Ótrúleg mannvonska!

Rosalega á ég erfitt með að skilja svona athæfi. Hérna brestur minn skilningur á heiminum algjörlega því miður. Ég veit heldur ekki endilega hvort ég vilji öðlast einhvern frekari skiling á þessum veruleika sem að þarna horfir blákalt faman í mig.

Hugsa sér örlög þessa litla drengs að fæðast inn í heim sem að tekur svona á móti honum. Þetta er sorglegra en tárum tekur!


mbl.is Nýburi með 26 stungusár borinn út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta er nú kannski sama fólkið og nokkrum mánuðum fyrr sleit sundur barn sem var bara 12 vikna gamalt og kallaði það fóstureyðingu og enginn missti svefn út af því . Eru menn hræsnarar eða ...? Það er kannski betra að "bera það út" nokkurra vikna gamalt frekar en leyfa því að lifa þó þetta marga mánuði.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.7.2007 kl. 00:20

2 Smámynd: Linda

blessuð vertu Sunna og þakka þér fyrir að blogga þessa frétt, ég hafði íhugað að gera það, enn ég hef bloggað um ódæðin í Indlandi og Pakistan nokkuð mikið og ég gat bara ekki tekið á þessu eina ferðina enn.  Blessuð börnin, þegar ég sé lítið barn sé ég von um bjarta framtíð og fullkomið yndislegt sakleysi sem fær mig til þess að tárast, svo þegar maður les svona þá getur maður engan vegin skilið að fólk geti gert svona lagað. 

Indland þarfnast bæna okkar í þessum málum, sem og öðrum löndum. 

Friður til þín og þinna.

Linda.

Linda, 26.7.2007 kl. 02:53

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég tel það nú ekki hræsni að telja misþyrmingnu á nýbura alveg skelfilega, og þá skiptir ekki máli hvaða barn á í hlut sérstaklega. Öll misþyrming á börnum er óhuggulega sem og bara ofbeldi gegn fólki almennt! Það mætti svo sannarlega vera reglulegar kertafleytingar gegn ofbeldi gegn börnum í heiminum í dag!!!

Ég er alveg sammála þér Linda, hverju barni fylgir von og hvert barn á rétt á að lifa mannsæmandi lífi. Raunveruleikinn er því miður annar og það er svo ótrúlega sorglegt! Bestu kveðjur! Sunna.

Sunna Dóra Möller, 26.7.2007 kl. 12:21

4 Smámynd: halkatla

ég hef verið að lesa dáldið um svona mál í USA, það færir manni engan skilning og þetta er svo algengt að maður missir alla von. Heimurinn er orðinn svo skrítinn. Það veitir kannski eilitla huggun að trúa því að Guð hugsi um litlar verur sem upplifa aldrei neitt nema mannvonsku og grimmd, eða það haldreipi held ég mér í

halkatla, 26.7.2007 kl. 13:46

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Varstu þá að lesa um svona mál sem að hafa átt sér stað þar líka, þá misþyrmingar á ungbörnum? Ég bara á svo erfitt með að skilja svona mál, sama hvar þau eiga sér stað í heiminum.........það er svo auðvelt að setja sig í dómarasætið og skilja ekki aðstæður fólks sem að gerir svona......en á hinn bóginn þá á maður ekki heldur að líða að börn séu beitt ofbeldi, það er bara hreinlega það óhuggulegasta sem til er að beita barn ofbeldi sem að getur ekki reist hönd yfir höfuð sér til að verja sig. Það er bara þannig!

Sunna Dóra Möller, 26.7.2007 kl. 14:50

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þetta er ömurlegt og margt ömurlegt til í heiminum. Þess vegna þurfum við að vera dugleg að örva hið góða og berjast fyrir réttlæti

Margrét St Hafsteinsdóttir, 26.7.2007 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband