnardóttir, 20.7.2007 kl. 17:20
Stundum vildi ég hafa þessa gáfu......þess vegna les ég alltaf endann fyrst, af því að ég veit ekki hvernig hann er og get ekki beðið...........ætli ég öfundi ykkur ekki bara pínu smá
Sylvía: Ég er að jafna mig á þessu með happdrættið........búið að vera langt og strangt ferli en nú sé ég til sólar !
Kveðja, að norðan úr blíðunni!
Sunna Dóra Möller, 21.7.2007 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.