Mæðublogg!

Mánudagurinn til mæðu er mjög líklega í dag (það er eins gott að klára það bara, þá kemur hann ekkert aftur Tounge).....mér finnst þessi dagur frekar mæðulegur! Ég sit hér og bíð eftir að eitthvað gerist, er að reyna að skrifa eitthvað en ekkert kemur upp í hugann.

Núna vantar mig hugmynd! Alltaf þegar ég ætla að skrifa eitthvað, þá þarf ég hugmynd til að vinna út frá. Núna er bara þoka í hausnum á mér og frekar þungbúið og úrkoma í grennd.

Ég vona að spáin rætist og það létti til þegar að líða tekur á daginn Cool!

Kannski er ég bara svona af því að ég er að reyna að skrifa tímamótaverk en það er ekkert smá að setja eitthvað á blað og svo þurfa allir í fjölskyldunni að hlusta.......nú ræð ég ekki við fullkomnunaráráttuna og sit þess vegna og bíð eftir hugmyndinni W00t!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér reynist best að setjast við tölvuna með þann eina ásetning að skrifa.  Svo leik ég mér út frá því.  Það er merkilegt hvað kona er fljót að komast á flug.  Prufa það.  Komasho.  Listaverkið verður að veruleika.  Sólin skín (því miður, var að vonast eftir rigningu, dem).

Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 14:46

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

...enn hefur ekkert gerst og ég bara klúðrað einföldum tölvumálum í allan dag...OMG hvað ég er mikill klaufi á tölvur...var að reyna að búa til myndband...með því að nota eitthvað sem að heitir Windows movie maker.....en hvað gerist....ég eyddi öllu sem að ég var búin að gera og allt horfið og ég þarf að byrja frá byrjun! Þetta er meiri mæðudagurinn.....

Sunna Dóra Möller, 27.8.2007 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband