Það sem ég þoli ekki er...

.....það að koma heim eftir langan dag, þar sem að litlar pásur fást og ég er þreytt og pirruð og mig langar úr skónum og í iþróttabuxurnar mínar og fleygja mér upp í sófa og andast úr leti.......og þá er allt í drasli, uppþvottavélin full síðan í gær.....enginn nennt að taka úr henni, til að geta sett í hana á ný, þannig að allt er í stöflum við vaskinn og eldhúsið í rúst eftir samlokugerðina ógurlegu! Þannig að það fyrsta sem að ég þarf að gera er að byrja að taka til og skamma unglinginn sem að er búin að vera heima með andlitið í tölvunni frá hádegi vegna þess að það er enginn heima þessa dagana til að fylgjast með Devil! Á morgun tek ég allar tölvur og sjónvörp og allt bara með mér í vinnuna......panta sendiferðabíl klukkan 7.00!

Ég varð bara að blása og nú ætla ég að undirbúa morgundaginn og horfa aðeins á Jóhannesarguðspjall, þannig að ég spái að ég verði búin að ná geðheilsunni um kvöldmatarleytið.....

þangað til þá....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

láttu mig kannast við þetta, enn þar sem ég get ekki kennt neinum um nema sjálfri mér enda einstæð og barnlaus þá gefur það augaleið að ég andast allt of í arma letinnar  Því verð ég einungis pirruð út í moi Mæli eindregið með B-stress vítamínum, og voila allt stress minkar og hvað þá leti þörfin

Linda, 14.8.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Linda...ég kannski tékka á þessum vítamínum , hef haft eitthvað svo mikið að gera upp á síðkastið við að vinna lengi á daginn, að ég bara missi allt í vaskinn hahaha......ég hef haft það svo gott síðastliðin ár að vera í námi og getað stjórnað mínum tíma sjálf.....nú er víst öldin að verða önnur !

Sunna Dóra Möller, 14.8.2007 kl. 21:25

3 identicon

Er það ekki tilvalið verkefni fyrir ungling að taka út úr og setja í uppþvottavél?

Ninna Sif (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 22:33

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jú mér finnst það eiginlega............er að reyna að koma þessu inn smátt og smátt..........! Svo er ég grasekkja og er ein í nokkra daga með þrjú börn og mér finnst ég bara undir f***** álagi hahaha..........þetta er nú meira vælið, ég held að ég fari að sofa bara! Það sagði einhver gáfaður maður eða kona......Það  besta sem Guð hefur skapað er nýr dagur! Ég ætla að sofna með þá hugsun í kollinum! Góða Nótt!

Sunna Dóra Möller, 14.8.2007 kl. 23:44

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég skil þig

Annars eru mínir strákar orðnir svo stórir og ég kenndi þeim að elda, baka og þrífa og alles þarf þó að minna þá reglulega á að taka til og svoleiðis

Ég man þegar ég var með strákana mína litla og ein að gera allt........púff!! Lét þá þó ganga fyrir húsverkunum og ákvað bara stundum að hafa það kósí með þeim upp í sófa að horfa á spólu og slappa af í staðinn fyrir að hamast í húsverkunum Þetta hafði góð áhrif á mig og þá líka Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.8.2007 kl. 20:38

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

ég geri þetta líka oft Margrét...legg allt frá mér og tek spólu og leggst upp í sófa með krökkunum og við slöppum af saman, það er frábærar stundir og ég mundi ekki vilja sleppa þeim fyrir húsverk.....þau fara svo sem ekki neitt ! Takk fyrir innlitið annars !

Sunna Dóra Möller, 16.8.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband