13.8.2007 | 20:32
Af fermingarfræðslu, lífsreynslusögum og guðfræðipælingum í lok dags!
Ég byrjaði í morgun að fræða fermingarbörn í Neskirkju! Ég er þar ásamt starfsfólki kirkjunnar og prestum hennar þeim sr. Sigurði Árna og sr. Erni Bárði.
Þetta gekk bara fínt, ég þurfti aðeins að smyrja mig til.......hikstaði aðeins í byrjun enda hef ég ekki mikla reynslu í að tala af fingrum fram enda feimin með eindæmum sem barn og forðaðist það eins og heitan graut að tjá mig á almannafæri ....nú þegar ég er fullorðin kemst ég ekki lengur upp þessa feimnisvitleysu enda ekki smart að vera fullorðin og þora ekki að tala, þannig að nú reynir á og ég held að ég sé bara öll að koma til! Með þessu áframhaldi mun ég verða síblaðrandi um 50.....!
En mitt verkefni, ásamt æskulýðsfulltrúa kirkjunnar honum Sigurvin Jónssyni er að sýna börnunum myndina Cospel of John í 9 hlutum og vera svo með fræðslu. Ég horfði sem sagt á fyrstu fimm kaflana í Jóhannesi þrisvar sinnum í dag.....og ég hreinlega nánast gekk á vatni út úr kirkjunni klukkan fjögur, svo var ég eitthvað orðin full af góðum anda eftir þennan dag ! En án gríns að þá er þetta mitt allra, allra, allra mest uppáhalds guðspjall og ég get stöðugt verið að skoða það og pæla í því og ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt.
Núna er ég búin að undirbúa morgundaginn smá, enda liggja næstu 5 kaflar undir. Ég ætla ekki að treysta á að andinn komi yfir mig og ég fari að tala tungum og þess vegna setti ég niður á blað það sem ég ætla að segja, til að hafa smá hækju og svo ætla ég að leggjast á bæn í kvöld og vona að ég verði mér hreinlega ekki til skammar vegna þess að það er svo dapurlegt að verða sér til skammar á almannafæri, betra bara í einrúmi svona endrum og eins eins og þegar ég ryksuga og hlusta á Donnu Summer....!
Annars komst ég að því áðan hvaða kaffitegund ég er .... :Þú ert svo mikið sem...
Frappuccino!
Þú ert jákvæður og nýjungagjarn einstaklingur sem hikar ekki við að gera óvenjulega hluti og klæðast litskrúðugum fötum. Þú ert týpan sem hleypur á eftir strætó langar leiðir með hrópum og köllum ætli hann að fara án þín.
Þú ert ískalt kaffi með mjólk, sykri og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.
Hér fylgir vottorð sem staðfestir að þú hefur tekið og staðist kaffiprófið. Til að sýna vottorðið á vefsíðunni þinni getur þú afritað HTML kóðann úr boxinu fyrir neðan.
Frappuccino!
ískalt kaffi með mjólk og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.
Þá veit ég það svo mikið......mæli með þessu prófi ..sjá hér:
40. en þér viljið ekki koma til mín og öðlast lífið.
Ég fór að hugsa í umræðum hefur maður mætt fólki sem er svo upptekið af bókstafnum og ritningunni og hefðinni að það hreinlega sér ekki út um gluggann í sólina.........Kristur boðar kærleika....með því að við sýnum kærleik og förum ekki í manngreinaálit erum við að velja lífið og koma þannig til Krists eins og hann segir í þessum texta. Ef við erum föst í bókstafnum og tökum hann fram yfir fólk....manneskjur sem að eru í guðsmynd eins og ég og þú, erum við þá ekki jafn blind og í jafn miklu myrkri og farísearnir í guðspjallinu sem eru alltaf með ritningarnar á lofti...???
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:24 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.