Röfl dagsins!

Skólinn hefst á morgun og ég á tvö sem að feta menntaveginn í vetur, eitt í 2. bekk og annað í 8. bekk!

Ég arkaði af stað í morgun vopnuð innkaupalista og Visa korti til að fara í þessar árlegur útréttingar. Nú rétt fyrir stundu kom ég heim, þreytt og slæpt eftir að hafa farið um bæinn þveran og endilangan til að leyta að réttum hlutum sem á listunum voru.

Sú hugsun sló niður í hausinn á mér hvort að þessir innkaupalistar væru að verða svolítið sérhæfðir .... og jafnvel hvort að innkaupinn séu að verða dýrari ár frá ári.

Nú hef ég ekkert á móti því að versla inn fyrir börnin mín í skólann og tel þeirra menntun algjört forgangsatriði enda góð menntun gulli betri eins og einhver snillingur orðaði það svo. En þegar ég er að hendast út um allan bæ til að kaupa sérhæfða liti sem eru ekki vatnsleysanlegir og kosta 5000 krónur, þá spyr maður sig hvort að það sé eðlilegt að skylda fólk til að kaupa svona dýra hluti og gera kröfur um að þetta sé við hendina.

Skólinn er jú skylda en þegar innkaupin eru orðin svona dýr á hverju hausti hlýtur það að vera mörgum þungur baggi. Það eru ekki allir sem að hafa efni á að kaupa þessa dýru liti t.d og er þá ekki verið að búa til aðgreiningu innan skólans milli þeirra sem að eiga foreldra sem að geta keypt þetta allt saman og hinna sem að  geta það ekki. Er þetta forsvaranlegt þegar við erum með skólaskyldu og svo þegar við erum að borga alla þessa skatta .... sorrí en ég er pínu hissa á þessu! Mér finnst þessir innkaupalistar farnir að einkennast af neysluhyggjunni sem að tröllríður samfélaginu og um leið eins og ég segi aðgreina ríka og fátæka!!

Mér finnst þetta alveg á mörkunum og ég spyr mig, er það nauðsynlegt fyrir börn að vera með liti sem að kosta á fjórða þúsund! Ég þurfti að kaupa þessa liti fyrir bæði, lítinn kassa fyrir þá minni og stóran fyrir þann eldri. Samtal 5000 kr.

Þetta er röfl dagsins ..... *dæs*!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Í ríku þjóðfélagi eins og á Íslandi er engin afsökun fyrir því að foreldrar (óháð efnahag) eigi að þurfa að kaupa einhvern hégóma (það eru til venjulegir litir sem má nota) fyrir börnin sín.  Það rýrir í engu gildi menntunar.  Það hlýtur hinsvegar, að vera skelfilegt fyrir efnaminni foreldra að kaupa inn svona og auðvitað er löngu komin aðgreining innan íslenska skólakerfisins.  Þar er fyrst að nefna fatnaðinn og tómstundirnar.  Ég sem vinstri manneskja held því blákalt fram að þjóðfélagið eigi að hafa efni á að greiða fyrir allt svona með samneyslunni.  Það er þá ýmsilegt annað sem má sleppa.  Ætla samt ekki að fara að tala um sendiráð, flotta bíla, bitlinga, nefndarsetulaun og sollis.  Ónei, sleppi því alveg.  Arg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2007 kl. 16:07

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Nákvæmlega......við eigum að geta greitt fyrir menntun barnanna okkar, skólagæsluna, matinn í hádeginu og margt fleira með samneyslunni! Nógu mikil er hún !

Sunna Dóra Möller, 21.8.2007 kl. 16:26

3 identicon

Æi einhvern veginn komumst við nú í gegnum skóla og notuðumst bara við venjulega tré- túss- og vaxliti. Ég hefði nú haldið að börn gætu bara notast venjulega liti en það er svona þegar fólki dettur eitthvað í hug og verður að framkvæma það án þess að hugsa lengra en 5cm radíus í kring um sjálft sig. Það er auðvitað foreldra að stoppa svona vitleysu og setja skólanum stólinn fyrir dyrnar.

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband