Þetta skemmtilega sem að ég gerði í gær!

Jams.....það hreinlega bara ótrúlega gaman!

Það vill svo til að ég á systur (Kristín Þóra) og hún á unnusta (Örn Ævar). Þau hafa ákveðið að gifta sig næsta laugardag með pompi og pragt.

Þar sem að hún er að fara að gifta sig, skipulagði ég með dyggri aðstoð frábærra kvenna gæsun handa henni í gær.

Það heppnaðist mjög vel og var gæsin m.a. annars látin spila golf górillubúningi, en maðurinn hennar tilvonandi er mikill golfari en hún ekki spilað mikið og vakti þetta mikla kátínu viðstaddra þegar hún reyndi við teighögginW00t! 

Eftir þetta fórum við í baðstofuna í Laugum, sem er bara snilld og slökuðum á, fórum í gufur og potta og drukkum smá hvítvín!

Að lokum var svo borðað saman hjá mömmu og gæsin skemmti sér fram eftir nóttu og var held ég afar sátt!

En nú er brúðkaupið framundan og ég þarf að skrifa brúðkaupsræðuna en ég fæ að tala til þeirra skötuhjúa við athöfnina en Bolli giftir þau!

Þetta var sagan af skemmtilega deginum mínum í gær!

Góðar stundir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með systur þína, svona fyrirfram.  Nú er að finna fallegan texta sem trúarbloggararnir (nei djók), Sunna Dóra og ég efast ekki um að þú gerir það vel.

Takk fyrir pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 14:45

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Jenný......já ég þyrfti nú að finna einhvern krassandi texta í 3. Mósebók og tala út frá honum.....hahaha....!

Þetta er krefjandi verkefni þar sem hele familien verður mætt að hlusta en ég reyni bara að bera mig vel og gera mitt besta

Sunna Dóra Möller, 26.8.2007 kl. 14:57

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Furðulegt, ég var í steggjun hjá vini mínum þennan sama dag !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.8.2007 kl. 09:15

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

....skemmtilega tilviljun.....Það er svo gaman að fara í brúðkaup og undirbúa þau og bara allt í kringum þau! Ég fer alltaf að væla líka....hahahaha....! Maður er víst ekki harðari af sér en það

Sunna Dóra Möller, 27.8.2007 kl. 09:37

5 Smámynd: Egill og Snorri Birgissynir Flóvenz

Takk fyrir gæsunina, þetta var  frábær dagur!

Kveðja, Ýrr

Egill og Snorri Birgissynir Flóvenz, 29.8.2007 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband