Nú verða sagðar fréttir!

Mér finnst alltaf eins og veturinn sé nánast genginn í garð eftir verslunarmannahelgina. Það verður bara allt í einu dimmt og ég fer að skipuleggja innkaup á skólavörum!

Það sem er þó sérstakt við þetta haust er það að ég er ekki að fara í skólann. Mér finnst það pínu skrýtið og á eflaust eftir að sakna þess að fara ekki í tíma vegna þess að án gríns að þá fannst mér bara gaman í skólanum Cool......ekki seinna að vænna þegar ég er orðin 32 ára.

En það er svo sem nóg framundan hjá mér og ég þarf að láta hendur standa fram úr ermum aldeilis.

Ég þarf m.a að taka fram ritgerðina mína og ljúka henni, en ég hef ekki séð hana í allt sumar né af henni heyrt......ef einhver verður hennar var má láta mig vita.....Joyful!

Síðan er margt að gerast á næstunni og ber þar hæst brúðkaup systur minnar og hennar unnusta þann 1. sept. En ég hlakka mikið til enda fæ ég að flytja brúðkaupsávarpið í athöfninni og það þarf að vera ansi fínt og gott enda pressan mikil fyrir framan hele familien!

Annars er ég bara sátt og sæl þessa dagana. Var að taka á móti 20 börnum í dag á námskeið í Neskirkju og svo verð ég með á fermingarnámskeiði í næstu viku og það er alltaf gaman að fá að taka þátt í fermingarfræðslunni.

Veturinn er svo eiginlega bara óráðinn, ég veit að ég fæ eitthvað að gera áfram í Neskirkju og svo ritgerðarskrif og restin er bara í höndum þess sem að öllu ræður Halo!

En þessum fréttatíma er lokið, meira næst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Takk fyrir fréttirnar  Það er líka kominn hálfgerður haustfílingur í mig þótt ég hangi ennþá í sumrinu. Farið að dimma svo mikið. Já svo fara skólarnir líka að byrja. Vonandi finnur þú ritgerðina þína  Og gangi þér vel með hana og ræðuna og fermingarfræðsluna og bara allt. Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.8.2007 kl. 00:45

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Margrét !

Sunna Dóra Möller, 9.8.2007 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 66423

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband