25.7.2007 | 15:03
Fór enn og aftur úr úr bænum!
Ég hentist enn og aftur út úr bænum í gær. Nú fórum við í bústaðinn í Skorradalnum til að hjálpa til við að setja túnþökur á mold.......kann ekki að orða það neitt betur !
Það gekk bara vel og við allar bara kátar en ég fór ásamt mömmu minni og systur og systurdóttur.
Í dag héldum við svo áfram og allt gekk bara líka vel en svo allt í einu fer mín yngsta að kvarta um í maganum. Það verður svo alvarlegt að hún þarf að leggjast út af og ber sig illa, gengur skökk og ég veit ekki hvað og hvað......
Ég tók bara til í skyndi og brunaði af stað. Bjó mig undir að þurfa að kíkja á bráðamóttökuna og jafnvel að hringja á sjúkrabíl á leiðinni. Ég veit ekkert verra en þegar börnin mín verða veik, bíst alltaf við hinu versta hreinlega !
Þegar við vorum komnar niður í Andakíl rétt hjá Hvanneyri, réttir sú stutta úr sér og segir að nú sé allt í lagi og hún bara finni ekki til. Hún drakk svo heilan Svala og borðaði kleinur af bestu list.
Ég varð alveg yfir mig hissa á þessu öllu saman en þegar hún klykti út með því að segja "mamma það er svo gott að vera heima" .... fór mig að gruna ýmislegt........hún notaði í ferðinni austur og vestur að henni væri mál að pissa til að við myndum stoppa í sjoppu og kaupa ís í leiðinni .
Ætli hún sé ekki bara orðin þreytt þessu flakki og vilju bara vera heima..........alla vega svona þrjá daga í röð !
Annars fékk ég hálfgert sjokk, þegar ég stóð í bónus í gær á leiðinni út úr bænum og leit á sjálfa mig og sá konu í íþróttabuxum, strigaskóm og allt of stórri flíspeysu með hárband. Ég hugsaði með mér.....OMG einu sinni var ég rosa smart og hefði aldrei labbað svona út úr húsi......ætli útlistþröskuldurinn hafi minnkað hjá mér eða að ég er bara orðin svona sæl úthverfahúsmóðir........ég veit ekki en ég ætla að komast að því....!
arrrívedertsjí!
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þig vantar sögnina "að tyrfa".
Ólöf (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 17:15
Sú stutta veit hernig hún á að "go about her buisness". Stundum er maður svo sæll og glaður SD að það gleymist að kanna fegurðarelementið. Ætli við séum ekki bara sætastar þá? Sona opnar, frjálsar og utanáliggjandi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 20:42
Kærar þakkir Ólöf.....stundum bara hreinlega man ég ekki svona einfaldar sagnir eins og að tyrfa......alveg hreint bara!
Jú ætli það ekki bara Jenný......mér bara brá eitthvað við spegilmyndinni þarna hahahahaha, fannst ég eitthvað ferköntuð !
Sunna Dóra Möller, 25.7.2007 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.