14.8.2007 | 20:46
Á kafi í Jóhannesi...og aðeins í kvennafræðum!
Geðheilsan sneri aftir fyrir stundu (sjá síðustu færslu) og ég er búin að undirbúa morgundaginn sem verður enn sem áður tileinkaður Jóhannesarguðspjalli!
Ég segi enn og aftur að þetta er eitthvað það fallegasta af guðspjöllunum og ég get setið alveg heilluð yfir ræðunum sem að þar eru fluttar.
Nú rétt í þessu var ég að fara í gegnum 11. kaflann sem að inniheldur margt gott og á það sameiginlegt með þeim 14. að hafa huggunarboðskap og þar eru ritningarvers sem að eru oft notað við útfarir. Dæmi um það er t.d. orð Jesú í 14. kaflanum: Hjarta yðar skelfist ekki, trúið og Guð og trúið á mig.
Í 11. kaflanum á Jesú samtal við Konu, Mörtu. Í því samtali segir Jesú hin frægu orð sín: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.
26. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?
Það sem er merkilegt við þetta samtal þeirra Jesú og Mörtu er að í framhaldi af þessu játar Marta Krists, hún segir: Já, herra. Ég trúi, að þú sért Kristur, Guðs sonur, sem koma skal í heiminn.
Það sem er merkilegt við þessa játningu er að hún er ein af elstu játningum sem til eru í kristinni hefð! Það sem er einnig merkilegt við hana að þetta er játning sem að er flutt af vörum konu. Flestir þekkja játningu Péturs enda hefur henni verið gerð góð skil í hefðinni. En fæstir þekkja þessa játningu Mörtu og margir hafa reynt að draga úr gildi hennar vegna þess að hún er flutt af konu og um leið ógnar Pétursjátningunni sem að var lengi vel talin einsdæmi í guðspjöllunum og um leið styrkti hún stöðu Péturs! En kvennaguðfræðingar hafa gefið þessari játningu gaum og er hún fengur í baráttu kvenna út um allan heim sem að berjast fyrir rétti sínum til að fá að þjóna sem prestar innan kirkjunnar, en það eru réttindi sem að eru því miður ekki sjálfsögð í dag innan hinnar stóru kristnu hefðar!
Áfram konur og lengi lifi feminismi og kvennafræðin innan guðfræðinnar !
Tjuss!
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíð spennt, enda er Jóh 17 í í uppáhaldi ásamt svo mörgu öðru.
Linda, 14.8.2007 kl. 21:07
Já.....á morgun fer ég í ræðurnar í kafla 14-17 en kveðjuræðan er alveg stórkostleg!
Sunna Dóra Möller, 14.8.2007 kl. 21:25
Ég held svo uppá "knýið á og fyrir yður mun upplokið verða" það segir svo mikið um það að við þurfum að vera guðsleitandi, það er í okkar valdi að finna guð.
Ester Sveinbjarnardóttir, 14.8.2007 kl. 21:34
Já ég er sammála þér Ester, þessi texti er algjör snilld...bendir á að okkar er frumkvæðið einnig þegar kemur að trúnni og Guði eins og þú segir, við þurfum að leita, biðja og knýja á og þá munum við finna, okkur verða gefið og lokið upp fyrir okkur leiðinni að guðsríkinu !
Sunna Dóra Möller, 14.8.2007 kl. 21:46
Ég minni líka á:
Lúkasarguðspjall 7:44
Síðan sneri hann sér að konunni og sagði við Símon: ,,Sér þú konu þessa? Ég kom í hús þitt, og þú gafst mér ekki vatn á fætur mína, en hún vætti fætur mína tárum sínum og þerraði með hári sínu.
Hvergi sá ég karlmann gera slík verk, enda gerði hún þetta af einskærri ást. Ég tek undir sjónarmið þitt Sunna Dóra, kvennaguðfræðin er kærkominn í flóru trúarinnar, svo lengi sem hófs er gætt eins og í öllu öðru.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.8.2007 kl. 10:31
Áfram með feminismaguðfræðina. Ég elska pistilana þína
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2007 kl. 14:17
Kærar þakkir ........ég þarf að fara að vera duglegri að skrifa, hef verið svo ansi löt upp á síðkastið ! Kveðja, Sunna!
Sunna Dóra Möller, 21.8.2007 kl. 14:22
vá þetta var æðislegt færsla , ég vil líka meira af þessu, það er fáránlegt hvað kvennafordómar hafa verið þrautseygir og eru enn við líði t.d í kaþólsku kirkjunni!!! einsog þetta skipti einhverju máli! ég var akkúrat að lesa;
Galatabréfið; 3.kafli; Þér eruð allir Guðs börn fyrir trúna á Krist Jesú. Allir þér, sem eruð skírðir til samfélags við Krist, þér hafið íklæðst Kristi. Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú
Jóhannesarguðspjall er samt best
halkatla, 21.8.2007 kl. 14:29
Þessi játning úr Gal. 3. 28 er talin vera ævagömul skírnarjátning sem að Páll tók upp úr þeim kristnu samfélögum sem að hann gekk inn í eftir að hann tók kristna trú. Þetta er ótrúlega mikilvæg játning þar sem að hún segir okkur að það er engin aðgreining á milli fólks þegar kemur að skírninni sem að er annað af tveimur sakramentunum. Það eru allir velkomnir í kirkjuna óháð hverjir eiga í hlut......það segir þessi játning okkur.......hún er ótrúlega dýrmæt!
Sunna Dóra Möller, 21.8.2007 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.