Undarlegt!

Mikið er ég á móti fegurðasamkeppnum fyrir börn. Enn fremur finnst mér það merkilegt að orða hlutina á þann veg að svona keppnir laði óaðvitandi að sér barnaníðinga. Ég held að fólk sé vel meðvitað um það að svona keppni bíður hreinlega heim hættunni á að barnaníðingar laðist að eins og mý á mykjuskán. Annað er bara undanfærsluháttur gagnvart svona keppnum og börn eiga ekki að þurfa að standa í svona sviðsljósi!

Það er alla vega mín skoðun á þessu máli svona almennt og yfirleitt!


mbl.is Góðgerðastofnun varar við fegurðarsamkeppnum barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Gæti ekki verið meira sammála þér. 

Linda, 25.7.2007 kl. 20:02

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já það skal byrja snemma að brjóta niður barnssálina, fylla hana af hégómagirni, yfirborðmennsku og ótta við að mistakast.  Jesús minn, hvar er barnaverndarnefnd?

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 20:40

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Nákvæmlega.......ég skil heldur ekki foreldra sem að setja börnin sín í svona allt niður í 1 árs......það er alveg hræðilegt!

Sunna Dóra Möller, 25.7.2007 kl. 21:24

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er algjörlega á móti fegurðarsamkeppnum barna. Mest eru þetta fegurðarsamkeppnir fyrir litlar stúlkur. Mér finnst að það ætti ekki að ala það upp í stelpum að koma sér áfram á útlitinu og kynþokkanum.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 26.7.2007 kl. 15:10

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Algjörlega Margrét....það þarf að kenna litlum stúlkum margt annað en það! Bara að komast af í hörðum heimi!

Sunna Dóra Möller, 26.7.2007 kl. 15:23

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

p.s. ekki þá á útlítinu ..... það átti ekki að skiljast á þann veg !!

Sunna Dóra Möller, 26.7.2007 kl. 15:24

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég bloggaði um þetta líka......... þessi frétt fór mikið fyrir brjóstið á mér  Kíktu yfir........knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 26.7.2007 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband